Morgunblaðið - 03.07.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.07.1983, Blaðsíða 48
BÍLLINN BlLASALA SlMI 79944 SMIÐJUVEGI4 KÓRAVOGI RAY CHARLES Á ÍSLANDI fimmtudaginn 7. júli kl. 20.00 og 23.00 á Broadway. SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1983 Hundurinn Týri frá Vogsósum I í Selvogi brá sér um daginn í heimsókn til yrölinganna í Vogsósum II. Hvað þeim fór á milli er mannfólkinu líklega ekki skiljanlegt, en hugsanlega hefur hann verið að biðja þá fyrir kveðju til frænda sinna í Noregi, en þangað verða þessir fallegu íslenzku yrðlingar fluttir innan tíðar. MorgunblaAiA/'KÖE Tófuyrðlingar seldir til Noregs og Danmerkur DANSKIR og norskir refabændur hafa falast eftir að fá keypta hér á landi 160—170 íslenska tófuyrðlinga til ræktunar á búum sínum. Vilja þeir ein- göngu fá yrðlinga af hvíta heimskauta- refastofninum. Bændumir ætla að reyna að rækta upp stofn og nota þá síöan til að framleiða eftirsótt litaaf- brigði af refaskinnum, sem kallað er „Golden Isiand", en það mun vera til- tölulega nýtt litaafbrigði á markaðnum og kemur það fram við blöndun á hvíta refnum og silfurref. Ekki er hægt að rækta upp stofn af „Golden Island" refnum því þeir verða ófrjóir og eru því ekki settir á. Að sögn Jóns Ragnars Björnsson- ar, framkvæmdastjóra Sambands ís- lenskra loðdýraræktenda, sem hefur milligöngu um þessi viðskipti, þá er unnið að þessu í samstarfi við veiði- stjóraembættið. Veiðimenn á þess vegum sjá um að taka yrðlingana, en þeir verða síðan geymdir á bæ fyrir austan fjall þar til þeir verða sendir út til kaupendanna. Jón sagði að eitthvað væri þegar búið að safna af yrðlingum, en sagði enn ekki vitað hvort tækist að safna upp í þessar pantanir þar sem nokkuð væri áliðið og yrðlingarnir orðnir það stálpaðir að erfitt gæti verið að ná þeim lif- andi. Aðspurður af hverju íslenskir refabændur ræktuðu ekki þetta lita- afbrigði sjálfir, sagði Jón Ragnar að það væri tiltölulega nýkomið fram auk þess sem engir silfurrefir væru til hér á landi enn sem komið væri. Sagði hann einnig að þetta væri til- raunastarfsemi sem enginn hér heima hefði enn treyst sér til að fara út. í og einnig hefði mönnum fundist verðmunurinn of lítill. Sagði hann að þetta væri dæmi um leiðir sem menn væru að reyna að feta þegar að kreppti í hefðbundinni framleiðslu. Veiðimennirnir fá greiddar 250 krónur fyrir hvern yrðling sem þeir veiða lifandi og er þeim bent á að setja sig sem fyrst í samband við Samband íslenskra loðdýraræktenda eða Veiðistjóraembættið. Sjá bls. 2: Hæpið að ná 160 dýrum í sumar. Eimskip og Hafskip ræöa um kaup á Ríkisskip VIÐRÆÐUR eru hafnar milli skipafélaganna Eim- skips og Hafskips um hugs- anleg kaup á Skipaútgerð ríkisins og þar meö yfirtöku strandflutninga hér við land. Fyrrverandi samgönguráð- herra skipaði á sínum tíma nefnd til að ræða og móta framtíðarskipulag strand- flutninga. í þeirri nefnd áttu sæti full- trúar fyrrgreindra félaga og einnig Sambandsins og Skipa- útgerðar ríkisins. Sú nefnd komst ekki að neinni endan- legri niðurstöðu. í kjölfar yfirlýsinga Alberts Guðmundssonar, fjármála- ráðherra, um hugsanlega sölu hinna ýmsu ríkisfyrirtækja til einstaklinga eða félaga, þar á meðal Skipaútgerð ríkisins, tóku málin aðra stefnu, og for- svarsmenn skipafélaganna fóru að ræða um hugsanleg sameiginleg kaup á fyrirtæk- inu og um það snúast viðræð- urnar nú. Saltsfldarmark- aðurinn í hættu Sovétmenn kaupa ferska sfld úr norskum skipum „ÞESSI þróun síldarmálanna hefði ekki átt að koma neinum á óvart, sem fylgjast með þróun síldveiða erlendis og sfldarmarkaðanna, enda hafði Sfld- arútvegsnefnd þegar um áramót gert þáverandi sjávarútvegsráðherra ítar- lega grein fyrir ástandi og horfum í markaðsmálunum. Sala á saltaðri sfld er að því leyti flóknari en á flestum öðrum afurðum okkar, að ekki er unnt að hefja söltun nema fyrirfram samn- ingar liggi fyrir,“ sagði Gunnar Flóv- enz, framkvæmdastjóri Sfldarútvegs- nefndar, er Morgunblaðið innti hann álits á stöðu sfldarmarkaða í kjölfar aukinna veiða í Norðursjó og víðar svo og fersksfldarsölu Norðmanna beint EíTIR fjórar umferðir á Helgar- skákmótinu hér á Reykhólum eru fjór- ir skákmenn efstir og með fullt hús stiga eða 4 vinninga hver. Þessir kappar eru Friðrik Ólafs- son, sem í síðustu umferð vann Leif Jósteinsson, Sævar Bjarnason, sem vann Hilmar Karlsson, Bjarni Ein- um borð í rússnesk verksmiðjuskip. „Með tilliti til þessa var til dæmis þegar í febrúar óskaö eftir því, að viðræður við kaupendur í stærsta markaðslandinu, Sovétríkjunum, gætu hafizt sem fyrst og sölutilraun- um til allra annarra markaðsianda er að sjálfsögðu einnig haldið áfram.“ Gunnar sagði, að viðskipta- ráðuneytið og sendiráðið í Moskva hefðu ásamt Síldarútvegsnefnd unn- ið að því, að fá Rússa til viðræðna um kaup á því magni, sem viðskipta- samningur landanna gerir ráð fyrir, en þeir hefðu til þessa ekki verið til- búnir til viðræðna. f þeim samningi væri gert ráð fyrir árlegri sölu á að arsson, Stykkishólmi, sem vann Jó- hannes Gísla Jónsson og Helgi Ólafsson, sem lagði Guðmund Hall- dórsson að velli. Nú eftir hádegi verður gert hlé á skákinni og farið í skoðunarferð um nágrennið, en byrjað aftur í kvöld. Mótinu lýkur á sunnudagskvöld. Sveinn minnsta kosti 150.000 til 200.000 tunnum af saltsíld til Sovétríkjanna. Gunnar kvaðst þó hafa ástæðu til að vona að ekki yrði á því frekari drátt- ur en orðið væri, að setzt yrði að samningaborði með Rússum. Er talið barst að fyrirvaralausum kaupum Rússa á fersksíld, beint úr norskum veiðiskipum, kom fram hjá Gunnar, að honum fyndist það ein- kennilegt hve Rússar hefðu brugðizt þar fljótt við. Taldi hann skýringuna hugsanlega vera þá, að hinn stóra rússneska verksmiðjuskipaflota skorti verkefni eftir að fiskveiði- lögsaga hefði víðast hvar verið færð út í 200 sjómílur. Auk þess væri það sjávarútvegsráðuneytið í Moskva, sem keypti fersksíldina, en aðilar undir utanríkisviðskiptaráðuneytinu semdu um kaup á saltsíldinni frá ís- landi. Aðspurður sagði Gunnar, að engir síldarkvótar væru í viðskipta- samningi milli Noregs og Sovétríkj- anna. Gunnar tók ennfremur fram, að- spurður, að efnahagssamningurinn, sem fyrrverandi ríkisstjórn gerði við Sovétríkin hefði aldrei borizt í tal í viðræðum um síldarsölusamninga. Fjórir með fullt hús Miðhúsum 2. júlí. Náttdís tekin til kostanna „í áratugi hefur Þorsteinn Jónsson verið í fremstu röð norðlenzkra tamningamanna“, segir í fréttapistli frá Valdimar Kristinssyni, frétta- ritara Morgunblaðsins á Fjórðungsmóti norðlenzkra hestamanna á Melgerðismelum. „Og ekki lætur Þorsteinn deigan síga, því hann var með tvær hryssur í kynbótadóm á fimmtudag. A þessari mynd tekur hann Náttdísi 5496 frá Ytra-Dalsgerði til kostanna, en þess má geta að Náttdís er alsystir stóðhestsins kunna Náttfara 776 frá sama stað.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.