Morgunblaðið - 20.07.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.07.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ1983 HREINN LOFTSSON AFINNLENDUIHI VlTTVANúl Tvo sjóði í minningu Jóns Sigurðssonar? IVestfjarðaför Vigdísar Finn- bogadóttur tilkynnti hún um fyrirhugaða stofnun bókmennta- verðlauna forseta Íslands. Skýrði hún frá þessu þar sem hún var stödd á Hrafnseyri, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, enda skulu verðlaunin helguð minningu hans og úthlutun fara fram á afmælis- degi Jóns, 17. júní, ár hvert. I frumdrögum að stofnskrá bókmenntaverðlauna Vigdísar seg- ir m.a., að verðlaunin skuli veitt „fyrir tiltekið bókmenntaverk, sem birst hefur (gefið út, leikið í leik- húsi, flutt í útvarpi eða sjónvarpi) á síðastliðnum 5 árum. (Verðlaun afhent 1984 takmarkast þá við árin 1978—1983.)“ Einnig segir í frum- drögum að stofnskrá að val verð- launaverks skuli vera í höndum 3ja manna nefndar sem skipuð skuli til eins árs í senn. Heimilt sé þó að endurskipa nefndarmenn. Einn þeirra skal skipaður af forseta ís- lands, sá skal jafnframt vera for- maður, annar skal tilnefndur af Rithöfundasambandi íslands og hinn þriðji af Félagi gagnrýnenda. Miklar umræður áttu sér stað í kjölfar yfirlýsingar Vigdísar og sýndist sitt hverjum um aðdrag- andann. Þótti sumum sem ekki hefði verið allskostar rétt staðið að tilkynningunni. Hingað til hefur það verið venjan að yfirlýsingar forseta íslands um aðgerðir af hálfu ríkisins, í tilteknum mála- flokkum, séu á ábyrgð og með vit- und og vilja viðkomandi ráðherra, í þessu tilviki menntamálaráðherra. Þetta er í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar sem kveða á um, að engin stjórnarathöfn for- seta öðlist gildi nema viðkomandi ráðherra taki á henni ábyrgð. Þá sætti það gagnrýni að Vigdís Finnbogadóttir skyldi ætla forseta íslands það hlutverk að skipa mann í úthlutunarnefndina, þar sem það samrýmdist illa fram- angreindu ábyrgðarleysi forseta á stjórnarathöfnum og hlutleysi embættisins. Hætt væri við ágrein- ingi um úthlutun verðlaunanna. óánægjuraddir hafa raunar þegar komið fram vegna þess, að Rithöf- undasambandinu skuli ætlað að til- nefna mann í úthlutunarnefndina, og hafa menn í því sambandi bent á þann djúpstæða ágreining og klofning sem er meðal rithöfunda. Raunar er það Alþingi sem hlýt- ur að hafa síðasta orðið um bók- menntaverðlaun sem þessi, þar sem samþykki þingsins þarf fyrir fjárveitingu í þessu skyni, um sjóð- inn sjálfan, verkefni hans og fyrirkomulag verður að vera lög- gjöf og einnig um skattfrelsi verð- launanna. Þá hefur Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra, látið hafa það eftir sér hér í Morg- unblaöinu, að stjóðstofnun þessi hljóti að taka mið af fjárhagsstöðu menntamálaráðuneytisins og ýmissa mennta- og menningarmála á verksviði þess. Þá sagði hún við sama tækifæri að ekki væri víst að málið yrði í sama formi og Vigdís Finnbogadóttir lagði til á Hrafns- eyri, þótt byggt yrði á tillögum hennar. Það væri t.d. ekki á vald- eða verksviði forseta Islands að ákveða hvernig stjórn slíks sjóðs yrði samansett. Iöllum þeim umræðum sem urðu í kjölfar yfirlýsingar Vigdísar Finnbogadóttur var þó eins og gleymst hefði að til er verðlauna- sjóður helgaður minningu Jóns Sigurðssonar. Hér er um að ræða „Gjöf Jóns Sigurðssonar", sem margir af merkustu fræðimönnum þjóðarinnar hafa notið góðs af. Það er því ekki úr vegi að kynna starf- semi þessa sjóðs, sem starfað hefur í kyrrþey í rúma öld, og sem stofn- aður var að frumkvæði ekkju Jóns Sigurðssonar til styrktar þeim málum sem honum voru hugleikn- ust. Jón Sigurðsson forseti andaðist í Kaupmannahöfn 7. desember 1879. Ekkja hans, Ingibjörg Einarsdótt- ir, andaðist hinn 16. sama mánað- ar. Hafði hún hinn 12. desember gert erfðaskrá, þar sem m.a. segir: „Ég, Ingibjörg Einarsdóttir, veit, að það var einlægur vilji míns elsk- aða eiginmanns, Jóns Sigurðsson- ar, að gefa íslandi mestan hluta eigna sinna eftir okkur bæði látin, til framfara landinu, samkvæmt því er hann alla ævi varði lífi sínu, en vegna veikinda hans dróst þetta og varð ekki framkvæmt verklega, svo mér sé kunnugt. Vil ég því, til þess að þessu hans áformi verði framgengt, gefa eftir minn dag tvo þriðju parta af eign- um mínum, þeim er verða afgangs skuldum og útfararkostnaði. Skal sjóður þessi nefnast „Gjöf Jóns Sigurðssonar“, en Alþingi það, er kemur fyrst saman eftir dánardag minn, skal kveða á um það, hvaða fyrirtæki það er sem landinu er mest til gagns, að fénu sé varið til. Það skal og semja reglur fyrir sjóð- inn, er upp frá því verður fylgt. Þó skal það tekið fram, að einungis vöxtunum skal árlega útbýtt, en höfuðstóllinn látinn óskertur ..." Arið 1881 samþykkti Alþingi með þingsályktun að veita þessari gjöf viðtöku og voru þá jafnframt settar reglur um sjóð- inn. Þessum reglum var síðan breytt á þingi 1911. í reglunum er kveðið á um að sjóðurinn skuii vera í vörslu stjórnarráðs íslands, og ennfremur að innstæða hans skuli haldast óskert, en vöxtunum megi verja til verðlauna fyrir „vel samin vísindaleg rit, og annars kostar til þess að styrkja útgáfur slíkra rita og til þess að styrkja útgáfur merkilegra heimildarrita. öll skulu rit þessi lúta að sögu íslands, bókmenntum þess, lögum, stjórn eða framförum.“ í reglum sjóðsins er og kveðið á um að þrír menn, sem Alþingi vel- ur í hvert skipti, er það kemur saman, skuli ákveða hver njóta skuli verðlaunanna. Stjórnarráð ís- lands skal semja skýrslu um ástand sjóðsins og senda hana for- seta sameinaðs Alþingis. Verð- launanefnd Gjafar Jóns Sigurðs- sonar var sent erindisbréf 1885. Þar er lagt á vald nefndarinnar að ákveða, hversu há eða lág verðlaun hún veitir fyrir ritgerðir þær er hún telur verðlauna virði. í rúm 60 ár var úthlutað úr sjóðnum til ýmissa vísindamanna, og má úr þeirra hópi nefna Þorvald Thoroddsen (1889), Björn M. ólsen (1895), Ólaf Davíðsson (1901), Ein- ar Arnórsson (1913), Magnús Jóns- son, próf. theol. (1919 og 1929), Al- exander Jóhannesson (1923), Helga P. Briem (1927), Pál Eggert ólason (1929), Einar ól. Sveinsson (1941), Matthías Þórðarson (1945). Þá fengu ýmis félög styrki úr sjóðnum til útgáfustarfsemi, s.s. Sögu- félagið, Hið íslenska bókmennta- félag, Hið íslenska fornritafélag og félagið Ingólfur. r Aður en hraðfara verðfall pen- inga hófst hér á landi, í lok heimsstyrjaldarinnar síðari, voru verðlaun úr sjóðnum verulegur styrkur og hvatning. En úthlutun- arfé stóð að mestu í stað eftir 1950 og hlaut það að enda með því, að sjóðurinn yrði á engan hátt fær um að gegna hlutverki sínu. Veiting verðlauna féll líka niður í rúm 20 ár [frá 1953 til 1974] vegna þess að ekki þótti fært að verðlauna vel samið vísindaverk með því lítilræði sem verðlaunin voru orðin. Verð- launanefnd var þó jafnan kosin á Alþingi eftir reglum sjóðsins. I tilefni 1100 ára afmælis ís- landsbyggðar var á 94. löggjafar- þinginu, veturinn 1973—’74, sam- þykkt þingsályktun þingmanna úr öllum flokkum, þess efnis, að Gjöf Jóns Sigurðssonar „fái starfað Berlín 1983 Skák Guðmundur Sigurjónsson Eins og vera ber er það flestum skákunnendum ánægjuefni, þegar ný skákmót hefja göngu sína. Þetta er þó ekki einhlítt. Samt var mótið haldið í einu glæsilegasta hóteli Þýskalands og ekkert var skorið við nögl. Þátttakendurnir þrjú hundruð voru ánægðir. En sumir skákkommisarar í austri litu það hornauga. Mótið var nefnilega haldið í Vestur-Berlín. Sovétmenn og Búlgarar sendu enga skák- meistara þangað svo dæmi sé tek- ið, en Ungverjar, Rúmenar og Pól- verjar mættu til leiks þrátt fyrir það. Reyndar bar mótið undirtitil- inn „þýsk-ameríska sumarið 1983“ svona til að minna á hin góðu tengsl borgarbúa við vinaþjóðina í vestri. Tólf stórmeistarar og átján al- þjóðlegir meistarar voru á meðal keppenda. Úrslit urðu þau að Hort sigraði glæsilega með 8% vinning. Hann tefldi þungt og örugglega eins og hann á vanda til. I öðru til fjórða sæti með 7 vinninga komu Ákesson Svíþjóð, Gutman ísrael og Herzog frá Austurríki. Ákesson vann fyrstu sjö skákirnar, en tapaði svo fyrir Hort. Adolf Herzog sýndi góð tilþrif og vann t.d. Seirawan. Með 7 vinninga kom svo ofan- ritaður ásamt Suba Rúmeníu, Mednis Bandaríkjunum, Ghinda Rúmeníu, Trepp Sviss og Murey ísrael. Ég fór vel af stað og vann fyrstu fimm skákirnar, en tapaði síðan fyrir Ákesson eftir miklar sviptingar. í hópi þeirra sem fengu 6% vinnig voru m.a. Seir- awan Bandaríkjunum, Gheorghiu Rúmeníu, Rachman Þýskalandi, Schamkovich Bandaríkjunum og Pia Cramling Svíþjóð. I ráði er að halda annað skákmót í Berlín á sama tíma að ári. Alþjóðlegi meistarinn Ghit- escu frá Rúmeníu var andstæð- ingur minn I fimmtu umferð. Hvítt: Guðmundur Sigurjónsson Svart: Ghitescu Sikileyjarvörn I. e4 — c5, 2. Rf3 — e6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — d6, 6. f4 — Rc6, 7. Be3 — Be7, 8. Df3 — e5, 9. Rxc6 — bxc6, 10. f5. Þetta er miklu hvassara fram- hald heldur en 10. fxe5 — dxe5, II. Bc4 - 0-0, 12. h3 - Be6. 10. — Da5, 11. Bc4 - Hb8, 12. 0-0-0 — 0-0, 13. Bb3 — Bb7. Skipta- munsfórnin 13. — Hxb3,14. cxb3 — d5 hefur ekki gefið góða raun. 14. Bg5. Annar möguleiki var 14. g4. 14. — Hfd8?! Veikir f7-reit- inn tilfinnanlega. 15. g4. Kóngs- sóknin er hafin. 15. — d5. Svart- ur svarar henni með gagnsókn á miðborði. 16. Bxf6 — Bxf6,17. h4! Snöggtum síðri leið er 17. exd5 — cxd5,18. Rxd5.17. — d4? Eftir þennan leik fær svartur ekki við neitt ráðið. 18. g5! — dxc3. Eða 18. - Be7,19. Dh5! — dxc3, 20. Dxf7+ - Kh8, 21. f6! og hvítur vinnur. 19. gxf6 — cxb2+, 20. Kxb2 — gxf6, 21. Dh5! Svartur er varnarlaus. 21. — Kh8. Eða 21. — Dc7, 22. Dh6 —Hxdl, 23. Hxdl — Db6, 24. Dxf6 - Hf8, 25. Dg5+ - Kh8,26. Hgl og vinnur. 22. Dh6. Og Ghit- escu gafst upp. Hestamannamót á Kaldármelum Hestamannafélagið Snæ- fellingur heldur árlegt hesta- mannamót sit á Kaldármel- um í vikulokin. Gæðinga- dómar hefjast klukkan 15.00 á fóstudag, 22. júlí, og verður þá byrjað að dæma A- og B- flokk gæðinga og síðan verð- ur dæmt í unglingaflokkum. Að því loknu fer fram tölt- keppni. Sú nýjung verður á dagskrá mótsins, að sýnd verður yfirlits- sýning yfir afkvæmi Sörla 876 frá Stykkishólmi og ófeigs 818 frá Hvanneyri. Eftir hádegi á laugardag hefst verðlaunaafhending og sýning allra gæðinga úr öllum flokkum og síðan verða kappreiðar. Að venju verður dansað í Lindartungu bæði föstudags- og laugardagskvöld, segir í frétt frá félaginu. Norræn kvikmynda- hátfð að hefjast hér NORRÆN kvikmyndahátíð verður haldin í Reykjavík dagana 11.—23. júlí nk. á vegum Samtaka áhuga- manna um kvikmyndgerð. Þetta er í fyrsta skipti sem slík hátíð er haldin á íslandi og fer hún fram í Álftamýr- arskóla. í tengslum við hátíð- ina fer einnig fram námskeið og kvikmyndaleiðangur í Þórsmörk. Hátíðin verður sett árdegis 22. júlí kl. 9, en kvikmyndasýningar verða fram eftir degi. Svipuð dagskrá verður seinni daginn, en um kvöldið verður haldið hóf til heiðurs erlendum gestum hátíðar- innar og verðlaunahöfum. Yfir- skrift hátíðarinnar verður að þessu sinni „Nordens Smalfilm og Video“. í tilkynningu frá Samtök- um áhugamanna um kvikmynda- gerð, segir að margar þær myndir sem eru á boðstólnum, séu síst lakari en aðrar gerðar af atvinnu- mönnum og þar eru sem flestir hvattir til að gera sér ferð í Álfta- mýrarskólann þessa tvo daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.