Morgunblaðið - 12.07.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.07.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1983 15 4% starfa — 5% gjald- eyristekna TALIÐ er að um 4.200 störf, eða 4% starfa í landinu, tengist ferðamanna- þjónustu, innlendri og erlendri, nær einvörðungu. Þetta kemur fram í skýrslu samgönguráðuneytis um ferðamál á lslandi, sem sérstök nefnd hefur unnið í samráði við áætlanadeild Framkvæmdastofnun- ar. Fjölmennasti hópurinn starfar á vegum flugfélaga (1.340), fyrirtækja sem reka langferðabifreiðir (280), ferðaskrifstofa (250), en alls eru starfsgreinar í þessari þjónustu tald- ar 12. Gjaldeyriskaup banka hérlendÍ3 vegna erlendra ferðamanna 1982 námu 310,6 m.kr., þar í gjaldeyr- isskil ferðaþjónustufyrirtækja; tekjur íslenzkra flugfélaga af far- gjöldum erlendra ferðamanna eru áætlaðar 345 m.kr. þetta ár. Gjaldeyristekjur ferðamála 1982 námu samtals um 5% af heildar- útflutningstekjum fyrir vörur og þjónustu. Á móti þessum lið koma gjaldeyrisútgjöld vegna ferða ís- lendinga utan, en þau námu 682 m.kr. 1982, sem er um 4,5% af heildargjaldeyrissölu bankanna. ^Apglýsinga- síminn er 2 24 80 Gjafakort Munið vinsœlu gjafakortin. Þau henta vel ef fólk vill ekki velja gjafirnar sjálft, heldur láta viðtakanda um það. íkosta] v ________J ÍBODA] 4.200 störf í ferðaþjónustu: Bi -úðargjafi r -Ný þjónusta Fjölbreytt þjóðhátíð í Eyjum 29.—31. júlí Vestmannaeyjum, 8. júlí. ÞJÓÐHÁTÍÐ Vestmannaeyja verður um verslunarmannahelgina, þriggja sólarhringa hátíðarhöld í Herjólfsdal dagana 29., 30. og 31. júlí. Að þessu sinni annast Knattspyrnufélagið Týr um hátíðina en íþróttafélögin tvö í Eyjum, Týr og Þór, skiptast á um framkvæmd þjóðhátíðarinnar sitt hvort árið og er þetta helsta fjáröflun félag- anna. Þessa dagana eru fjölmargir sjálfboðaliðar úr Tý að störfum í Herjólfsdal á hverju kvöldi og um hverja helgi við undirbúning þessarar miklu útihátíðar sem á sér orðið meira en aldargamla hefð. Innan Týs hefur verið starfandi sérstök þjóðhátíðarnefnd sem annast um allan undirbúning og framkvæmd þjóðhátíðarinnar. Einn nefndarmanna, Þorsteinn Jónsson, sagði í samtali við Mbl. að allur undirbúningur gengi sam- kvæmt áætlun og allt yrði klárt í Herjólfsdal þegar hátíðin verður sett föstudaginn 29. júlí. Þorsteinn sagði að þegar hefði verið gengið frá ráðningu flestra skemmti- krafta sem fram munu koma á há- tíðinni og ætluðu þeir Týrarar að bjóða fólki uppá fjölbreytta dagskrá. Fimm hljómsveitir munu sjá fólki fyrir dansmúsík, Galdrakarl- ar með Magnús Kjartansson í broddi fylkingar, Qumen 7, Tappi tíkarrass, Iceland Seafunk corp., og hinir stórgóðu Eyjapeyjar í hljómsveitinni Felix. Sigfús Hall- dórsson og Snæbjörg Snæbjarn- ardóttir munu skemmta og Týs- kabarett með Jörund, Ladda, Sögu og Július innanborðs sér um glens og gaman. Þá kemur fram kántrý- söngvarinn Hallbjörn Hjartarson. Leikfélag Vestmannaeyja verður með sitthvað í pokahorninu og Sigríður Hannesdóttir og Helga Steffensen verða með skemmtiefni fyrir smáfólkið. Að sögn Þorsteins Jónssonar er verið að semja við Bubba Morthens og Megas um að þeir skemmti á þjóðhátíðinni. Aðgöngumiðaverð að þjóðhátíð Vestmannaeyja hefur verið ákveð- ið 700 kr. og er í því innifalinn aðgangur að svæðinu, öll skemmtiatriði og dansleikir á tveimur danspöllum alla þrjá dag- ana fram undir morgun. Að vanda verður upphitunardansleikur á fimmtudagskvöldið fyrir þjóðhá- tíð og fastir liðir hátíðarhalda verða á sínum stað á dagskránni, messa, hátíðarræða, brenna á Fjósakletti, stórkostleg flugelda- sýning og bjargsig á Fiskhellanefi. — hkj. Þeir sem fyrstir notuðu HRAUN-utanhús- málninguna fyrir um 15 árum síðan geta hest dæmt um endingu þessarar ágætu málningar. Auk þess að vera endingargóð þá sparar hún tíma, því að ein umferð jafngildirþrem umferðum af venjulegri plastmálningu. Litavalið erí HRAUN litakortinu í næstu málningarvöruverslun. Þegar kemur að endurmálun er valið að sjálfsögðu HRAUN •••• annað kemur ekki til mála Bmátninghf Óskatisti - gjafaskrá Sé þess óskað, skráum við nöfn brúðhjóna, hvaða hlutum þau óska eftir og hvaða gjafir hafa verið keyptar. Þannig geta gefendur ávallt séð hvað búið er að kaupa og á þann hátt forðast að gefnir séu margir munir sömu gerðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.