Morgunblaðið - 14.07.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.07.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1983 y,ALlt f'nx þoi ég giftist, hcf ég sparcxb hverja. krónu. Nú ct. eg 6o." Ast er ... ... að 6aða /iawa í blómum. TM tag U.S Pat Oft.-alt rlghts reMrvtd •1983 l9* Anoalx Tlmes Syndicate Ég kasta bara upp á það? Með morgunkaffinu Ég get ekki talað lengi núna mamma, við fengum símareikninp . inn í morgun! HÖGNI HREKKVÍSI „ þó BfZT EKKI BOE>/K)M " Athyglisverð og tímabær ákvörðun Sigríður Sig. skrifar: „Velvakandi. Það er athyglisverð og tímabær ákvörðun að nú skuli könnuð hag- kvæmni í rekstri sjúkrahúsa og innan tryggingakerfis ríkisins. Fólki hefur oft fundist, að í þessum efnum mætti margt betur fara, þótt ekki sé nú staldrað nema við óhóflega langan biðtíma og — að virðist — margþættar, jafnvel oft endurteknar rannsókn- ir. Enginn efast um, að bæði heil- brigðisyfirvöld og læknar vilja fólki hið bezta. Fjölgun heilsu- gæzlustöðva hefur verið mikil, og annað er einnig mjög athyglisvert, að settar hafa verið á stofn einka- stofur læknahópa, sem bæði út- vega lækningarannsóknir og ann- ast smáaðgerðir (smærri „operat- ionir“), sem áður fyrr þóttu aðeins rúmast innan sjúkrahúsanna eða heilsugæzlustöðva. Ekki þarf langa upprifjun til að menn muni eftir, að Elli- og hjúkrunarheimilið Grund við Hringbraut annaðist alls kyns þvottahússþjónustu fyrir aðkom- andi fólk, fólkið utan úr bæ. Á Grund var til dæmis gott að koma til að fá vel frágenginn þvott, stífaða dúka og fleira. Þessi þjónusta var veitt af alúð og var hún vönduð og gegn mjög sann- gjörnu gjaldi. Viðmót fólksins á Grund var öllum minnisstætt og er það eflaust enn þann dag í dag. Um mötuneytin mætti skrifa langa sögu, sérstaklega um þau, sem rekin eru á kostnað ríkisins í tengslum við kjarasamninga. f Englandi, svo að dæmi sé tek- ið, er mikið um það, að starfsfólk fái „frímiða" (lunch vouchers), sem kaupmenn og ýmsir veit- ingastaðir taka á móti sem greiðslu. Þá losna fyrirtækin við Könnun á hagkvæmni út boða í sjúkrahúsarekstri MATTHfAS' Bfmrmam of lrTjgi,.|»r*óbrrra. befur riUA Mjáruraefad of fanljiri rfti—pil mé ktfuMU verði hagtvæ viihaM futeifM •* Hdrm. Heilbngðis og tryggingamála ráðherra hefur og riuð forstjóra Tryggingmstofnunar rikiaini og Tryggingmrráði brtf, þar sem þe*s er óskað að kónnuð verði af mannatrygginga. skerðist ekki frá því sem nú er. I bréfi riðherrm er gert ráð fyrir því að álitsgerðir fyrrgreindrm að- ila berist ráðuneytinu ekki siðmr Aldrei að vita Áslaug Jónsdóttir skrifar: „Kæri Velvakandi! Ég get nú ekki orða bundizt vegna lögregluverndarinnar, sem hann Georg Bush fékk þegar hann heimsótti okkur. Hún var að mörgu leyti ströng og góð, en þó er það eitt atvik, sem kom mér úr jafnvægi. Hér var í heimsókn flugsveit frá Ítalíu og var verið að minnast Balbó og félaga sem komu hér fyrir 50 árum og það man ég vel, enda þá ung að árum. En ég bara spyr: Er það ekki óhugnanlegt að leyfa þessari ítölsku sveit að vera að sveima hér yfir bænum rétt í þann mund sem Bush var að tygja sig til Bessastaða? Það er aldrei að vita hvenær þessir fljóthuga ft- alir missa stjórn á sér og vélum sínum — ekki treysti ég þeim. Þeir hefðu hæglega geta hrapað ofan á bifreiðina hans Bush eða þá farið í gegnum þakið á veizlusal Bessa- staða og þyrfti þá ekki að spyrja að leikslokum. Lögregluyfirvöld bæjarins hefðu átt að banna flug þessarar glæfrasveitar yfir erlendum og innlendum fyrirmönnum. Vona ég að einhverjir varðstjórar í lögregl- unni lesi þetta og taki til greina. Fyrst ég er nú farin að skrifa á annað borð þá vildi ég gjarna spyrja kirkjuyfirvöldin hvort ekki sé hægt að sjónvarpa beint frá prestastefnunni, því að ég held að það vekti lukku landsmanna. En ég verð að segja það að ég nýt þess vel að hlusta á viðtækið mitt, þó að betra væri náttúrulega að sjá þetta í sjónvarpinu og hafa það meira. Því að blessaðir prestarnir eiga allt gott skilið. En meira verður það ekki að sinni. Ég þakka fyrir góðan dálk þar sem Velvakandi er. Þar fær þjóðin að tjá sig, eins og nútíminn segir. Þessir hringdu . . . Getur leitt ferða- langa á villigötur Valgerður Helgadóttir, Eyja- firði, hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Mig langaði til að koma á framfæri athugasemd við vegakort, sem Landmælingar ríkisins gáfu út í fyrra. Það er eitt og annað merkt inn á þetta kort, eins og sundlaugar og ann- að svoleiðis. Mér sýnist þetta kort vera töluvert mikið vitlaust, en hef hins vegar hvergi séð neina athugasemd gerða við það, enda þótt ég hafi verið að svipast um eftir því. Ég ætla að nefna örlítið brot af þessu héðan úr Eyjafirði og nágrenni. Það er t.d. merkt sundlaug hér frammi við Saurbæ, þar sem aldrei hefur verið sundlaug. Hins vegar vant- ar sundlaugarnar hérna sitt hvorum megin, bæði við Hrafna- gil og Laugaland, en þar eru ágætis sundlaugar, hvorug merkt inná kortið. Austur í Reykjahlíð er ný og glæsileg sundlaug, sem ekki hefur komist inn á kortið. Vestur í Hjaltadal er sundlaug merkt inn á vitlaus- um stað. Svo get ég nefnt það til viðbótar, þó að þar sé ef til vill um meira álitamál að ræða, að ný leið suður frá Laugafelli, sem kölluð hefur verið Forsetaleið, af því að Kristján heitinn Eldjárn forseti fór hana fyrstur, hlýtur mun verri einkunn á kortinu en gamla leiðin sem liggur miklu norðar. Ég er nýlega búin að fara þessa leið og mér þykir hun margfalt betri en gamla leiðin, enda liggur hún mest á sléttum söndum. Á Austurlandi er t.d. vegurinn yfir öxi, úr Breiðdal niður í Berufjörð, sýndur í sama gæðaflokki og vegurinn hér inn- an Eyjafjarðar, en er að mínum dómi hálfgerður tröllavegur, þó að hann stytti mikið leiðina. Svo var að minnsta kosti síðast þeg- ar ég vissi. Þetta er nú bara það sem ég hef rekist á við fljóta skoðun á stöðum þar sem ég er kunnug, en eins og gefur að skilja getur svona ónákvæmni komið sér afar illa fyrir ferða- langa og leitt þá á villigötur, haldi þeir að hægt sé að treysta þeim upplýsingum, sem þeir hafa í höndunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.