Morgunblaðið - 12.07.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.07.1983, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1983 Kristján Harðarson: „Svolítið svekkjandi“ „JU, ÞAÐ er svolítið svekkjandi að fá þetta ekki gilt,“ sagöi Krist- ján Haröarson, sem stökk 7,54 í langstökkinu, sem er átta senti- metrum yfir gíldandi íslandsmeti. Meðvindur var hins vegar örlítið of mikill rétt á meöan Kristján stökk. Hann stökk 7,56 á Kalott- keppninni í fyrra, en einnig þá var meövindurinn of mikill. „Eg vona aö þetta komi sem fyrst — og helst í sumar. Það var mjög gott að keppa þarna — aðstaða var eins góð og hugsast gat og því ástæða til aö gera vel." Kristján vann langstökkiö létti- lega — stökk 40 sentimetrum lengra en næsti maöur, en hann segist ekki kominn á toppinn í sumar — „ég ætla aö veröa á toppnum á EM unglinga í Vín í lok ágúst.“ SH. Þorvaldur Þórsson: Vildi fyrsta sætfó eða ekkertM 99 „ÉG VAR nú eiginlega ekki nógu ánægöur með árangurinn — sér- staklega ekki í 110 m. grinda- hlaupinu," sagöi Þorvaldur Þórs- son, en hann sigraði í 400 m. grindahlaupi, var í báöum sveit- unum sem sigruðu í boöhlaupi og varö aö auki annar í 100 m. grind í Kalott-keppninni. „Þaö er ekki um nema tvennt aö velja hjá mér í 110 m. grindinni — annað hvort tekst hún mjög vel eöa hún gengur ekki. Ég verö aö fara aö legja meiri áherslu á hana því mig vantar reynsluna í henni. í keppninni núna náði kappinn mér á fjóröu grind og þá stífnaði ég allur upp en hélt mér ekki mjúkum áfram eins og maður veröur aö gera. Hann á aö vera svipaöur og ég en þennan dag var hann ein- faldlega betri.“ Mótvindur var meöan keppni stóð en Þorvaldur vildi ekki kenna honum um hvernig fór í 110 m. grindinni. „Ég vildi ná fyrsta sætinu í þessu eöa engu — þaö skilja allir sem standa í þessu. Þetta er í fyrsta skipti sem ég vinn í einstakl- ingsgreinum á Kalott — nú í 400 m. grind. SH. Leiðinlegt grindahlaup u 99 „ÞAÐ VAR leiöinlegt aö hlaupa 100 metra grindahlaupið, því það var svo mikill mótvindur," sagði Helga Halldórsdóttir, en hún sigr- aði í þeirri grein. Helga hefur tvívegis áöur keppt í Kalott-keppni, hún sigraöi 1980 í 100 m. grindahlaupi og langstökki og var þá einnig í boðhlauþssveit sem sigraði. „Ég var mjög ánægö með stöö- una hér í Alta,“ sagöi Helga. — Viltu lofa einhverju um ár- angurinn í sumar? „Nei, ég held aö ég lofi engu þar um. Þaö borgar sig aldrei aö lofa upp í ermina á sér.“ SH. Bjóst við meiru „ÉG var ekki nógu ánægö með þetta. Ég bjóst viö betri árangri Grímur og Gunnar unnu feógakeppnina FIMMTUDAGINN 7. júlí fór fram Feðgakeppni á Grafarholtsvelli. Þátttakendur voru 50 talsins og urðu úrslit þessi: 1. Grímur Valdimarsson og Gunn- ar Grímsson 90—24 = 66 högg. 2. Guðmundur S. Guðmundsson og Guðmundur Ó. Guðmundsson 86—18 = 68 högg. 3. Þórir Sæmundsson og Steinar Þórisson 83—13 = 70 högg. 4. Þorsteinn Sv. Stefánsson og Heimir Þorsteinsson 84—14 = 70 högg. Þann 10. júlí fór fram júlímót drengja. Þátttakendur voru 19 og urðu úrslit þessi: Án forgiafar: 1. Karl O. Karlsson 2. Jón H. Karlsson 3. Sigurjón Arnarson með forgjöf: 1. Hilmar Viðarsson 89—: 2. Gunnar Sigurösson 83—17 = 66 3. Þórir Kjartansson 90—22 = 68 högg 78 78 79 högg 25 = 64 hjá mér í 100 og 200 metra hlaup- unum,“ sagði Helga Halldórsdótt- ir. „Þaö var sterkur mótvindur í báöum þessum hlaupum — en aðalatriðið er að ég er ekki oröin nógu frísk ennþá. En þetta kemur örugglega hjá mér seinna í sumar. Ég stefni aö því að ná góöum ár- angri í sjö landa kepþninni í Edin- borg og svo í Evrópumeistaramót- inu í Edinborg. Takmarkiö hjá mér í sumar er aö komast niöur fyrir 24 sek. í 200 metrunum og ég stefni aö því aö ná því á þessum mót- um.“ SH. Morgunblaðið/ Skapti Hallgrimaaon. • Hér stekkur Kristján Haröarson 7,54 metra — en því miður var meðvindur aöeins of míkill. Selfoss enn í forustu í A-riðli SELFYSSINGAR halda sínu striki í A-ríöli 3. deildar. Þeir sigruðu HV á Akranesi um helgína með þremur mörkum gegn einu og var það Heimir Bergsson sem var hetja þeirra Selfyssinga, skoraði tvö mörk. Jón B. Kristjánsson skoraði þriöja mark þeirra, en AUÐVITAÐ P Iþróttafatnaöur mikið úrval Frottegallar meö og án hettu 90% bómull — 10% nylon. Litir: rauöir/ hvítir, bláir/ hvítir, hvítir/ bláir. Jogginggallar með og án rennilás. Litur: grátt. Stakar hettublússur meö og án rennilás. íþróttafatnaður hvað annað m ri= III tröruwerflim I nqolf/ @/|i< mtsonftt Klapparstig 44. *imi 11783. Tindastóll með enn einn stórsigurinn • TINDASTÓLL vann enn einn stórsigurinn í B-riðli 3. deildar um helgina, þegar þeir fengu Horn- firðinga í heimsókn norður. Þeir gersamlega kafsigldu gestina, skoruðu sex mörk en Sindri ekk- ert. Með þessum sigri sínum eru þeir orðnir nokkuð öruggir með sigur í riðlinum. Þeir eru meö 13 stig, en næstu lið með 11 og einn leik meira, en aldrei er hægt að vera viss því allt getur gerst í knattspyrnu. Þaö var Guðbrandur Guðbrandsson sem sá um aö skora flest mörkin fyrir heima- menn eða fjögur talsins. Hin tvö geröu Sigurfinnur Sigurjónsson og Björn Sverrisson. Austri og Þróttur, erkifjendurnir á Austfjörðunum, geröu jafntefli á Neskaupstaö og eru þvi bæöi liðin meö 11 stig. Þaö var aöal marka- skorari Austra, Bjarni Kristjánsson sem skoraöi mark snemma í leikn- um og var þaö ekki af verri endan- um, þrumufleygur af vítateigslínu og í slána og inn. Þaö var síðan kornungur nýliöi í liði Þróttar, Birk- ir Sveinsson, sem jafnaöi metin. Dómari og línuveröir í þessum leik voru allir frá Neskauþstaö og er þaö frekar furðulegt aö hafa heimadómara í þetta þýöingar- miklum leikum. Huginn frá Seyöisfiröi sigraöi Val frá Reyöarfirði 1—0 og var þaö Kristinn Jónsson sem sá um aö skora markiö. Meö þessum sigri er Huginn nú kominn uþþ aö hliö Austra og Þróttar í riölinum meö 11 stig. Magni frá Grenivik vann örugg- an sigur á HSÞ í Mývatnssveitinni, 2—1. Jón Ingólfsson og Hringur Hreinsson skorðuöu fyrir Magna en Björn Arnaldsson fyrir HSÞ. Staðan í B-riðli er nú þessi: Tindastóll 7 6 1 0 24—3 13 Austri 8 5 12 15—7 11 Þróttur 8 5 12 15—9 11 Huginn 8 5 12 11—8 11 Magni 6 3 0 3 7—6 6 HSÞ 8 2 0 6 7—14 4 Valur 7 2 0 5 5—14 4 Sindri 8 0 0 8 5—28 0 Steinn Helgason þjálfari HV sá um að skora mark heimamanna. Skallagrímur frá Borgarnesl og Grindvíkingar gerðu markalaust jafntefli í Grindavík og voru þeir óhepþnir aö fara ekki meö bæöi stigin meö sér vestur. En þaö er ekki öll von úti enn því Borgnes- ingar eru búnir aö leika einum leik færra en Selfyssingar sem eru í efsta sæti. Ármenningar unnu sanngjarnan sigur á Snæfelli. Ingvar Jónsson skoraöi úr vítasþyrnu fyrra markiö fyrir Ármann, en Óskar Ásmunds- son jafnaði. Brynjar Jóhannsson sá síöan um aö tryggja Ármenn- ingum sigur. ÍK úr Kópavogi og Víkingur Ólafsvík geröu jafntefli, 1 — 1, þeg- ar liöin mættunst í Kópavogi um helgina. Þröstur Gunnarsson skor- aöi mark ÍK, en Magnús Stefáns- son sá um mark Víkinga. Staðan í A-riðli eru nú þessi: Selfoss Skallagrímur Gríndavík Vikingur Ól. ÍK HV Ármann Snæfell 8 7 0 1 21—9 14 7 5 2 0 15—4 12 8 5 12 13—11 11 8 2 2 3 10—11 7 8 1 2 3 11—11 6 8 3 0 5 15—22 6 7 115 5—10 3 6 0 1 5 4—16 1 Góð skipulagning á sundinu um helgina • ÞAÐ vakti mikla athygli á sundmeistaramótinu í sundi um helg- ina hversu vel allt var skipulagt og hve fljótt og vel allt gekk fyrir sig. Á laugardeginum þurfti að keyra mótið áfram af mikilli hörku til þess aö hægt væri að sýna það allt í sjónvarpinu sem var með beina útsendingu eins og fólk eflaust veit. Allar tímaáætlanir stóð- ust og vel það, því þegar upp var staðið þá var ein mínúta eftir af útsendingartíma sjónvarpsins og mótiö búiö. Það á ef til vill ekki aö þakka neinum einum manni hve vel þetta allt gekk, en Guömundur Árnason keppnisstjóri stjórnaöi þessu af mikilli röggsemi og mættu margir taka hann sér til fyrirmyndar hvað varðar tímasetn- ingu því það er ekki á hverjum degi sem stórmót sem þetta smellur alveg saman svo ekki sé talað um fámennari keppni. SUS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.