Morgunblaðið - 20.07.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1983 15
Styrkveitingar úr Gjöf
Jóns Sigurðssonar 1974—’82
samkvæmt tilgangi sínum". Var
ákveðið að árleg fjárveiting til
sjóðsins skyldi nema upphæð sem
samsvarar árslaunum prófessors
við Háskóla íslands. Með þeim
hætti var tryggt að árleg fjárveit-
ing til sjóðsins héldi verðgildi sínu.
Var verðlaunanefndinni jafnframt
heimilað, þegar sérstök ástæða
væri til, að verja fé til viðurkenn-
ingar á viðfangsefnum og störfum
höfunda, sem hafa vísindarit f
smíðum.
Árlega hefur verið úthlutað úr
sjóðnum síðan 1974. Listi með
nöfnum þeirra, sem fengið hafa
styrk úr sjóðnum eftir endurreisn
hans 1974, fer hér á eftir. 1 verð-
launanefndinni á þjóðhátíðarárinu
áttu sæti þeir Gils Guðmundsson,
Magnús Már Lárusson og Þór
Vilhjálmsson. Hefur sú ein breyt-
ing orðið á nefndinni síðan, að
Óskar Halldórsson kom í stað Gils
Guðmundssonar frá ársbyrjun
1981. Óskar andaðist fyrr á þessu
ári og hefur þingflokkur Alþýðu-
bandalagsins tilnefnt Árna Björns-
son til að taka sæti í verðlauna-
nefndinni við úthlutun á þessu ári.
Kjörtimi nefndarinnar rennur út í
árslok.
Ef Gjöf Jóns Sigurðssonar er
borin saman við sjóðshug-
mynd þá sem Vigdís Finnbogadótt-
ir kynnti á Hrafnseyri, kemur í
ljós, að fyrrnefndi sjóðurinn er
öðru fremur fyrir fræðistörf en sá
síðarnefndi fyrir fagurbókmenntir.
Þá er úthlutun úr fyrrgreinda
sjóðnum þannig, að umsóknir eru
vegnar og metnar, en úthlutun úr
síðargreinda sjóðnum verður ekki
metin eftir umsóknum. Enn má
nefna þann ásetning að bók-
menntaverðlaun forseta íslands
verði í formi eins styrks til eins
manns, sem er frábrugðið úthlutun
úr Gjöf Jóns Sigurðssonar. Þá hef-
ur Gjöf Jóns Sigurðssonar bæði
verðlaunað verk, sem eru fullunnin,
og eins veitt styrki til verka sem
eru í smíðum.
Hvað svo sem segja má um mis-
munandi verkefni þessara sjóða, þá
hlýtur sú spurning að vakna, hvort
minningu Jóns Sigurðssonar sé
ekki fullur sómi sýndur með gjafa-
sjóðnum, sem við hann er kenndur,
og stofnað var til fyrir 100 árum?
1974:
Arnór Sigurjónsson rithöfundur
fyrir fræðistörf, 100.000 kr.
Haraldur Sigurðsson bókavörður
fyrir Kortasögu fslands, 1. bindi
og til að ljúka 2. bindi verksins,
300.000 kr.
Jón K. Margeirsson fil.lic. til að
ljúka riti um Hörmangarafélag-
ið, 300.000 kr.
Sveinbjörn Rafnsson fil.dr. fyrir
ritið Studier í Landnamabok og
til að halda áfram rannsóknum á
Landnámu og rannsóknum á
rústum í Þjórsárdal, 300.000 kr.
1975:
Dr. Bjarni Einarsson til að gefa út
ritið Litterære forudsætninger
for Egils saga, 250.000 kr.
Dr. Einar ólafur Sveinsson til að
rita 2. bindi verksins Islenskar
bókmenntir í fornöld, 250.000 kr.
Dr. Hallgrímur Helgason til að
gefa út rit um íslensk rímnalög
frá miðöldum, 250.000 kr.
Elsa Guðjónsson MA til að gefa út
ritið íslenskur refilsaumur,
250.000 kr.
1976:
Arnór Sigurjónsson fyrir framlag
hans til íslenskrar sagnfræði,
100.000 kr.
Heimir Þorleifsson fyrir 1. bindi
Sögu Reykjavíkurskóla, 100.000
kr.
Ólafur Halldórsson fyrir ritið
Grænland í íslenskum miðalda-
heimildum, 100.000 kr.
Gunnar Karlsson til að ganga frá
útgáfu ritsins Frelsisbarátta
Suður-Þingeyinga og Jón á
Gautlöndum, 250.000 kr.
Hörður Ágústsson til að semja rit-
ið Staðir og kirkjur I, Laufás,
250.000 kr.
Kolbeinn Þorleifsson til að ljúka
ævisögu séra Egils Þórhallsson-
ar Grænlandstrúboða, 250.000
kr.
1977:
Sigfús Jónsson landfræðingur til
að semja rit um áhrif sjávarút-
vegs á byggðaþróun á íslandi
1940-1975, 450.000 kr.
Sverrir Tómasson cand.mag. til að
semja rit um formála íslenskra
sagnaritara á miðöldum, könnun
lærðrar rithefðar, 450.000 kr.
Þór Whitehead MA til að semja rit
um ísland í síðari heimsstyrjöld-
inni, 450.000 kr.
Anna Sigurðardóttir í viðurkenn-
ingarskyni fyrir söfnun heimilda
um sögu íslenskra kvenna,
225.000 kr.
Sigfús Haukur Andrésson cand.
mag. til að greiða sérstakan
kostnað við að ganga frá hand-
riti um íslenska verslunarsögu,
225.000 kr.
1978:
Björn Teitsson til að vinna að riti
um sögu byggðar á Norðurlandi
á tímabilinu 1300—1600, 800.000
kr.
Gísli Gunnarsson til að semja rit
um hagsögu Islands á 18. öld,
450.000 kr.
Helgi Þorláksson til að vinna að
riti um íslenska utanríkisversl-
un fram til 1400, 450.000 kr.
Kristján Árnason til að vinna að
útgáfu doktorsritgerðar um
hijóðdvöl í íslensku, 450.000 kr..
Ólafur R. Einarsson til að semja
rit um íslenska verkalýðshreyf-
ingu 1887-1930, 450.000 kr.
Dr. Aðalgeir Kristjánsson til
heimildakönnunar varðandi
þjóðfundinn, 250.000 kr.
Hiö íslenska þjóðvinafélag, til að
undirbúa útgáfu á bréfum til
Jóns Sigurðssonar forseta,
250.000 kr.
1979:
Helga Kress til að ljúka riti um
kvenlýsingar í íslendingasögum
og halda áfram rannsóknum á
sögu íslenskra kvennabók-
mennta, 700.000 kr.
Atli Rafn Kristinsson til að ljúka
riti um skáldskap Jóhanns Sig-
urjónssonar, einkum Ijóðagerð
hans, 350.000 kr.
Björn S. Stefánsson til að semja rit
um þróun íslensks þjóðfélags frá
1870 og fram til síðustu ára,
700.000 kr.
Haraldur Sigurðsson til fram-
haldskönnunar á íslenskri korta-
sögu, 700,000 kr.
Lúðvík Kristjánsson til að rann-
saka ýmis gögn um ævi og störf
Jóns Sigurðssonar, 700.000 kr.
Hið íslenska þjóðvinafélag til að
undirbúa 1. bindi bréfa til Jóns
Sigurðssonar, 350.000 kr.
Elfar Loftsson til að ljúka dokt-
orsritgerð um íslenska stjórn-
málaflokka og afstöðu þeirra til
varnarmála Islands, 700.000 kr.
Séra Ágúst Sigurösson til að vinna
áfram að ritverki um kirkjustaði
og prestból á íslandi, 350.000 kr.
1980:
Engin úthlutun.
1981:
Anna Agnarsdóttir til að ljúka rit-
gerð um samskipti Islands og
Bretlands á Napóleonsstyrjald-
arárunum, 10.000 kr.
Björn S. Stefánsson til að halda
áfram með rit um þróun íslensks
þjóðfélags frá 1870 fram til síð-
ustu ára, 3.500 kr.
Eirtkur Jónsson vegna útgáfu rits
um íslandsklukkuna eftir Hall-
dór Laxness, 15.000 kr.
Jóhannes Helgi, til að ljúka síðara
bindi endurminninga Agnars
Koefoed-Hansen, 3.500 kr.
Jón Þ. Þór, til að ljúka riti um
veiðar breskra togara á Is-
landsmiðum á tímabilinu
1889-1940,10.000 kr.
Páll Líndal vegna rits um aðdrag-
anda að myndun þéttbýlis hér á
landi og ráðstafanir ríkisvalds-
ins í skipulagsmálum fram á ár-
ið 1938, 10.000 kr.
Sigurður Ármann Snævarr til að
vinna að ritgerð um verðbólgu á
Islandi, 10.000 kr.
Þorgeir Þorgeirsson, vegna vinnu
við útgáfu á leikriti Sigurðar
Guðmundssonar, Smalastúlk-
unni, 3.500 kr.
1982:
Björn S. Stéfánsson til rits um
þróun íslensks þjóðfélags frá
1870,15.000 kr.
Hið íslenska bókmenntafélag til
útgáfu á riti Eiríks Jónssonar,
Rótum Islandsklukkunnar,
15.000 kr.
Eiríkur Jónsson til að semja rit um
snjallyrði í ritum Halldórs
Laxness, 150.000 kr.
Gísli Gunnarsson, til að ljúka riti
um verslunarsögu Islands á 18.
öld, 15.000 kr.
Séra Gísli H. Kolbeins til rann-
sókna á kristnisögu Islands á
miðöldum, 28.000 kr.
Guölaugur R. Guðmundsson til að
semja sögu Skálholtsskóla,
28.000 kr.
Gunnar Harðarson til rannsókna á
áhrifum St. Viktorsklausturs í
París á íslenska hugmynda- og
heimspekisögu, 28.000 kr.
Hannes H. Gissurarson til að
semja bók um sögu stjórnmála-
hugmynda, 28.000 kr.
Heimir Þorleifsson fyrir ritin Saga
Reykjavíkurskóla II—III, 28.000
kr.
ólafur Ásgeirsson vegna rann-
sókna á sögu Hólastóls, 28.000
kr.
Sagnfræðistofnun Háskóla Islands
til heimildarútgáfu um Skaftár-
elda og móðuharðindi, 16.500 kr.
ISUZU
Isuzu Trooper 4X4 sameinar kosti fólks-
bíls, jeppa og trausts flutningavagns
ISUZU TROOPER
Á
Ef þú ert í erfiðleikum með að gera upp á milli þæginda fólksbils eða seiglu
og alhliða aksturseiginleika 4 hjóla drifs bíls, skaltu fá þér ISUZU TROOPER,
sem sameinar alla þessa kosti. Innrétting Isuzu Trooper er hönnuð með
þægindi og notagildi í huga, þægileg framsæti með stillanlegum sætis-
bökum auðálesanlegt mælaborð með amp-olíu-hita og snúningshraðamæl-
um. Stórt og gott farangursrými, sem stækka má á augabragði með því að
leggja fram aftursætið.
Til þæginda og öryggis eru framdrifslokur, læst drif, styrktur undirvagn, staðlaður
búnaður. Hægt er að velja á milli sparneytinna bensín- eða díeselvéla sem gera Isuzu
að sparneytnum heimilis-sport eða vinnubíl. Til hvaða notkunar sem þú þarfnast trausts
bíls, er Trooper alltaf þægilegur luxusbíll og jafnframt traustur fjórhjóladrifinn jeppi.
TH£ N£UI IEADER
'mwii/w
ISUZU