Morgunblaðið - 12.07.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.07.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLl 1983 39 barn þeirra í 19 systkina hópi og náðu 14 barnanna fullorðins aldri. Ég hefi þekkt Soffíu lengi, því að hún og Karl bróður minn voru til margra ára vinnufélagar. Fljótt fann ég að þar fór kona bú- in hinum beztu eiginleikum, góð- vild, hjálpsemi og nærgætni við gamalt fólk, og börn hændust að henni. Fyrir l'Æ ári gengu þau í hjónaband Soffía og Karl bróðir, en nokkru áður hafði hún flutt á heimili hans að Lynghaga 28. Þau höfðu hvorugt verið gift áður og má segja, að þau hafi ekki rasað um ráð fram. Soffía bjó bróður mínum fagurt heimili og nú komu ennþá betur í ljós hinir góðu eiginleikar hennar. Hún var mjög myndarleg húsmóð- ir og auðfundið var, hve vænt henni þótti um heimilið og gaman var að sjá, hve samhent þau voru í því að skapa hlýlegt andrúmsloft, enda bar þar oft gesti að garði. Við vonuðum því öll, sem næst þeim stóðu, að þau ættu eftir að eiga mörg ár saman, en þá bar að skugga. Fyrir tæplega 2 mánuðum gekkst Soffía undir hjartaaðgerð á sjúkrahúsi í London, hún kom heim nokkuð vel hress og allt lof- aði góðu, en skyndilega kom kallið. Ég sagði við 3 ára dótturson okkar, sem oft kom til Soffíu og gat gengið þar að leikföngum „Soffía er dáin“ og hann spurði samstundis „Af hverju?" Við spyrjum öll, jafnt börnin sem hin- ir fullorðnu. Hver ræður skapa- dægri? í kristaltæru ljóði Guðmundar Böðvarssonar er erindið, sem er upphaf þessara fáu kveðjuorða minna. Þar spyr skáldið, hið hrifnæma náttúrubarn, um dul- mögn þau og kraft, sem verja hinn veikasta gróður. Og skáldið og við öll fáum svar, þegar jurtin, sem var helfrosin i vetrargaddi, skýtur frjóöngum móti hækkandi sól að vordegi. Blómin sem lifðu af hel- kuldann, minna á lífið eftir dauð- ann. Kristin trú gefur okkur fyrir- heit um hið sama. Soffía kom sem sólargeisli inn í líf bróður míns og fjölskyldu okkar, hennar er sárt saknað, en hún skilur eftir fagrar minningar. Við Selma, og öll okkar fjöl- skylda, vottum Karli bróður, systkinum Soffíu og öðrum vanda- mönnum innilegustu samúð. Blessuð sé minning hennar. Jón Gunnlaugsson. í dag verður borin til grafar gamall sveitungi minn og vinkona, Soffía Jónsdóttir frá Bessastöðum í Fljótsdal. Soffía fæddist á Bessa- stöðum 8. nóvember 1917 ein í 19 barna systkinahópi en af þeim stóra hópi lifa nú aðeins sex. For- eldrar hennar voru þau Anna Jó- hannsdóttir Frímanns og Jón Jónsson bóndi þar. Á milli heimil- anna Valþjófsstaða og Bessastaða var góð vinátta frá fornu fari, og var Soffía Sigríður eins og hún hét fullu nafni, nefnd eftir prestshjón- unum frú Soffíu og séra Sigurði Gunnarssyni, er voru á Valþjófs- stað næst á undan foreldrum mín- um. Ég þekkti Soffíu síðan hún var barn eins og önnur systkini henn- ar, þau er upp komust. Hélst þessi kunningsskapur eftir að við vorum báðar fluttar til Reykjavíkur og reyndist hún mér alltaf sama góða stúlkan sem ekki mátti vamm sitt vita í neinu er henni viðkom. Soffía vann ýmis störf hér i Reykjavík, hvarvetna af hinni sömu prýði sem henni var lagið, en hún var óvenju prúð í allri framgöngu. Síðast við kaffigæslu í fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Hin síðari ár bjó hún við nokkra vanheilsu, sem hún, þegar kallið kom, virtist hafa unnið bug á eftir velheppnaðan uppskurð í Bret- landi. Soffía var gift Karli Gunn- laugssyni klæðskera sem reyndist henni hinn tryggasti vinur unz yf- ir lauk. Blessun Guðs fylgi þér, Soffía mín, og hafðu þökk fyrir viðkynn- inguna. Þórhalla Þórarinsdóttir Kristín Vilborg Árnadóttir - Minning „Hve sæl, ó hve sæl er hver leikandi lund, en lofaðu engan dag fyrir sólarlagsstund. Æðsta gjöfin frá guðahöndum er gátan mikla um hel og gröf. Hún knýr fram seglin í leit að löndum, þótt löðrið fjúki um tímans höf.“- Þannig lýsa skáldin Matthías Jochumsson og Guðfinna frá Hömrum snertingu sorgargyðj- unnar. Þú verður aldrei samur og áður, ef sorgin hefur sveigt þig að barmi. Og aldrei verður snerting sorgarinnar sárari, en þegar hún birtist á vegum æskunnar, þar sem allar vonir virtust fleygar og enginn ský byrgðu sól hásumars- ins. En það var einmitt á einum slíkum degi, að á öldum ljósvak- ans barst frétt um unga stúlku í Keflavík, sem var líkt og blómstur á vegi hrifin höndum dauðans á snöggu augabragði. Eftir stóðu foreldrar og systkini á ströndinni og horfðu út á hafið, sem allt í einu var orðið dauðans haf. Hún sem hafði leikið sér á þess- ari strönd frá því að hún fetaði fyrstu sporin, mundi aldrei feta þangað framar. Og dularfull er þessi gáta. Hvers vegna er hún horfin svo fljótt? Og hvers vegna einmitt hún? Allt virtist brosa við á björtum æskubrautum fallegrar ungrar stúlku, sem átti svo blikandi vonir og hrifnæman hug og hjarta svo hlýtt og hreint. Við munum Kristínu Vilborgu í bernsku með blik í auga og bros á vör. Munum hana á fermingardegi þegar skínandi óskir, bljúgar bæn- ir og fagrar framtíðarvonir ljóm- uðu um litla heimilið okkar. Og við munum hana nú á þessu vori, sem hugþekkan félaga í skóla og störf- um, albúinn þess að takast á við erfiði lífsbaráttu og búa sér para- dís ástar heimilisanna eða hvers annars ævistarfs. „En meðan fólkið sefur býst sorgin heiman að og sorgin gleym- ir engum." Það standa svo ótrúlega margir á okkar landi í þessum sporum. Og þar er sá stærstur sem mest kann að missa. Sorgin er einmitt tengd öllu því dýrmætasta sem lífið gaf. Þar á meðal var hún. Kristín Vilborg Árnadóttir fæddist 22. febrúar 1961 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru og eru Árni Heiðar bifreiðarstjóri, ætt- aður vestan úr Breiðafjarðareyj- um og Hafrún Kristinsdóttir, ætt- uð austan af Eskifirði. Hún ólst upp á heimili þeirra í Keflavík og átti lengst heima á Hrauntúni 12, en nú síðast hafði hún sjálf stofnað sitt heimili að Kirkjuvegi 28. En þar bjó hún með litlu dóttur sína, Berglind, sem verður nú áfram hjá ömmu Haf- rúnu. Kristín Vilborg fór snemma að vinna og þótti dugleg og traust í störfum. Hún eignaðist fjölda vina bæði í skóla og vinnustað, sem þakka yndislegar samverustundir og kveðja með söknuði. Hún unni gleði lífsins og var öllum yndi, sem hana þekktu bezt. Alltaf var hún bjartsýn og glöð í leik og starfi. Þannig er þá í stuttu máli um- gjörð þeirra minninga, sem sam- ferðafólkið á um þessa dóttur Keflavíkur, sem nú er kvödd svo óvænt og snemma. Hún kveður ykkur öll samferða- fólkið með brosi gegnum tár. Sárt er að líða frá sumrinu æsk- unni. Fæddur 12. júlí 1895 Dáinn 1. júlí 1983 Með Bucky, eins og hann vildi láta kalla sig, er genginn einn af eftirtektarverðari einstaklingum sem ferðast hafa með geimskipinu Jörð. Það sem hann skilur eftir sig nú saddur lífdaga er ekki aðeins nokkrir tugir uppfinninga og tæknilegra nýunga, sm enn hafa engan veginn verið fullnýttar á sviði iðnaðar og almenningsnotk- unar, heldur fyrst og fremst lif- andi dæmisaga um trú á getu manneskjunnar og á möguleika hennar að ráða bót á því misrétti og stjórnleysi, sem nú einkennir líf meginhluta farþeganna á geim- skipinu Jörð. Bucky var óþreytandi í því starfi að upplýsa alla jarðarbúa um þessa sannfæringu sína. Hann ferðaðist ótal sinnum í kringum jörðina í þessu skyni. En aldrei vegna þess að hann væri að biðja Og enn skal vitnað til skáld- anna: ,í dýpstu sorg er Drottinn sjálfur næst. I döggvum hvarma blikar skærst hans [ljómi. Á sorgar vængjum sálin lyftist hæst í söng og bæn að Ijóssins helgidómi (G.Guðm.) Hvað væri líf manns á jörð, án þess að hafa eignast þær gjafir, sem hún signir þessum brosum gegnum tár? um áheyrn, nei, eingöngu vegna þess að fólk bað hann að koma, þá fór hann með gleði jafnvel þó að heilsan væri ekki ávallt sem best. Hingað til íslands kom hann þrisvar, 1975, 1977 og 1979, og á þeim árum er síðan eru liðin átti undirritaður kost á því að fylgjast náið með starfi hans og einnig að færa honum fréttir um árangur af heimsóknum hans hingað. Flestir muna ummæli hans um notkun á bárujárni hérlendis, sem benti á skynsemi forfeðra okkar að taka upp svo snemma þessa nýju tækni þvert ofan í allar hefðir. Hitt sem kemur beint frá hon- um eru þau óvenjulegu húsform, sem nú eru að rísa hér og þar á landinu. En einmitt fyrir feril- hvolfþakið er Bucky hvað best þekktur hvar sem er á jarðkringl- unni. Hitt vita sennilega færri að rannsóknir hans á þessu rúm- fræðilega líkani fæddu af sér víð- feðma rúmfræðiheimspeki hans, Þess vegna sameinumst við í þökk til þess krafts, sem lítið gaf og allt, sem verður æðst á vegi hjartans. Sá, sem aldrei átti neitt til að sakna er ekki hamingjunnar barn. „Bak við heilaga harma er himinninn alltaf blár.“ Það var um Jónsmessuleytið sem hún kvaddi, var kölluð án taf- ar. Inn í draumheim sumarnætur helgra vona, sem íslenzk vorald- arveröld hefur mótað. Þar sem víðsýnið skín við Ljósufjöll von- anna og eilífðartind trúar og ástar á verði við hafsbrún handan „Fló- ans“ sveif andi hennar æskuglað- ur, saklaus og hreinn. Þar eigum við Kristínu í bliki brosa og tára unga og fallega og vitum hana vaka yfir henni braut- um og segjum öll með þér og hugs- um til birtu Jónsmessunæturinn- ar: „Ó heilaga nótt við þitt hlið vil ég deyja og hverfa inn í leyndardóm elskenda [þinna. Ég hræðumst ei dauðann ef ljómi þinn [lifir í ljósbrotum síðustu táranna minna.“ (Jóh. úr Kötlum.) Foreldrar og systkini og einkaóóttir. sem fáum hefur enn tekist að henda reiður á, hvað þá að draga af henni ályktanir gagnlegar heildarþróun manneskjunnar á geimskipinu Jörð. En einmitt í þessu viðamikla verki hans liggur án nokkurs efa það frækorn sem á eftir að umbreyta akrinum sem erum við öll. Guð blessi minningu hans og konu hans, Anne. Einar Þorsteinn Ásgeirsson R. Buckminster Fuller - Minning Magnús Víði situr við stjórnvölinn. Hin nýja og fullkomna gatnamálningarbifreið Vegagerðar rfkisins að störf- Um í Borgarnesi. LJósm. Jón Svavarsson. Vegagerð ríkisins: Nýr málningarbfll tekinn í notkun Vegagerð ríkisins hefur tekið í notkun nýja gatnamálningarbifreið, með mjög fullkomnum tækjabúnaði, til að mála götumerkingar. Máln- ingartækin, sem kostuðu 1,2 milljón- ir íslenskra króna, voru keypt frá Noregi og fest á venjulegan vöru- bflspall. Tveir menn fylgja bílnum og stjórna honum og tækjunum en fullkominn tölvubúnaður er þeim til aðstoðar við sprautunina og inni í bílnum er sjónvarpsskermur sem segir til um hvort málningin dreifist rétt. jEitt tækið útbýr að- vörunarkeilur úr sápufroðu og set- ur á götuna með reglubundnu millibili, en þær hjaðna eftir hæfi- lega langan tíma. Rögnvaldur Jónsson hjá Vega- gerð ríkisins sagði að ávinningur- inn við að fá þennan nýja bíl væri sá að hann væri fljótvirkari en gömlu málningarvélarnar, þyrfti minni mannskap og ætti að vera mun ódýrari í notkun en gömlu tækin. Rögnvaldur bað ökumenn að taka tillit til vegagerðarmanna á ferð með þessi tæki þegar þeir ækju fram á þá, aka rólega fram hjá þeim og alls ekki yfir blautar línur, því það eyðilegði verkið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.