Morgunblaðið - 03.07.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.07.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1983 Fylgst með kynningu 4.-6. bekkjar. í skólanum, í skólanum Einn þáttur í samþsttingarverkefni 1.—6. bekkjar var umferðarfrsðsla. Hér eru hjólreiðaþrautir í algleymingi. Nemendur 7.—9. bekkjar gerðu likan af Lagarfljótsbrúnni og býlum á Völlum. Lagarfljótsormurinn álengdar. „Við erum ekkert hrædd við Lagarfljótsorminn.** ■ Frá Egilsstöðum Egilsstöðura í júní. f MAÍ-MÁNUÐI var hinni hefð- bundnu stundaskrá og bekkjaskipan lagt fyrir róða í Egilsstaðaskóla — en þess í stað unniö að ákveðnum verk- efnum eftir vali hvers og eins nem- anda — þar sem hinar ýmsu náms- greinar fléttuðust saman. Nemendur 1.—6. bekkjar unnu að verkefni sem bar heildaryfir- skriftina „umhverfið okkar". Þar störfuðu m.a. hópar, sem fjölluðu um umferðarmál, híbýli, landa- fræði, þjóðsögur, atvinnumál og umhverfismál. Nemendur heim- sóttu vinnustaði og áttu viðtöl við ýmsa aðila utan skóla eða fengu fyrirlesara í skólann; öfluðu upp- lýsinga um byggðaþróun og sögu einstakra húsa í byggðarlaginu — og unnu línurit eða önnur gögn úr þessum upplýsingum. Nemendur 7.-9. bekkjar tóku fyrir verkefnið „Lagarfljótið". Einn hópur fjallaði sérstaklega um líf- fræði þess, annar um bókmenntir tengdar Lagarfljótinu og næsta nágrenni þess; hinn þriðji um landafræði þess og sögu; þá vann einn hópurinn að ýmiss konar líkanagerð viðkomandi verkefninu. Sérstakir fjölmiðlahópar störf- uðu meðan á verkefni þessu stóð og gáfu þeir út fimm ritlinga um starf hópanna; birtu viðtöl við fólk utan sem innan skóla, sveitalýsingar og margan annan fróðleik. í gær efndu nemendur síðan til sérstakrar kynningar á vinnu sinni fyrir gesti og gangandi — sem var mjög vel sótt. Það má með sanni segja að allur þorri nemenda og kennara virtist ánægður með þessa tilbreytni í skólastarfinu — en hins vegar hef- ur vinnuálag kennaranna líklega verið allt að þrefalt miðað við hið venjubundna skólastarf. í Egilsstaðaskóla voru í vetur 320 nemendur og 26 kennarar. — Ólafur Hugleiðing um bindindismál eftir Björn G. Eiríksson All margt hefir verið ritað og rætt um bindindismál undanfarna tíð, og er eigi nema gott eitt um það að segja. Ég hefi hugsað mér að leggja einnig örfá orð í belg um þau mál, þar eð bindindismál hafa einatt löngum verið mér hugleikin, og hafa verið og eru mitt hjartans mál. Við bindindismenn höfum löng- um á það bent, hversu ofdrykkja (áfengis) er skaðleg heilsu ein- staklingsins og jafnframt skaðleg þjóðfélaginu sem heild, og hygg ég allflestir geti verið sammála um það og þau rök er fyrir þessari skoðun hafa verið fram færð. Bezta vörnin gegn vínneyzlu er að sjálfsögðu að leiða hjá sér að taka fyrsta glasið. Við bindindismenn höfum oft- lega á það bent, að leyfð neyzla á (léttu) áfengu öli eða bjór verði oft fyrsta varðan á leiðinni til neyzlu á sterkari eða áfengari drykkjum. Hver eru rökin fyrir þessari skoðun? Þau eru fyrst og fremst byggð á reynslu. T.d. af reynslu annarra þjóða sem leyft hafa slíka „rniði" í löndum sínum og hafa þá á boðstólum fyrir þegna sína f lengri tíma. í þessu sambandi er t.d. býsna fróðlegt að líta á nokkur atriði og tölur er tala sínu máli. Þessar tölur eru teknar meðal þeirra þjóða, sem eru skyldastar okkur að ætterni, í máli, hugsun og menningu, eins og t.d. Norður- landaþjóðirnar eru (þ.e.a.s. Norð- menn, Svíar og Danir). Einnig er fróðiegt í þessu sambandi að líta til annarra þjóða Evrópu sem skyldar eru okkur í máli, menn- ingu og hugsanagangi. Hugleiðum eftirfarandi atriði: Sala milliöls var leyfð í Svíþjóð 1965. Þeir sem fengu því á komið héldu því fram að slíkt myndi draga úr neyzlu sterkra drykkja. Reynslan var þessi: á milliölsár- unum jókst áfengisneyzla í Sví- þjóð um 39,5% (tímab. 1965—67). Sænska þingið bannaði sölu milli- öls frá 1. febr. 1977. Á sama tíma jókst áfengis- neyzla hérlendis um 26,1%. I Finnlandi var sala áfengs öls leyfð árið 1968 en þá var áfengis- neyzla Finna minni en annarra norrænna þjóða að íslendingum undanskildum. Eftir að sala áfengs öls var leyfð þar keyrði fyrst um þverbak þar í landi hvað drykkju snertir. Á tímabilinu 1969—1974 jókst áfengisneyzla Finna um 52,4%. Á sama tímabili jókst áfengisneyzla íslendinga um 35%. Þegar sala á áfengu öli hafði verið leyfð í 2 ár í Finnlandi hafði árásum og ofbeldisverkum fjölgað um 52%. Danir eru mestir bjórdrykkju- menn meðal norrænna þjóða. Þar eykst neyzla sterkra drykkja jafnt og þétt. Þeir drekka t.d. allt að þrisvar sinnum meira en íslendingar, enda drykkjusjúklingar þar hlut- fallslega miklu fleiri en hér og þar er öldrykkja ekki einungis vanda- mál í fjölskyldum heldur einnig í skólum. Vestur-Þjóðverjar ásamt Frökkum neyta meiri bjórs en „Mikið hefur verið höfðað til frelsis um eitt og annað í áfengismál- um, en ef aukið frelsi í slíkum málum færir til enn meiri fjötra — fjötra Bakkusar — hvað er þá unnið við slíkt frelsi?“ aðrar þjóðir. Þar jókst heildar- neyzla áfengis um 196%. Á sama tíma jókst neyzla hérlendis um 70%. Í Belgíu eru yfir 70% alls áfeng- is sem neytt er sterkt öl. Þar eru u.þ.b. 95% allra drykkjusjúklinga öldrykkjumenn, — þeir menn sem drekka ekki aðra áfenga drykki. Árið 1977 gerði félagsmálaráð- herra Breta harða hríð að ofdrykkjusiðum þar í landi. Hann benti á, að á sl. 20 árum (þ.e.a.s. frá 1957) hefði ölneyzlan aukizt um 50%, neyzla sterkra drykkja þrefaldazt og neyzla léttra vína fjórfaldazt á sama tíma. Á sama tíma og neyzla sterkra drykkja eykst um 54% á íslandi, eykst hún um 300% eða tæplega 6 sinnum meira í Englandi. Og ekki skortir bjórkrárnar þar. (Það skal tekið fram að allar þess- ar tölur eru byggðar á upplýsing- um áfengisvarnarráðs.) Hvað segja þessar tölur okkar? Þær staðfesta þau rök, sem við bind- indismenn höfum haldið fram. Og það er í þessu tilviki fyrst og fremst kjarni málsins. Kjarninn er með öðrum orðum: leyfð (neyzla) sala á áfengu öli (mið- öli, léttöli eða hvaða nafni sem við köllum það) eða bjór (leiðir af sér) eða færir fram til frekari neyzlu á sterkum drykkjum og gjörir illt ástand í áfengismálum þjóðarinn- ar enn verra. Að halda öðru fram í þessu máli er hreinlega rökvilla, eða sýnir skort á skynsemi, miðað við þær forsendur, sem fyrir hendi eru, og nefndar hafa verið hér að framan. Staðreyndirnar tala sínu máli, um annað virðist tómt mál að tala, hvort sem mönnum líkar vel eður miður. Mikið hefir verið höfðað til frelsis um eitt og annað í áfeng- ismálum, en ef aukið frelsi í slík- um málum færir til enn meiri fjötra — fjötra Bakkusar, hvað er þá unnið við slíkt frelsi? Ekkert annað en hörmungin ein og sönn, sýnist mér. Stundum er það eins og mann- skepnan — og þjóðirnar — þurfi að taka „kollsteypu“ (eins og t.d. Svíar gjörðu), meira að segja hverja kollsteypuna á fætur ann- arri (Danir eru í slíkri kollsteypu núna), til þess að átta sig, og virð- ist samt eigi duga til. Er það ekki undarlegt fyrirbrigði? Lítum t.d. til næstu granna okkar í vestri og hugum að ástandinu þar í áfengismálum. Þar er allt frjálst í þessum efn- um, a.m.k. enn sem komið er. Hvernig er ástandið — drykkju- skapur úr hófi fram — morð tíð — ógnvekjandi meðal þjóðar sem tel- ur aðeins 20.000 manna. (Vitna ég í þessum efnum til sjónvarpsþátt- ar frá Grænlandi er eigi alls fyrir löngu var sýndur í RÚV.) Er það e.t.v. slíkt ástand, eins og þar ríkir nú, er svonefndir bjór- áhugamenn óska sér að verði ríkj- andi hérlendis? Drepið hefir verið á það í skrif- um um áfengismál, að hérlendis megi hver og einn brugga og brugga að vild. Að leyfa brugg (þ.á m. brugg á áfengu öli), er auðvitað fyrir neð- an allar hellur og ætti að setja á slíkt strangar hömlur og með þessum orðum á ég m.a. við inn- flutning bruggefnis og sölu þeirra efna sem til þarf í brugginu. Hvað snertir þá staðhæfingu að brugga megi hver að vild, þá veit ég ekki betur en í lögum sé ákvæði um að styrkleiki ölsins megi ekki vera meiri en 2%. Svo samkv. lagabókstafnum má hver og einn ekki brugga að vild sinni, hvað styrkleika snertir. Það er svo annað mál, hvort þetta er haldið. Annað, sem minnzt hefir verið á í sambandi við nútíma ástand í áfengismálum hérlendis, er það að flugmenn og aðrir „höfðingjar öls- ins“, (ekki svo að skilja að það eigi við alla flugm. eða alla aðra, sem koma til landsins) megi flytja til landsins svo og svo mikið magn af áfengum bjór. Ég man ekki betur en að pró- fessor Sigurður Líndal hafi látið það álit sitt uppi, að slíkt væri lagabókstafnum skv. algjörlega ólöglegt. Það er skýlaus krafa okkar bindindismanna, að fyrir þetta verði tekið. Það er næsta áreiðanlegt, að sá flokkur sem það gerði, myndi hljóta atkvæði margra bindind- ismanna. A.m.k. fengi hann mitt atkvæði. Þá hefir nokkuð verið rætt um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.