Morgunblaðið - 20.07.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.07.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1983 23 'ursmönniini. Ijóanynd Guóbjartur. nlar hvalamerkingum fyrri hluta leiðangursins, er þessi leið- angur framhald fyrri slíkra leiðangra, sem hófust 1979. Sagði Jóhann, að ætl- unin hefði verið að helga hafsvæðinu vestur af f slandi fyrrihluta leiðangurs- ins, en veður hefði að sumu leyti haml- að störfum, og síðan fara yfir til Austur-Grænlands. Hefði verið vonazt til að hægt yrði að að merkja nokkra tugi dýra, en vegna veðurs virtist það ekki ætla að takast, en starfið er mjög háð góðum veðurskilyrðum. Auk þess þyrfti að komast mjög nálægt hvalnum til þess að hægt væri að skjóta í hann merkjapílum og fylgjast með því hvernig til tækist. Morgunblaðið hafði ennfremur í gær samband við Sigmar Steingrímsson, sem nú er leiðangursstjóri á Árna Frið- rikssyni. Leiðangursmenn voru þá komnir að landgrunni Grænlands og hafði lítið rætzt úr veðri. Þó höfðu 15 hvalir verið merktir. Skipstjóri í leið- angrinum er Þórður Eyþórsson. Hitastigið á landinu fyrstu sex mánuði ársins: Febrúarmánuður einn yfír meðallagi Júlímánuður það sem af er, hefur á hverjum degi verið undir meðallagi hita- stigs júlímánuða áranna 1930— ’60 í Reykjavík. Er það í samræmi við alla hina mánuði ársins nema febrú- armánuð, en þeir hafa verið kaldari en í meðallagi í Reykjavík, sem og á Akur- eyri og á Höfn í Hornafírði. Ef teknir eru fyrstu sex mán- uðir ársins í Reykjavík, þá er meðalhitinn í Reykjavík +2,2 gráður, sem er 1,8 stigi kaldara en meðaltal áranna 1931—’60 og 1.2 gráðum kaldara en meðaltal áranna 1971—’80. Það er jafn- framt sólarminnsti janúarmán- uður frá 1974. Febrúar-mánuður er aftur heitari en í meðalári og er það eini mánuðurinn þar sem meðalhitinn er meiri en í meðal- ári. Þá var meðalhitinn 1,2 gráð- ur, sem er 1,3 gráðum heitara en í meðalári áranna 1931—’60 og 0,7 gráðum heitara en 1971—’80. í mars er meðalhitinn +0,5, sem er tveim gráðum kaldara en 1931— ’60 og 1,6 gráðu kaldara en 1971—’80. í apríl var meðal- hitinn +0,1 gráða, sem er 3,2 gráðum kaldara en meðalhitinn í aprílmánuði áranna 1931—’60 og 3.3 gráðum kaldara, en 1971—’80 og er þetta kaldasti aprílmánuð- ur frá 1964. Meðalhitinn í maí er 6,2 gráður og 0,7 kaldara en 1931—’60, en jafnt meðaltali ár- anna 1971—’80. Þessi maí var sólríkur, en mjög úrkomulítill, því þá varð úrkoman í Reykjavík aðeins 16,3 millimetrar, sem er ekki nema 39% meðalúrkomu. Meðalhitinn í júní var 8 stig, sem er 1,5 gráðum kaldara en 1931—’60 og 0,6 gráðum kaldara en 1971—’80. Á Akureyri var meðalhitinn í janúar +2,9, sem er 1,4 kaldara en 1931—’60 og hálfri gráðu kaldara en 1971—’80. Febrúar á Akureyri, eins og í Reykjavík, var heitari en í meðalári. Meðal- hitinn var 1,6, sem er 3,2 heitara en í meðalári 1931—’60 og 2,9 heitara en 1971—’80. Meðalhit- inn í mars er +2,1,1,8 gráðu und- ir meðaltali áranna 1931—’60 og 2 gráðum undir meðaltali ár- anna 1971—’80 og þetta er jafn- framt úrkomumesti mars á Ak- ureyri frá því 1964. í apríl er meðalhitinn +2,1, sem er 3,7 gráðum undir meðaltali áranna 1931—’60, en heilli 4,1 gráðu kaldari en meðalhiti áranna 1971—’80 var. Jafnframt er þetta kaldasti aprílmánuður frá því 1964, en upplýsingar í tölvu ná ekki lengra aftur en til þess árs. Maímánuður er með meðal- hita upp á 3,4 gráður, sem er 2,9 gráðum undir meðalhita fyrra tímabilsins en 2,4 gráðum undir meðalhita þess seinna. Sólar- minnsti maímánuður á Akureyri frá 1964. Meðalhitinn í júní á Akureyri var 8,6 gráður, sem er 0,7 gráðum kaldara en meðaltal áranna 1931—’60, en jafnt með- altali áranna 1971—’80. Á Höfn í Hornafirði var hitinn í janúar +1,2, sem er 1,2 gráðum kaldara en 1931—’60 og 0,9 gráð- um kaldara en 1971—’80. í febrúar var hitinn 0,6 gráður, sem er 0,8 gráðu heitara en 1931—’60 og 0,3 gráðum kaldara en 1971—’80. Marsmánuður er með 0,3 gráðu hita sem er 1 gráðu undir meðaltali áranna 1931—’60 en 1,4 undir meðaltali 1971—’80. í apríl var hitinn 0,2 gráður, sem er 2,6 gráðum undir meðaltali 1931—’60 og 3,1 undir meðaltali 1971—’80. Meðalhiti maímánaðar var 5,3 gráður sem er 0,9 undir meðaltali 1931—’60 og 0,4 undir meðaltali 1971—’80. Hann er sá úrkomuminnsti frá 1965. Meðalhitinn í júní var 8,1 gráða sem er 0,9 undir meðallagi 1931—’60 og jafn meðalhita júní- mánaðar áranna 1971—’80. i þessum efnum, því laxveiði á stöng a og selagangur fer ekki saman. Síð- 5 astliðið sumar var selur öðru hvoru að angra veiðimenn við Alviðru og 5 veiði þar var afspyrnuléleg þó hún væri nokkuð góð ofar í ánni þar sem J enginn selur var. r j Leirvogsá 133% betri - en í fyrra Veiðin í Leirvogsá hefur gengið mjög vel það sem af er veiðitímabil- r inu, en veiði í ánni hófst þann 1. júlí j sl., samkvæmt upplýsingum sem r Mbl. fékk hjá Friðrik Stefánssyni, r framkvæmdastjóra SVFR. Voru á mánudag komnir upp úr ánni 112 laxar, en á sama tíma í fyrra höfðu 48 laxar veiðst. Sam- kvæmt því er veiðin í ár 133% betri en í fyrra. Að sögn Friðriks er tals- í vert af fiski gengið í ána og hafa í menn fengið allt upp í 14 laxa á i einum degi. í Stóru-Laxá í Hreppum gengur í veiðin og afar vel, en þar voru um i helgina komnir á land um 200 laxar, ) sem er mikið betra en í fyrra. Allt c sl. sumar veiddust þar 218 laxar, þannig að ljóst er að veiðin í ár verður mun betri en í fyrra. Á 1.-2. svæði hafa veiðst um 90 laxar, á 3. i svæði 45 og 65 laxar höfðu veiðst á r 4. svæði. i í Gljúfurá höfðu um helgina r veiðst 65 laxar, en á sama tíma í i fyrra höfðu veiðst 28 laxar, þannig i að hlutfallið í Gljúfurá er svipað og i í Leirvogsá. í Brynjudalsá höfðu um i helgina veiðst 40 laxar, 14 á sama i tíma í fyrra og samkvæmt því er i veiðin í ánni því um 185% betri en í í fyrra. Laxá í Aðaldal: Óvenju mikið af laxi með netaförum „ÞAð hefur borið dálítið á því núna að við höfum fengið lax með netaforum. Við álítum að það sé vegna mikils netstóls í flóanum í sumar og þó að þessar netalagnir séu ekki ólöglegar, þá eru þær þéttar og greinilega á gönguleið laxsins," sagði Vigfús B. Jónsson, bóndi á Laxamýri í Aðaldal, þegar Morgunblaðið hafði tal af honum í gær, vegna fregna þess efnis að lax hafi veiðst í Laxá með netaförum. Vigfús sagði að þetta hefði verið með mesta móti í ár. Það væri hugsanlegt að þetta hefði haft áhrif á laxagöngur, en ekki væri hægt að fullyrða neitt um það. Hins vegar væri sumt af þessum laxi það mikið skemmd- ur að hann væri ekki markaðs- vara, hann væri roðflettur og marinn og væri það náttúriega mjög miður. „Sjómenn fengu leyfi til að vera þarna með ýsunet og möskvin á þeim er nokkuð pass- legur fyrir lax. Það er erfitt fyrir okkur að gera nokkuð í þessu. Bæði er það viðkvæmt mál fyrir sjómennina að færa netin og einnig er ekki víst að þeir fái slíkt leyfi aftur, því minni bátar sem ekki geta sótt á djúpmið eru ekki yfir sig ánægðir með þetta," sagði Vigfús að lokum. Jón Vigfússon með einn laxinn, sem skemmst hefur í netum. Á hinni myndinni sjást skemmdirnar á laxinum betur. MorRunblaðið/AGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.