Morgunblaðið - 12.07.1983, Blaðsíða 26
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1983
íbúðir til betri fjöl-
skyldusamfélags
Hugleiðingar um breytt fyrirkomulag
Fjölhæfni
fjölskyldu-
íbúðar
eftir Einar
Guðjónsson
Eitt af stóru vandamálunum í
nútíma þjóðfélagi er hnignandi
ástand fjölskyldunnar á heimilun-
um, en fjölskyldan er undirstaða
hvers þjóðfélags. Börnunum er því
miður allt of oft ýtt út úr fjöl-
skyldunni á uppeldisstofnanir hjá
bæ og ríki með ærnum tilkostnaði,
með fyrirfram vituðu neikvæðu
uppeldi sem ekki verður bætt,
miðað við að alast upp hjá föður
og móður.
Ennfremur er hag eldra fólks
ábótavant, það vill vera sem
lengst á sínu eigin heimili, en
neyðist til að fara á elliheimili eða
stofnanir, einatt gegn eigin vilja ,
oft mörgum árum áður en nauð-
synlegt er.
Vitað er að núverandi fyrir-
komulag (innréttingar) almennt í
húsum er óhagkvæmt til sambýiis,
þess vegna er nauðsynlegt að
breyta íbúðartilhögun, það leysir
vandann.
Það fælist í því að 'k af íbúðinni
(húsinu) sé innréttað sem sér íbúð
og % einnig sem sér íbúð, með
samtengingum og nýtist eftir fjöl-
skyldustærð.
Til dæmis þegar ung hjón
byggja sér íbúð eða hús geta þau
Einar Guðjónsson
leigt út aðra íbúðina tímabundið á
meðan þau þurfa ekki að nota
hana. En þegar fjölskyldan stækk-
ar þarf að nýta báðar íbúðirnar
sem eina samfellda íbúð. Svo þeg-
ar börnin eru uppkomin getur
elsta barið fengið minni íbúðina
og svo koll af kolli þar til að hjón-
in flyttu í minni íbúðina, en það
síðasta af systkinunum væri í
stærri íbúðinni.
Með þessu móti er hægt fyrir
eldra fólkið að vera út af fyrir sig
og það getur því verið nokkrum
árum lengur heima hjá sér, eins
og flestir vilja. Þetta fyrirkomu-
lag er hagkvæmt fyrir opinbera
aðila hvað kostnað snertir. Einnig
er fjölskyldan samhentari og
ánægðari með þetta sjálfvirka
samband, börnin yrðu ekki aðeins
hjá foreldrum sínum, heldur einn-
ig hjá afa sínum og ömmu, og gæti
orðið til þess að þau yrðu meira
heima hjá sér, en minna á uppeld-
isstofnunum, þannig að það stuðl-
aði að samhentari og betri fjöl-
skyldu.
Fyrirkomulag innréttinga
Æskilegast er að íbúðin sé á
einni hæð og skiptist í tvær mis-
stórar sjálfstæðar íbúðir, með sér
inngangi í hvora íbúð, en séu
tengdar saman á innri gangi með
rennihurð, sem kemur þvert á
ganginn og skilur á milli íbúða.
011 hæðin nýtist fullkomlega sem
ein heild, þegar þess gerist þörf.
En minni íbúðin er alltaf tilbúin
fyrir eldra fólkið. Samgangur
milli íbúða er alltaf fyrir hendi,
milli eldri og yngri fjölskyldu, og
nýtist vel, sérstaklega vegna
barna yngri fjölskyldunnar.
Einn af kostum þessa innrétt-
ingafyrirkomulags er sá, að hægt
er að leigja út aðra hvora íbúðina
eftir þörfum og aðstæðum eig-
anda. Leigan verður því tekjulind,
sem virkar til lækkunar á bygg-
ingarkostnaði.
Þegar þarfir eiganda breytast
(til dæmis börnum fjölgar) getur
hann sameinað íbúðirnar aftur í
eina íbúð. En þegar börnin eru
uppkomin geta foreldrar veitt
þeim fyrirgreiðslu með húsnæði
(það er, skipt íbúðinni aftur).
Hagkvæmast er að nota þetta
fyrirkomulag á íbúð sem er á einni
hæð, til þæginda fyrir yngri og
eldri.
Með þessu fyrirkomulagi, skap-
ast möguleikar á að gamla fólkið
geti verið mikið lengur heima hjá
sér og sínum. Þannig er hægt að
létta stórum kostnaðarliðum af
því opinbera. Einnig vinnst það,
að börnum yngri hjónanna gefst
kostur á að umgangast afa og
ömmu og geta þannig verið meira
heima hjá sér, en minna á upp-
eldisstofnunum hjá ríki og bæ.
Þetta getur þýtt minni útgjöld
þess opinbera á dagvistar-
heimilum. Fjölskylduíbúðir hafa
betri nýtingu með þessu fyrir-
komulagi, bæði fjárhagslega og fé-
lagslega.
Notkun þessa fyrirkomulags
væri hægt að örfa með t.d. lægri
lóðagjöldum, lægri eignaskatti og
fl., þar sem viðkomandi bæjarfé-
lag og ríkið njóta góðs af þessum
íbúðum vegna minni útgjalda til
uppeldistofnana og elliheimila.
A meðfylgjandi hugmyndaupp-
dráttum (teikningum) gefur að
líta nýtt fyrirkomulag á innrétt-
ingu á hæð, eða húsi, samanber
skýringar hér að framan.
Einar Guðjónsson er járnsmíða-
meistari að mennt en er nú hættur
störfum, enda áttræður að aldri.
Skýringarmyndir, hvernig fjölskyldan getur nýtt íbúðina/ íbúöirnar
Ung hjón sem eru að byrja að búa,
væru til að byrja með í minni íbúð-
inni, en leigðu út þá stærri tíma-
bundið.
Unga fjölskyldan flyttí í stærri
íbúðina, en leigði þá minni út tíma-
bundið.
Fjölskyldan bætir við sig minni
íbúðinni vegna stærðar fjölskyld-
unnar og gerði þar með báðar íbúð-
irnar að einni samfelldri íbúð.
Elsta barnið flytur við giftingu í
minni íbúðina, þangað til það flytur
í burtu, og það næsta tekur við og
svo koll af kolli.
Fjölskylduforeldrar, sem ei ' orðin
afi og amma, flytja í minni íLúðina
en yngsta barnið tæki við stærri
íbúðinni.
„Arangur af persónulegum
tengslum áþreifanlegur“
Jakob S. Jónsson
skrifar frá
Stokkhólmi
í maímánuði var á ferð hér í
Stokkhólmi fulltrúi Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna, Magnús
Guðmundsson. Hann var hér á
ferð þeirra erinda að sitja ráð-
stefnu allra námslánasjóða á
Norðurlöndum, sem haldin var í
Stokkhólmi, og notaði um leið
tækifærið og hélt fundi með náms-
mönnum í Stokkhólmi og Uppsöl-
um. Hann tók góðfúslega í það að
spjalla lítillega um ferð sína, og
við hittumst í stuttu hléi á kaffi-
stofu Tekniska Högskolan í Stokk-
hólmi.
„Það má segja, að tilgangurinn
með þessari ferð minni sé marg-
þættur," svaraði Magnús aðspurð-
ur. „Fyrst er það auðvitað ráð-
stefna námslánasjóðanna, þar
sem við ræðum meðal annars regl-
ur um endurgreiðslur og berum
þær saman og höldum við upplýs-
ingastreymi milli sjóðstofnana.
Það er reyndar töluvert, enda
margt sem hver getur af öðrum
lært.
Það var svo ákveðið áður en ég
fór, að ég kynnti mér reynslu Svía
af tölvuvæðingu hjá þeirra náms-
lánasjóði. Lánasjóðurinn á íslandi
er að fara að tölvuvæðast og þá
getur vitaskuld verið gott að
þekkja til reynslu annarra í þeim
efnum.
Þá er ég líka að leita eftir sam-
starfi við sænsk skattayfirvöld
vegna þeirra námsmanna, sem
stunda vinnu í Svíþjóð á sumrin
eða með námi. Með slíku sam-
starfi erum við að reyna að ein-
falda öll lánamál námsmanna og
eins að koma hlutunum í þægi-
legra horf fyrir starfsfólk LIN.
Það ættu allir að hafa hag af því,
held ég.
Nú, svo hef ég haldið fundi með
námsmönnum, en slík fundahöld
fulltrúa Lánasjóðsins og náms-
manna erlendis hafa aukist á und-
anförnum árum.
Að síðustu má svo nefna, að ég
hef farið í nokkra skóla til að
kynna mér hvernig þeir starfa. Til
dæmis er tækninámið hér í Tekn-
iska Högskolan að sumu leyti frá-
brugðið öðru tækninámi, eins og
er gjarnan um nám yfirleitt hér í
Svíþjóð, samanborið við ör.nur
Magnús Guðmundsson, fulltrúi
Lánasjóðs íslenskra námsmanna:
„Það eru um 2.000 námsmenn er-
lendis á framfæri LÍN og eðlilegt, að
reynt sé að veita þeim alla þá þjón-
ustu sem völ er á.“ Ljósm.: — jsj.
lönd. Það er að sumu leyti þægi-
legra námskerfi hér og aðgengi-
legra en t.d. í Þýskalandi eða
Danmörku. Það er mikilvægt fyrir
Lánasjóðinn að þekkja til í þeim
löndum, sem íslenskir námsmenn
sækja helst til.“
Finnst þér einhver árangur
merkjanlegur af þessum fundum
með námsmönnum?
„Já, ég held að það sé a.m.k.
óhætt að segja, að fyrir suma
námsmenn hafi árangurinn verið
áþreifanlegur. Á svona fundum
geta námsmenn fengið upplýs-
ingar um möguleika á t.d. sumar-
lánum, stöðu sína gagnvart Lána-
sjóðnum og fleiri þess háttar hag-
nýt atriði. Ef námsmenn á einum
stað eru sammála um að hug-
myndir Lánasjóðsins um kerfið og
allan annan gang mála á þeim séu
rangar, þá er hægt á þessum fund-
um að benda á og ræða leiðir til að
fá breytt þeim forsendum, sem
sjóðurinn miðar við. Þannig tókst
t.d. námsmönnum í Munchen í
Vestur-Þýskalandi að fá viður-
kenningu sjóðsins á því að húsa-
leigan þar var í raun hærri, en
gert var ráð fyrir í áætluðum
framfærslukostnaði.
Nú, svo vill það nú oft brenna
við, að ýmis smáatriði í reglum
sjóðsins eru mönnum ekki full-
komlega ljós, og það getur verið
þægilegra að bæta úr því á per-
sónulegum fundum af þessu tagi.“
Magnús bætir því við, að full-
trúar sjóðsins hafi gjarnan haldið
svona námsmannafundi í tengsl-
um við aðrar ferðir, sem þeir hafa
farið, og að námsmenn hafi yfir-
leitt verið mjög ánægðir með
þessa þróun og viljað að framhald
yrði á fundahöldunum.
„Það má í rauninni skoða þetta
sem eðlilega þjónustu sjóðsins við
námsmenn," segir Magnús. „Það
eru um 2000 námsmenn erlendis á
framfæri sjóðsins og eðlilegt að
reynt sé að veita þeim alla þá
þjónustu sem völ er á. Þessir fund-
ir eru ein leið til þess.
Þess hefur þó orðið vart, að
sumir námsmenn eru fullir tor-
tryggni gagnvart þessari aðferð
við að ná sambandi við náms-
menn. Þeir eru á varðbergi gagn-
vart svona heimsóknum, og þær
hafa jafnvel verið sagðar njósnir
af hálfu Lánasjóðsins. Það er auð-
vitað alveg út í hött,“ segir Magn-
ús og bætir að lokum við einni frá-
sögu af árangri baráttu náms-
manna eftir að fulltrúi LÍN hafi
sótt námsmenn heim til Edinborg-
ar.
„Námsmenn í Englandi og Skot-
landi gátu áður ekki fengið lán
fyrir skólagjöldum, fyrr en þeir
gátu sýnt sjóðnum kvittun upp á
það, að þessi sömu skólagjöld
væru að fullu greidd. Það var
sönnun þess, að þeir væru komnir
inn í skólann og þar með forsenda
fyrir námsláni. Það gefur auðvitað
augaleið, að það hafa ekki allir
1—2000 pund liggjandi á lausu til
að brúa það bil, sem þetta kerfi
skapaði. En eftir að fulltrúi Lána-
sjóðsins hafði hlýtt á mál náms-
manna og kynnt sér þessi mál á
staðnum, var kerfinu breytt.
Að þessu leyti eru ferðir full-
trúa LÍN og fundir þeirra með
námsmönnum öllum aðilum til
gagns," sagði Magnús Guðmunds-
son að lokum.