Morgunblaðið - 12.07.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.07.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1983 I k k Fjölmennasti fundur í A-Þýzkalandi í 30 án Lúters minnst og Lenin hafnað Dresden, 11. júlí. AP. KIRKJULEIÐTOGAR í Austur-Þýskalandi lýstu um helgina yfir stuðningi við austur-þýska friðarsinna á kirkjudegi í Dresden, en þar komu saman eitt hundrað þúsund manns til að minnast Martins Lúthers. Þetta er fjölmennasti fundur af þessu tagi í Austur-Þýskalandi í hartnær þrjátíu ár. • Þfingunarmeðferð á sovéskum geðsjúkrahúsum. Myndin er fengin úr v-þýska blaðinu Spiegel. Vilja rannsaka starf- semi geðlækna í A-Evrópu V ínarborg, 10. júlí. AP. ALÞJÓÐLEGT þing geðlækna hófst í Vínarborg í gær og voru snarpar umræður um misnotkun geðlækn- inga til að bæla niður stjórnarand- stæðinga í kommúnistaríkjum Austur-Evrópu. Geðlæknasamtök fimm kommúnistaríkja taka ekki þátt í þinginu, ríkin eru Sovétríkin, Tékkóslóvakía, Búlgaría, Pólland og Rúmenía. Sovétmenn sögðu sig ný- lega úr samtökunum á þeim for- sendum að samsæri væri í gangi gegn sovéska sambandinu. Tékkar og Búlgarir hættu þá einnig til að sýna Sovétmönnum stuðning. Ekki voru skýringar gefnar á fjarveru full- trúa Rúmeníu og Póllands. Fram kom á blaðamannafundi áður en ráðstefnan var sett, að hópur geðlækna hefur í hyggju að krefjast þess að starfshættir austur-evrópskra geðlækna verði rannsakaðir. Talsmaður hópsins, Charles Durand, nefndi eitt dæmi. Sagði hann fréttamönnum frá ungverska lögfræðingnum Tibor Pahk, sem var þröngvað á geð- sjúkrahús árið 1963. Honum var ekki sleppt fyrr en árið 1971 og síðan hefur hann nokkrum sinn- um verið lagður nauðugur inn á hælið á ný. „Honum finnst hann vera ofsóttur. Ég hef kynnst hon- um og get sagt: hann er ofsóttur," sagði Durand. Iður en ráðstefnan var sett tjáði landflótta sovéskur andófs- maður að nafni Juri Belov frétta- mönnum að hann hefði verið geymdur á geðveikrahæli í þrjú ár án þess að það amaði neitt að geðsmunum sínum. Gagnrýndi Belov Vesturlönd fyrir að selja Sovétríkjunum slævandi lyf, því þau voru notuð til að berja niður mótþróa í landinu, en ekki í lækn- ingaskyni. Lúterski biskupinn af Saxon, Johannes Hempel bað fyrir „skilningi og sáttum" og skoraði á menn að láta af „hatri og óvild“. Biskupinn og aðrir kirkj- unnar menn sögðust myndu halda áfram að styðja austur- þýsk ungmenni sem neita að gegna herþjónustu, en það varð- ar við lög í Austur-Þýskalandi. Hempel sagði að kristnir menn yrðu að vísa kenningum Lenins um rétt og rangt á bug í ljósi þeirrar stöðu sem væri í kjarn- orkuvígbúnaði nú og kirkjan gæti aldrei lýst blessun yfir vopnaframleiðslu. Dresden- kirkjudagurinn var sá sjötti sem haldinn er í hinum ýmsu borgum í landinu á þessu ári. Síðasti fundurinn verður í Wittenberg í næsta mánuði, en þar festi Lúth- er upp boðskap sinn á sextándu öld. Aður hefur verið efnt til kirkjudags í Eisleben þar sem Lúther fæddist. Fimmburar Salonika, Grikklandi, 10. júlí. AP. HIN 31 árs gamla Maria Golid- opolou varð léttari um helgina og eignaðist fímmbura tveimur mánuðum fyrir tímann. Læknar óttuðust í gær, að minnsta barnið myndi ekki lifa, hin fjögur voru hins vegar við hestaheilsu. Þrjár stúlkur, tveir strákar. Móðirin hafði tekið inn hormónalyf og reiknaði með því að eignast 2 eða 3 börn, á óvart kom að þau skyldu vera fimm talsins. Móðurinni sjálfri varð ekkert meint af fæðing- unni, og ekki þurfti keisara- skurð. Hvetja Frakka að aðstoða N’Djamena (’had, 10. júlí. AP. ENN HEFUR hallað á stjórnarherinn í Chad og á hann í vaxandi mæli undir högg að sækja gegn skæruliðum og Líbýumönnum. Síðustu dagana hafa harðir bardagar geisað á götum úti í hinni hernaðarlegu mikilvægu borg Abeche. Hefur mannfall verið mikið og stórnarherinn á undanhaldi, þó enn ráði hann lögum og lofum í um það bil hálfri borginni. Upplýsingamálaráðherra Chad, Soumalia Mahamat, sagði í gær, að hann skoraði á Frakka að senda „eins marga hermenn og kostur er“ til aðstoðar stjórn- arhernum. Yfirvöld í Chad hafa Fjögur ný bítlalög Lundúnum, 10. júlí. AP. FJÖGUR áður óþekkt dægurlög með Bítlunum hafa komið í leit- irnar, en það gerðist er starfs- menn Abbey Road-upptölusal- anna voru að róta í geymslum fyrirtækisins fyrir skömmu. Lögin fjögur bera nöfnin „That meanes a lot“, „If you have got trouble", „How do you do it“ og „Leave my kitten al- one“. Búist er við því að lögin verði gefin út á plötum áður en langt um líður. Brian Southall, talsmaður fyrir EMI-útgáfufyrirtækið, sagði að þeir George Harrison, Paul McCartney og Ringo Starr vissu af upptökunum og þeir myndu ekki setja sig á móti því að þær yrðu gefnar út. „Við vorum að fara að senda eitt lagið frá okkur er John Lennon var myrtur. Þegar það átti sér stað, frestuðum við því. Lagið „How do you do it“ er ekki beinlínis óþekkt, því hljómsveitin Garry and the Pacemakers söng það fyrir mörgum árum og komst fyrir vikið í fyrsta sæti vinsældalist- ans í Bretlandi." róið í Frökkum að veita sér meiri aðstoð en þeir gera, allt frá því að átökin hófust, en aldrei fyrr hefur verið tekið jafn opinskátt til orða. Frakkar hafa sent stjórnarher Chad mikið af vopn- um til þessa, en enn bendir ekk- ert til að þeir sendi hermenn sína, þeir hafa raunar sagt oftar en einu sinni að þeir muni ekki gera það. Safngripur hleypir af • Hin 185 ára gamla freigáta USS Constitution hleypir af 21 fallbyssuskoti eins og jafnan þegar henni er snúið við í höfninni í Boston, einu sinni á ári. Skipið er safngripur og henni er snúið árlega í höfninni til þess að skipið veðrist jafnt. Kadar fer til Moskvu Búdapest, 11. júlí. AP. JANOS KADAR, formaður ungverska kommúnistaflokksins, hefur þekkzt boð sovézku stjórnarinnar um að koma í heimsókn til Sovétríkjanna, að því er ungverska sjónvarpið sagði frá í dag. Tilkynningin um boðið kom á óvart, en athyglisvert þykir að það skuli vera sett fram samtímis því að Kadar hefur gert meiriháttar breytingar í utanríkisráöuneyti landsins og tilkynnt hefur verið um áætlaðar kosningar til þings landsins og fylkisráða. í kúlnahríð • Lögreglumaðurinn James Kane fær aðhlynningu eftir að vopn- aður ræningi hafði skotið hann í andlitið og hálsinn á götu úti í New York fyrir nokkrum dögum. Ræninginn féll sjálfur fyrir kúlu annars lögreglumanns og kona nokkur sem ók bifreið ræningjans særðist skotsári. Símamynd AP. í sjónvarpsfréttunum var ekki gefið til kynna að nein tengsl væru á milli téðra mála, en sagt að Kad- ar myndi verða í forsvari sendi- nefndar sem færi til Moskvu síð- ari hluta júlímánaðar í „vináttu- heimsókn". Um sl. helgi var frá því greint að miðstjórn kommúnistaflokks- ins hefði gert drög að áætlun um kosningar, þar sem tveir fram- bjóðendur væru — að vísu yrðu báðir að fylgja stefnu kommún- istaflokksins. Þá var einnig skýrt frá því að Frigeyes Puja, sem hefur verið utanríkisráðherra Ungverjalands síðustu tíu ár, hefði látið af því starfi og við tekið Peter Varkony. Varkony er 52ja ára og tíu árum yngri en Puja. Hann starfði áður við blaðamennsku og er sérfræð- ingur um samskiptamál Ung- verjalands og Bandaríkjanna. Vestrænir sérfræðingar túlka þessa breytigu á þann veg að Kad- ar stefni að nokkurri endurnýjun og uppstokkun, og vilji fá yngri menn í forystu flokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.