Morgunblaðið - 03.07.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.07.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1983 25 Landflótta Afgani færði í síð- asta sunnudagsblaði þá frétt að látinn hefði verið laus franski læknirinn Philippe Augoyard, sem Sovétmenn náðu er hann var að sinna særðum og sjúkum í háfjöllum Afganistan. Og hafði síðan verið dæmdur í 8 ára fangelsi. Það gladdi mitt hjarta. Mannúðarstofnanir og frönsk stjórnvöld höfðu lagst á eitt til að fá hann lausan. Frið- rik Páll fréttamður hafði ein- mitt spurst fyrir um horfur, er við 3 íslenskir fréttamenn hitt- um talsmann franska forsetans í vor. Þetta mál er sérstætt og raunar tímamótamál. Á þeim 12 árum sem læknar og hjúkr- unarfólk frá samtökunum „Læknar án landamæra" hafa reynt að líkna á stöðum þar sem manneskjur eru við áföíl svipt- ar allri læknishjálp, þá hefur enginn þeirra verið tekinn fast- ur. Þetta snýst um mannrétt- indi til handa öllum þjáðum og veikum og að læknishjálp til þeirra lúti ekki landamærum eða þjóðflokkum. Þessi þrítugi franski læknir hafði, eins og svo margir lækn- ar á undan honum, tekið sér launalaust leyfi í sex mánuði til þess að leggja þekkingu sína í sjálfboðavinnu fram þeim til handa, sem bjargarlausastir eru. Nöfn 3000 lækna og hjúkr- unarfólks eru á listanum yfir þá sem á vegum læknasamtakanna „Medecins sans Frontieres" hafa farið þannig til Afganist- an, Líbanon, Malaysíu, Chad, Eritreu, Súdan, Haiti, Nicar- agua, Honduras við landamæri Salvador og í flóttamannabúðir Kambódíumanna. Sjálf hefi ég hitt þar lækna af þessu tagi, sem án launa vilja leggja mannkyninu nokkuð af tíma sínum og þekkingu og koma til hjálpar þeim sem hjálparlaus- astir eru. Ég man sérstaklega eftir ungum frönskum lækni frá þessum samtökum í flótta- mannabúðunum í Aranyaprath- et og konu hans, sem nýtti tæki- færið til að leggja fram sinn skerf sem barnalæknir þar í par mánuði. Þau voru mikil blessun fyrir allt þetta hrakta fólk. Kannski eru það áhrifin af því að hafa horft upp á þess háttar framlag, sem valda manni öðru hvoru dálítilli velgju undir snakki um framlag til friðar- mála í formi þess að hengja í þúsundatali brjóstahaldara sína á gaddavírsgirðingu um kjarnorkuver, eins og bresku Greenhamkonurnar. Eða hóp- samkomur og göngur með gnægð matar og drykkjar í góðu skjóli frá hörmungunum. Vit- anlega eru þetta ekki rök, bara ónáðandi tilfinning á rabbfund- um, sem má harka af sér. Hjálparstofnanir franskra lækna af hinu fyrrnefnda tagi eru orðnar þrjár. Auk „Læknar án landamæra" eru það Aide Medicale International (Alþjóð- lega læknishjálpin) og Medecins du Monde (Læknar heimsins), sem hafa haft 22 leiðangra í 19 löndum, þar sem hungur, sjúk- dómar og stríðshörmungar hrjá fólkið. Þegar fyrsti læknahópurinn kom vorið 1980 til Afganistan fimm mánuðum eftir að Sov- étmenn réðust inn í landið, var þar ekki lengur einn einasti læknir til hjálpar landsins börnum. Smitsjúkdómar herj- uðu mjög á vannært og hrakið fólkið í þorpunum. Þeir komu upp læknamiðstöðvum víða um landsbyggðina. Og eins og alltaf gerðu læknarnir að sárum allra, særðra manna úr bardögum sem gamalmenna og barna. Þá gerðist það óvenjulega í október 1981 að sprengiárásir voru allt í einu gerðar á fjögur af þessum sjúkrahúsum í fjallabyggðunum og um vorið sérstaklega á eina, sem merkt var vel Rauða kross- inum. Auk þess sem haldið var uppi spurnum um dvalarstaði læknanna frönsku. í janúar var franski læknir- inn Philippe Augoyard að fara milli þorpa með læknistöskur sínar á ösnum, er gerð var árás á dalinn. Hélt hann með hóp sjúkra og gamalmenna eftir einu flóttaleiðinni yfir 2000 metra háa fjallaleið. Eftir 33ja daga eftirför var hópurinn fundinn og tekinn af herflokki í þyrlu. Allir skotnir nema fylgd- armaðurinn, sem komst undan og var til frásagnar. Læknirinn var tekinn til fanga og fluttur til Kabúl. Þar var honum haldið í fangelsi án nokkurs sambands og franska sendiráðinu meinað að ná til hans. En sendar voru út fréttatilkynningar um að „tekinn hefði verið franskur málaliði með hópi uppreisnar- manna í Logar og hann hefði játað að hafa verið sendur til að hjálpa hryðjuverkamönnum í Afganistan". Seinna komu svo sýndarréttarhöld og hann var dæmdur í 8 ára fangelsi. Um það leyti sem við íslenzk- ir fréttamenn vorum að spyrj- ast fyrir um málið í Frakklandi, höfðu Frakkar horft á sjón- varpsskermum sínum á filmu frá Kabúl, svo sló á þá óhug. Þarna máttu þeir horfa á Augo- yard lækni játa syndir sínar og blessa fangaverði sína fyrir að hafa leitt hann til betri vegar og lofa Kabúlstjórnina. Þilja úr sér við bendingu túlksins eins og lexíu iðrun og bænum til dómara sinna um miskunn. „Ekki fór á milli mála að þarna var grimmileg refsing komin, lesin fyrir og sett á svið, eins og fyrrum yfir sakborningunum við réttarhöldin í Prag og Moskvu — manneskjan gjör- samlega niðurlægð," sagði André Pautard. Og þá er kom- inn annar óhugnanlegur þáttur í þessu máli — hvernig hægt er að niðurlægja manneskjuna, sýna hana missa alla sína reisn. Og nú vaknar spurningin: í hvaða ástandi kemur læknirinn Philippe Augoyard til heima- lands síns? Hann hefur skipt á lífi fyrir niðurlægingu. Það hef- ur verið hörð raun. Minnir á það sem Ásgeir Hjartarson seg- ir um Útlagann: Allt víl ég gefa, öllu vil ég fórna, en hvar er ég staddur á viósjálum stígnum Hió góda sem ég vil bió vonda Milli rökkvaóra h«óa og leiftur sverósins yfir mér. Var þetta óskapa kapp, sem lagt var á að ná einum af þess- um sjálfboðaliðalæknum kannski gert til þess að fæla alla slíka frá að veita sjúkum og særðum hjálp á svæðum, sem innrásarher ræður ekki yfir? Er það óþolandi? Eða er kjarni málsins að þessir læknar heyra og sjá og bera vitni um það sem gerist í lokuðum löndum eins og Kambódíu fyrr og Afganistan nú? Og það vekur óhugnanlegan grun um að hjálparstarf verði miklu örðugra nú, þegar stríð eru ekki Iengur tveir andstæðir aðilar, heldur fólk í þorpum og skæruliðar. Verður þá að flokka lækna, sem líkna, sem andbylt- ingarsinna og telja nauðsynlegt að útrýma þeim. Það hefur ekki tekist í Afganistan. Enn eru þar 15 franskir læknar. (Ljósm. KrÍHtján E. Ein»rmon) á milli Vestur-Evrópuþjóða og Bandaríkjamanna innan Atlants- hafsbandalagsins. Segjum svo, að á ráðherrafundi Atlantshafs- bandalagsins sem haldinn var i París í annarri viku júni hefði ver- ið komist að þeirri niðurstöðu, að þrátt fyrir allt væri rétt að hætta við að setja upp hinar nýju eld- flaugar fyrir árslok og bíða og sjá hvort Sovétmenn tækju þá ekki við sér og fækkuðu eldflaugum sínum. Undansláttur af þessu tagi hefði auðvitað verið talinn meiri- háttar pólitískur sigur fyrir Sov- étmenn. Kremlverjar hefðu í raun fengið íhlutunarrétt um öryggis- mál Vestur-Evrópu. Það er rangt að talsmenn öfl- ugra varna Vesturlanda leggi höf- uðkapp á tölur og vopnategundir. Þeir eiga að taka mið af hinum stórpólitísku staðreyndum og minna á þau meginsjónarmið sem alla tíð hafa verið forsendur sam- starfsins innan Atlantshafs- bandalagsins, að með sameigin- legu átaki geti þjóðirnar staðið öflugastan vörð um menningar- arfinn, lýðræðið og frelsið. Séu mál lögð fyrir með þessum hætti sjá menn fljótt hverjir ljúga og fyrir hvern. Engar upplýs- ingar vantar Það viðkvæði einhliða afvopn- unarsinna á Vesturlöndum, að þeir geti ekki haft uppi önnur sjónarmið af því að þá skorti upp- lýsingar um öryggismál, hefur gengið sér til húðar. Þessir menn vilja einfaldlega ekki taka mið af þeim staðreyndum sem stangast á við órökstuddan málstað þeirra. í ræðu sem dr. Manfred Wörner, varnarmálaráðherra V-Þýska- lands, flutti á fundi þingmanna- sambands NATO í Kaupmanna- höfn á dögunum sagði hann meðal annars: „Væri Vestur-Evrópa annars staðar á jarðarkringlunni gætum við andað léttar og kynnum jafn- vel að geta leyft okkur þann mun- að að afvopnast einhliða. En við stöndum andspænis bitjárnum Sovétríkjanna, fylkingum sovéska hersins er skipað til sóknar gegn meginlandsríkjum Vestur-Evrópu, sovéski flotinn og flugherinn hafa yfirburði á Eystrasalti og Svarta- hafi, stærsta kjarnorkuvíghreiður veraldar er efst á Skandinavíu- skaga og tveir þriðju hlutar sov- éska flotans eiga heimahöfn á Kóla-skaga og vígdrekarnir sigla þaðan um Barentshaf til Noregs, Bretlands, íslands og út á Norð- ur-Atlantshaf, öflug sovésk flota- deild er að jafnaði á Miðjarðarhafi — og síðast en ekki síst hefur um 20 þúsund sovéskum skriðdrekum verið raðað upp i Mið- og Norður- Evrópu, auk herbúnaðar í vestur- hluta Sovétríkjanna en frá her- búðunum í Thuringia í Sovétríkj- unum að Rín eru aðeins 250 km. Við þessar aðstæður eigum við ekki annars úrkosti en að treysta varnir okkar og hafa þann liðsafn- að til reiðu sem dugar til að fæla andstæðinginn frá árás og koma í veg fyrir að hann beiti okkur póli- tískum þrýstingi með vígbúnaði sinum. Við verðum að hafa í huga að Evrópa er í fremstu víglínu þegar litið er til hernaðarstefnu Sovét- ríkjanna, NATO er höfuðandstæð- ingurinn: 65% af landher og flugher Sovétmanna er beint gegn Vesturlöndum, 25% gegn Kína og Austurlöndum fjær og 5% gegn Mið-Austurlöndum. Landfræðileg skipting á skammdrægum og með- aldrægum eldflaugum er hin sama: tveimur þriðju hlutum er beint gegn Evrópu.“ Vilji menn horfa fram hjá þess- um staðreyndum, eða kalla þær lygi og fals, geta þeir það auðvit- að. En ástæðulaust er fyrir þá sem þann áróður stunda að yfirfæra fávisku sína eða vísvitandi þekk- ingarskort yfir á aðra. Um það er til dæmis engum blöðum að fletta, að þá fyrst léðu Sovétmenn máls á því að ræða um SS-20-eldflaug- arnar og hugsanlega fækkun þeirra, þegar þeim var ljóst að Atlantshafsbandalagsríkin ætl- uðu að svara í sömu mynt. Ýmsir telja að það verði stökkbreyting til réttrar áttar og afvopnunar í haust þegar hafist verður handa við að koma eldflaugunum fyrir í Vestur-Evrópu. Þá muni Sovét- menn vilja stíga eitthvert afvopn- unarskref í Genf. Komi til þess er það vegna staðfestu ríkisstjórna NATO-þjóðanna en ekki fyrir þrýsting frá friðarhreyfingunum. Auðvitað lifa Kremlverjar eins lengi í þeirri von og þeir telja sér óhætt að fyrir tilstilli stjórnmála- afla í Vestur-Evrópu losni þeir í senn við Evrópueldflaugar NATO og undan þeim þrýstingi að þurfa að fækka SS-20-eldflaugunum. Þeir sem vilja einhliða afvopnun Vesturlanda eða koma i veg fyrir að þau snúist til varnar gegn augljósri sovéskri hættu eru auð- vitað bestu bandamenn Kreml- verja. Þessi staðreynd er ekki lygi eða fals fremur en hinn ógnvekj- andi sovéski hernaðarmáttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.