Morgunblaðið - 14.07.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.07.1983, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1983 + Eiginkona mín, GUDMUNDÍNA ÞÓRUNN KRISTJÁNSDÓTTIR, fré Innra-Ósi, Stoingrímsfiröi, Öldutúni 4, Hafnartirði, lést 12. júli. Fyrir mina hönd, systkina hennar og annarra vandamanna. Jaröar- förin auglýst síöar. Siguröur Tryggvi Arason. t Minningarathöfn móöur okkar og tengdamóöur, BJARNVEIGAR DAGBJARTSDÓTTUR, fer fram i Dómkirkjunni föstudaginn 15. júlí kl. 13.30. Jarösungiö veröur frá Bíldudalsklrkju miðvikudaginn 20. júlí kl. 14.00. Börn og tengdabörn. Minning: Guðmundur Jónsson framkvæmdastjóri Fæddur 2. júlí 1927 Dáinn 7. júlí 1983 Guðmundur Jónsson fæddist í Reykjavík 2. júlí 1927 sonur hjón- anna Þóru Guðmundsdóttur og Jóns Jónssonar. Einn bróður átti Guðmundur, Grétar, hann er verkstjóri hjá Jarðborunum ríkisins. Jón faðir Guðmundar lést fyrir nokkrum árum, en Þóra lifir son sinn, komin hátt á níræðisaldur. Guðmundur ólst upp í vestur- bænum, og var því KR-ingur frá fyrstu tíð, og náði með því liði að verða íslandsmeistari í íþrótt sinni, knattspyrnu, sem hann fylgdist vel með alla tíð. Að loknu rafvirkjanámi 1948, bætti hann við menntun sína með framhaldsnámi í Vélskóla íslands 1950—1952, sem þá var eina leiðin til framhaldsnáms. Guðmundur vann síðan um árabil hjá Raf- magnsveitum ríkisins m.a. í raf- magnseftirliti með húsveitum og háspennubúnaði og var þá búsett- ur á Akranesi lengst af, eða fram undir 1963. Á þessum árum, eða 1948—1954 lék Guðmundur knattspyrnu með Akranesliðinu, og var einn þeirra sem skipaði „Gullaldarlið" Akra- ness. Auk þess tók hann þátt í fé- lagsmálum ýmsum. Kynni okkar Guðmundar hófust þegar við unnum báðir hjá RARIK eftir 1963. Báðir leituðu aukaverk- efna, sem einkum voru við teikn- ingar raflagna í hús. Um tíma unnum við báðir við slíkt hjá + Eiginmaður minn, faöir, tengdafaöir og afi, HALLGRÍMUR JÓNSSON, fyrrverandi húsvöröur hjá Sláturfélagi Suöurlands, andaöist i Borgarspítalanum 13. júlí. Þóranna Magnúsdóttir, Jónas Hallgrímsson, Anna Margrét Lárusdóttir, og börn. + Eiginkona min, MARGRÉT SIGRfÐUR JÓHANNSDÓTTIR, frá Akranesi, Blönduhlíö 20, Raykjavík, veröur jarösungin frá Akraneskirkju föstudaginn 15. júlí kl. 14.30. F.h. vandamanna, Lárus Þjóöbjörnsson. + Þökkum auösýnda samúö við andlát og jaröarför ÁGÚSTU KRISTÍNAR SIGURBJÖRNSDÓTTUR, frá Hornafiröi. Eyjólfur J. Stefánsson, Sigmar Eyjólfsson, Mjallhvft Þorláksdóttir, Hreinn Eyjólfsson, Þrúöur Ingvarsdóttir, Kristinn Eyjólfsson, Valgeröur Hrólfsdóttir, Elísabet Eyjólfsdóttir, Bjarni Jónsson og barnabörn. Skrifstofa Verkamannasambands íslands veröur lokuð í dag fimmtudaginn 14. júlí vegna jaröarfarar Sigurðar Guögeirssonar. Vegna jarðarfarar Sigurðar Guögeirssonar veröa skrifstofur Dagsbrúnar lokaðar fimmtudaginn 14. júlí. Verkamannafélagiö Dagsbrún. Skrifstofa okkar er lokuð í dag frá kl. 13 vegna jaröarfarar Guömundar Jónssonar framkvæmdastjóra. Línuhönnun hf. Teiknistofa okkar er lokuð í dag eftir hádegi vegna jarðarfarar Guömundar Jóns- sonar. Arkitektastofan sf. Ormar Þór Guömundsson, Örnólfur Hall, Borgartúni 17. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför systur, fóstursystur, mágkonu og frænku okkar, JAKOBÍNU PÁLMADÓTTUR, handavinnukennara Guörún Pálmadóttir, Lilja Jónsdóttir, Baldur Hólmgeirsson, Guómundur Baldursson, Birgir Ragnar Baldursson, Aðalheiöur Snorradóttir, Snorri Jóhannesson, Pálmi Jóhannesson, Hallgrímur Indriöason, Þuríður Vilhelmsdóttir, Hólmgeir Baldursson, Sigrún Jóhannesdóttir, Siguröur Jóhannesson. Lokað í dag venga jaröarfarar SIGURDAR GUÐGEIRSSONAR. Lífeyrissjóður Landssambands vörubifreióastjóra, Landssamband vörubifreiöastjóra. Skrifstofur okkar eru lokaðar í dag eftir hádegi vegna jarðarfarar Guðmundar Jóns- sonar. Fjarhitun hf. Borgartúni 17. Skrifstofur okkar veröa lokaðar í dag fimmtudag 14. júlí vegna jaröarfarar Guömundar Jónssonar framkvæmdastjóra. Rafteiknun hf. Borgartúni 17. Vegna jaröarfarar Siguröar Guögeirssonar veröur skrifstofa okkar aö Suöurlandsbraut 30 lokuð fimmtudaginn 14. júlí frá kl. 12 aö hádegi. Lífeyrissjóóur Dagsbrúnar og Framsóknar. fyrirtækinu Jóhann Rönning, og ákváðum þá að stofna félag um þessa aukavinnu, og varð það að veruleika 1965 og var félagið skýrt Rafteikning. Það var svo árið 1967 að við réðumst í að leigja okkur húsnæði, og vera í þessum störfum alfarið, og þótti mörgum í mikið ráðist, og hæpið að fara úr öryggi því sem föstu starfi fylgdi. Frá fyrstu tíð sá Guðmundur um allan daglegan rekstur, með öðrum störfum, og hefur gert æ síðan af öryggi og festu, og dafn- aði fyrirtækið vel undir stjórn hans. Fyrirtækið óx og verkefnum fjölgaði, og Guðmundur mætti auknu álagi og breyttum aðstæð- um af skynsemi og dugnaði. Hann hikaði ekki við að leita ráða í mál- um sem hann taldi aðra bera betra skynbragð á og var fljótur að til- einka sér ábendingar og hafa gagn af sanngjarnri gagnrýni, sjálfur var ég oft fjarverandi vegna ann- arra starfa, en var nú að hefja störf að nýju með mínum fyrri fé- lögum, og datt síst í hug að ekki fengi ég notið samvinnunnar við Guðmund nema skamma stund enn. Því hann var næstum jafn kvikur og léttur og áður — og veikindi hvað þá endalok fjarri huga okkar, þegar við ræddum framtíðina fyrir fáum dögum. En nú er skarð fyrir skildi, eins og ég veit að allir samstarfsmenn hans taka undir með mér, sem vandfyllt verður. En enginn má sköpum renna, og þegar horft er til baka, er það einlægni, einurð og atorka mannsins, Guðmundar Jónssonar, sem við blasir, og sem ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast og njóta. Um Guðmund gilda hin sí- gildu orð Hávamála. „Deyr fé deyja frændur deyr sjálfur it sama En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur.“ Fjölskyldu Guðmundar, Gullu og börnunum' þremur, Jóni Þór, Ölmu og Hrefnu, móður hans Þóru og bróður, Grétari, tengdamóður, tengdabörnum og barnabörnum sendum ég og kona mín innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að gefa þeim styrk í raunum sínum. Egill Skúli Ingibergsson Fyrir fjórum árum hófst sam- starf okkar Guðmundar Jónsson- ar. Guðmundur tók þátt í stofnun verkfræðistofunnar Línuhönnun hf., og sá um fjármál fyrirtækis- ins fyrstu tvö árin. Við nutum á þessum tíma ráðvendni, ná- kvæmni og reglusemi Guðmundar og ekki síst hjálpsemi hans og góðra ráða í starfi. Erfitt reynist að hugsa sér Guðmund fallinn í valinn, því hraustlegt útlit hans bar þess engin merki er við sá- umst síðast. Gullu og börnunum vottum við einlæga samúð okkar. Árni Bjöm Jón- asson, Ríkharður Kristjánsson. Guðmundur Jónsson fram- kvæmdastjóri Rafteikningar hf. féll skyndilega frá fimmtudaginn 7. þ.m. Hann var við laxveiðar í Stóru-Laxá, með syni sínum og tengdasyni er kallið kom, öllum að óvörum. Guðmundur og Gulla kona hans höfðu haft það fyrir sið síðustu ár að safna fjölskyldu sinni saman í veiðiferð í Stóru- Laxá, en þar er umhverfið fagurt og stórbrotið í senn. Með þeim voru þá börn, tengdabörn og barnabörn, en í síðustu veiðiferð- inni voru karlmennirnir aðeins þrír, eins og að framan greinir. Ég kynntist Guðmundi árið 1967, en þá tók Rafteikning á leigu skrifstofuhúsnæði að Álftamýri 9, sem Fjarhitun hf. átti, og þar var opnuð fyrsta skrifstofa Rafteikn- ingar. Hófst brátt góð vinátta og náið samstarf okkar, sem varði til hinstu stundar. Fyrirtækin sem við unnum fyrir höfðu á hendi verkfræðiráðgjöf við fjölmörg verkefni, stór og smá. Fjarhitun á sviði byggingar- og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.