Morgunblaðið - 12.07.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.07.1983, Blaðsíða 38
. 40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1983 Pór skellti ÍA á heimavelli ÞAD ER óhætt að segja að óvænt úrslit hafi orðið í viöureign Skaga- manna og Þórs í 1. deild á Akranesi sl. laugardag. Eftir sórlega gott gengi heimamanna aö undanförnu bjuggust flestir við auðveldum sigri þeirra, en Akureyringarnir voru á öðru máli, þeir gáfu andstæöingum sínum aldrei neinn frið til aö byggja upp sóknir sínar, böröust mjög vel og uppskáru líka í samræmi við það. Sigur þeirra, 2—0, var ekki marki of stór, en þó mörkin hafi verið falleg var nokkur heppnisstimpill yfir þeim. Það var leiðinlegt knattspyrnu- veöur á Akranesi þegar leikurinn fór fram, strekkingsvindur á þver- an völlinn og völlurinn nokkuð erf- iður eftir miklar rigningar að und- anförnu. Það var auöséö strax að leikmenn Þórs ætluðu aö selja sig dýrt, þeir böröust geysilega vel og gáfu heimamönnum engan friö. Fyrsta marktækifæri í lelknum var þegar Þór skoraði fyrsta mark leiksins. Eftir varnarmistök hjá Skaga- mönnum komst Halldór Áskelsson upp að vítateignum og þrumuskot hans réö Bjarni markvöröur ekki viö. Markið var eins og köld vatnsgusa framan í heimamenn, sem reyndu mikiö að jafna metin. Þaö sem eftir var af fyrri hálfleikn- um sóttu þeir mun meira en höföu ekki árangur sem erfiöi. Besta tækifæri þeirra fékk Guöjón Þórö- arson á 17. mín. Eftir góöa fyrirgjöf Haröar Jóhannessonar komst hann í gott færi en varnarmenn Þórs björguöu á síöustu stundu. Sveinbjörn Hákonarson átti tvö mjög góð langskot á 23. og 28. mín. en þau rötuöu ekki rétta ieiö. Á 44. mín. fengu Þórsarar auka- spyrnu rétt utan viö vítateig heima- manna. Guöjón Guömundsson framkvæmdi spyrnuna glæsilega, hörkuskot hans þandi út net- möskvana og staöan var orðin 0—2. Síöari hálfleikur var leiðinlegur á aö horfa. Skagamenn sóttu allan tímann en tókst ekki aó brjóta niöur vörn Þórsmanna. Þeir beittu skyndisóknum á móti og voru þær oft mjög hættulegar, Helgi Bents- son var varnarmönnum Skaga- manna oft erfiður. Þessi leikur var knattspyrnulega séö ekki góöur. Skagamenn voru langt frá sínu besta og er þetta þeirra slakasti lelkur á heimavelli í sumar. Allir leikmenn léku undir getu, en helst fannst mér Svein- björn sýna takta, aörir sem léku þokkalega voru Sigþór og Bjarni markvörður. Þórsliöiö stóö sig vel í þessum leik, þetta liö þeirra er mun sterkara en félagiö hefur áöur ver- ið meö í 1. deild. Bestu menn liðs- ins voru Þorsteinn Ólafsson markvöröur, Guðjón Guömunds- son, Halldór Áskelsson og Helgi Bentsson. Dómari var Óli Ólsen og fannst mér tölvert ósamræmi vera i dóm- um hans. í stuttu máli: Akranesvöllur 9. júlí 1983 ÍA — Þór: 0—2 Mörk Þórs: Halldór Áskelsson á 13. mín., Guöjón Guömundsson á 44. mín. Gul spjöld: Þorsteinn Ólafsson, Helgi Bentsson og Júlíus Tryggva- son. Áhorfendur: 525. Einkunnagjöfin: ÍA: Bjarni Sigurösson 7 Guöjón Þóröarson 5 Jón Áskelsson 5 Sigurður Lárusson 6 Sigurður Halldórsson 6 Hörður Jóhannesson 5 Sveinbjörn Hákonarson 7 Júlíus ingólfsson 5 Sigþór Ómarsson 7 Siguröur Jónsson 5 Árni Sveinsson 5 Ólafur Þóröarson (vm.) 5 Heimir Guömundsson (vm.) 5 ÞÓR: Þorsteinn Ólafsson 7 Sigurbjörn Viöarsson 6 Jónas Róbertsson 6 Nói Björnsson 6 Þórarinn Jóhannesson 6 Árni Stefánsson 5 Halldór Áskelsson 7 Guöjón Guömundsson 7 Bjarni Sveinbjörnsson 6 Helgi Bentsson 7 Júlíus Tryggvason 5 Einar Arason (vm.) lók of stutt. JG. Janus skrifaði undir Janus Guðlaugsson sem fór utan fyrir helgina til V-Þýska- lands hefur nú undirritaó nýjan tveggja ára samning vió félag sitt, Fortuna Köln. Janus hefur þegar hafió æfingar hjá félag- inu og er nú á leið með félögum sínum í æfingarbúðir í Austur- ríki. Janus var fyrirliöi Fortuna Köln er hann lék meó liðinu á árunum 1979 til ’81. Fortuna sem leikur í 2. deild náói þeirr góöa árangri á síöasta keppnistímabili aö komast í úrslit í bikarkeppninni í V-Þýskalandi en tapaöi fyrir FC Köln. — ÞR. • Besta marktækifæri Skagamanna (leiknum gegn Þór. Guöjón Þóóarson sendir boltann ( átt aö marki Þórs en varnarmönnunum tekst aö bjarga á siöustu stundu. Ljó*m. Ami Arnaaon. Heimsleikar stúdenta í Kanada: Einar síðasta vonin ÓSKAR Jakobsson lenti í 12. og síóasta sæti ( kringlukasti á heims- leikum stúdenta í Edmonton í Kanada um helgina. Hann kastaöi 56,90 metra í forkeppninni en í úrslitakeppninni náöi hann sór aldrei á strik og kastaöi ekki nema 54,36 metra sem er langt frá hans besta. Nú er aöeins einn keppandi frá fslandi sem getur unnið til einhverra veró- launa, en þaó er Einar Vilhjálmsson sem keppti í spjótkasti í nótt en þar sem blaöió fer þaö snemma ( prentun þá getum viö ekki skýrt frá úrslitum í spjótinu fyrr en á morgun, en Einar á mikla möguleika á þvi að komast á verölaunapall þar. Helstu úrslit í frjálsum íþróttum á mótinu hafa oröiö þau, aö Luis Delis Fournier frá Kúþu sigraöi í kringlukasti, varpaöi henni 69,46 metra og haföi mikla yfirburöi. í þrístökki sigraöi Agbebaku frá Nígeríu en hann stökk 17,26 og þaö voru einnig Nígeríumenn sem sigruöu í 100 og 400 metra hlaupi. Imoh í 100 og Uti í 400 metrum. f hástökki sigraöi Igor Paklin frá Sovétríkjunum en hann stökk 2,31, Frjálsar Ibrðttlr landi hans Volkov sigraöi í stang- arstökki, stökk 5,65 og í 400 metra grindahlaupi sigraöi enn einn Rússinn, Alexander Kharlov, hljóp á 49,41, en bandaríska sveitin náöi aö sigra þá sovésku i 4X400 metra boöhlaupi, hljóp á 3:01,24, en þeir sovésku á 3:01,58. Sovésku stúlkurnar hafa veriö mjög sigursælar á þessu móti og um helgina bættu þær nokkrum sigrum í safniö. Natalia Petrova sigraði í 100 metra grindahlaupi á 13,04, Prodyalovskaya sigraöi í 800 metra hlaupi á 1:59,29 og þær stöllur sigruöu síöan í 4x400 metra boðhlaupi á 3:24,97. FH jafnaði á síðustu stundu Mats Wilander tryggði Svíum sigur Mats Wilander tryggói Svíþjóö sigur í leik þeirra viö Nýja Sjáland í Davis-bikarkeppninni ( tennis. Þessi leikur var heimaleikur Nýja-Sjálands og munu þjóöirnar reyna meö sér aftur í Svíþjóö í september. Staöan var 2—2 og Wilarder átti eftir aö leika viö Russell Simp- son og hann var ekki í vandræðum meö aö sýna hvernig þeir bestu leika tennis, sigraöi 6—3, 6—3 og 6—2. í næsta leik á undan haföi Chris Lewis sem komst í úrslit á Wimbledon lent í vandræðum meö Henrik Sundström frá Svíþjóö, en honum tókst þó aö sigra, en Svíinn ungi veitti honum mjög haröa keppni. Úrslit uröu þau aö Lewis sigraöi 7—9, 6—4, 4—6, 6—3 og 6—3 eftir mikla og skemmtilega keppni, en þaö dugöi ekki til, eins og áöur sagöi, því Wilander tryggöi Svíum sigur í síöasta leikn- um. LIÐ KS hélt heim á leiö meó tvö stig úr suöurför sinni. Liöiö lék tvo leiki, geröi jafntefli í báöum, nú síöast viö FH ( gærkvöldi. Reyndar leit út fyrir sigur KS sem skoraói á 80. mín. en Guömundi Hilmarssyni tókst aö jafna metin þegar aöeins ein og hálf mínúta var eftir af leiknum. Þessi úrslit veröa að teljast nokkuö sann- gjörn, bæöi liöin böröust af mikl- um krafti og oft á tíóum brá fyrir ágætu spili, einkum þó hjá FH-ingum. KS menn byggja spil sitt þó greinilega á löngum sendingum á hina eldfljótu fram- herja sína, þá Hörö og Hafþór. Liöin skiptust á um aö sækja í fyrri hálfleik og strax á 10. mín. átti FH — KS 1—1 KS stórhættulegt færi. Hafþór skaut þrumuskoti frá vítateig en Halldór varöi meistaralega. Tíu mínútum síöar þurfti Ómar í marki KS aö taka á honum stóra sínum þegar Gunnar Bjarnason sem lék sinn tvö hundraöasta leik áttl gott skot. Þrátt fyrir góö tilþrif tókst liö- unum ekki aö skora mark í fyrri hálfleik og staöan i hálfieik því 0—0. FH-ingar áttu talsvert meira í seinni hálfleiknum og á 60. min voru þeir nálægt því aö skora. Viö- ar tók aukaspyrnu á hægri kantin- um og þeim bolta spyrnti Magnús viöstöóulaust á markiö, en Ómar j varöi mjög vel. Á 80. mín. komst KS svo yfir, Hafþór spilaöi upp^ vinstri kantinn, lék skemmtilega á tvo varnarmenn FH og sendi jarö- arbolta fyrir markiö. Halldór virtist hafa hann en svo fór þó ekki og Hörður átti ekki í miklum erfiöleik- um meö aö renna honum í autt markiö. Eftir þetta þökkuöu KS- menn í vörn en allt kom fyrir ekki. FH jafnaöi undir lokin og var þaö Guðmundur Hilmarsson sem þaö geröi eftir sendingu frá Jóni Erling. — BJ. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.