Morgunblaðið - 20.07.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.07.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1983 13 Mestmegnis „upp“ en eilítið „niður“ Hljóm- plotur Siguröur Sverrisson. Jolli & Kóla Upp og niður Steinar hf. „Finnst þér virkilega gaman að plötunni þeirra Valla og Bjólu?" spurði kunningi minn mig í síðustu viku. Hann bætti síðan við áður en mér gafst ráð- rúm til að svara: „Mér finnst hún ferlega þreytt.“ Þegar þetta samtal fór fram hafði ég aðeins náð að heyra plötuna einu sinni og þótti gaman. Eftir að hafa spilað hana ég veit bara ekki hvað oft alla helgina, finnst mér meira og meira í hana varið. Það er svo margt sem er öðru vísi á þessari plötu en flestum íslenskum plötum, sem koma á markað um þessar mundir. Fyrir það fyrsta er að telja hvert lagið öðru skemmtilegra (þ.e. virki- legar melódíur) og textarnir eru margir hverjir frábærir og allir með sama merkinu brenndir: húmor og æringjaháttur. Eftir skemmtilegt upphafslag, Bíldudals grænar baunir, kemur tveggja laga lægð, en það var líka í eina skiptið á plötunni, sem ég efaðist um ágæti hennar. Eftir Pósitívan sapiens og Gurme tekur Næsti við og platan nær aftur fyrra dampi. Hann dettur síðan aldrei niður nema ef vera skyldi í lokalaginu Nánd- ar nærri. Þó er það lag á engan hátt slakt og textinn hreint frá- bær: ... í búðinni er fólkid að kaupa og selja nema grósserinn sjálfur sem er bakvið að telja það kaupir og kaupir hann telur og telur og fólkið er alsælt að því það telur ... Mér veitist erfitt að gera upp á milli bestu laga plötunnar. Ég er einhverra hluta vegna mjög hall- ur undir Síkorsky, ekki hvað síst vegna raddbeitingar Egils ólafs- sonar í laginu. Þá er blúsaði kaflinn í laginu Grannar hjarta- styrkjandi mjög. Sæl og blessuð, King Kong og Upp og niður eru allt saman hvert lagið öðru betra. Skiptir þar í sumum til- vikum miklu söngu Eggerts Þorleifssonar, sem kemur hér rétt eina ferðina á óvart. Hljóðfæraleikurinn er hnökralaus og „sándið" helvíti gott. Dálítill Þursakeimur af því þótt ekki sé tekið upp í Grettis- gati — kannski er það bara trommuleikur og trommusánd Ásgeirs sem situr svona fast í mér. Mikið djö ... er maðurinn góður. Þá á Björgvin Gíslason aldeilis einn af sinum tyllidögum á plötunni. Fer á kostum á gítar jafnt sem píanó. Fjöldamargir aðrir koma við sögu, en þessir tveir bera hitann og þungann af verkinu auk höfundanna Val- geirs Guðjónssonar og Sigurðar Bjólu. Já, en ... hvar koma þeir við sögu, kynni einhver að spyrja. Þvi er fljótsvarað. Þeir eiga öll lög plötunnar svo og texta henn- ar, auk þess að koma við sögu hér og þar í söng og hljóðfæra- leik. An þeirra þátta hefði plat- an aldrei orðið til og þótt ein- hverjir aðrir hefðu verið í hlut- verki laga- og textasmiða held ég að platan hefði aldrei orðið eins áheyrileg og raun ber vitni. Upp og niður er plata sem er að langsamlega mestu leyti „upp“. Skemmtanagildið er ótvírætt og vinnubrögðin fyrsta flokks. Þá er bara að ætla að viðtökur kaupenda verði í sam- ræmi við það. Án þess hér sé verið með neinar beinar samlík- ingar er óhætt að segja, að efn- inu svipi á köflum til Stuð- manna, Þursa og jafnvel Spil- verksins. Skyldi engann undra að auki, þar sem aðstoðargengið er flest allt úr þessum flokkum. Jolla & Kóla hefur þó nær allt- af tekist að forðast endurtekn- ingar eða stælingar og útkoman er plata, sem gleður eyrað í meira mæli en flest annað plötu- kyns á þessu ári. Þú, bærinn minn ungi Hljóm- plotur í haust verður Samkór Selfoss 10 ára, en þó kórinfi sé ekki eldri að árum, á hann að baki fjöl- breytt og þróttmikið starf. Þú bærinn minn ungi heitir hljóm- plata sem kórinn gaf út sl. haust, en þar syngur nær 60 manna kór undir stjórn Björgvins Þ. Valdi- marssonar. Þú bærinn minn ungi er skemmtilega samsett kórplata með fjölbreyttu lagavali. Á hlið A eru yfirveguð lög í hefðbundn- um kórastíl, en á hlið B er sprett úr spori með lögum úr ýmsum áttum. I laginu Vorsól á hlið A syngur Júlíus Vífill Ingvarsson einsöng og fer á kostum og f Maríubæ á sömu hlið syngur Samkór Selfoss af mikilli fegurð, með breidd og dýpt þar sem raddskipan nýtur sín vel og er sem blóm springi út hvert á eftir öðru. Sprengisandur á hlið B er glæsilega flutt og sama er að segja um undirleik Geirþrúðar F. Bogadóttur sem skilar sínum hlut á plötunni með mikilli reisn. Samkór Selfoss er val raddaður kór, sem kann að ríma við fjöl- brevtta túlkun, hvort sem um er að ræða Sveinkadans eða hið undurfagra lag Þórarins Guð- mundssonar við Dísu Gests. Það er líf og fjör í þessari plötu sem Samkór Selfoss syngur á 9. ári. Bærinn minn ungi er vönduð plata og virðingarauki fyrir ís- lenzka kóra. Samkór Selfoss var stofnaður 24. september 1973. Hann var stofnaður upp úr Kvennakór Selfoss, sem hætti þá starfsemi sinni, en fyrstu tónleikar Sam- kórsins voru haldnir í Eyrar- bakkakirkju 25. desember sama ár. Síðan hefur kórinn haldið árlega tónleika á Suðurlandi, tekið þátt í landsmóti blandaðra kóra, farið í tónleikaferð til Nor- egs við góðan orðstír og það hef- ur verið aðal kórsins að hafa fjölbreytt lagaval. Fyrsti stjórn- andi Samkórs Selfoss var Jónas Ingimundarson, síðan Jóhanna Guðmundsdóttir, þá dr. Hall- grímur Helgason og síðan 1977 hefur Björgvin Þ. Valdimarsson stjórnað kórnum. Þú bærinn minn ungi ber glögg merki þess öryggis sem Samkór Selfoss byr yfir, yfirveg- un og léttleika í senn. Bikarkeppni KSÍ stórleikur á Laugardalsvelli ÍB? _ -IBV * hvöW kL8. Brrtshemmtneg, i kuWanum odnngjarnt iafntefli" stórgóðum leik •srsir.'*— Wki KH ,„v «¥ .r.ur v.„ Jlln ur*P m„\upuni,iurinn , mim"'..............vf............................................ iiaasEs ..:.~rr ........*r ;*;:r I _ 6 alveg tðk- •ftí rr:M 09 * •! okkur mark," uoAi mai. 1 9mrk,ötd, . n iauk moó i 3 •KR 9.0 ibv 2:2 '•nn botta Inn i t*n h =I - - • Þú sleppir ekki þessum leik KR,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.