Morgunblaðið - 12.07.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.07.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLl 1983 3 Morgunbladið/Július Ökumaðurinn handtekinn. Danskur sirkus hingað til lands NÆSTKOMANDI miövikudag kemur til landsins danskur sirkus, Sirkus Arena, og verður hér á landi fram í miðjan ágúst, en heldur þá til Rúmeníu. Sirkusinn verður með sýningar á túni Glæsibæjar í Reykjavík fram til 7. ágúst, en þá fer hann til Akureyrar og verður með sýningar í eina viku. Jörundur Guðmundsson, rakari, hefur haft umsjón með undirbún- ingi og auglýsingum fyrir Sirkus Arena, og í samtali við Mbl. sagði Jörundur að sirkusinn hefði hringt í sig í fyrra, og hefði hann farið utan til að kynna sér gang sirkusmála og hefði svo séð um undirbúning komu sirkusins hingáð. Að sögn Jörundar verður sirkusinn í 800 manna tjaldi á túni Glæsibæjar í Reykjavík og þar færi fram allt sem sirkusnum tilheyrði, s.s. loftfimleikar, trúð- leikar o.fl. Sýningarnar hefjast sunnudaginn 17. júlí og verður ein sýning á dag alla virka daga kl. 20, en þrjár sýningar á laugardög- um og tvær á sunnudögum. Jör- undur sagðist ekki eiga von á öðru en að þetta gengi allt vel og miða- verð, sem er milli 180—200 krón- ur, væri það sama og kostaði f leikhús og gæti því varla talist dýrt. Hver sýning hjá Sirkus Ar- ena tekur um tvær klukkustundir. Virti ekki stöðvun- armerki lögreglu • ÍMCMÁRIVIAVT; EFTIR átta umferðir á alþjóðlega skákmótinu í Belgrad er Jón L. Árnason í efsta sæti ásamt sjö öðr- um skákmönnum með 5Vt vinning. Á sunnudag gerði hann jafntefli við Marianovic, sem er einnig jafn hon- um að vinningum og hið sama varð upp á teningnum í innbyrðis viður- eign annarra efstu manna. Skipulag keppninnar er með óvenjulegum hætti. Keppendum var fyrst skipt í þrjá riðla, þar sem tefldar voru sjö umferðir. Síð- an eru tefldar sex umferðir til viðbótar eftir Monrad-kerfi, þar sem allir tefla við alla. Úrslitin í riðlakeppninni urðu þau að í A- riðli urðu jafnir og efstir Mariano- vic og Simic með 5 vinninga, í B-riðli Jón L. og Troies frá Bras- ilíu, einnig með 5 vinninga, og í C-riðli Ivkov, Sahovic og Knezevic með 5 vinninga. Eins og fyrr sagði gerðu þeir allir jafntefli og eru því með 5% vinning og i hópinn hefur bætst Matulovic sem sigraði í sinni skák í áttundu umferð. Níunda umferð verður tefld í dag, en frídagur var í keppninni í gær. INNLENT DAIHATSU CHARMANT Iog veröiö aöeins fra kr. 255.000,- (með ryðvörn. skráningu og fullum benzintanki) Luxusbill í gæðaflokki DAIHATSll CHARMANT er meöalstór fjölskyldubíll í hæsta gæöa- flokki, þar sem sameinast íburöur, hagnýtni, sparneytni, fallegt nýtízkulegt útlit og síöast en ekki sízt ströngustu öryggiskröfur viö alla hönnun. Viöurkennd varahluta- og verkstæöisþjónusta á einum staö. S. 85870—39179. Afleiðing ökuferðar ölvaðs manns: Þrír á slysadeild ÖLVAÐUR ökumaður á stolnum bfl sinnti ekki stöðvunarmerki lögreglu á Hafnarfjarðarvegi við Engidal á laugardagskvöld. Lögreglumennirnir, sem voru tveir, urðu að stökkva úr vegi bflsins til þess að verða ekki undir honum, því ökumaðurinn hægði ekki ferðina og tók ekkert tillit til lögreglumannanna. ÖLVAÐUR ökumaöur ók niður götu- skilti á horni Gensásvegar og Suður- landsbrautar, fór yfir á öfugan veg- arhelming og ók framan á bil sem á móti kom. Tveir voru í hvorum bfl og voru þrír fluttir á slysadeild, allir nema ökumaðurinn sem slysinu olli. Atburðurinn átti sér stað skömmu eftir klukkan þrjú að- faranótt sunnudagsins. Á horni Borgartúns og Kringlumýrar- brautar ók bíll af gerðinni Morris Marina aftan á leigubíl, en stöðv- aði ekki og ók áfram Borgartúnið. Tilkynning um atburðinn barst lögreglunni kl. 3.12 og lýsing á Skákmótið í Belgrad: Jón L. gerði jafntefli við Marianovic ökutækinu. Næst sést til mannsins á horni Grensásvegar og Suður- landsbrautar, þar sem hann ók niður götuskiltið og yfir á öfugan vegarhelming með fyrrgreindum afleiðingum. Þá er kl. 3.16. Báðir bílarnir eru taldir gjör- ónýtir. Bílnum var ekið út á Álftanes á ofsahraða og viðurkenndi ökumað- urinn að hafa verið á 90 mílna hraða sem gerir um 140 kílómetra. Okuferðin endaði í blindgötu úti á Álftanesi, þar sem ökumaðurinn og félagi hans, sem var með honum í bílnum, reyndu að forða sér á hlaupum. Lögreglan hljóp þá uppi og handsamaði. Bílnum, sem er sendiferðabíll, var stolið í Kópavogi aðfaranótt föstudagsins og skildi þjófurinn bílinn eftir í Breiðholtinu. Þar nál- agðist hann bílinn aftur seinnipart laugardagsins og fór á honum til Hafnarfjarðar. Þar varð lögreglan vör við ferðir bílsins og reyndi að stöðva hann með fyrrgreindum af- leiðingum. Vettvufirtu ÉtaM eftir að áreksturinn itti sér stað. Sjúkrabifreið er ekki komin á staðinn. Slasaður eftir slagsmál SLAGSMÁL urðu fyrir utan dans- staðinn Sigtún eftir dansleik á laug- ardagskvöldið. Maður um tvítugt var sleginn niður og síðan sparkað í höf- uðið á honum liggjandi. Hann var fiuttur meðvitundarlaus á slysadeild og mun einnig hafa skaddast á baki. Nokkrir munu hafa tekið þátt í slagsmáhmum, en eins manns er leitað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.