Morgunblaðið - 12.07.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.07.1983, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1983 + Eiginmaöur minn, LOFTUR HELGASON, Eakihlíö 9, í andaöist i Landspítalanum föstudaginn 8. júlí. Helga Lárusdóttir. + Maöurinn minn, EÐVARO SIGURÐSSON, fyrrverandi formaöur verkamannafélagsins Dagsbrúnar lést laug- ardaginn 9. júlí. Guörún Þorbjörg Bjarnadóttir. + Maöurinn minn og faöir okkar, HANS ÞÓRJÓHANNSSON, Miöbraut 18, Seltjarnarnesi, ■ lést í Landakotsspítala föstudaginn 8. júlí. Jaröarförin auglýst síö- ar. Sigurrós Baldvinsdóttir, Guórún (ris Þórsdóttir, Jóhann Þórsson, Baldvin Þórsson. + Móöir mín og tengdamóöir, ANNA LÁRUSDÓTTIR, Tjarnargötu 10b, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 13. júlí kl. 10.30 f.h. Lára og Einar Zoöga. + Móðir okkar, tengdamóöir og amma, BJARNVEIG DAGBJARTSDÓTTIR, Lækjarmóti, Bíldudal, I andaöist aö St.Jósefsspítala Hafnarfiröi aöfaranótt 11. júlí. Gunnar Þórðarsson, Dfs Þóröardóttir, Þórey Þóröardóttir, Dagbjört Þóröardóttir, tengdabörn og barnabörn. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, PÁLL S. PÁLSSON, hæstaráttarlögmaöur, Skildinganesi 28, lést í Landakotsspítala 11. júlí sl. Jaröarförin veröur auglýst síöar. Guórún Stephensen, Stefán Pálsson, Þórunn Pálsdóttir, Sesselja Pálsdóttir, Sigþrúöur Pálsdóttir, Páll Arnór Pálsson, Anna Heióa Pálsdóttir, Signý Pálsdóttir, fvar Pálsson. + Útför eiginmanns míns, sonar okkar, fööur, tengdafööur; afa og bróöur, SIGURDAR GUDGEIRSSONAR, Háageröi 20, Reykjavfk, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 14. júlí kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Guörún Einarsdóttir, Guögeir Jónsson, Guörún Siguróardóttir, Einar Már Siguróarson, Helga M. Steinsson, Rúnar Geir Siguröarson, Sigurður Örn Siguröarson, Sigrföur H. Bjarnadóttir, barnabörn og systkini. + Útför móöur okkar og tengdamóöur, SIGRÍDAR ÁRNÝJAR EYJÓLFSDÓTTUR, Hafnarfiröi, fer fram miövikudaginn 13. júlí kl. 13.30 frá Fríkirkjunni í Hafnar- flröl. Blóm eru vinsamlega afbeöin, en bent er á líknarstofnanir Kristín Magnúsdóttir, Sigurg. Guömundsson, Gunnar E. Magnússon, Ásthildur Magnúsdóttir, Magnús St. Magnússon, Guörún Guömundsdóttir, Aslaug Magnúsdóttir, Sigríóur M. Biering, Agnar Biering. Minning: Soffía Sigríður Jóns- dótfir frá Bessastöðum Fædd 8. nóvember 1917 Dáin 29. júní 1983 Með Soffíu Sigríði Jónsdóttur er horfin einn úr hópi hinna hógværu og yfirlætislausu samferðamanna, sem fæstir veita athygli í önn dagsins, en þegar þeir eru allir sést og finnst oft, að þeir láta eftir sig autt rúm og vandfyllt. Soffía fæddist og ólst upp á Bessastöðum í Fljótsdal, hin sex- tánda í röð nítján alsystkina. For- eldrar hennar voru búandi hjón þar, Jón Jónasson (1868—1936) og Anna Jóhannsdóttir (1877—1954). Á barnsaldri veiktist hún af berkl- um, en með góðri umönnun og far- sælli læknishjálp komst hún yfir þann örðuga hjalla. Alla ævi bar hún þó menjar sjúkdómsins og bjó löngum við tæpa heilsu, þó að hún léti slíkt lítt á sér festa og tapaði ekki mörgum vinnudögum af þeim sökum. Eins og nærri má geta vandist Soffía frá blautu barnsbeini öllum algengum heimilis- og sveitastörf- um, sem þá voru einkum ætluð kvenfólki. Geta þeir um það borið, sem með henni hafa unnið og verka hennar notið, að í þeim vinnuskóla hefur hún ekki slegið slöku við. Var hún eins og fleiri systkini hennar í senn verkadrjúg, vandvirk og handlagin. Rúmlega tvítug hélt Soffía fyrst til Reykjavíkur í vinnuleit. Bar hún ýmislegt við, var t.d. í nokkur ár ráðskona hjá Marteini Einars- syni kaupmanni. Um skeið vann hún hjá Sláturfélagi Suðurlands og enn síðar á saumaverkstæði Andrésar Andréssonar. Þar kynntist hún manni sínum, Karli Gunnlaugssyni klæðskera, góðum dreng og stöku prúðmenni. Síð- ustu starfsárin utan heimilis vann hún á kaffistofu kennara í Breið- holtsskóla, og var hún þar sem annars staðar hvers manns hug- ljúfi. Um árabil hélt Soffía heimili með systrum sínum, lengst Björgu, en einnig um hríð Berg- ljótu, sem er látin fyrir fáeinum árum. Nokkur síðustu misseri hafa þrálátir og alvarlegir kvillar þjak- að Soffíu. Gekk hún æðrulaus undir ýmsar meiriháttar læknis- aðgerðir, og var að sjá sem þær hefðu tekizt með ágætum. Sl. vor fór hún til Lundúna í hjartaað- gerð. Virtist þá allt ganga að óskum. Hún kom að vörmu spori heim aftur með bónda sínum, hress og kát, og hún hlakkaði til að geta á ný hafið eðlilegt líf og störf eftir öll veikindin. En enginn má sköpum renna. Smám saman fór að slá í bakseglið með batann, og miðvikudaginn 29. júní sl. veiktist hún hastarlega. Áður en sá dagur var á enda runninn var þessi hægláta, milda og hjarta- hlýja kona horfin á vit feðra sinna. Sambúð þeirra Soffíu og Karls var ekki ýkjalöng, en hún var fög- ur og ánægjuleg, svo að af bar, samfellt tilhugalíf. Ég votta Karli, svila mínum, dýpstu samúð. En mágkonu mína kveð ég eftir aldarþriðjungs kynni í orðvana þökk fyrir allt, sem hún hefur fyrr og síðar verið ástvinum mínum, konu minni, börnum og barnabörnum. Hín síðasttöldu syrgja þessa frænku engu síður en hefði hún verið amma þeirra. Hún sem gekk ævibrautina á enda án þess að troða nokkrum manni um tær eða valda öðrum skapraun, skilur nú fleiri eftir dapra en margur, sem meira hefur borizt á um dagana. Bergsteinn Jónsson Ég vil með þessum fáu orðum minnast minnar elskulegu systur að leiðarlokum. Það var þungur harmur kveðinn að eiginmanni og okkur systkinum hennar, frænd- fólki og vinum þegar fregnin barst um andlát hennar. Allir voru orðnir svo bjartsýnir + Móöir okkar og tengdamóöir. SIGRÍDUR MAGNÚSDÓTTIR, Hverfisgötu 83, Rvík, verður jarösungin frá Dómkirkjunni á morgun, miövikudaginn 13. júlí, kl. 13.30. Steingrímur Nikulásson, Guöný Nikulásdóttir, Magnús Nikulásson, Margrát Nikulásdóttir, Þorvaldur Nikulásson, Snorri Nikulásson, Guömundur Nikulásson, Ásgeir Nikulásson, Kristfn Kjærnested, Gestur Sigurjónsson, Elín Þorateinsdóttir, Yngvi Axelsson, Kolbrún Kristjánsdóttir, Margrét Ragnarsdóttir, Katrín Ragnarsdóttir, Birna Torfadóttir. + Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug við andlát og jaröar- för bróöur okkar og mágs, GUNNARS DANÍELS GÍSLASONAR. Jón Gíslason, Guöjón Gíslason, Þorgeröur Gísladóttir, Þorlákur Gíslason, Óskar Gíslason, Hulda Gísladóttir, Iðunn Snasland, Erlendur Jónsson, Jóhanna Dagbjartsdóttir, Ólafur Sigurösson. Lokað miövikudaginn 13. júlí kl. 9—13 vegna jaröarfarar Önnu Lárusdóttur. Verslunin Jurtin, Lækjartorgi. um heilsu hennar er hún hafði gengið undir erfiða hjartaaðgerð, en eitthvað greip þar inní með þessum sorglegu afleiðingum. Hún var okkur öllum svo kær. Hún átti svo marga góða eiginleika. Það var hennar aðalsmerki að fegra og prýða umhverfi sitt. Hún stráði í kringum sig kær- leika hvar sem hún fór. Hún gekk glöð að hverju verki, var veitandi og gjöful öllum þeim, sem henni fannst hjálparþurfi. Þannig var hún. Söknuður okkar nánustu er mikill, þó allra mestur sé söknuð- ur eiginmanns hennar. Þetta er aðeins lítið brot af því, sem ég vildi segja, en læt hér staðar num- ið. Að lokum vil ég kveðja hana með þessum orðum: „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og Kveðja frá samstarfsfólki í Breiðholtsskóla Soffía Sigríður Jónsdóttir and- aðist 29. júní s). Hún hafði átt við vanheilsu að stríða og gekkst und- ir erfiða aðgerð erlendis nú fyrir nokkrum vikum. Þegar Soffía kom heim virtist hún á góðum batavegi og var lát hennar því með nokkuð skjótum hætti. Soffía vann sem ráðskona í mötuneyti kennara við Breiðholts- skóla í 6 ár, allt þar til vorið 1982 að hún lét af störfum sökum van- heilsu. Soffía var ávallt hin sama, ráð- vönd, áreiðanleg og glaðleg. Hún var samviskusöm og gerði ávallt sitt besta til að gera stund- um óþolinmóðum samstarfs- mönnum til hæfis, og átti Soffía ekki erfitt með það. Hún átti gott með að umgangast það fólk sm hún vann með og afl- aði sér vináttu allra. Hún var góður starfsmaður. Með Soffíu í starfi var öll árin systir hennar, Guðrún, sem enn vinnur við skólann. Það fór ekki milli mála að þeim var einkar lag- ið að vinna saman og voru þær svo samrýndar að eftirtektarvert var. Við sem unnum með Soffíu í Breiðholtsskóla minnumst hennar með virðingu og þökkum henni samstarfið. Einlægar samúðarkveðjur send- um við eiginmanni hennar, Karli Gunnlaugssyni, systrum hennar og öllum öðrum ættingjum. Jens Sumarliðasson, yfírkennari. „Lynghrísla smá við kleif og klettaþil, kyrrlát við sól og átök frosts og snjóa,— hvaðan ert þú, og hvers vegna ertu til? hvert er það afl, sem knýr þig til að [gróa?“ (Guðmundur Böðvarsson.) Soffía mágkona mín er látin, hún kvaddi þennan heim þann 29. júní að kveldi fagurs sumardags. Soffía Sigríður var fædd þann 8. nóvember 1917 að Bessastöðum í Fijótsdal, dóttir hjónanna önnu Jóhannsdóttur og Jóns Jónasson- ar, sem þar bjuggu. Hún var 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.