Morgunblaðið - 03.07.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.07.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1983 Þórður Ámundason Efstalandi - Minning Fæddur 6. aprfl 1915 Dáinn 24. júní 1983 Þegar mér var tjáð andlát vinar míns og æskufélaga, Þórðar Ámundasonar, flugu í gegnum huga minn samstarfs- og sam- verustundir í gamla daga. Þórður var fæddur 6. apríl 1915 að Mjóanesi í Þingvallasveit, son- ur hjónanna Fanneyjar Péturs- dóttur og Ámunda Kristjánssonar bónda þar. Seinna fluttu þau svo búferlum til Reykjavíkur. Ungur að árum hóf Þórður störf í versluninni Brynju. Fyrst sem sendisveinn en síðan sem af- greiðslumaður. Stundaði hann þessi störf í 10 til 20 ár eða þar til hann stofnaði eigin verslun í fé- lagi með öðrum, en það var versl- unin Málmey á Laugavegi 47, sem síðar sameinaðist versluninni Brynju. Þórður var þeim hæfileikum bú- inn að geta afgreitt margt fólk á sama tíma og hugreiknað vörurn- ar um leið. Þetta var á þeim tím- um þegar allar vörur voru afhent- ar yfir búðarborðið, en sjálfsölu- afgreiðslan ekki þekkt hér á landi. Auk þessa var framkoma Þórðar ávallt svo létt, hlýleg og hispurs- laus, samfara sérstaklega góðri þekkingu á vörunum, að iðnaðar- menn flykktust til hans. Við Þórð- ur unnum saman eins og fyrr segir sem félagar í mörg ár og var öll sú samvinna á þann veg að eigi bar skugga á. Þórður var sérstaklega hagur í höndunum, það var sama hvaða verkefni hann tók sér fyrir hendur og einnig var hann mjög útsjón- arsamur. Þegar hann söðlaði yfir frá af- greiðslustörfunum gerðist hann hænsnabóndi á nýbýli þeirra systkina að Efstalandi i Kópavogi og vann þar af miklum dugnaði í mörg ár með aðstoð systur sinnar, Jakobínu. Síðar vann hann í 11 ár hjá Stáliðjunni í Kópavogi, en síð- ustu tvö starfsár hans var hann hjá Húsasmiðjunni hf. Fyrir ári veiktist Þórður af ill- kynja sjúkdómi sem leiddi hann til dauða, en veikindi sín öll bar hann með karlmennsku og still- nóttleysa — en þá er sem dimmi um stund er lát góðs vinar berst — lát sem þó kom sem lausn frá óvægu og miskunnarlausu dauða- stríði, sem við vinir hans vorum ekki sátt við að almættið legði á einn sinn besta og trúasta þjón, mann sem lifði lífinu í sönnum anda þess er sagði: „Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Þetta hljómar ef til vill eins og guðlast, að efast um réttmæti þessarar ráðstöfunar, þá verður það handhægast að grípa til sinn- ar barnatrúar sem boðað er að menn séu kallaðir til æðri verk- efna. Þórður Ámundason var maður gróandans og lífsins. Hann sleit sínum barnsskóm austur í Þing- vallasveit, helgustu og fegurstu sveit þessa iands, batt við hana sterk og einlæg tryggðabönd, og heimsóknir hans þangað urðu nánast eins og pílagrímsferðir trúaðra manna. Og eftir að til Reykjavíkur kom og störfin urðu önnur, átti samt moldin og frjó- magn hennar hug hans allan. Hann gerðist einn af frumbyggj- um Kópavogs og átti sinn stóra þátt í að gera þann bæ betri bæ, hann valdi sér sæmdarheitið „bóndi" og bar það sem réttu. Garðurinn hans við heimili þeirra systkina við Nýbýlaveg ber þess glöggt vitni að þar hefur verið far- ið nærfærnum höndum — og þetta er ekki eini bletturinn sem hendur Þórðar hafa komið nálægt, vinir hans og kunningjar geta best um það borið, allstaðar sem laga þurfti, breyta eða bæta hvort sem var úti eða inni, kom hann eins og af tilviljun — ekki til að trana sér fram — ekki til að vænta hróss eða skjallyrða — ekki til að krefj- ast borgunar, síst af öllu til þess, heldur aðeins innri þörf tilað gera öðrum greiða — fegra umhverfi sitt, gleðja samferðafólkið. Lund- arfar hans gerði líka sitt til að kátína og gleði ríkti hvar sem hann kom. Þórður kvæntist ekki og eignað- ist ekki börn, þó helt ég að megi fullyrða að enginn hafi í raun og sannleika átt fleiri börn, því hvar sem hann var í nánd hópuðust að honum börn og öll vildu þau eiga hann, þó ætla ég að á engan sé hallað þó ég segi að stærsta rúm í hjarta hans hafi systursonur hans og fóstursonur, Ámundi Ævar, átt, og seinna hans börn. Samband þeirra var eins og nánast getur orðið milli feðga, velferð hans bar Þórður mjög fyrir brjósti — eins og raunar allra annarra ung- menna bæði skyldra og vanda- lausra, og vildi ég sérstaklega mega þakka það á kveðjustund fyrir hönd minna barna og barna- barna. Á stórum stundum sorgar eða gleði, vildi maður gjarnan geta gripið til orða sem tjáð gæti hug manns allan — en þau láta þá jafnan á sér standa, eða verða inn- antómt gjálfur og svo fer einnig nú. Að síðustu vildi ég votta systk- inum hans og frændaliði öllu mína dýpstu samúð, og seilast um leið í eina fegurstu ljóðperlu Kristjáns frá Djúpalæk. Lát þú anda þinn anda um audnir hvar villtur gengur. Lát í Hvalvióra sveitum hóI þína skína lengur. Veit sjúkum von og huggun harmi lostnum. OU aftur milt Ijúk augum brostnum. Blessuð sé minning góðs drengs. Rósa Sveinbjarnardóttir Hjónaminning: Eirfkur fæddur 14. júlí 1891 Dáinn 17. júní 1983 Elín fædd 14. júlí 1884 Dáin 14. febrúar 1969 Eiríkur lést á Sólvangi eftir nokkurra mánaða veru þar. Vegir okkar Eiríks og konu hans, Elínar, lágu saman fyrir 27 árum er ég var sjúklingur í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, þar var þá sjúklingur líka einkadóttir þeirra, Sigrún. Með okkur tókst góð vinátta og hefur aldrei fallið skuggi þar á. Er þetta var bjuggu þau í Ytri- Njarðvík, en 2 árum síðar fluttust þau til Hafnarfjarðar og áttu þar heima um árabil í nágrenni við mig, ekki skemmdi það vináttu okkar nema síður væri, það má segja að ég hafi verið heimagang- ur þar. Alltaf tóku þau jafn elsku- lega á móti mér og ég fann að ég var ætíð jafn velkomin. Fastur liður þegar ég kom var að Elín, sem lagaði sérstaklega gott kaffi, fór að hella upp á og kölluðum við það Ernukaffi, ég hlakkaði alltaf til er ég kom til þeirra að fá Ernukaffi, en kaffi eins og Elín lagaði hef ég ekki fengið síðan hún lést. Elín fæddist 17. júlí 1884 og lést eftir nokkurra mánaða legu í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði þann 14. febrúar 1969. Elín var hæglát kona og ekki var hún margmál, en það sem hún sagði mátti byggja á. Elín var ekki há, en þó var reisn yfir henni, hún var vinur vina sinna. Elín átti djúpa lifandi trú og þegar hún brosti þá geisluðu augu hennar og sá maður að hún átti til glettni, en oftast tjáðu augu henn- ar skilning og kærleika. Ég, sem þessi fátæklegu orð skrifa, get aldrei fullþakkað þeim hjónum fyrir allt sem þau gerðu fyrir mig og mína. Þegar Elín lést var það mikill missir fyrir eiginmann, dóttur og barnabörn, þá var það þeim styrk- ur að tengdasonur þeirra, Theo- dór, sem var þeim sem sonur og sem þeim þótti mjög vænt um, stóð þá og stendur nú eftir lát tengdaföður síns, sterkur við hlið Sigrúnar og barna hennar og barnabarna. Ég vil líka nefna Þórey uppeld- isdóttur þeirra hjóna, missir hennar er mjög mikill, því hún unni þeim sem foreldrum sínum, og Maríu, sem er systkinabarn Sigrúnar í báðar ættir, bjuggu foreldrar þeirra í tvíbýli í áratugi í sveitinni sinni fögru að Hruna í V-Skaftafellssýslu. María og Sigrún hafa því verið saman frá fæðingu, eða þar til þau fluttust til Ytri-Njarðvíkur. Ég má til með að minnast á eitt sem er sérstakt í þessari fjöl- skyldu og er orðið mjög sjaldgæft nú, að Eiríkur og Elín, ásamt dótt- ur sinni og og síðar barnabömum og tengdasyni, bjuggu alltaf sam- an og nú fyrir nokkrum árum keyptu hús þau Sigrún og Theódór og María og maður hennar, Sæ- mundur, en hann féll vel inn í þessa samlyndu fjölskyldu, enda mjög elskulegur og góður maður, Að sjálfsögðu fylgdi Eiríkur dótt- ur sinni, keyptu þau sitt hvora hæðina í sama húsi og eru nú þar Sigrún og María komnar saman aftur eins og fyrr á árum, má á þessu sjá hversu samrýnd fjöl- skyldan er. Eiríkur var vel gerður maður og hann mátti ekki vamm sitt vita í einu né neinu, hann var góður og trúaður maður í orðsins fyllstu merkingu. Að heyra Eirík segja frá var upplifun því svo vel sagði hann frá, að maður sá það allt fyrir sér, slíkt er fáum gefið, einn- ig var hann svo ættfróður að undrum sætti og hélst sá eigin- leiki fram á síðasta dag. Eiríkur var léttur í lund og var manna kátastur í góðum félagsskap, hann var trygglyndur og mjög vinnu- samur, hans kynslóð þekkti ekki annað. Á hverju ári fór hann í sveitina sína og var þar um tíma og var þá tekið til hendinni við ýmis störf því hann var með fé þar fram að síðustu æviárum, enda búmaður mikill. Hann kom kom alltaf endurnærður heim aftur og tilbúinn að fara til starfa. Hann vann i áraraðir hjá varnarliðinu í Keflavík og vel hafa störf hans líkað því honum var veitt heið- ursskjal fyrir trúa og dygga þjón- ustu. Síðustu misserin komst Eiríkur ekki austur að Fossi enda háaldr- aður og farinn að heilsu. Eiríkur dvaldi að Sólvangi i rúmt ár, öllu starfsfólki sendi ég bestu þakkir fyrir góða umönnun. Bragi Guðmundsson læknir var honum mjög góður og veit ég að Eiríkur leit á hann sem persónu- legan vin sinn, færi ég honum kærar þakkir og bið honum guðs blessunar í starfi sínu. Nú eru þau hjón bæði farin yfir móðuna miklu. Við, sem eftir lif- um, erum ríkari af því að hafa átt vináttu þeirra og traust. Hafið þökk fyrir allt og allt. Ég vil votta samúð mína Þórey og fjölskyldu hennar, Maríu og hennar fjölskyldu og öllum öðrum ástvinum. Barnabörnum Elínar og Eiríks, Elínu og börnum hennar, þeim Sigrúnu, Bjarna og Drífu Huld, sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur, og einnig Eiríki og konu hans, Margréti, og börn- unum, Sigrúnu, ólafi og Elínu. Guð blessi ykkur öll. Sigrún, vina mín, þinn er miss- irinn mestur, en ég veit að maður- inn þinn veitir þér styrk á erfiðri stund. Ég bið Guðs blessunar og huggunar í þeirri vissu að nú séu þau mætu hjón, Eiríkur og Elín, sameinuð á ný. Erna Friðriksdóttir. ORION íngu. Þórður giftist ekki en bjó með móður sinni og síðar systur sinni og systursyni. Síðustu mánuði dvaldi hann í Sunnuhiíð, dvalarheimili aldraðra i Kópavogi, þar sem hann naut hinnar bestu hjúkrunar. Þó félagsskapur okkar hin síð- ari ár hafi verið í lágmarki eiga þessar fáu línur að vera þakklæti fyrir gömlu góðu dagana sem við áttum saman er æskublóminn var í öndvegi hjá báðum. Guð fylgi honum á hans braut. Systur, systursyni og öðrum ætt- ingjum votta ég mína samúð. Björn Guðmundsson Eftir harðan vetur, og enn harð- ara vor eru allt í einu komnar sól- stöður, fegurstu dagar ársins, Vilmundur Gylfa- son alþm. — Kveðja Nærri neitaði ég að trúa hinni hörmulegu fregn um lát frænda okkar, sem dóttir mín færði mér í síma til útlanda. Ég man Vimma frá því hann var barn. Þá var eins og lífsorkan kæmist varla fyrir. Myndin af þessum mikið lifandi dreng hefur varðveist í huga mér. Hann hélt lengi loganum í sér við og líklega var leikvöllurinn honum of þröngur. ísland mátti illa við því að missa þennan storm. Mér kemur í hug þegar ég var við nám í Egyptalandi og bjó ná- lægt hinum fornu konungagröfum hjá gömlu Þebu. Hitinn var jafnan yfir 40 stig á daginn, en síðdegis barst alltaf svalandi vindur frá eyðimörkinni. Maður þráði þennan gust, vit- andi þó að hann var ekki eingöngu þægilegur, því með honum barst einnig sandur. Hver feykir nú burt lognmoll- unni úr sölum Alþingis þegar Vilmundur er allur? Orðræðum hans fylgdu stund- um sárindi. En þó held ég að Vil- mundur sjálfur hafi átt mjög við- kvæma lund. Baráttuhugur hans var mikill, kapp og þor. Hann fylgdi fast eftir réttlætiskennd sinni, en álagið var mikið. Nú stendur maður máttvana og orðlaus gagnvart hinni miskunn- arlausu staðreynd.— En Vilmundur gleymist ekki, til þess var hann of sérstæður maður, sagnfræðingur, kennari, ráðherra og ljóðskáld og byggir upp nýjan stjórnmálaflokk á örskömmum tíma. Hvenær kemur svona glampi aftur fram á sviðið? Enga huggun megna ég að veita en læt í ljós söknuð minn og sannfæringu um að hinn látni muni lifa í hugum manna vegna margra góðra verka sinna og hugmynda. Þungar sorgir þurftu hin ungu hjón Valgerður Bjarnadóttir og Vilmundur Gylfason að þola, en þær báru þau í hljóði. Að lokum bið ég ekkjunni, börn- um þeirra, foreldrum og öðrum nánum ættingjum styrks. Þýskalandi, 23. júní, Ólöf Pálsdóttir. Eiríkur Jónsson Elín Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.