Morgunblaðið - 12.07.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.07.1983, Blaðsíða 45
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1983 íslenskur sigur í annað skipti í Kalott-keppni: Kvennaliðið tryggði sigur með glæsilegri frammistöðu Frá Skapta Hallgrímaayni, blaöamanni Morgunblaöaina, í Alta í Noregi. ÍSLENSKA landsliðiö í frjálsum íþrottum gerði góða ferð til Alta þar sem Kalott-keppnin fór fram um helgina. Sérstaklega var árangur kvennalandsliðsins glæsilegur — stúlkurnar sigruöu í stigakeppninni með miklum yfirburðum — og ár- angur þeirra varö til þess aö ísland sigraði í Kalott-keppninni aö þessu sinni. island fókk 171 stig í kvenna- flokki, en Finnland varö í ööru sæti með 134,5. í karlaflokki sigruðu Finnarnir með 207 stig — ísland varð í öðru sæti með 202,5. Mjótt á mununum þar. Tvö íslandsmet voru sett á mót- inu. „Kraftaverkamaöurinn" Kristján Hreinsson, eins og eitt norsku blaö- anna kallaði hann, stökk 2,11 m. í hástökki og þar var því bætt 19 ára gamalt met Jóns Þ. Ólafssonar — sem var 2,10. Þá setti Bryndís Hólm íslandsmet í langstökki — stökk 6,11. Fyrri keppnisdagurinn, laugar- daginn, gekk íslendingunum flestum vel. ísland sigraði þá í tíu greinum sem var mjög glæsilegt. Eftir aö hópurinn kom til Alta seint á mið- vikudagskvöld þar til fram á föstu- dagskvöld hafði sólin skinið og veö- ur verið mjög gott, en á laugardag- inn tók aö rigna, og geröi það sum- um keppendum erfitt fyrir — sér- staklega kösturunum, sem áttu stundum erfitt meö að hemja sig í hringjunum sem urðu hálir. Lítum nú á hverja grein fyrir sig í þeirri röö sem keppt var í. Óheppnar í grindinni Fyrst var keppt í 400 m grinda- hlaupi kvenna. Sigurborg Guð- mundsdóttir keppti í fyrri riðlinum, Valdís Hallgrímsdóttir í þeim síðari. Sigurborg vann þessa grein í Kal- ott-keppnunum 1979, 1980 og 1982. Hún var talln hafa góöa möguleika á sigri nú en varð að gera sér annaö sætið að góöu. Finnska stúlkan sem vann hlaupið náöi forystu strax — en er komiö var að fjórðu grindinni rak Sigurborg sig í hana og datt næstum. „Ég var að ná henni þegar þetta kom fyrir — en það tók mig svo langan tíma að ná mér upp aftur aö hún vann af mér þrjá metra á meö- an. Eftir það var enginn möguleiki á aö vinna,“ sagði Sigurborg á eftir. Valdís varö svo önnur í hinum riðl- inum — hún lenti líka í því aö reka sig illa í eina grindina og tafðist við þaö. Úrslitin uröu þessi: Riitta Mannlnen Finnland 61,70 Sigurborg Guömundsd. island 62,07 Hanna Kyllanen Finnland 62,58 Valdís Hailgrímsd. ísland 62,99 Kristín Hovind Noregi 63,66 Eva Hansson Svíþjóð 64,19 Lise-Lott Larsson Svíþjóð 66,71 Silje Bjarbakk Noregi 70,36 Tvöfaldur sigur Þorvaldur Þórsson vann öruggan sigur í 400 m grindahlaupi karla sem var næsta grein. ísland vann þar tvöfaldan sigur því Þráinn Haf- steinsson varö í öðru sæti. Keppi- nautar þeirra félaga höfðu ekkert í þá að segja — og mikilvæg stig fengust í safnið. Úrslitin urðu sem hér segir: Þorvaldur Þorsson island 52,62 Þráinn Hafsteinsson island 55,32 Henry Hatling Noregi 56,06 Anders Hassel Svíþjóð 56,47 Juha Portaankorva Finnland 56,96 Kjell Áke Halmstram Svíþjóö 57,69 Tero Ristimaki Finnland 57,97 Bjarne Kosberg Noregi 58,83 Annaö og þriðja sætiö Egill Eiðsson og Jóhann Jó- hannsson kepptu í 200 m hlaupinu og var Egill í fyrri riðlinum. Tímar þeirra voru ágætir, en Jarmo Eron- en, Finnlandi, sigraði. Urslitin: Jarmo Eronen Finnland 21,93 Egill Eiðsson island 22,34 Jóhann Jóhannson island 22,43 Gunnar Moe Noregi 22,49 Johan Engqvist Svíþjóð 22,75 Ari Alulahti Finnland 22,82 Anders Westman Svíþjóð 22,90 Stig Salamonsen Noregi 22,94 Oddný fyrst Oddný Árnadóttir sigraöi í annarri greininni sem keppt var í í kvenna- flokki: 100 m hlaupi. Spennandi keppni, en í lokin skildu tíu hundruö- ustu Oddnýju og næstu manneskju, öruggur sigur hennar. Úrslitin urðu: Oddný Árnadóttir island 12,41 Monica Strand Svíþjóö 12,51 Ann Sofi Áberg Svíþjóð 12,52 Anitta Hietala Finnland 12,63 Helga Halldórsd. ísland 12,77 Virpi Harilo Finnland 13,04 Tone Jakobsen Noregi 13,05 Elisabeth Evjen Noregi 13,15 Mjög gott hlaup hjá Jóni Jón Diöriksson var öruggur sigur- vegari í 800 m hlaupinu. Tíminn að vísu aðeins frá hans besta — en þaö vill oft verða í keppnum sem þessum þega menn hugsa meira um aö ná stigum en aö ná verulega góöum tíma. Jón hélt sig nálægt fremstu mönnum lengi vel — en er rúmlega 200 metrar voru eftir tók hann sprett og keppinautar hans áttu enga möguleika á sigri eftir þaö. Glæsi- lega hlaupiö hjá Jóni. Úrslitin urðu þessi: Jón Driöriksson island 1,51:36 Juhanni Misinkangas Finnland 1,51:62 Guömundur Skúlason island 1,52:90 Mikael Svensson Svíþjóð 1,53:40 Ásgeir Thomassen Noregi 1,53:68 Terje Johansen Noregi 1,53:68 Urban Johansson Svíþjóð 1,53:80 Jarmo Jaakkonen Finnland 1,53:88 Oddný önnur Oddný Árnadóttir hljóp einnig 400 metrana fyrir ísland — tiltölulega stutt eftir að 100 metra hlaupiö fór fram. Hún varð nú í ööru sæti, á eftir Monica Strand frá Svíþjóð. Úrslitin: Monica Strand Svíþjóð 54,63 Oddný Árnadóttir Island 56,40 Liisa Ahvensárvi Finnland 56,54 Nina Hansen Noregi 56,73 Virpi Harila Finnland 58,97 Eva Hanne Hansen Noregi 59,80 Berglind Erlendsd. island 60,56 Ann Charlott Lagnebáck Svíþjóö 61,04 Tveir sentimetrar! Vésteinn Hafsteinsson varð aö gera sér annaö sætið að góðu í kringlukastinu. En ekki munaöi miklu á honum og sigurvegaranum: Aöeins tveimur sentimetrum. Vé- steinn var langt frá sínu besta í greininni og sagðist aö vonum ekki ánægður með árangurinn. Erlendur Valdimarsson keppti einnig varð fimmti. Úrslitin: — og Pasi Porola Finnland 56,04 Vésteinn Hafsteinsson island 56,02 Oystein Bjorbæk Noregi 54,68 Bo Henriksson Svíþjóö 52,18 Erlendur Valdimarsson island 51,42 Per Nilsson Svíþjóö 50,00 Pertti Valta Finnland 48,62 Bjern Heggelund Noregi 42,52 Öruggt hjá Guðrúnu Guðrún Ingólfsdóttir var ekki í vandræöum meö að sigra í kúlu- varpinu. Hún náöi forystu strax í fyrstu umferðinni og hélt henni allt til loka. Norska stúlkan sem varö í öðru sæti kastaöi lengst 12,73 — en það kast hennar var ógilt. Áður en hún kastaöi gekk hún inn í hringinn meö kúluna — út aftur, og síöan fór hún inn í hann og kastaöi. Ólöglegt var þaö, en engu aö síöur var kæran ekki tekin til greina. „Viö erum ekki komnir hingaö til að standa í kæru- málum — hér eru mörg smáatriöi sem finna mætti aö,“ sagöi aöalfar- arstjóri Finnanna, og ekki vildi yfir- dómnefnd dæma kastiö ólöglegt. Soffía Gestsdóttir varð þriðja, kast- aði 12,61, og hefði hún hafnað í öðru sætinu heföi kæran veriö tekin til greina. Úrslitin uröu þessi: Guörún Ingólfsdóttir ísland 13,45 Kristin Sjovold Noregi 12,73 Soffía Gestsdóttir island 12,61 Virpi Korkakoski Finnland 12,48 Páivi Hámeenkorpi Finnland 11,25 Liv Byrkjeland Noregi 11,10 Ingela Bránnmark Svíþjóð 10,92 Ann Britt Aasa Svíþjóð 10,52 íslandsmet Bryndísar! Bryndís Hólm hafði lofað mér nýju íslandsmeti í langstökki á leiðinni til Noregs — og við það stóð hún. I síöasta stökki sínu sveif hún sex metra og ellefu sentimetra og bætti þar með eigiö met sem var 5,98 m. Hún varð því öruggur sigurvegari — stökk þrjátíu sentimetrum lengra en næsti keppandi. Jóna Björk Grét- arsdóttir hafnaði í sjöunda sæti, stökk 5,24. Hér koma svo úrslitin; besta stökk. Bryndís Hólm island 6,11 Satu Ruotsalainen Finnland 5,81 Marlene Thiger Svíþjóö 5,57 Catrin Hedquist Svíþjóð 5,51 Tone Jakobsen Noregi 5,47 Elisabeth Evjen Noregi 5,37 Jóna Björk Grétarsd. islandi 5,24 Anitta Hietala Finnland 4,01 Bryndís geröi þrjú stökk gild — hún stökk 5,99 og 5,93 áður en hún setti metiö. Fyrsta stökkiö geröi hún ógilt — en það var mjög langt; sennilega í kringum 6,20 m. Jóna Björk geröi einnig þrjú stökk gild. „Kraftaverkamaðurinn“ Fyrir hálfum mánuöi var Meistara- mót islands haldið í Laugardal. Þá stökk Kristján nokkur Hreinsson í fyrsta skipti yfir tvo metra í hástökki — og hans besti árangur fram að því var 1,90. Á meistaramótinu stökk hann 2,03 og felldi 2,07 mjög naumlega. Við hinar mjög góöu aö- stæður í Alta um helgina geröi þessi sami Kristján sér lítiö fyrir og setti nýtt íslandsmet í hástökki. Þar með náði hann 19 ára gömlu meti Jóns Þ. Ólafssonar — sem var 2,10 — en Kristján stökk 2,11. Það merki- legasta viö afrek Kristjáns er að hann hefur mjög lítiö æft — aöeins er hálfur mánuður síðan hann hóf aö æfa eftir prógrammi; það gerði hann eftir Meistaramótiö. Frábær árangur og örugglega mikils aö vænta frá honum í framtíöinni. „islenskur kraftaverkamaöur” sagði eitt norska blaðiö í gær, og eru það orð að sönnu. Hér koma svo úrslitin: Kristján Hreinsson island 2,11 Lars Erik Drewatne Noregi 2,07 Jarmo Myllymáki Finnland 2,05 Jan Albrigtsen Noregi 1,98 Stefán Þ. Stefánsson island 1,98 Hans Lindstram Sviþjóð 1,98 Jan Bogeholm Svíþjóð 1,98 Juha Saloranta Finnland 1,95 íris þriðja Iris Grönfeldt varö þriöja í spjót- kasti — kastaði 48,34. Þaö er tölu- vert frá hennar besta árangri. Birg- itta Guöjónsdóttir varö sjötta. Úrslitin koma svo hér: Karin Bergdahl Svíþjóö 60,28 Páivi Henttu Finnland 50,14 íris Grönfeldt ísland 48,34 Irma Ammunet Finnland 40,82 Catarina Lindmark Sviþjóð 39,60 Birgitta Guöjónsd. island 38,06 Beate Larsen Noregi 34,50 Liv Byrkjeland Noregi 25,72 Glæsilegt hjá Ragnheiði Ragnheiður Ólafsdóttir sigraöi á glæsilegan hátt í 1500 m. hlaupinu. Var tæplega níu sekúndum á undan þeirri er varö í öðru sæti. Ragnheiö- ur náði forystu strax í upphafi og gaf aldrei neitt eftir. Úrslitin urðu: Ragnheiður Ólafsd. island 4,20:01 Birgit Bringslid Svíþjóð 4,28:60 Anne Troli Noregi 4,36:19 Teija Virkberg Finnland 4,37:77 Tone Kaarbe Noregi 4,40:36 Eva Lindfors Svíþjóð 4,41:47 Anni Heikilá Finnland 4,42:88 Susanna Helgadóttir island 5,11:54 Steinar Friðgeirsson og Siguröur J. Andrésson hlupu fyrir Island í 25 km hlaupinu — en þar var það Norðmaður sem bar sigur úr býtum. Okkar menn uröu í tíunda og tólfta sæti — eöa áttunda og tíunda í keppninni, þar sem tveir Finnanna kepptu sem gestir: Eero Suomela og Pekka Tuppo sem uröu í sjöunda og áttunda sæti. Úrslitin: .Kjell Age GotveKli, Noregi 1,20:53. Bengt Nordquist, SvíþjóO 1,21:39. Henry Olsen, Noregi 1,23:47. Juha Ylitalo, Finnlandi 1,24:17. Kari llmarinen, Finnlandi 1,25:03. Teuvu Juntunen, Finnlandi 1,25:03. Eero Suomela, Finnlandi 1.26:57 Pekka Tuppo, Finnlandi 1,27:13 Tommy Nylund, Svíþjóö 1,28:58. Steinar Firögeiraaon, íalandi 1*9:14. Kjell Holmgren.Noregi 1,31:47. Siguröur J. Andrósson, lalandi 1,49:27. Kristján yffír íslandsmeti Kristján Haröarson stökk lengra en núgildandi Islandsmet í lang- stökki — hann stökk 7,54, en metið er 7,46. Óheppnin virðist þó elta Kristján því í þetta skipti eins og reyndar áöur reyndist meövindur ör- lítiö of mikill þannig aö afrekið fæst ekki gilt sem islandsmet. Stefán Þór Stefánsson var þriðji — stökk 7,00 metra. Hér koma svo úrslitin: Kristjón Harðarsson, isl. 7,54 Riato Nieminen, Finnl. 7,14 Stefón Þór, Isl 7,00 Ola Rydell, Svíþjóð 8,98 Hans Lindström, Svíþjóö 8,93 Jouko Niva, Finnlandi 6,92 Frank Ottesen, Noregi 6,87 Jan Aibrigtaen, Noregi 6,57 Glæsilegir sigrar í boðhlaupunum Boöhlaupssveitirnar íslensku sigr- uðu báðar með glæsibrag í 4 x 100 metra hlaupunum. Hjá kvenfólkinu tók Bryndís Hólm fyrsta sprettinn, Oddný Árnadóttir annan, Helga Halldórsdóttir þann þriðja og síð- asta sprettinn hljóp Svanhildur Kristjánsdóttir. Öruggur sigur Is- lands, en úrslitin litu þannig út: fsland 48.37. Finnland 48.47. Svíþjóö 48.63. Noregur 49.43. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLl 1983 25 • Bryndís Hólm svífur hér léttilega i — nýtt íslandsmet er staöreynd. Morgunbiaðið/ Skapti Hallgrimsson 9X metra og ellefu sentimetra í langstökkinu „Hef heitið jiví að sigra á næsta ári“ — sagði Vésteinn Hafsteinsson „ÉG ER mjög óánægóur meö þennan árangur minn. Eg tognaöi í síöunni fyrir mánuöi og það er örugglega hluti af ástæöunni fyrir því aö ég náöi ekki betri árangri,“ sagöi Vésteinn Hafsteinsson, sem varð annar í kringlukasti. Hann keppti einnig í kúluvarpi en hann hefur ekki æft þá grein sem skyldi. „Ég hef verlö aö keppa í Banda- ríkjunum síðan í mars og ég var á toppnum í júní. Ég ætla aö komast á toppinn aftur í ágúst þegar heimsmeistaramótiö fer fram í Helsinki — en ég held aö þaö sé bara eölilegt aö maöur detti niöur svona inn á milli,“ sagöi Vésteinn. Hann sagöist hafa verið kominn í mjög gott form í júní og stefnan væri að ná a.m.k. svo langt í haust. „Ég á best 62,60 í kringlunni og takmarkiö er að kasta svo langt í haust — helst lengra. Ég vil ekki kenna aöstæðum um þennan slaka árangur hér — ég hef oft keppt viö verri aöstæöur, en þaö er auðvitað gremjulegt aö tapa meö svona litlum mun.“ Sá sem sigraöi kastaði aöeins tveimur sentimetrum lengra en Véddi þannig aö auövelt er aö skilja hann. „Ég fór í fyrsta skipti á Kalott í fyrra. Ég var þá þriðji, nú varð ég annar, og ég hef því heitiö því að sigra á næsta ári," sagöi hann. — SH • Vésteinn varpar hér kringlunni um heigfne. Siguróur T. Sigurðsson: „Vindurinn var manni erfiöur“ „ÉG VAR í miklu stuöi en vind- urinn geröi manni bara erfitt fyrir,“ sagði Sigurður T. Sigurös- son, sem sigraöi í stangastökks- keppninni. „Ég hef veriö að stökkva 5,20 til 5,30 metra á æfingum undanfarið — og ég ætlaöi mér aö ná 5,30 núna. Vindurinn kom í veg fyrir það en þetta kemur vonandi í bik- arkeppninni um næstu helgi.“ Helstr keppinautur Siguröar var heimsmethafi unglinga, sem er Finni, en hann hætti keppni. „Vind- urinn kom auövitað jafnt niður á mér — en hann gat ekki stokkið í þessum vindi. Hann stökk 5,40 metra á æfingu í síðustu viku, og ég hefði heldur kosið að veðrið hefði verið almennilegt, jafnvel þó hann hefði unniö — heföi það ver- ið betra fyrir mig að ég hefði náð að bæta mig. Það er mikilvægara en sigur,“ sagði Sigurður. — SH Sömu sögu var að segja af karla- sveitinni. Þar varð glæsilegur íslenskur sigur staöreynd. Jóhann Jóhannsson hljóp fyrsta sprettinn, Þorvaldur Þórs- son annan, Hjörtur Gíslason þriðja og Egill Eiðsson þann fjórða. Úrslitin: ísland 42.16. Finnland 42.90. Svíþjóó 42.99. Noregur 43.01. Eftir fyrri keppnisdaginn var staðan þannig aö ísland haföi 86 stig í kvennaflokki, Finnar voru í ööru sæti meö 74 stig, Svíar voru með 68 og Norðmenn með 47. í karlaflokki haföi island einnig forystu, var með 98,5 stig, Finnland hafði 77, Noregur 68,5 og Svíþjóð 68. Síðari dagurinn hófst ekki dónalega, því þá byrjaöi Helg? Halldórsdóttlr á því aö sigra í 100 metra y. indahlaupi. Góður sigur Helgu og Þórdís Gísla- dóttir nældi þar í þriöja sætiö. Úrslitin: Helga Halldóradóttir, ísl. 15.03. Satu Ruotsalainen, Finnlandi 15.13. Þordí* Gíiladóttir, fal. 15.62. Ruutta Hanninen, Finntandi 15.64. Karin Bergdahl, Sviþjóó 15.66. Catrin Hedquist, Svíþjóó 16.79. Silje Bjernbakk, Noregi 16.89. Kristin Hansen, Noregi 17.60. Þá var komið að sleggjukastinu, og þar náöu islehdingarnir fjóröa og fimma sæti. Erlendur Valdimarsson og Eggert Bogason kepptu fyrir íslands hönd. Úrslitin urðu þessi: Jari Matinolli, Finnlandi 62.62. Jukka Matinolli, Finnlandi 54.00. Steinar Andreassen, Noregi 50.58. Erlendur Valdimarsson, fsl. 50.06. Eggert Bogason, ísl. 47.50. Per Nilsson, Svíþjóó 48.72. Ragnar Stensrud, Noregi 45.88. HAkan Otter, Svíþjóð 45.52. Hjörtur Gíslason tryggöi sér annað sætiö í 110 metra grindahlaupi karla, en hann hjóp á 15.16 sek. Hann var á eftir Einar Hernes frá Noregi. Þriðji var Þorvaldur Þórsson. Úrslitin urðu sem hér segir: Einar Hernes, Noregi 14.78. Hjörtur Gíslason, isl. 15.16. Þorvaldur Þórsson, isl. 15.33. Kimmo Talvensaari, Finnlandi 15.92. Juha Portaankorva, Finnlandi 16.50. Per Wenngren, Sviþjóó 16.63. Martin Johansson, Svíþjóó 16.80. Bjarne Kosberg, Noregi 17.71. I þrístökkinu áttu okkar menn ekki mikla möguleika. Þeir urðu í tveimur siðustu sætunum. Úrslitin: Jouko Niva, Finnlandi 15.88. Heikki Herva, Finnlandi 14.99. Eric Carlsson, Svíþjóó 14.90. Jan Albrigtsen, Noregi 14.34. Frank Ottesen, Noregi 14.03. • Egill Eiösson geysist af stað í síðasta sprettinum í 4X100 m. boðhlaupinu. Lars Frangsmyr, Svíþjóð 13.98. Sigurður Einarsson, isl. 13.08. Stefón Þór Stefónsson, isl. 13.08. Þorvaldur annar. Þorvaldur Þórsson varð annar í 100 m hlaupi karla — fékk sjö hundruöustu lakari tíma en sigurvegarinn. Jóhann Jóhannsson var fimmti. Úrslitin uröu: Jarmo Eronen, Finnlandi 11.22. Þorvaldur Þórsson, íal. 11.29. Inga Bjarn Hanaan, Noragi 11.36. Johan Enquist, Svíþjóó 11.40. Jóhann Jóhannsaon, Isl. 11.44. Ari Alalahti, Finnlandi 11.55. Ola Rydall, Svíþjóó 11.63. KAra Hansen, Noragi 11.92. Guórún Örugg Þaö var eins í kringlukastinu og í kúluvarpinu hjá kvenfólkinu, Guðrún Ingólfsdóttir sigraöi þar örugglega. Kastaöi tæpum tveimur metrum lengra en næsti keppandi. Úrslitin: Guðrún Ingólfsdóttir, fsl. 44.58. Pttivi Httmaenkorpi, Finnlandi 42.68. Virpi Korkiakoaki, Finnlandi 36.88. Margrót Óskarsdóttir, ísl. 36.44. Hilda Nystad, Noregi 36.12. Ingala Brttnnmark, Svíþjóó 34.90. Liv Byrkjeland, Noragi 31.76. Eva Engström, Svíþjóó 29.18. Jón leiddi, en ... Jón Diöriksson leiddi 1500 m hlaup- • Ragnheiður og Hrönn ( 800 m. hlaupinu. ið lengi vel, en er u.þ.b. hálfur hringur var eftir skaust Svíinn Steffan Lund- ström fram úr honum og tryggði sér sigur meö stórgóöum endaspretti. Úr- slitin: Steffan Lundstrðm, Svfþjóð 3,51:28. Jón Diðriksson, fsl. 3,52:91. Terje Johansen, Noregi 3,54:72. Juha Kokkonen, Finnlandi 3,55:78. Jyrki Kennttðlehto, Finnlandi 3,56:84. Arne Vidar Olsen, Noregi 4,00:22. Magnús Haraldsson, isl. 4,05:30. Hðkan Olafsson, Sviþjóð 4,10*4. Annar sigur Ragnheióar Ragnheiður Ólafsdóttir sigraöi ör- ugglega í 800 m hlaupinu eins og hún hafði gert í 1500 m hlaupinu daginn áður. Þessi sigur var mjög öruggur og reyndar var hér um að ræöa tvöfaldan íslenskan sigur, þar sem Hrönn Guö- mundsdóttir varð önnur. Úrslitin: Ragnheiður Ólafsdóttir, fsl. 2,09:71. Hrðnn Guðmundsdóttir, fsl. 2,13:27. Kristin Hovind, Noregi 2,17:33. Eva Lindfors, Svfþjóð 2,18:06. Hilde M. Bohinen, Noregí 2,20:08. Heli Laurila, Finnlandi 2,20:28. Marjo Paasvaara, Finnlandi 2,20:51. Anna Karin Widmark, Svíþjóð 2,24*4. Oddný varö önnur í 200 m hlaupinu. Urslitin uröu þessi: Monica Stand, Sviþjóð 25.38. Oddný Árnadóttir, fsl. 25.43. Anitta Hietala, Finnlandi 25.67. Halga Halldórsdóttir, ísl. 26.26. Ann Sofi Áberg, Svíþjóó 26.29. Siri Ingebrigtsen, Noregi 26.45. Liiaa Ahvenjárvi, Finnlandi 26.85. Tono Jakobsen, Noregi 26.86. í kúlunni urðu islendingar i fjórða og sjötta sæti. Úrslitin: Per Nilsson, Svíþjóð 18.06. Raimo Hekkala, Finnlandi 16.18. Bo Henriksson, Svíþjóó Holgi Þór Helgason, ísl. 15.97. 15.49. Vsikko Hyvirinen, Finnlandi 15.47. Þréinn Hafsteinsson, isl. 15.39. Arne Skimelid, Noregi 15.28. Oystein Bjerbaek, Noregi 14.11. Ekki möguleiki Islensku stúlkurnar áttu ekki mögu- leika í 3000 m hlaupinu og uröu aö sætta sig við tvö síöustu sætin. Úrslit- in: Birgit Bringslid, Svíþjóó 9,51.-63. Riitta Hevosmaa, Finnlandi 10,15:11. Anni Heikkila, Finnlandi 10,18:19. Ann Kristin Lund, Noregi 10,23:29. Liselott Ljungholm, Svíþjóð 10,57:17. Guðrún Eysteinsdóttir, Isl. 11,25*9. Rakel Gylfadóttir, fal. 11,44:06. „Þrír ÍR-ingar“ í 3000 m hindrunarhlaupinu höfðu menn á oröi að þrír ÍR-ingar væru meðal keppenda. Finninn Mikko Háme dvaldist hér á landi viö nám fyrir nokkrum árum, og hljóp þá fyrir ÍR. Nú var hann í liði Finna, en náði sér alls ekki á strik og varð síðastur. Úrslitin: Per Erikaaon, Svíþjóð 9,15*5. Dick Vaksjð, Svíþjóð 9,19:42. Inge Nessiey, Noregi 9*1:43. Hatsteinn Óskarsson, fsl. 9*2:86. Martti Kylen, Finnlandi 9,29:72. Jim Johansen, Noregi 9,30*2. Gunnar Birgisson, fsl. 10,08:25. Mikko Hðme, Finnlandi 10,55:84. Sigurður vann stangarstökkið Sigurður T. Sigurðsson sigraöi í stangarstökkinu. Hann stökk 5,10 metra, en íslandsmet hans er 5,20. Aö- stæður voru erfiöar, mikill vindur, og hætti t.d. Finninn Arto Peltoniemi, keppni, en hann á heimsmet unglinga í greininni. Úrslit: Sigurður T. Sigurðsaon, fsl. 5.10. Arto Peltoniemi, Finnlandi 5.00. Markku Holappo, Finnlandi 4.50. Ilans Korpi, Svíþjóó 3.90. Peter Lindmark, Svíþjóó 3.90. Halvard Sevik, Noregi 3.90. Bjern Morstel, Noregi Kristján Gissurarson, ísl. 3.70. 0 Glæsilegt hjá Agli Egill Eiösson sigraöi í 400 m hlaup- inu, og var það mjög glæsilegt hlaup hjá honum. Hann tók forystuna þegar í upphafi, en er á leið komst Norömaö- urinn Gunnar Moe fram úr honum. En Egill sýndi mikinn baráttuvilja og keppnisskap og er rúmlega 100 metrar voru eftir náöi hann að komast fram úr Norðmanninum aftur og sigraöi örugg- lega. Úrslitin: Egill Eiðstion, ísl. 48.99. Gunnar Mos, Norsgi 49.54. Esko Parpala, Finnlandi 50.13. Guómundur Skúlason, fsl. 50.36. Tero Ristimðki, Finnlandi 50.66. Niklas Lindskog, Svíþjóð 51.12. Asgair Thomassen, Norsgi 51*2. Urban Johansson, Svíþjóð 51.27. Sigurður annar Sigurður Einarsson varð annar í spjótkastinu, kastaöi 71,74 metra. Unnar Garöarsson varö stjötti. Úrslitin: Jokma Markus, Finnlandi 75.04. Sigurður Einarsson, fsl. 71,74. Kari Siuvatti, Finnlandi 71.52. Olav Nyman, Svíþjóð 66.52. HAkan Ottar, Svíþjóð 64.14. Unnar Garöarsson, fsl. 58.38. Jan Albrigtsen, Noregi 51*8. Oddbjern Svane, Noregi 48.66. Ágúst sjötti I 10.000 metra hlaupinu uröu íslend- ingarnir í sjötta og áttunda sæti. Úrslit- in: Kenneth Evanger, Noregi 30,47:18. Atle Joakimsan, Norsgi 30,55:76. Kari Saarela, Finnlandi 31,06:81. Ari Vehkaoja, Finnlandi 31,48*6. Per Ake Sandström. Svfþjóð 32,02:79. Agúst Þorsteinsson, fsl. 32,21:80. Ragnar Nilsson, Svíþjóð 32,58:15. Sighvatur Guðmundsson, fsl. 34,34:84. Auðvitað vann Þórdís Þórdis Gísladóttir vann auðvitað há- stökkskeppnina, stökk 1,84 m. Hún felldi 1,86 metra, en best á hún 1,88. 1,84 nægði þó til sigurs eins og áður sagði og islenski sigurinn varö tvöfald- ur hér því María Guðnadóttir varö önn- ur. Úrslitin: Þórdís Gisladóttir, isl. 1.84. Maria Guðnadóttir, fsl. 1.70. Elísabeth Evjen, Noregi 1.65. Pia Liljemark, Sviþjóð 1.6O. Eva Lena Nordlund, Svíþjóð 1.60. • Sigurður T. Sigurðsson. Satu Ruotsatainen, Finnlandí 1.60. Kristina Martinolli, Finnlandi 1.55. Silje Bjernbakk, Noregi 1.55. Glæsileg boðhlaup Þá var komiö aö síöustu greinunum, 4 x 400 metra boöhlaupunum. Fyrst voru þaö konurnar. ísland sigraöi þar mjög örugglega. Berglind Einarsdóttir hljóþ fyrsta sprettinn, siðan tók Valdis Hallgrímsdóttir viö. Hún tók við keflinu nokkuö á eftir finnsku stúlkunni sem var fyrst, en Valdís dró stööugt á hana í hringnum og fór loks fram úr henni og skilaöi keflinu vel á undan þeirrl finnsku. Vel hlaupiö hjá Valdísi. Helga Halldórsdóttir jók enn forystuna í þriöja sprettinum og Sigurborg Guö- mundsdóttir tryggði svo endanlega sigurinn með síðasta sprettinum. Hjá körlunum tók Hjörtur Gíslason fyrsta sprettinn, Guömundur Skúlason, annan, Egill Eiösson þriöja og siöasta sprettinn hljóp Þorvaldur Þórsson. Ekkt stóöu þeir sig síður strákarnir og sigruðu mjög örugglega. Var tími þeirra um einni sek. frá islandsmetinu. Timi í kvennaflokki: fsland 3,49*1. Finnland 3.51*8. Noregur 3,56:20. Svíþjóð 3,57*3. Og tími hjá körlunum: island 3,16:80. Noragur 3,18:78. Finnland 3,20:14. Svíþjóð 3,24*8. Þar meö keppnin búin og er reikni- meistararnir höföu lokið sínu verki kom í Ijós að island hafði sigraö meö glæsibrag í kvennakeppninni. Stigin uröu þannig þar: ísland 171 stig, Finn- land 134,5 stig, Svíþjóö 121 stig og Noregur 85,5 stig. Hjá körlum náðu Finnarnir aö sigra, þeir hlutu 207 stig, en island varð í ööru sæti með 202,5 stig, Svíar urðu í þriðja sæti meö 163 stig og Norðmenn ráku lestina með 161,5 stig. — SH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.