Morgunblaðið - 03.07.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.07.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1983 JNtov&m Útgefandi nhlitfrife hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakiö. Varnir íslands Yfirmaður varnarliðsins á íslandi, Ronald Marry- ott, aðmíráll, sagði í ræðu á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs 21. júní síðastliðinn (ræðan birt- ist í Morgunblaðinu 29. júní), að nauðsynlegt væri að auka eldsneytisbirgðir varnarliðs- ins, bæta ratsjáreftirlitið um- hverfis ísland og endurnýja orrustuþoturnar sem sendar eru í veg fyrir sovéskar flug- vélar sem nálgast ísland. Aðmírállinn gerði grein fyrir vaxandi hernaðarumsvifum Sovétmanna í lofti, ofansjávar og neðansjávar í nágrenni ís- lands. Sovétmenn fljúga meira umhverfis ísland en nokkru sinni fyrr á fullkomn- ari og hraðfleygari vélum en áður. Herskip þeirra eru búin stýriflaugum sem skjóta má jafnt á skotmörk á landi sem sjó. Ferðir sovéskra kafbáta í hafdjúpinu milli Grænlands, íslands og Noregs eru fleiri en nokkru sinni fyrr. í ræðu sinni vakti Ronald Marryott máls á því, að elds- neytisgeymarými varnarliðs- ins væri enn miðað við þörfina á sjötta áratugnum. Hins veg- ar væri með framkvæmdum í Helguvík hafist handa við að bæta úr þeim vanda sem staf- ar af því að aukin umsvif sov- éskra herflugvéla krefjast tíð- ari ferða hjá flugvélum varn- arliðsins. Er einsýnt að fram- kvæmdirnar í Helguvík á að miða við það að bætt sé úr þeim vanköntum sem stafa af skorti á birgðarými og miða stærð geymanna við þær kröf- ur sem gerðar eru nú á tímum til varnarliðsins en ekki að- stæður eins og þær voru fyrir þrjátíu árum. Ronald Marryott sagði að viðbragðstími varnarliðsins gegn ókunnum flugvélum sé takmarkaður nema unnt sé að stækka það svæði sem ratsjár þess ná yfir. Nú er ratsjáreft- irliti varnarliðsins hagað þannig að tvær ratsjár eru á landi við Keflavíkurflugvöll og á Stokksnesi við Horna- fjörð en einnig eru í þjónustu liðsins tvær fullkomnar rat- sjáreftirlitsflugvélar af AWACS-gerð, hinar full- komnustu sem til eru í veröld- inni. Af orðum aðmírálsins má ráða, að hann telur þenn- an tækjabúnað ekki fullnægj- andi. „Þeim mun lengra sem við getum „séð“ því fyrr get- um við snúist til varnar," sagði hann. Á það hefur verið bent oftar en einu sinni hér í Morgunblaðinu, að full ástæða er til að íhuga það, hvort ekki beri að koma fyrir ratsjám til dæmis á þeim stöðum þar sem þær voru áð- ur, á Langanesi og við Aðalvík á Vestfjörðum, til að haldið sé uppi stöðugu eftirliti á þeim slóðum þar sem þess er helst að vænta að sovéskar herflug- vélar komi að landinu frá mesta víghreiðri veraldar á Kóla-skaga. „Við þurfum einnig að huga að orrustuþotunum sem send- ar eru í veg fyrir sovésku flugvélarnar," sagði aðmíráll- inn. Engin ákvörðun hefur verið tekin um nýja flugvéla- gerð. Hér hefur verið bent á þau þrjú atriði sem Ronald Marry- ott nefndi til að efla varnir íslands. Þau eiga það allt sameiginlegt að í þeim felst hvorki eðlisbreyting á varn- arsamstarfinu né ögrun við neinn heldur miða þau að því að koma í veg fyrir að varn- arkerfið drabbist niður. At- hyglisvert er að í öllum tilvik- um er verið að bregðast við auknum sovéskum umsvifum í lofthernaði. Ljóst er að aðmír- állinn minnist ekki á þessi mál nema af því að þau eru komin á rekspöl í viðræðum íslenskra og bandarískra Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra, hefur látið álit sitt í ljós á hugmyndinni um bókmennta- verðlaun forseta íslands sem tengist nafni Jóns Sigurðsson- ar. Af orðum Ragnhildar í Morgunblaðinu í gær má ráða, að hún hefur kannað einstaka þætti þessa viðkvæma máls og gert sér grein fyrir því hver framvinda þess skuli vera í samræmi við stjórnlög og eðlilega starfshætti. „Ég mun láta vinna að því í ráðuneytinu," sagði mennta- málaráðherra „að undirbúa löggjöf um þetta atriði, því hér er ekki um sjóð að ræða sem nægir að hafa um skipu- lagsskrá eða reglugerð. Þetta er sjóður sem á alfarið að vera fólginn í fjárveitingum ríkis- ins sem ekki hafa ennþá verið samþykktar og eiga að vera til framtíðarinnar. Um sjóðinn, verkefni hans og fyrirkomu- lag verður að vera löggjöf. í þriðja lagi þarf löggjöf um skattfrelsið og í fjórða lagi þarf samþykki alþingis fyrir fjárveitingunni. Það sem ræð- stjórnvalda, en án samþykkis ríkisstjórna beggja landanna verða engar ákvarðanir tekn- ar. í samræmi við þróun varn- arsamstarfs íslands og Bandaríkjanna í rúm þrjátíu ár hlýtur krafan að vera sú að tæknilega séu varnir íslands eins fullkomnar og frekast er kostur. ur úrslitum um öll þessi atriði er vilji alþingis." Morgunblaðið fagnar af- stöðu Ragnhildar Helgadótt- ur, menntamálaráðherra. Með henni er mótuð skýr stefna. Án atbeina menntamálaráð- herra verður þetta mál ekki til lykta leitt, því að ráðherr- ann ber stjórnskipulega ábyrgð á menningarmálum og afskiptum ríkisins af þeim. Engin stjórnarathöfn forseta íslands öðlast gildi nema ráð- herra taki á henni ábyrgð. Morgunblaðið minnir í því sambandi á fyrri förystu- greinar sínar um þetta mál og þær aðfinnslur sem þar voru hafðar uppi um embættis- færsluna. Ummæli Ragnhild- ar Helgadóttur um þann þátt málsins staðfesta enn rétt- mæti þeirrar gagnrýni. Einn- ig í því efni hefur mennta- málaráðherra tekið af skarið með þeim hætti að óþarft er að hafa um það fleiri orð. Nú er viljayfirlýsing forseta ís- lands komin í réttan farveg og verður eins og lög gera ráð fyrir lögð fyrir alþingi til endanlegrar afgreiðslu. Afstaða mennta- málaráðherra ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Rey kj a víkurbréf ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 2. júlí ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Norskur um- ræðuþáttur íslenska sjónvarpið sendi á þriðjudagskvöldið út norskan um- ræðuþátt um Evrópueldflaugarn- ar svonefndu, það er að segja við- leitni Atlantshafsbandalagsþjóð- anna til að svara þeirri ógn sem felst í því að Sovétmenn hafa komið fyrir fullkomnum eldflaug- um búnum kjarnorkusprengjum, SS-20-eldflaugunum, sem miðað er á skotmörk í Vestur-Evrópu. Þessi þáttur varð til þess að einn af blaðamönnum Dagblaðsins- Vísis ritaði t blaðið sl. miðvikudag: „Sennilega er ekki logið meira að almenningi um önnur mál en hermál, enda er ekki nema á fárra færi að meta allar tæknilegai for- sendur þeirra. En sennilega er þó ekkert lygilegra en að Atlants- hafsbandalagið sé að verða unclir í kjarnorkuvígbúnaðarkapphlaup- inu. Á meðan þessi fölsun við- gengst og meðan keppt er að ein- hverju ímynduðu jafnvægi scm metið er á fölskum og mismunandi fölskum forsendum, kemur sprengjuógnunin til með að hanga yfir höfði alls mannkyns." Sá sem horfði á þáttinn og Ies síðan ofangreindan kafla í sjón- varpsgagnrýni Dagblaðsins-Vísis hlýtur að leyfa sér að efast um að blaðamaðurinn skilji um hvað um- ræðurnar um Evrópueldflaugarn- ar snúast. Hinn tveggja tíma langi, norski sjónvarpsþáttur hef- ur að minnsta kosti ekki dugað til að blaðamaðurinn áttaði sig á staðreyndum málsins. í þætti norska sjónvarpsins var meðal annarra Zeiner Gundersen, hershöfðingi, sem var formaður hermálanefndar Atlantshafs- bandalagsins í desember 1979 þeg- ar utanríkisráðherrar bandalags- þjóðanna tóku hina tvíþættu ákvörðun um að endurnýja banda- rísku kjarnorkueldflaugarnar í Vestur-Evrópu og leita eftir sam- komulagi við Sovétmenn um að meðaldrægar kjarnorkueldflaugar yrðu fjarlægðar. Eins og Zeiner Gundersen sagði hefur ekkert breyst hernaðarlega síðan 1979 með þeirri mikilvægu undantekn- ingu þó að Sovétmenn hafa enn fjöigað SS-20-eldfláugunum sem miðað er á Vestur-Evrópu. Við- ræður um niðurskurð eldflaug- anna fara fram í Genf og hinar nýju eldflaugar Atlantshafs- bandalagsins koma til sögunnar í haust hafi samningar ekki tekist um annað — sem er ólíklegt. Deilurnar í Noregi Johan Jörgen Holst, sem nú er forstjóri Norsku utanríkismála- stofnunarinnar, gat í sjónvarps- þættinum gefið upplýsingar um hvernig ákvörðunina um endur- nýjun eldflauganna bar að, þar sem hann var aðstoðarráðherra í ríkisstjórn Noregs á þessum tíma. Holst hefur áunnið sér alþjóðlega viðurkenningu sem fræðimaður á sviði alþjóðamála í víðtækasta skilningi en þó einkum öryggis- mála. Hann er virkur félagi i Verkamannaflokknum í Noregi, en innan þess flokks hafa orðið harðar deilur út af eldflaugamál- inu. Finnst ýmsum að flokkurinn hafi snúið við blaðinu frá því að ríkisstjórn hans stóð að ákvörðun- inni í NATO í desember 1979. Fyrir þá sök var einkar fróðlegt að fylgjast með málflutningi Johan Jörgen Holst í þættinum og heyra hvernig hann leitaðist við að sam- eina flokkspólitíska hagsmuni og sérfræðiþekkingu. Enginn vafi getur leikið á því, að hann telur ákvörðunina 1979 rétta. Með hliðsjón af því getur hún ekki ver- ið orðin röng núna, úr því að Sov- étmenn hafa aukið kjarnorkuógn- ina síðan í stað þess að draga úr henni. En Holst bindur enn vonir við samningaviðræðurnar í Genf. Síðasta skoðanakönnunin um fylgi stjórnmálaflokkanna í Nor- egi sýnir að Hægriflokkurinn heldur vel í fylgi sitt, þrátt fyrir setu í ríkisstjórn, en fylgi Verka- mannaflokksins dvínar. í júni sögðust 37,3% Norðmanna styðja Verkamannaflokkinn en 37,7% í næstu könnun á undan. Dagblaðið Aftenposten segir í forystugrein á mánudag, að skýringin á slakri stöðu Verkamannaflokksins sé einkum sú, að flokkurinn hafi byrjað að flökta í öryggismálun- um. Blaðið kemst þannig að orði: „Haldi Verkamannaflokkurinn áfram á þeirri braut í öryggismál- um, sem mörkuð hefur verið í eldflaugamálinu, getur það leitt til alvarlegra erfiðleika fyrir hann þegar hann reynir að ná aftur rík- isstjórnarforystu 1985." Hvorki Norðmenn né aðrar að- ildarþjóðir Atlantshafsbandalags- ins vilja kasta fyrir róða þeirri tryggingu sem felst í þátttöku í NATO og lendi norski Verka- mannaflokkurinn í þeirri aðstöðu að menn telji hann snúast gegn bandalaginu í viðkvæmu og brýnu máli mun álit flokksins ekki að- eins minnka inn á við heldur einn- ig út á við. Útreið breska Verka- mannaflokksins í kosningunum á dögunum, ekki síst vegna vitlausr- ar stefnu í öryggismálum, ætti að vera víti til varnaðar. Fyrir hvern er logið? Klausan eftir Ólaf E. Friðriks- son, blaðamann á Dagblaðinu- Vísi, snýst um það, að allt sé lygi sem sagt er um öryggi Vestur- landa og nauðsyn þess að staðinn sé vörður um það. Þessi rök um lygina eru meginstoðin í áróðri þeirra nú um stundir sem hæst tala um það, að vestrænar þjóðir eigi að sætta sig þegjandi og hljóðalaust við sovéska kjarnorku- yfirburði í Evrópu. í öðru orðinu segja þessir menn að tölur um eldflaugafjölda skipti engu og f hinu tiunda þeir hve eyða megi mannkyni margsinnis með þeim kjarnorkuvopnum sem nú eru til og segja að þær tölur ráði úrslit- um. Mannkynssagan sýnir að ekkert herveldi sem kemst í þá óskastöðu að ná vilja sínum fram með því að beita hernaðarlegum þrýstingi án þess að grípa til vopnanna í bók- staflegum skilningi, lætur slíkt tækifæri ónotað. Frá því að kjarn- orkusprengjum var kastað á kjarnorkuvopnalaust ríki, Japan, árið 1945, hefur kjarnorkuvopnum ekki verið beitt í hernaði. öllum er ljós ógnarmáttur þeirra og sá aðili Borgarleikhús rís. sem næði einhliða yfirburðum á þessu sviði í Evrópu myndi að lok- um geta farið sínu fram. Einmitt af þessum sökum er ógerlegt að líta fram hjá pólitískri hlið um- ræðnanna um Evrópueldflaugarn- ar. Eins og mál hafa þróast snúast deilurnar í raun um það, hvort Sovétmönnum tekst að reka fleyg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.