Morgunblaðið - 20.07.1983, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1983
Hraðfrystihús Patreksfjarðar.
10 til 15 milljónir
kr. til að lagfæra
lausafjárstöðuna
Pmtreksfirði 19. júli. Frá Helga Bjvnuyni, frétUmanni Mbl.
HRAÐFRYSTIHÚS Patreksfjarðar
hefur enn ekki greitt þau tveggja vikna
laun, sem starfsfólk fyrirtækisins á
inni hjá því þrátt fyrir loforð forráða-
manna fyrirtækisins um að það yrði
gert í dag. Launaskuldin er um 950.000
krónur. Að sögn Jóns Kristinssonar,
framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins,
eru þeir peningar, sem búið var að út-
vega til greiða launin, nú loksins
komnir í hendur forráðamanna fyrir-
tækisins og í kvöld var byrjað að telja
peningana í launaumslög starfsfólks-
ins. Sagði hann, að þau yrðu greidd
strax í fyrramálið. Jón sagði, að sein-
virkni bankakerfisins væri ástæða
þessarar tafar á greiðslu launanna
undanfarna daga.
Starfsfólkið mun mæta á vinnu-
stað í fyrramálið, en byrjar ekki að
vinna fyrr en launin hafa fengizt
greidd að sögn Högna Halldórsson-
ar, trúnaðarmanns starfsfólks
Hraðfrystihússins. Starfsfólkið
mætti flest allt til vinnu í morgun,
en eftir hádegið hóf það ekki vinnu
fyrr en framkvæmdastjóri fyrirtæk-
isins hafði rætt við það og skýrt
stöðu mála. Högni sagði, að starfs-
fólkið væri afar óánægt og hefði það
komið mikið niður á vinnunni und-
anfarna daga.
Togari Hraðfrystihússins, Sigurey,
liggur enn bundinn við bryggju.
Hann kom í gærmorgun til hafnar
úr góðri veiði en hefur ekki komizt
út aftur vegna erfiðleika á að fá olíu
afgreidda. Jón Kristinsson sagði í
kvöld, að skipið væri að öðru leyti
tilbúið til veiða. Sagðist hann reikna
með, að olían fengist afgreidd í
fyrramálið og færi skipið þá strax út
til veiða.
Jón sagðist ekki geta sagt til um
hvað þessi síðasta ráðstöfun dygði
lengi, hún væri eingöngu til bráða-
birgða og alls engin lausn í sjálfu
sér. Sagði hann, að til að koma
lausafjárstöðu fyrirtækisins í viðun-
andi horf þyrftu að koma 10 til 15
milljónir inn í fyrirtækið. Sagði
hann, að þau mál væru enn í athug-
un auk þess, sem unnið væri að því
að finna fyrirtækinu rekstrar-
grundvöll.
Bókaútgáfan Helgafell:
Ný útgáfa á verkum
Davíðs Stefánssonar
,,1‘AÐ liggur ekki alveg Ijóst
fyrir hvaö kemur út af bók-
um hjá okkur með haustinu,
en við erum að hefja nýja út-
gáfu á verkum Davíðs Stef-
ánssonar og væntanlegar eru
einar fimm bækur af þeim,“
sagði Böðvar Pétursson hjá
bókaútgáfunni Helgafelli er
hann var inntur eftir því
hvers væri að vænta frá þeim
með haustinu.
Böðvar sagði að fyrir utan
bækurnar með verkum Davíðs
Stefánssonar væri einnig að
vænta nýrrar útgáfu á Gerplu
eftir Halldór Laxness með skýr-
ingum eftir Helga J. Halldórs-
son, sem í aðra röndina væri
nokkurs konar skólaútgáfa.
Aðspurður sagði Böðvar að
þau verk sem kæmu út eftir
Davíð Stefánsson væru í raun-
inni tíu ljóðabækur, sem nú
Davíð Stefánsson
væru gefnar út í fjórum bindum
og skáldsagan Sólon íslandus, en
ekki væri enn afráðið hvort hún
yrði gefin út í einni eða tveimur
bókum.
Deiliskipulag samþykkt
BORGARRÁÐ samþykkti á fundi í
gær deiliskipulagstillögu Aðalsteins
Richter, arkitekts, að væntanlegu
byggingarsvæði sunnan Hamrahlíðar
og vestan Stigahlíðar, en þarna er um
20 einbýlishúsalóðir að ræða. Jafn-
framt var samþykkt að leita til skipu-
lagsstjórnar varðandi auglýsingu,
vegna þess að um breytingu á aðal-
skipulagi er að ræða.
Svæði það sem hér um ræðir er
124.662 fermetrar að stærð og af-
markast af Hamrahlíð, syðri hluta
Stigahlíðar, vesturmörkum Veð-
urstofu íslands, norðurmörkum
fyrirhugaðs Bústaðavegar og Háu-
hlíð.
Af fyrirhuguðum skipulagsskil-
málum má nefna að miðað er við
að heimilt sé að hafa bílageymslu
fyrir tvo bíla og að hús skuli vera
ein hæð með lágu risi, en leyfilegt
sé að hluti húss sé tvær hæðir.
Grunnflötur húss að bílageymslu
meðtalinni má vera allt að 200 fer-
metrar, auk 80 fermetra á 2. hæð,
eða allt að 240 fermetrar, ef húsið
er einnar hæðar. Hámarkshæð
húsa frá hæðarkvóta aðalgólfs má
vera 6 metrar, en að öðru leyti er
húsgerð frjáls, en þó þannig að
húsin falli vel að landslagi.
Meðfylgjandi teikning er af
skipulagstillögunni.
„Morgunblaðið mótar
ekki stjórnarstefnuna“
— segir Sverrir Hermannsson um viðskiptin við Sovétríkin
„NEI, það er ekki, en hins vegar sagði
ég það að ég væri áhugamaður um og
fylgjandi viðskiptum við allar þjóðir,
þar sem þau væru íslandi hagkvæm.
Það kom fram í framhaldi af þessu,
líklega hjá sendiherra Sovétríkjanna,
sem vísaði á skrif Morgunblaðsins að
undanförnu, og ég sagði það að Morg-
unblaðið mótaði ekki stefnu íslensku
ríkisstjórnarinnar," sagði Sverrir Her-
mannsson iðnaðarráðherra í samtali
við Morgunblaðið í gær, en Sverrir var
spurður hvort rétt væri að hann hefði
sagt í viðræðum við sjávarútvegsráð-
herra Sovétríkjanna, að hann væri and-
snúinn stefnu Morgunblaðsins varð-
andi viðskipti við Sovétríkin, en slíkt
hefði blaðið fregnað.
„Ég sagðist vera áhugamaður um
öll viðskipti við hvaða þjóðir sem
væri, ef þau væru okkur hagkvæm
og svo kom þetta fram, að Morgun-
blaðið mótaði ekki ríkisstjórnar-
stefnu í þessum sökum. Þetta finnst
mér ekkert athugavert við, því
Morgunblaðið vill ekki vera stjórn-
arblað núna, er það?“ sagði Sverrir.
„Auðvitað eigum við ekki að binda
okkur að einu eða neinu leyti, nema
við höfum bundist menningarsam-
böndum og Alþingi stundar gagn-
kvæmar heimsóknir, sem ég hefi
staðið fyrir sem einn af forsetum og
þannig er að við viljum stunda vin-
áttu við alla menn,“ sagði Sverrir,
þegar hann var spurður hvort eðli-
legt væri að binda saman hagsmuni
ríkjanna utan viðskiptasviðs.
Sverrir var spurður um óhagstæð-
an viðskiptajöfnuð við Sovétríkin og
hann sagði: „Það er hann og þess
vegna þurfum við að selja þeim
meira. Við þurfum að selja saltsíld
og það verður áreiðanlega erfitt um
vik í haust við sölu saltsíldar og við
þurfum að selja meira af karfaflök-
um og svo framvegis. Þetta er þýð-
ingarmikill markaður, og okkar
flokkur var sá sem fyrstur gerði al-
varlegan viðskiptasamning við Sov-
étríkin, árið 1953,“ sagði Sverrir
Hermannsson.
Álviðræður á fimmtudag og föstudag:
Tilboð Alusuisse um hækk-
un á raforku ræður úrslitum
Viðræðunefnd íslands hefur kynnt
sér starfshætti Coopers & Lybrand
VIÐRÆÐUR mllli fulltrúa Alusuisse
og ríkisstjórnar íslands fara frara í
Reykjavík á fimmtudag og föstudag.
Þess er vænst að samkomulag takist
í upphafi fundar um fyrirkomulag
hinna eiginlegu samningaviðræðna
og tímamörk þeirra. Verður síðan
tekið til við að ræða um raforkuverð,
stækkun álversins í Straumsvík,
eignarhluta Alusuisse og aðra þætti
álmálsins, en könnunarviðræður
nýrrar viðræðunefndar ríkisstjórnar-
innar og fulltrúa Alusuisse fóru fram
25. júní síðastliðinn.
Eftir þann fund liggur fyrir að að-
ilar eru sammála um að vísa deil-
um vegna súrálsverðs og ágrein-
ingi um skattamál til sérfræðinga-
nefnda en ekki í alþjóðlegan gerð-
ardóm. Þeir aðilar sem Morgun-
blaðið ræddi við í tilefni af við-
ræðunum nú treystu sér ekki til að
segja af eða á um það, hvort sam-
komulag um einstök efnisatriði
tækist núna.
Hjörleifur Guttormsson, þáver-
andi iðnaðarráðherra, sleit við-
ræðum við Alusuisse í desember
1982 og síðan skiptust aðilar á
skeytum fram eftir vori. Eftir að
ný ríkisstjórn tók við 26. maí og
Sverrir Hermannsson varð iðnað-
arráðherra var ákveðið að taka
þráðinn upp að nýju við Alusuisse.
Skipuð var viðræðunefnd undir
forystu dr. Jóhannesar Nordal,
seðlabankastjóra, og efndi hún til
fundarins hér í júní.
Morgunblaðinu er kunnugt um
að íslenska viðræðunefndin hefur
rætt við fulltrúa breska endur-
skoðendafyrirtækisins Coopers &
Lybrand og meðal annars kynnt
sér hvaða umboð fyrirtækið fékk
frá Hjörleifi Guttormssyni og sér-
fræðingum hans. Fyrir réttum
tveimur árum birti Hjörleifur
opinberlega skýrslu Coopers &
Lybrand, þar sem því var meðal
annars haldið fram að með tilliti
til súrálsviðskipta milli óskyldra
aðila sé ekki óeðlilegt að álykta að
á tímabilinu frá ársbyrjun 1975
fram á mitt ár 1980 hafi ÍSAL,
eigandi álversins í Straumsvík,
greitt um 16 milljónum dollara
hærra verð fyrir súrál til Alu-
suisse en tíðkaðist í viðskiptum
milli óskyldra aðila á þessu tíma-
bili. Hefur þessi niðurstaða jafnan
verið dregin í efa af Alusuisse og
mun nú samkomulag um að deil-
unni um hana verði vísað til sér-
skipaðra endurskoðenda.
Dr. Dietrich Ernst, einn aðal-
forstjóra Alusuisse, sem er í við-
ræðunefnd fyrirtækisins sagði í
viðtali við Morgunblaðið fyrir
könnunarviðræðurnar í júní, að
vilji Alusuisse stæði til þess að
stækka álverið í Straumsvík þann-
ig að framleiðslugeta þess verði
150—200 þúsund tonn í stað
80—85 þúsund tonna nú og jafn-
framt yrði sú breyting gerð að
Alusuisse yrði heimilað að selja
50% eignarhlut í fyrirtækinu í
stað 49% nú.
Viðkvæmasti þáttur málsins er
orkuverðið og hækkun á því. Það
er nú 6.45 mills. Hefur sú tilhögun
verið rædd að strax komi til
svonefnd upphafshækkun á orku-
verði. Tölur vantar hins vegar og
er þess beðið með nokkurri
óþreyju hvaða tilboð fulltrúar
Alusuisse gera. Það fer ekki síst
eftir því hvort samningar komast
á skrið eða ekki.
1 íslensku viðræðunefndinni
verða dr. Jóhannes Nordal, og full-
trúar stjórnarflokkanna þeir dr.
Gunnar G. Schram og Guðmundur
G. Þórarinsson auk embætt-
ismannanna Páls Flygenring,
ráðuneytisstjóra, og Garðars
Ingvarssonar, ritara nefndarinn-
ar. Dr. Paul Múller verður í f0r-
ystu fyrir Alusuisse og auk hans
koma frá Sviss dr. Dietrich Ernst
og Kurt Wolfensberger en frá
ÍSAL verða þeir Halldór H. Jóns-
son, stjórnarformaður, og Ragnar
S. Halldórsson, forstjóri. Fundir
eru ráðgerðir á fimmtudag 0g
föstudag. Miðvikudaginn í næstu
viku verður aðalfundur ÍSAL.