Morgunblaðið - 14.07.1983, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.07.1983, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1983 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI , TIL FÖSTUDAGS nr i\y <y^p?t)r ir að halda uppi mötuneytum og val- ið verður frjálsara. Á Bretlandseyjum sem víðar er það einnig afskaplega algengt, að hreinsunarstörf, t.d. ræsting, gluggaþvottur og fleira, sé boðið út. Þann þátt annast þar með verktakafyrirtæki af ýmsum stærðum. Heilbrigðisþjónustan er nú mjög í sviðsljósinu í Bretlandi. Svo er einnig á meginlandi Evr- ópu, til dæmis í Þýzkalandi. Ábendingin er alltaf sú, að oft á tíðum mætti betur fara, ef ein- staklingar mundu annast þjónust- una á eigin ábyrgð. Innan læknis- fræðinnar er þetta þó með þeim fyrirvara, að ekki sé verið að „spila á kerfið", en það er víða orð- ið ærið verkefni að gæta þess, að svo verði ekki gert, skattborgaran- um aðeins til íþyngingar, þegar fram í sækir. Ef marka má nýja símaskrá og skráningar í Lögbirtingablaði, er við því að búast, að læknar setji nú á stofn (í síauknum mæli) þess- ar einkastofur læknahópa, — sérgreinahópa. Læknar eru í þessum efnum mjög að nálgast spítalasviðið og alveg sérstaklega með það hlut- verk, sem heilsugæzlustöðvunum var ætlað. Mannaskipti hafa verið nokkuð tíð á heilsugæzlustöðvum, jafnvel hér alveg í næsta nágrenni höfuðborgarinnar. Það veitir ekki af að kanna hag- kvæmnina. Spítalar, rétt eins og bankarnir, ættu að geta létt svolítið yfir þjón- . ustunni og gert hana borgurunum aðgengilegri." „Óáfengt vín“ J.Á.G. skrifar: „Velvakandi Fyrsta kraftaverk Jesú var ekki einungis að breyta vatni í vín í brauðkaupinu í Kana, heldur í betra vín en á borðum hafði verið. Var það þó andstætt þeirrar tíðar siðvenju samanber orð kæmeist- arans í Jóh. 10,2: „Hver maður set- ur fyrst góða vínið fram, en þegar menn eru orðnir ölvaðir, hið lak- ara; þú hefur geymt hið góða vín þangað til nú.“ Síðustu kvöldmál- tíðar Jesú með postulum sínum hefur kristin kirkja æ síðan minnst með því að menn dreypi á víni og eti brauð svo sem var á þeirra borði. Góðtemplarar vilja nú nota „óáfengt vín“ við altarisgöngu. Sá er þó hængur á að vín eru ætíð áfeng. Ber þar allt að sama brunni: almenna málnotkun og skýringar í orðabókum. Þetta vissi prestur sá sem talaði fyrir því á prestastefnu að bergt skyldi á safti við heilaga kvöldmáltíð. Nokkrir lýstu með fjálgum orðum stuðningi sínum. Þá steig sr. Sig- urður Einarsson í pontuna. Ef kirkja Krists treystist ekki til þess að notast við náðarmeðulin óbreytt svo sem þau hefðu verið frá síðustu kvöldmáltíð Jesú til þessa dags, þá þekkti hann einn drykk sem henta kynni. Hann hefði ýmsa kosti, væri þjóðlegur og háskalaus með öllu: mysu. Fleiri urðu ræðumenn ekki og málið aldrei reifað framar á prestastefnum. Templarar: Drekkið sjálfir saft eða mysu — óáfengt vín er ekki til boða í heiminum öllum — en leyf- ið okkur að dreypa á við Guðs borð „þessum ávexti vínviðarins" sem Jesús sjálfur hefur heitið að drekka með okkur á himnum. (Matth. 20,29.) SkrifiÖ eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur les- endur til að skrifa þætt- inum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrit- uð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Heiður þeim sem heiður ber Ástríður Thorarensen, Barmahlíð 49, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að leið- rétta misskilning sem orðið hefur út af grein, sem birtist í Velvak- anda sl. föstudag og fjallaði um hjónabandið. Ég er alltaf að fá þakkir fyrir þessa grein, sem ég hef ekki skrifað og ekki heldur sonardóttir mín og nafna. Ég segi bara: heiður þeim sem heiður ber. Og ég vona, að þessi kona gefi sig fram og taki við sínum heiðri. GÆTUM TUNGUNNAR Heyrst hefur: Það er garður beggja megin við húsið. Rétt væri: ... báðum megin við húsið. Eða: ... beggja vegna við húsið. S2P SIGGA V/öGA fi Á/LVE^W I DAG kynnum við System 2 veggeiningarnar sem gefa þér jafn- marga möguleika til aö gera fallegu stofuna þína fallegri en hugmyndaflug þitt nær. Þetta eru skápaeiningar í stærðun- um H87xB82xD38 cm og H87xB50xD38 cm, sem má raöa hliö viö hliö eða ofan á hver aöra, — allt eftir því hvaö er nauðsynlegt og snoturt. System 2 er viöurkennd gæöavara — meö 3ja ára ábyrgö á smíöi, og skáparnir fást í beyki, dökklitu kótó, mahony, beyki meö rauöum eöa hvítum hurö- um og svo alveg hvítir. Þaö er engin tilviljun aö System 2 skáparnir eru mest seldu einingaskápar á Noröurlöndum. Þú getur keypt þá smám saman eftir því sem þörf þín vex. 20:246 x 174/87 x 38 2:296 x 174 x 38 íi J i. jL íi. II Y I f immii _____ * n*! ■ sm ÍtI ■ l ; !*« •. * Illtt WlMM Nr. 36: reol Nr. 38: kommode Nr 34: hi-fi element Nr. 29 skab -1---------62------- Nr. 26: reol Nr. 23: skab Nr. 27: stereoel6ment Nr 28: kommode Nr. 20: skab Aöeins 25% útborgun og eftirstöðvar á 6—8 mánuöum Littu inn. Þaó borgar sig BUSGAGNAUÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.