Morgunblaðið - 14.07.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.07.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1983 37 ingin, sem allir hljóta að spyrja við slíkar aðstæður, gerist áleitin. Hvers vegna? Hvers vegna er slík- ur mannkostamaður sem Siggi kallaður á braut svo langt um ald- ur fram? Siggi var ríkur af þeim eiginleikum, sem best mega prýða hvern mann. Hjálpsemi hans, til- litssemi, glaðværð og trygglyndi var einstakt. Hann hikaði aldrei við að taka á sig ómak annarra vegna ef hann hafði einhvern grun um að geta orðið að liði. Þeir voru margir sem nutu þess. Hann var um margt fróður og sífellt glaður og hress í góðra vina hópi og við- mót hans allt bar stöðugt vitni um staðfestu hans og heiðarleika. Það mætti rita langt mál til að finna þessum orðum stað en slíkt væri án efa í andstöðu við hógværð hans. Hann var ekki að leita síns eigin heldur var það honum svo eiginlegt að veita birtu og hlýju inn í líf samferðafólks síns. Þessa fengum við svo oft að njóta en þó sérstaklega Inga og Fiddi, sem hann reyndist sem væri hann son- ur og bróðir. Við spyrjum hvers vegna en fátt verður um svör. Guð einn veit og skilur og í hans hendur felum við það sem við fáum ekki skilið. Söknuðurinn er sár en minningin um einstaklega góðan dreng fyllir okkur þakklæti fyrir að hafa notið vináttu hans. Hún auðgaði líf okkar allra. Við vottum Gunnu, sonum þeirra, tengdadætrum, barna- börnum, foreldrum og öðrum ætt- ingjum okkar dýpstu samúð. Guð blessi minninguna um góðan dreng. Inga, börn og fjölskyldur. Kveðja frá Landssambandi vörubifreiðastjóra Það kemur alltaf jafnmikið á óvart er menn eru skyndilega kall- aðir brott úr dagsins önn. Þannig var það með Sigurð Guðgeirsson prentara, sem verður jarðsettur í dag. Hann var heilsuhraustur þar til fyrir nokkrum vikum að hann kenndi sér meins. Við sem þekktum Sigurð vel vissum að hann gekk ekki heill til skógar síðustu vikurnar, en áttum bágt með að trúa því að stundin væri svo skammt undan. Sigurður var alla tíð mikill félagsmálamað- ur og hlóðust á hann mörg trúnað- arstörf sem hann leysti af hendi af sérstakri vandvirkni, sem hon- um var lagin. Við hjá Landssambandi vöru- bifreiðastjóra, sem höfum mörg undanfarin ár notið starfskrafta Sigurðar Guðgeirssonar, eigum honum mikið að þakka fyrir góða viðkynningu og gott starf. Hann var mikið prúðmenni og slíkur maður er vandfundinn. Með þessum fáu orðum viljum við kveðja Sigurð Guðgeirsson. Eiginkonu hans, sonum, foreldr- um og systkinum sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Sigurðar Guðgeirssonar. Fallinn er í valinn Sigurður Guðgeirsson, fyrrum prentari, starfsmaður Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar. Hann lést 6. júlí sl., 57 ára að aldri, og verður jarð- settur í dag. Fráfall hans bar snöggt að og óvænt og hann deyr langt um aldur fram með fangið fullt af verkefnum. Fáein kveðju- og þakkarorð verða hér skrifuð. Þótt við Sigurður ættum báðir Björgu frá Kirkjubóli á Miðnesi fyrir langömmu, kynntumst við ekki fyrr en í pólitísku starfi á vegum Æskulýðsfylkingarinnar og Sósialistaflokksins upp úr 1942. Tókst þá þegar með okkur hin besta vinátta, sem styrktist eftir því sem árin liðu, enda þótt verk- efni lífsins biðu okkar á ólíkum starfssviðum. Úr foreldrahúsum kom Sigurð- ur ungur sem fullþroska og ein- arður verkalýðssinni, og einlæg hollusta hans við málstað lítil- magnans í þjóðfélaginu skipaði honum þegar í forustusveit ungra sósialista. í öllu pólitísku starfi sínu var Sigurður raunsær og víð- sinn og hafnaði jafnan hleypidóm- um og kreddum, en var fastur fyrir í skoðunum sínum, þótt ævinlega virti hann skoðanir ann- arra. I einni sögufrægri nefnd hreyfingarinnar sátum við Sigurð- ur og vorum ekki alveg sammála, en ekki skyggði það á vináttu okkar og gagnkvæmt traust, því að báðir fundum við, að við vorum á sama báti. Með Sigurði er fallinn í valinn sannur liðsmaður verkalýðshreyf- ingarinnar og stórt skarð er fyrir skildi í röðum íslenskra sósialista við fráfall hans. Sigurður kaus snemma að helga starfskrafta sína verkalýðshreyf- ingunni og gerðist hann starfs- maður ASÍ, Dagsbrúnar og Lands- sambands vörubifreiðastjóra. í áratuga starfi á þessum vettvangi, ávann hann sér traust fyrir ein- staka samviskusemi, lipurð og fórnfýsi. Allir, sem unnu með Sig- urði eða þurftu til hans að sækja, gátu ávallt treyst hlutlægni hans, starfshæfni og velvilja. Sömu eig- inleikar Sigurðar nutu sín einnig í öðrum félagslegum störfum hans, sem voru fjölmörg, og ég ætla ekki upp að telja í þessum fáu kveðju- orðum. Sigurður var mannkostamaður mikill, hógvær í öllum háttum og prúður svo af bar. Hann átti einkar gott skap, var góðgjarn og viðmótsþýður. Eitt var það þó sér- staklega í fari Sigurðar, sem ekki fór fram hjá neinum sem þekkti hann, og það var umburðarlyndi hans. Hann vildi gera og gat gert gott úr öllu. Hann ýtti til hliðar því, sem tvístraði og særði, en lað- aði fram hið góða og jákvæða hjá þeim, sem hann umgekkst. Þegar leiðir nú skilur, óvænt og snöggt, ber mér að þakka vináttu hans, djúpstæða og heilbrigða, svo og þær samverustundir, sem við áttum, einir eða í hópi vina og fjölskyldna og er hér margs að minnast. Sérstaklega þakka ég Sigurði ræktarsemi hans og um- hyggju fyrir móður minni. Hún dvaldist á Hrafnistu í rúman ára- tug. Á hverjum jólum kom hann til hennar með konfektkassa og oft kom hann endranær og einnig, þegar hún átti afmæli. Þetta lýsir. Sigurði vel, þótt í litlu sé, en ég man enn hversu glöð móðir mín varð við hverja heimsókn hans og hvemig þetta vinarþel Sigurðar snart hana. Sigurður átti með konu sinni, Guðrúnu Einarsdóttur, og þremur sonum, elskulegt og ástríkt heim- ili, þar sem snyrtimennskan og samlyndið sátu i fyrirrúmi. Þung- ur harmur er nú kveðinn að fjöl- skyldunni en það er huggun harmi gegn hjá Guðrúnu, að eiga sér við hlið 3 stóra og mannvænlega stráka. Foreldrar Sigurðar, Guð- geir Jónsson og Guðrún Sigurð- ardóttir, eru bæði á lífi og t hárri elli og syrgja nú hinn góða son. öllum þeim votta ég og Ragna dýpstu samúð. Ingi R. Helgason Ólafur Pétursson Okrum — Minning Fæddur 17. janúar 1907. Dáinn 29. júní 1983. í dag er gerð frá Lágafellskirkju útför Olafs Péturssonar, bónda að Ökrum í Mosfellssveit. Hann lést þann 29. júní sl. í Landakotsspít- ala eftir stutta legu. Ólafur fæddist 17. janúar árið 1907 að Elliðakoti í Mosfellssveit. Foreldrar hans voru hjónin Pétur ólafsson bóndi þar og kona hans Ástríður Einarsdóttir. í æsku vann ólafur á búi for- eldra sinna við allskonar bústörf eins og þá var títt. Með dugnaði tókst honum að komast í Bænda- skólann á Hvanneyri og lauk hann þaðan búfræðiprófi. Eftir dvölina á Hvanneyri fór ólafur í Héraðs- og íþróttaskól- ann að Laugarvatni, þar sem hann stundaði nám og tók próf sem íþróttakennari. Að loknu námi var hann við kennslu um skeið á Patreksfirði og í Grindavík. Síðan lá leiðin til æskustöðvanna á ný. Gerðist hann kennari við íþróttaskólann á Ála- fossi. Nokkru síðar hóf hann bú- skap að Ökrum í Mosfellssveit og bjó þar til æviloka. Með Ólafi Péturssyni er horfinn af sjónarsviðinu maður sem ávallt mun verða þeim hugstæður sem áttu því láni að fagna að kynnast honum. ólafur var vel meðalmaður á hæð, grannur en samsvaraði sér vel. Hann var mikill hestamaður og sérstaklega laginn og natinn við dýr. Aldrei sá ég ólaf bregða skapi, en alltaf með grín og gam- anyrði á vör. Þó hygg ég að hann hafi verið fastur fyrir, ef því var að skipta. ólafur hafði mjög gaman af söng og var meðlimur í karlakór um árabil. 19. jan. 1936 kvæntist hann Oddnýju Helgadóttur, einstakri sómakonu, sem ávallt stóð við hlið hans í ástríku hjónabandi. Bjuggu þau sér fallegt og hlýlegt heimili þar sem tekið var á móti vinum og kunningjum af einstakri hlýju og vinsemd. Þau Oddný og ólafur eignuðust fjögur börn. Þau eru Inga Ásta verslunarmaður gift Steinþóri Árnasyni, Helgi versl- unarmaður kvæntur Dröfn Sigur- geirsdóttur, Katrín fóstra gift Jóni Sveinssyni og Haukur vél- stjóri kvæntur Luisu Sigurðar- dóttur. Ég hef þekkt óla og Oddu, en það voru þau hjón jafnan kölluð, alveg frá því ég man fyrst eftir mér. Milli þeirra og móður minnar var einstaklega hlýlegt samband. Minningarnar eru því margar sem leita á hugann nú á kveðjustund. Ég minnist margra ferða á heimili þeirra hjóna. Alltaf voru móttök- urnar jafn hlýlegar. Verkfærin voru jafnan lögð til hliðar og gest- um boðið í bæinn. Aldrei varð ég var við annað en þetta væri sjálf- sagt. Þó hafa verkefnin vafalaust oft verið ærin en gestrisnin sat í fyrirrúmi. Kveðjustundin er erfið. Ein- hvernveginn fannst mér alltaf að óli frændi ætti langa lífdaga fyrir höndum, hann sem alltaf var svo ungur í anda og léttur í lund, en enginn má sköpum renna. Eg er sannfærð um það, að óli frændi var gæfumaður. Hann var vel af guði gerður, eignaðist góð og mannvænleg börn sem þótti vænt um hann og síðast en ekki síst eignaðist hann þann lífsförunaut sem var honum samhent í að skapa það hlýlega andrúmsloft sem ávallt umlukti þau. Odda mín, við vitum að þetta er fjölskyldunni erfiður tími. Við biðjum góðan guð að styðja ykkur í sorg ykkar. Blessuð sé minning ólafs Pét- urssonar. Ásdís Finnbogadóttir Kveðja frá barnabörnum. „Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð." { dag kveðjum við elskulegan afa okkar, ólaf Pétursson, Ökrum, Mosfellssveit. Það er erfitt að setjast niður og ætla sér að rifja eitthvað sérstakt upp um þann sem okkur þótti öll- um vænt um. Hann var góður afi, gaf sér tíma til að fylgjast með athöfnum okkar, skólagöngu, starfi og leik. Hjá honum og ömmu, sem nú er eftir hjá okkur, var aldrei klukkukapphlaup, alltaf yndislegur friður og ró og oftast tími til að fá sér sopa og spjalla. Það er erfitt að trúa því þegar náinn ættingi er burtu kallaður að það skuli vera staðreynd sem ekki verður breytt. Við vissum að afi var veikur en hann hafði útskrifast af sjúkra- húsinu daginn áður en hann lést, 29. júní sl. Líklega þess vegna gat maður ekki trúað því að hann væri dáinn — hann sem kom seinni part dags og talaði um það um kvöldið að hann ætlaði að fara út og huga að lömbum og öðrum skepnum daginn eftir. Erfiðast af öllu er þetta fráfall fyrir ömmu. Hún og afi, sem alltaf hafa verið saman alla daga og starfað hlið við hlið, eru nú aðskilin að sinni. Við biðjum góðan Guð að styrkja ömmu í sorginni og vitum að allir sem þekktu afa, munu hugsa hlýtt til hennar af einlægni. Megi það verða styrkur hennar og stoð. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.“ (V. Briem.) Þeim fækkar nú óðum, eldri bændunum í Mosfellssveitinni, en ólafur Pétursson á Ökrum féll frá þann 29. júní sl. Ef til vill er það tímanna tákn að hinir svonefndu hefðbundnu búskaparhættir eru á undanhaldi í sveitinni, því lítið sem ekkert er um það að yngri menn taki við með óbreyttu bú- skaparlagi. Ólafur Pétursson var fæddur þann 17. janúar 1907 að Elliðakoti í Mosfellssveit og var sonur hjón- anna sem þar bjuggu, Ástríðar Einarsdóttur, sem var af skaft- fellskum ættum og Péturs ólafs- sonar bónda, sem ættaður var úr Kjós og Þingvallasveit. Árið 1919 flutti Pétur faðir ólafs að Þormóðsdal með fjöl- skyldu sína, en það var talin góð jörð til sauðfjárræktar. Þar ólst ólafur upp við algeng bústörf. Barnafræðsla var á þessum árum fremur af skornum skammti, en ólafur var ákveðinn í því að afla sér menntunar enda þótt efni og aðstaðan væri erfið. Hann lauk námi frá Bændaskól- anum að Hvanneyri árið 1932 en heldur síðan að Laugarvatni vet- urinn næsta og stundar þar nám og störf. Árið eftir fer hann svo í hinn nýstofnaða íþróttaskóla Björns Jakobssonar að Laugar- vatni ásamt öðrum pilti, en þessir tveir luku þar námi vorið 1934 og munu vera þeir fyrstu sem út- skrifast með íþróttakennarapróf hér á landi. Að námi loknu gerist Ólafur kennari í Grindavík, seinna á Patreksfirði og að lokum á Ála- fo8SÍ við íþróttaskóla Sigurjóns Péturssonar. Árið 1936 kvænist ólafur heitkonu sinni, Oddnýju Helgadóttur, en hún er dóttir hinna kunnu sæmdarhjóna Ing- unnar Guðbrandsdóttur og Helga Finnbogasonar, sem bjuggu stórbúi að Reykjahvoli um langt árabil. Ungu hjónin hófust þegar handa og stofnuðu og byggðu upp nýbýlið Akra í landi Reykjahvols, en þar risu íbúðarhús, gróðurhús og útihús fyrir sauðfé og kýr. ólafur rak fjölþættan og myndar- legan búskap, sem var fyrst og fremst rekinn af hagsýni og snyrtimennsku. Búfé var vel hirt og afurðagott, en aðalbúgrein hans telst þó hafa verið gróður- húsarækt og garðyrkja enda jörð- in vel til þess fallin, með heitu vatni og ylvolgum garðlöndum, sem nú er reyndar horfið vegna virkjana. ólafur var á margan hátt brautryðjandi í búskaparháttum, smiður góður bæði á tré og járn og vélvæddi bú sitt, en heimilisdrátt- arvélin var keypt 1942 og með þeim fyrstu sem kom til landsins. ólafur var félagshyggjumaður og gerðist brátt þátttakandi í hin- um ýmsu félögum á sínu áhuga- sviði s.s. ungmennafélaginu, sam- tökum garðyrkjumanna og Búnað- arfélagi Mosfellshrepps, og átti hann sæti í stjórn þess um langt árabil. Hann var einn af hvatamönnum að stofnun Karlakórsins Stefnis og starfaði í honum á frumbýl- ingsárunum. Þá var hann einnig einn af stofnendum Hestamanna- félagsins Harðar í Kjósarsýslu og tamdi og átti ávallt gæðinga. Þar starfaði hann mikið, einkum að dómgæslu og timavörslu á hesta- þingum og þótti traustur og ör- uggur liðsmaður þar sem annars staðar. Ólafur var einnig kvaddur til opinberra starfa t.d. í skólanefnd og sem prófdómari í íþróttum við skóla sveitarinnar í áratugi, en því starfi sagði hann lausu á sl. ári. Árið 1962 gaf hann kost á sér i framboð í hreppsnefnd, starfaði þar eitt kjörtímabil og gegndi stöðu varaoddvita. Hann gaf ekki kost á sér til áframhaldandi hreppsnefndarstarfa enda voru margvísleg önnur krefjandi störf sem annast þurfti með erilsömum búskap. Hann var virkur félagi í Kaupfélagi Kjalarnesþings og var um skeið endurskoðandi félagsins. Þá sat hann iðulega fundi utan sveitar s.s. í Búnaðar- og Ræktun- arsambandi Kjalarnesþings, Mjólkurfélagi Reykjavíkur og nú síðast í vor aðalfund Sláturfélags Suðurlands. Heimili þeirra hjóna Oddnýjar og ólafs var hlýlegt og gott heim að sækja, gestrisni orðlögð svo sem einnig var um heimili for- eldra Oddnýjar að Reykjahvoli. Þar komu margir við og þar áttu ýmsir gott athvarf sem ef til vill stóðu höllum fæti í lífinu. Þeim Oddnýju og ólafi varð fjögurra barna auðið, en þau eru: Inga Ásta, kaupkona í Reykjavík, gift Steinþóri Árnasyni og eiga þau þrjár dætur; Helgi verslunar- maður, kvæntur Dröfn Sigur- geirsdóttur, og eiga þau tvær dæt- ur og tvö stjúpbörn; Katrín er gift Jóni Sveinssyni, þau eiga tvær dætur og búa í Hafnarfirði, en yngstur er Pétur Haukur vélstjóri, hann er kvæntur Louise Sigurð- ardóttur og eiga þau eina dóttur. Bræðurnir búa báðir heima á jörð- inni og hafa seinni árin verið að hluta þátttakendur í búskapnum. Börnin eru hið mesta myndar- og dugnaðarfólk, og er það gjarnan kallað barnalán, þegar svo vel tekst til eins og hjá þeim Oddnýju og Ólafi. Ólafur Pétursson var vel látinn og vinsæll, en í samskiptum sínum við aðra var hann oftast veitandi og hlýr og einkum notalegur bðrn- um og þeim, sem minna máttu sin. Hann gat verið nokkuð harður í horn að taka, ef honum fannst gengið á rétt manna, en vandaður var hann i umgengni við alla menn. Garða sína og tún hirti hann af stakri natni og kunnáttu, enda var ávallt góður afrakstur af jörðinni. Til þess var tekið, hve drjúgur hann var við heyskap og alltaf var hann vel birgur, hvernig sem áraði. Á seinni árum fór þreki ólafs og heilsu nokkuð hrakandi, enda var líf og starf hans erilsamt og vinnudagur langur, svo sem títt er með þá sem fórna tíma og fjár- munum fyrir samfélag sitt. Ný- lega dvaldi hann nokkra daga i sjúkrahúsi en fremur lítið kom út úr þeim athugunum. Hann var i starfi til síðasta dags, en skyndi- lega kom kallið og engu var hægt að bjarga. Missirinn er ávallt sár nánustu ættingjum og bænda- stéttin er góðum manni fátækari. Minningin lifir. Við vinir og sveitungar vottum ættingjum og eiginkonu samúð og þakkir skulu færðar fyrir sam- starfið á liðnum áratugum. Jón M. Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.