Morgunblaðið - 14.07.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.07.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1983 23 Reikningshótun sögð „fáránleg" Varsjá, Póllandi, 13. júlí. AP. TALSMAÐUR bandaríska sendiráðsins í Varsjá sagði í dag að hótun pólsku stjórnarinnar um að senda Bandaríkjunum reikning vegna tjóns af völdum refsiaðgerða Bandaríkjanna gagnvart Póllandi væri „fáránleg". — Fulltrúi pólsku stjórnarinnar, Jerzy Urban, hafði á þriðjudag látið svo um mælt að það væri Bandaríkjunum að kenna að herlögum hefði ekki verið aflétt og væri pólska stjórnin að hugsa um að senda stjórnvöldum vestan- hafs reikning. A fundi með fréttamönnum sagði Urban: „Pólland mun við tækifæri afhenda Bandaríkjunum reikninginn fyrir það tjón, sem Pólverjar hafa orðið fyrir í kjöl- farið af einhliða riftingu undirrit- aðra samninga. Við munum krefj- ast hæfilegra uppbóta í fyllingu tímans." Þrátt fyrir að Urban nefndi engar tölur, hafa aðrir embættismenn talið að tapið af völdum refsiaðgerða Bandaríkj- anna nemi um tólf milljörðum Bandaríkjadala. Sendiráðsstarfs- maðurinn.sem ekki vildi láta nafns síns getið, svaraði ummæl- um Urbans með því að segja: „Það jaðrar við fáránleika að láta hafa eftir sér að þeir muni senda okkur reikninginn." Talið er að athuga- semdin kunni einnig að snerta fund aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna Lawrence Eagleb- urgers, og sendifulltrúa pólska sendiráðsins í Washington, Zdzis- law Ludwiczaks, í síðustu viku. í frétt dagblaðsins New York Times segir i dag að Eagleburger hafi sagt Ludwiczak að Bandaríkin myndu draga úr refsiaðgerðum ef pólska stjórnin leysti úr haldi pólitiska fanga. í fréttum frá Páfagarði í dag segir að að páfi hafi látið hjá líða að ákalla meyna heilögu i Jasna Gora í vikulegri bænagjörð sinni. Páfi hefur ævinlega gætt þess að biðja um tilstyrk meyjarinnar frá því skömmu eftir að herlög voru sett í Póllandi í janúar 1982. Frá- vik páfans bendir til að annað hvort þyki honum ástand hafa batnað að undanförnu í Póllandi eða þá að hann vilji með nýbreytni sinni koma ögn til móts við pólsku stjórnina eftir að látið var í það skína að herlögum kynni að verða aflétt. Stórsprenging Olíuhreinsunarstöð við höfn vestur-þýsku borgarinnar Hamborg sprakk í loft upp síðasta laugardagskvöld og logaði glatt fram á sunnudag. Þrjú hundruð slökkviliðsmenn reyndu að ráða niðurlögum eldsins, en án árangurs. Tólf manns særðust í sprengingunni, sumir illa. Veður víða um heim Akureyri 14 skýjað Amsterdam 33 heióskfrt Aþena 32 heióskfrt Berlín 25 heióskfrt Brussel 30 heióakfrt Buenos Aires 15 heiðakfrt Chicago 30 heióskfrt Dublin 27 heióskfrt Frankfurt 32 heióskírt Genf 30 heióskírt Havana 29 skýjað Helsinki 29 heióskfrt Jerúsalem 28 heióskfrt Jóhannesarborg 19 heióskírt Kaupmannahöfn 28 heióskfrt Las Palmas 24 lóttskýjað Líssabon 27 heióskýrt London 32 heióskfrt Lu» Angeles 29 heiðskírt Madríd 35 heióskfrt Malaga 25 heiðskirt Mallorca 30 léttskýjaó Miami 31 skýjaó Moskva 27 heióskfrt New York 35 heióskfrt Osló 29 skýjað Parfs 33 heióskfrt Reykjavík 8 súld Róm 31 heióskfrt San Francisco 30 heióskirt Stokkhólmur 30 rigning Vancouver 18 skýjaó Vln 30 heióskýrt ■■■ 1 \v/ ERLENT Útgöngubanni í Chile framfylgt LÖGREGLA og hermenn voru á varðbergi í tveimur af stærstu borgum Chile í dag eftir að tíu ára gömul stúlka var drepin og fimm hundruð sextíu og fímm handtekn- ir í ófriðlegum mótmælum gegn tíu ára gamalli herstjórn landsins. Pinochet forseti reyndi að bæla niður mótmælin með útgöngu- banni frá klukkan átta að kvöldi til miðnættis í Santiego og Conc- eption, en öryggisvörðum mis- tókst þó að halda niðri hundruð- um ungra stjórnarandstæðinga, sem gerðu háreyst á götum úti í verkamannahverfum borganna. Mótmælin í dag eru hin þriðju sem að kveður á þremur mánuð- um.Var ókyrrðin mest við háskóla og dómshús en þar vildu leiðtogar kristilegra demókrata, sósíalista og kommúnista mótmæla at- vinnuleysi og þvingunaraðgerð- um, sem komið hafa til leiðar að allir helztu andstæðingar Pinoch- ets úr röðum stjórnmálamanna eða verkalýðsleiðtoga sitja nú undir lás og slá. Víkingar fá ekki vegabréfsáritun SOVÉTMENN hafa gert nokkuð sem engum öðrum hefur áður tek- izt. Þeir hafa stöðvað framrás vík- inganna. Áhöfn skips, sem byggt var að fyrirmynd víkingaskipanna fornu, hefur verið neitað um leyfi til sigla gegnum Sovétríkin í átt til Svartahafs. Hinir nú- tímalegu víkingar eru tólf sænskir fornleifafræðingar frá eynni Gotland í Eystrasalti. Skipið hefur nú verið dregið að landi á stöðuvatninu Zegrze í Póllandi, en hugmyndin var að halda áfram þaðan eftir ánni Bug til Rússlands. Tilgangur ferðarinnar mun hafa verið að sanna að víkingar gátu ferðast langar vegalengdir innanlands fyrir þúsund árum með því að sigla eftir ám og nota trjáboli til að toga skipin yfir þurrt land frá einni ár til ann- arrar. Leiðangursmenn hófu för sína fyrir fjórum vikum frá höfuð- borginni Visby í Gotlandi. Eftir að hafa siglt yfir Eystrasalt hélt skipið áfram upp ána Wisla í Póllandi til vatnsins Zegrze með- an bændur fylgdust forviða með af árbökkunum. Foringi leiðangursmanna, prófessor Erik Nylen, skipulagði 'eiðangurinn eftir að norskui sagnfræðingur fullyrti að það hefðu verið víkingar frá megin- landi Sviþjóðar en ekki frá Got- land, sem náðu til Svartahafs. „Það kom mér algerlega úr jafn- vægi," sagði Nylen. Beiðni Svíanna var neitað þrátt fyrir að Konunglega sænska vísindaakademían ítrek- aði hana. Víkingaskipið verður varðveitt í bænum Drohiczyn f Ferðin, sem ráðgerð var. Póllandi til vorsins 1984, en þeg- ar þar að kemur vona Svíarnir að Sovétmenn hafi séð ljóð á ráði sinu. Stuttfréttir Seldu smábörn til fórnar Nýja Delhí, 13. júlí. AP. LÖGREGLAN í Indlandi hafði í gær hendur í hári flokks manna sem hefur haft það að atvinnu, að ræna smábörnum og selja þau trú- arhópum sem fórna þeim til dýrð- ar guðum sínum. Náðist flokkur- inn eftir að lögreglan stöðvaði ofsatrúarmann sem var á leið í helli sinn í fjallahéruðum Norð- vestur-Indlands með smábarn í pokaskjatta sínum. Ætlaði hann að fórna barninu. Hann leysti frá skjóðunni og sagði hvar hann hefði keypt barnið. Kom í ljós að um umfangsmikla starfsemi var að ræða, sum hinna rændu barna seld til fórnar, en önnur þjálfuð til að betla. Ræningjarnir náðu þeim öllum með því að gefa þeim súkku- laðihúaðar svefntöflur. Gangverð- ið: 5 dollarar hvert barn. Barnamorð- ingi hengdur Búdapest, 13. júlí. AP. UNGVERSKUR barnamorðingi var hengdur í gær. Barnið sem um ræðir var 9 ára gamall drengur sem sá til mannsins er hann var að stela úr íbúð. Barði ræninginn drenginn til óbóta, hellti yfir hann bensíni og bar eld að. Sannkall- aður maðkur Chicago, 13. júlí. AP. RÉTTVÍSIN i Bandaríkjunum dæmdi svikahrapp nokkurn að nafni Loyi Sims til þriggja ára fangelsis i gær og gerði honum að greiða 2000 dollara sekt, auk þess sem honum var gert að endur- greiða saklausum fórnarlömbum sínum 243.000 dollara. Sims hafði auglýst mikið í blöðum hvernig menn gætu orðið ríkir á því að rækta ánamaðka. Hvatti hann alla þá sem vildu verða ríkir til að senda sér línu og tiltekna peninga- upphæð. Þeir voru margir sem vildu verða ríkir og Sims græddi vel. En upplýsingarnar sem hann sendi frá sér voru ýmis engar, eða tóm vitleysa. Sprenging hjá Grundig Fucrth, V-Þýskalandi, 13. júlí. AP. SPRENGING varð í Grundig út- varps- og sjónvarpsverksmiðjun- um í borginni Fuerth í Bæjara- landi í gær. Þurrkunarvél sprakk í loft upp og Tyrki nokkur sem stóð við hana lést samstundis. Sex aðrir sem stóðu álengdar slösuð- ust meira og minna. Músin og myrkrið Tókýó, 13. júlí. AP. SMÁ húsamús fór mikla helför inn í rafmagnstöflu ráðuneytisins í Tókýó í gær. Kom mikið skammhlaup og lést músin sam- stundis, en ráðuneytið myrkvaðist i nær fimmtíu minútur. öryggis- verðir fóru strax á stúfana, en fregnir herma að forsætisráðherr- ann, Nakasone, hafi ekki kippt sér upp við músaganginn. Sat hann á skrifstofu sinni, snæddi morgun- verð og las dagblað. Hann varð að leggja blaðið frá sér, en hann hætti ekki að borða. Eftir á kast- aði hann fram japönskum máls- hætti sem á við um alla menn: „Myrkrið nálgast alla hraðbyri".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.