Morgunblaðið - 14.07.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.07.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚLl 1983 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl Breytingar hjá Eimskip ÞÆR breytingar hafa verið gerðar hjá Eimskip, að Garðar Þorsteinsson hefur tekið við forstöðu flutningadeildarinnar Ameríka/stórflutningar af Árna J. Kteinssyni, sem tekur við deildarstjórastöðu í viðskiptaþjónustudeild félagsins. Garðar Þorsteinsson hefur verið aðstoðarforstöðumaður deildarinn- ar, sem hann tekur nú við forstöðu í, en hann hóf störf hjá Eimskip haustið 1971, fyrst í tjónadeild og strandflutningadeild, en hefur starf- að í flutningadeild síðan árið 1975. Eins og áður sagði hefur Árni J. Steinsson verið forstöðumaður flutningadeildarinnar Ameríka/- stórflutningar, en hann starfaði áð- ur í flutningadeild félagsins. i \ \immi mm i m! i I ' 1 1 yw Islenzka járnblendifélagið: Útflutningur hefur aukizt um 18,4% í ár Árni J. Steinsson Garðar Þorsteinsson Kristján O. Skagfjörð kynnir Digital-tölvur — segir Stefán Reynir Kristinsson, fjármálastjóri fyrirtækisins TÖLVUDEILD Kristjáns Ó. Skagfjörð mun fimmtudaginn 21. júlí nk., ásamt starfsmönnum frá Digital Equipment Corporation, standa fyrir kynningu i ráðstefnusal Hótels Loftleiða á hinum nýju einkatölvum frá Digital, að sögn Hálfdáns Karlssonar. Gunnar Helgi Hálfdánar- son tekur við framkvæmda- stjórn að nýju Framkvæmdastjóraskipti urðu hjá Fjárfestingarfélagi íslands 1. júlí sl. Við starfi framkvæmdastjóra tók Gunnar Helgi Hálfdánarson, rekstrar- hagfræðingur, en Gunnar var í leyfi frá störfum frá því i ágúst 1981. Á umræddu tímabili stundaði Gunnar nám í rekstrarhagfræðum við McMaster-háskólann í Kanada og lauk því með meistrargráðu nú í vor. Sérsvið Gunnars var fjármála- stjórn fyrirtækja og fjárfestingar- ráðgjöf fyrir einstaklinga. I frétt frá Fjárfestingarfélaginu segir, að félagið vænti sér góðs af reynzlu og sérþekkingu Gunnars á fjármálasviðinu í því brautryðjanda- starfi, sem félagið reyni stöðugt að vinna í íslenzku þjóðfélagi. Fráfarandi framkvæmdastjóri er Sigurður Ingimarsson. „Þessar tölvur hafa nýlega verið kynntar víðast hvar í heiminum og er afgreiðsla hafin í flestum löndum. Um þrjár tölvur er að ræða, „Rain- bow“, „Professional 325“ og „Pro- fessional 350“. Sú fyrstnefnda hefur 64 Kb vinnsluminni og er stækkanleg í annaðhvort 128 Kb eða 256 Kb. Hún keyrir undir CP/M stýrikerfi hvort heldur 8 eða 16 bita. Einnig er hægt að fá á hana MS-DOS stýrikerfi, þannig að úrval forrita er mikið," sagði Hálfdán. „Hvað hinar tölvurnar snertir, þá eru þær báðar 16 bita og keyra undir svokölluðu P/OS stýrikerfi sem er hannað af Digital. Einnig er hægt að fái þær 8 bita CP/M stýrikerfi. Með tölvunum fylgir innbyggð diskettustöð fyrir tvær diskettur og inniheldur hver disketta allt að 400 Kb. Hægt er að bæta við diskettu- stöð, þannig að möguleiki er að hafa 4 diskettur í einu,“ sagði Hálfdán. „ÚTFLUTNINGUR okkar, fyrstu fímm mánuði ársins, var samtals 17.869 tonn og hafði aukizt um tæplega 18,4% frá því á sama tíma í fyrra,“ sagði Stefán Reynir Krist- insson, fjármálastjóri íslenzka járnblendifélagsins, í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir stöðu fyrirtækisins. „Verðmæti þessa útflutnings er liðlega 169,9 milljónir króna og hefur því aukizt um 123% milli ára, en verðmæti útflutn- ings fyrirtækisins fyrstu fimm mánuði ársins í fyrra var um 76,2 milljónir króna.“ Stefán Reynir sagði verðlag á heimsmarkaði hafa haldið áfram að hækka jafnt og þétt, en ennþá vantar þó 15-20% upp á það verð, sem íslenzka jár.i- blendifélagið þarf að fá, til að ná endum saman. „Ástandið nú er þó allt annað og betra, en það var á mestu erfiðleikatímunum í fyrra og 1981,“ sagði Stefán Reynir. Aðspurður sagði Stefán Reyn- ir, að öll framleiðsla verksmiðj- unnar væri þegar seld langt fram á vetur og því benti allt til þess, að áætlanir um liðlega 50 þúsund tonna framleiðslu í ár „Tæki þessi, sem eru ein full- komnustu vídeótæki sinnar teg- undar, opna nýja möguleika fyrir kvikmyndagerðarmenn á sviði kynningarmynda, auglýsinga, fræðsluefnis fyrir skóla og dagskrárgerðarefnis fyrir sjón- varp,“ sagði Jón Þór ennfremur. Að sögn Jóns Þórs eru tækin svokölluðu „Broadcast quality“- tæki, sem flestar sjónvarpsstöðvar á Norðurlöndunum nota til út- sendingar á dagskrárefni. Full- myndu standast, en það yrði mesta framleiðsla fyrirtækisins frá stofnun þess. kominn litleiðréttingarbúnaður fylgir tækjunum. „Saga Film var stofnað árið 1944 og hefur frá upphafi staðið fyrir framleiðslu fræðslu- og kynningarmynda auk leikinna kvikmynda svo sem Lilju, óðali feðranna og nú síðast Hússins. Þá hefur Saga Film verið stærsti framleiðandi sjónvarpsauglýsinga hérlendis um árabil," sagði Jón Þór Hannesson ennfremur. Menn greinir á um áhrif halla á ríkisfjármálum HALLI á ríkissjóði verður a.m.k. 860 milljónir króna á þessu ári, ef ekki koma til áformaðar sparnaðarráðstafanir, sem miða að því að koma hallanum niður í nær 500 milljónir króna, að því er segir í nýjasta fréttabréfi Verzlunarráðs íslands. Þar segir ennfremur, að halla- rekstur af þeirri stærðargráðu sem hér um ræði nemi um það bil 1-2% af áætlaðri þjóðar- framleiðslu í ár. Vitnað er í danska vikuritið Politisk Uge- brev, þar sem nýverið birtist meðfylgjandi tafla yfir rekstr- arhalla ríkissjóða helztu iðn- ríkja. „Ef halli ríkissjóðs ísiands væri svipaður og hjá Dönum væri þar um að ræða um eða yfir 7 milljarða króna halla, sem flestir mundu sjálfsagt túlka sem beina ávísun á efnahagslegt hrun hér á landi," segir enn- fremur. Þá segir: „Reyndar hefur menn greint verulega á um halla á ríkisfjármálaum. Skiptar skoð- anir eru um það. Annars vegar eru þeir, sem telja jöfnuð í ríkis- fjármálum nauðsynlegan, en hins vegar eru þeir, sem telja ekki tiltökumál þótt ríkissjóður sé rekinn með halla um lengri eða skemmri tíma.“ Paul Roberts, fyrrverandi að- stoðarfjármálaráðherra Banda- ríkjanna, ritaði grein um þetta efni í Wall Street Journal, 2. júní sl. og komst að eftirfarandi niðurstöðu: „Lántaka kann að vera hagkvæmari leið en skatt- heimta til að fjármagna útgjöld ríkissjóðs. Skattar falla oft með mestum þunga á þá, sem nota framleiðsluþætti og framleiða vöru með mestri hagkvæmni, en með lántöku ríkissjóða á skil- virkum fjármagnsmarkaði er fjármagnið tekið frá þeim, sem það nota með minnstu hag- kvæmni." Tekjur mínus gjold á fjárlögum 198 í % af vergri þjóóarframleiösl Danmörk -13.5% ftalía -11.9% Belgía -10.7% Svíþjófl - 8.0% Kanada - 6.5% Holland - 5.4% Bandaríkin - 5.1% V-Þýzkaland - 4.1% Horegur - 3.9% Frakkland - 3.0% Austurríki - 2.4% Japan - 2.3% Bretland - 2.0% I fréttabréfi Verzlunarráðsins segir, að galli á þessari aðferð sé þó sá, að lán þurfi að greiða og það verði ekki gert endalaust með nýjum lántökum. „Fyrr eða síðar þarf að skattleggja fyrir útgjöldum ríkisins. Því er nauð- synlegt að halda ríkisútgjöldum innan hóflegra rnarka." Saga Film kaupir fullkomin úrvinnslu- tæki fyrir myndbönd SAGA FILM hf. gerði fyrir nokkrum dögum samning við hið kunna fjölmiðl- unarfyrirtæki Sony Broadcast um kaup og uppsetningu á fullkomnum úr- vinnslutækjum fyrir myndbönd, að sögn Jóns Þórs Hannessonar, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.