Morgunblaðið - 12.07.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.07.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1983 41 fólk í fréttum Laura í „Tilhugalífi“ kjörin besta leikkonan + Judi Dench, ein af bestu skap- geröarleikkonum Breta, hefur verið kjörin besta leikkona síöasta árs í Bretlandi fyrir hlutverk sitt sem Laura í sjónvarpsþættinum „Til- hugaliT', sem sýndur var hér á landi í vetur. Mótleikari hennar var Michael Williams en hann er maður- inn hennar eins og flestir vita og hafa þau verið gift í tólf ár. „Við höfðum þekkst í níu ár, leikið saman og hist hér og þar án þess nokkuð væri á milli okkar. Það var ekki fyrr en við settumst niður saman á lítilli krá að það byrjaði og þá vorum við ekkert að bíða með að láta gefa okkur sam- an,“ segir Judy. Þau Michael áttu bæði að baki langan leikferil þegar þau giftust, Judy var þá 35 ára gömul, en árinu síðar áttu þau dótturina Finty, sem nú er orðin ellefu ára. Finty er mikill augasteinn foreldra sinna, enda láta þeir aldrei neitt tækifæri ónotað til að vera heima með henni þrátt fyrir erilinn og ferðalögin, sem starfinu fylgja. Judi og Michael. Judy hefur verið dálítið óheppin á stundum. Hún var t.d. valin til að fara með aðalhlutverkið í söngleiknum um kettina, „Cats“, en á æfingu vildi svo illa til, að önnur hásinin slitnaði og þá þurfti 1 ekki meira um það að tala. Og ekki nóg með það, hásinin hafðist svo illa við eftir aðgerðina að Judy missti líka af einu aðalhlutverkinu í þættinum „Smiley’s People" með Alec Guinness. Það var ekki fyrr en upptökur hófust á „Tilhugalífi", að Judy var orðin nokkurn veginn ferðafær á ný. Um tíma langaði Judy til að Finty eignaðist systkini en fannst þó, 37 ára gömul þá, sem hún væri orðin of gömul til að eignast barn. Þau hjónin ætluðu þá að taka sér fósturbarn en fengu þau svör hjá hinu opinbera, að þau væru bæði orðin of gömul til að taka að sér lítið barn. Fólk innan við fertugt! Judy og Michael eru nú búin að gleyma þessu enda segjast þau eiga dýrlegasta barn í heimi og er hægt að óska sér nokkurs betra? Sigrast á öllu nema eigin skapsmunum John McEnroe og Stella Hall. Kannski tekst henni að stilla skapið í honum. COSPER Ég hef þjáðst svo af tannpínu að ég gleymdi því alveg að það var í dag, sem ég átti pantaðan tíma hjá tannlækninum. + Tennisleikarinn John McEnroe, sem bar sigur úr býtum í Wimble- don nú fyrir stuttu, er mjög umdeild- ur maöur, skapmikill, uppstökkur og framkoma hans ekki alltaf mjög íþróttamannsleg. McEnroe, sem nú er 24 ára gam- all, hefur allt frá 16 ára aidri verið með sömu stúlkunni, Stacey, eða þar til nú fyrir nokkru, að sam- band þeirra fór endanlega út um þúfur. Stacey var enginn eftirbát- ur McEnroes hvað frekjuna varð- aði og samkomulagið á milli þeirra var stundum líkast nátt- úruhamförum. McEnroe hefur nú tekið saman við ljósmyndafyrir- sætuna Stellu Hall, mikla geð- prýðismanneskju, sem vinir McEnroes vona að takist að sefa mestu sjóina í skaphöfn hans. McEnroe hefur orðið að greiða meiri sektir fyrir óviðeignadi um- mæli og framkomu á keppnisvell- inum en nokkur annar tennisieik- ari og stundum hefur legið við, að hann yrði settur í keppnisbann. Þrátt fyrir þetta býst hann við að hafa um 145 milljónir ísl. kr. fyrir tennisleikinn á þessu ári og gæti raunar haft miklu meira ef hann reyndi að hafa hemil á skapsmun- unum. Hann hefur nefnilega svo vafasamt orð á sér, að mörg stór- fyrirtæki veigra sér við að láta hann auglýsa fyrir sig. Margir hafa velt því fyrir sér hvers vegna McEnroe hefur ekki betri stjórn á sér en raun ber vitni. Segja sumir ástæðuna þá, að hann leiti alltaf fullkomnunar í öllu, sem hann geri, og þoli ekki mistök. Þess vegna sé hann í raun að hegna sjálfum sér þegar hann hagar sér sem verst. Lax og silungsveiði Veiðileyfi í Eyrarvatni, Þórisstaðavatni og Geita- bergsvatni fást í Útilíf, Glæsibæ og í Veitingaskálan- um Ferstiklu. Ath.: Tjaldstæöi á svæðinu. Veiðifél. Straumur. -Jk N 1LÖGUN afléttvíni og þú sparar minnst 1.800 kr. ÁMAN ÁRMÚLA 2 1 Framhjóladrlf - supershift (sparnaöargír) - Útispeglar beggja megln • Ouarts klukka - Litaö gler í rúöum - Rúllubeltl - upphltuö afturrúöa - Þurrka og vatnssprauta á afturrúðu - o.m.fl. Verö frá kr. 313.000 < (Owtgi 31.5. '83) /J Framhjóladrlf - Supershift (sparnaöargír) - Útlspeglar beggja megln - Ouarts klukka - Lltaö gler í rúöum • Rúllubeltl - upphituö afturrúða • Stórt farangursrýml - o.m.fl. Verö frá kr. 234.000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.