Morgunblaðið - 20.07.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.07.1983, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1983 26______________ Rósa B. Blöndals — Afmæliskveðja Ég var að leggja á borðið, en gðfflunum ég gleymi. í Asíu gnæfa hæstu tindar fegurstu fjalla í heimi. Fyrsta mjöllin er fallin í dalnum og fannkomu bráðum er von. En sál mín dvelur hjá sedrustrjánum suður í Líbanon. Kaffið ilmar og kveikt eru ljósin, þá kemur í hug mér torg: Skyldi ég aldrei, aldrei sjá þig, Jerúsalemsborg? í þessu stutta ljóði bregður frú Rósa B. Blöndals upp mynd af há- tíðlegu hugarflugi skáldsins, sem þrátt fyrir hversdagsleg viðfangs- efni hlýtur í huga sínum að dvelja við hið háa og tilkomumikla. Þeir sem hirt hafa um að lesa ljóða- bækur frú Rósu, vita að hún er skáld. Aðrir, sem ekki hafa lesið ljóðin en kynnst henni í lífi og starfi, vita einnig að hún er skáld. Hún er engri manneskju lík, og fátt er hversdagslegt í fari henn- ar. Athöfn hennar og iðja minnir gjarnan á ljóð. Ekki er alltaf jafi. auðvelt að ráða í þann óð, eða nema samstundis ljóðstafi atvik- anna. Oft hefur þessi mikilhæfa kona vakið með mér spurningar, en eftir að hafa þekkt hana frá æskudögum mínum, álít ég að aldrei geri hún eða segi neitt, nema að gild merking búi að baki. Þannig tel ég að enginn geti orðið, nema sá sem er raunverulega skáld eða þá helgur maður. Frú Rósa B. Blöndals, sem hinn 20. júlí á sjötugsafmæli, er kenn- ari að mennt. Kennslu stundaði hún lengi við góðan orðstír. Hún er gift séra Ingólfi Ástmarssyni, en þau hjón sátu lengst af Mosfelí Rósa B. Blöndals í Grímsnesi. Verkahringur frú Rósu var ávallt stór. Alla tíð hefur hún verið önnum kafin og oft tek- izt á við vandasöm og viðkvæm verkefni. Aldrei hefur hún fengið á sig sérstakt orð fyrir að vera fyrirhyggjumanneskja, og sjálf telur hún það eitt hið mesta lán að kunna ekki að reikna. Skyldi þetta standa í nokkru sambandi við það, að þegar erfiðleikar mæta er hún æðrulaus? Hvað sem því líður, þá vita allir, sem til þekkja, að frú Rósa er stórhuga eljumanneskja. Krafta sína hefur hún aldrei spar- að og atgervismaður er hún til lík- ama og sálar. Hið mikla starf hennar í stöðu kennara og hús- móður hefur allt verið innt af hendi af miklum fúsleik og fórn- fýsi. Vegna einlægrar trúar og vonar hefur það verið kærleiks- þjónusta, þjónusta við Guð og náungann og allt sem lifir. Frú Rósa hefur aldrei þurft að reikna lengi, til þess að vita hvað næst skyldi gert, því að aldrei hefur hana skort brennandi köllun til starfa sinna. Eins og ég áður gat um, hefur frú Rósa ort og gefið út bækur. Fyrsta bók hennar er skáldsagan, Lífið er leikur. Seinna komu út ljóðabækurnar Þakkir og Fjalla- glóð. Auk þessa hefur hún ritað fjölda blaðagreina og flutt erindi í útvarp. Hefur hún í þeim skrifum víða komið við, en oft hafa þau snúizt um málvernd, dýravernd og náttúruvernd. Til dæmis hóf hún baráttu fyrir friðun hvala, þegar slíkt þótti ennþá fjarstæða. Nátt- úru Islands vill hún varðveita óspillta. Skyldur okkar við landið sjálft hafa alltaf verið henni ofarlega í huga, eins og raunar skyldur okkar við allan íslenzkan arf. Næst hinum trúarlega arfi er tungan henni dýrust. Sjálf hefur hún yfirburða vald á íslenzku máli. í kennslu sinni náði hún óvenjulegum árangri í því að opna heim íslenzkra bókmennta fyrir börnum. Lengi mætti halda áfram að benda á hið athyglisverða í fari frú Rósu, og margar merkilegar minningar mætti rekja um stór- mannleg viðbrögð hennar í atvik- um lífsins. Ekki ætla ég að gera það frekar, enda er hún skáld, og ég sem ekki er skáld er hikandi við að fjalla nánar um þetta efni. En þó að ég sé ekki skáld, þá get ég numið, skilið og metið hvers virði það er að eignast vináttu og tryggð svo einlægrar og mikil- hæfrar konu, sem frú Rósa er. Þetta vil ég þakka, mín vegna og fjölskyldu minnar. Er þá komið að eiginlegu erindi þessa skrifs, en það er að óska frú Rósu, séra Ingólfi, syni þeirra Sig- urði Erni og afkomendum innilega til hamingju með merkisdaginn 20. júlí 1983. Sigurður Sigurðsson, Selfossi. atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna •.attSL Njarðvíkurbær áhaldahús Tveir verkamenn óskast til starfa nú þegar. Þurfa aö geta stjórnað dráttarvélum með ýmsum fylgiverkfærum. Upplýsingar hjá verkstjóra áhaldahússins. Vinnusími 1696. Heimasími 1786. Verslunar- og afgreiðslustörf Viljum ráða áhugasamt og duglegt starfsfólk til afgreiðslu og lagerstarfa í stórverslun okkar við Holtaveg/Elliðavog sem mun opna í október nk. Ráðningartími mun verða frá september. Umsóknum meö upplýsingum um reynslu og fyrri störf skal skilað á serstökum umsóknar- eyðublöðum til skrifstofu okkar í Holtagörð- um við Holtaveg fyrir 25. þ.m. Holtagaröar sf. Starfsfók óskast til sumarafleysinga (ekki yngra en 18 ára) í kjötvinnslu okkar viö Borgarholtsbraut, Kópavogi. Frekari uppl. hjá starfsmannahaldi í síma 74003. HAGKAUP Starfsmannahald Gröfumaður — Bílstjóri Gröfumaöur og bílstjóri óskast aö Áhalda- húsi Seltjarnarnesbæjar. Uppl. í síma 21180. Bæjartæknifræöingur. Bæjarritari Staða bæjarritara á Sauðárkróki er laus til umsóknar. Áður auglýstur umsóknarfrestur framlengist til 31. júlí. Allar nánari uppl. gefur bæjarstjóri í síma 95-5133. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 20. ágúst. Bæjarstjóri. Aðstoð óskast á tannlæknastofu í miðborginni. Umsóknir með uppl. um aldur, menntun og fyrri störf sendist augl.deild Mbl. fyrir 23.7. nk. merkt: „H — 246“. Deildarstjóri Viljum ráða mann til þess aö hafa umsjón með glervörudeild apóteksins. Æskilegt að viðkomandi hafi undirstööumenntun í efna- fræði og nokkra þekkingu á rannsóknar- stofustörfum. Skriflegar umsóknir sendist í pósthólf 869, 121 Reykjavík. Ingólfs Apótek. raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar húsnæöi óskast Hjón meö 2 börn óska að leigja 3ja—4ra herb. íbúö sem næst Kennaraháskólanum. Reglusemi og áreiöan- leiki. Sími 83069. íbúð búin húsgögnum Tveggja til þriggja herbergja íbúö, búin hús- gögnum, óskast til leigu fyrir erlendan starfsmann í einn til þrjá mánuði frá ágúst byrjun til og með október nk. Verðlagsstofnun, Borgartúni 7, sími 27422. tiikynningar Styrkur til háskólanáms Japönsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til háskólanáms í Japan námsárið 1984—85, en til greina kemur að styrktímabil veröi framlengt til 1986. Ætlast er til að styrk- þegi hafi lokið háskólaprófi eða sé kominn nokkuö áleiðis í háskólanámi. Þar sem kennsla við japanska háskóla fer fram á jap- önsku er til þess ætlast að styrkþegi leggi stund á japanska tungu um a.m.k. sex mán- aða skeiö. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en 35 ára. Umsóknir um styrkinn, ásamt staðfestum af- ritum prófskírteina, meömælum og heilbrigð- isvottorði, skulu sendar menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 15. ágúst nk. — Sérstök umsóknareyöublöö fást i ráðuneytinu. Menntamálaráöuneytiö, 13. júlí 1983. XXVII þing SUS veröur haldiö í Reykjavík 23.-25. september næstkomandi. Stjórn SUS hefur ákveöiö aö setja á fót eftirfarandi vinnuhópa til undirbún- ings þinginu: Örtölvubylting og atvinnuþróun. Umsjón Anna K. Jónsdóttir. Aimenn stjórnmálaályktun: Umsjón Geir H. Haarde. Efnahags- og viöskiptamál: Umsjón Ólafur Isleifsson. Menntamál: Umsjón Ólafur Helgl Kjartansson. Heilbrigöis- og tryggingamál: Umsjón Auöun Svavar Sigurösson. Húsnæöismál: Umsjón Erlendur Kristjánsson. Utanríkismál: Umsjón Einar K. Guöfinnsson. Samgöngumál: Umsjón Erlendur Kristjánsson. lönaöarmál: Umsjón Kjartan Rafnsson. Stjórnarskrármál: Umsjón Ingibjörg Rafnar. Skipulagsmál SUS: Umsjón Hrelnn Loftsson. Hóparnir munu á næstu víkum undirbúa drög aö ályktunum fyrlr þinglö. Þeir sem áhuga hafa á aö starfa í einhverjum hópanna hafi samband viö framkvæmdastjóra SUS, Geröi Thoroddsen í síma 82900 og 86216. Nánari upplýsingar um þlnglö veröa sendar aöildarfélögum SUS Inn- an skamms. Stjórn SUS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.