Morgunblaðið - 14.07.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.07.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1983 17 kom í ljós að Eanes forseti gæti líklega ekki komið, en það væri sennilegt að frú hans, Manuela, mundi heiðra sýninguna með nærveru sinni. Morguninn eftir þegar ég kom á Mocap meðal ann- ars að sækja plögg og gögn sem útbúin voru handa erlendu blaða- mönnunum og sett í forkunnar- góða tösku sem við fengum að gjöf, var heldur dauft hljóðið í mönnum: Manuela gat víst ekki komið heldur. Þetta var forsvars- mönnum sýningarinnar greinilega töluvert áfall. Eg rölti um básana og skoðaði skó og lét mér fátt um finnast, tíndist svo inn á tízkusýn- inguna sem var að hefjast og sat þar í mestu makindum, þegar það fer nánst þytur um salinn og yfir- gnæfir tónlistina: Eanes er að koma — hann kemur sem sé í eig- in persónu og Manuela verður með honum. Og sýningunni var nú snarlega slegið á frest svo að allir gætu farið að skoða forsetahjónin. Og um ellefuleytið koma þau svo Antonio Ramalho Eanes og Manu- ela og hvorki blásið í lúðra né rennt fram rauðum dregli, enda vísast ekki Eanes að skapi. En það er sýnt að þetta er stórmikill heið- ur fyrir Mocap, forsetinn er ekki að þeytast á sýningar tvist og bast og því eru allir í sjöunda himni. Það getur verið að Eanes hafi ver- ið það líka, en hann er alvörugef- inn eins og venjulega, heilsar mönnum og ræðir við þá, á meðan fylgdu stjórnarkonur Manuelu um sýningarbása í öðrum enda hallar- innar, það er stutt í brosið hjá henni. Þau hjón stöldruðu við að minnsta kosti klukkustund. Það var forvitnilegt að horfa á Eanes og hversu menn líta til hans með óblandinni virðingu. Mönnum bar ásamt um að heimsókn forseta- hjónanna hefði verið hápúnktur sýningarinnar og mikil viðurkenn- ing fyrir skóframleiðendur, sem er ekki minnst um vert. Ég átti pantað far til Madeira síðdegis. En áður fórum við Eva Blovsky frá ICEP á Taverna do Bebobos, örlítinn veitingastað við Douro. Ekki fýsilegur utan frá séð, en þegar inn er komið afar skemmtilegur staður. Veggir úr hoggnu grjóti og hellislag á veit- ingastofunni. Gamlir munir, veið- arfæri ýmiss konar og koparmunir til prýði. Og útsýnið yfir ána til Gaia þar sem púrtvínskjallararnir eru í röðum. Við vorum heitar og sveittar og skáluðum í sangria áður en við tókum til matar okkar. Og svo hélt ég sem sagt út á flugvöll til að fljuga til Madeira og Oporto var að baki að þessu sinni. Samsýning í Nýlistasaíni Myndlist Valtýr Pétursson Fyrir nokkrum dögum var opnuð sýning á verkum nokkurra ungra myndlistarmanna. Þeir hafa haldið hópinn að undanförnu og sýnt saman, og má þar nefna sýningu, er þeir félagar efndu til í Rauða húsinu á Akureyri fyrir nokkru. Auk þeirra félaga er einn sérstak- ur gestur á þessari sýningu, og er það Ómar Stefánsson. Þeir þre- menningar, sem hér voru nefndir í upphafi, eru: Daði Guðbjartsson, sem mikið hefur verið á ferðinni á sýningum að undanförnu og virðist ákafur mjög að höndla allan sann- leikann, ef svo mætti segja; Björn Roth, sem mun hafa verið bendl- aður við uppákomu, sem vakti nokkra athygli; Eggert Einarsson er þriðji maðurinn, og veit ég sama sem ekkert um hann. Sýning þeirra félaga er í anda þess, sem gerist meðal ung- menna á þessu sviði eins og stendur. En sú listtjáning virðist nú vera farin að nálgast nokkurs konar trúarbrögð og minnir óþægilega á hinar gömlu íhald- sömu akademíur, sem ekkert máttu sjá eða heyra nema það, sem leyfilegt var að framleiða innan hinna þröngu opinberu veggja. Allir skyldu steyptir í sama mót, nota sömu litatóna, sömu teikningu og tækni, sömu anatómíu og hvað það nú hét allt saman. Enginn mátti neitt. Nú er eins og þessi ófögnuður sé að hefjast til vegs og valda meðal þess fólks, sem álítur sig vera framúrstefnumenn, sem séu að gerbreyta veröldinni. Hvað um það, við skulum ekki segja meir, eins og Þórbergur sagði við Lillu Heggu forðum. Það er margt á boðstólum hjá þessum hópi. Þarna eru bækur, skúlptúr úr mótatimbri og alls konar járnhlutum, pappírsbátar, tilbúnir úr dagblöðum út um allt gólf, og það hvarflaði að mér, að hér væri verið að gantast með það að flotinn væri orðinn allt of stór? Ef til vill misskilningur. Þarna er fjöldinn allur af teikn- ingum og málverkum, gerðum í skærum og hvellum litum. Allt leyfilegt, og svo er það sýningar- skráin, sem er innan sviga (for Bragi) líklegast er verið að gefa Braga Ásgeirssyni pillu, því að hann hefur oftar en einu sinni kvartað yfir, að enginn sýn- ingarskrá væri með sumum sýn- ingum nýlistamanna. Þessi sýn- ingarskrá er nokkuð óvenjuleg, og erfitt fyrir venjulegt fólk að vita, hver brandarinn er. En gamanið á þessari samsýningu er svo magnað, að hver hlýtur að lesa það, sem hann bezt getur út úr þessum verkum. Það er sann- arlega skemmtilegt, að til skuli vera hópur ungra myndlistar- manna, sem stundar fjör og gleði af svo miklum þrótti, að maður hættir að hugsa um kreppu og erfiða tíma í þjóðfélaginu. Geri aðrir betur, þegar bensín er komið yfir tuttugu krónur hver lítri. Það er annars ekki mikið að segja um þessa samsýningu, og ég tek hana ekki mjög hátíðlega. Það eru ólgandi kraftar hér á ferð, en ég held, að enginn geti spáð um, hvernig þeir verða not- aðir, þegar tímar líða. Það er ekki ómaksins vert að skammast út af svona sýningu, en manni hlýtur að vera leyfilegt að gant- ast á móti. Akademían er ströng, menn skulu vara sig. Sigríður Þorvaldsdóttir leikur á Stiklarstöðum „ÞETTA er gífurlega spennandi verkefni," sagði Sigríður Þorvaldsdóttir, leikkona, í viðtali við Mbl. í tilefni þess að henni hefur verið boðið að taka þátt í Stiklarstaðahátíðinni í Noregi í lok júlímánaðar. „Þetta er útileikhús og ef vel viðrar eru víst alltaf tíu til tólf þúsund manns sem fylgjast með hátíðarhöldunum. Leikritið, sem ég flyt prólógus að, hefur verið flutt þarna á hverju ári í 29 ár. Þar sem þetta er þrítugasta há- tíðin, var ákveðið að bjóða ís- lendingi að flytja prólógusinn til tilbreytingar, en hann hefur allt- af verið fluttur af stórstjörnum þeirra eins og Liv Ullman og Wenche Foss og því lít ég á það sem mikinn heiður, ekki bara fyrir mig heldur einnig fyrir ís- lensku þjóðina, að fá að vera þarna með,“ sagði Sigríður Þor- valdsdóttir. Stiklarstaðir eru um 60 kíló- metra frá Þrándheimi, en þar féll Ólafur helgi Noregskonungur í bardaga árið 1030. Talið er að þangað hafi komið meira en 300.000 manns gagngert til að sjá uppfærsluna á „Spelet om heilag 01af“, sem leikið hefur verið þar undanfarin 29 ár á hverju sumri. Forseti Islands, Vigdís Finn- bogadóttir, mun verða viðstödd Stiklarstaðahátíðina að þessu sinni. Sigríður Þorvaldsdóttir Ný sérfargjöld til AmstErdam og Diisseklorf einu sinni í iriku! Við mætum verðbólgu og verðhækkunum með umtalsverð- um lækkunum - einu sinni í viku á hvorn áfangastað. Amsterdam Þriðjudagsferðir +30% af lægsta fargjaldi = 8.958 +50% barnaafsláttur= 4.479 UUsseMorf Helgarbrottför *20% af lægsta fargjatdi = 10.540 +50% barnaafsláttur = 5.270 Um sérfargjöldin gildir eftirfarandi: • Þú verður að panta og greiða ferðina með minnst hálfsmánaðar fyrirvara. • Miðanum er ekki hægt að breyta. • Ef þú hættir við ferðina endurgreiðum við helming af andvirði hennar. • Ferðin verður að vera minnst vikulöng - mest mánuður. Kynntu þér nýju sérfargjöldin - og feröin er hafin Flugfélag með ferskan blæ ARNARFLUG m- Lágmúla 7, sími 84477 Verð miðast við fargjaldagengi 1. júlí 1983

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.