Morgunblaðið - 20.07.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.07.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1983 17 Neita tilvist hvítra málaliða N’Djamena. Chad, 19. Jmlf. AP. TALSMENN stjórnarinnar í Chad neituðu í gær með öllu að erlendir mála- liðar tækju þátt í bardögunum við skæruliða og Líbýumenn í norður- og austurhlutum landsins. Upplýsingamálaráðherra landsins, Soumalita Mah- mat, sagði að stjórnin borgaði engum útlendingum fyrir að berjast. En hann neitaði því ekki að klukkustundum áður, er hann var Hávaðarok ónefndur fjöldi „sjálfboðaliða" berðist við hlið stjórnarhermanna. „Þeir eru vinir okkar, en alls ekki málaliðar og við snúum ekki baki við sjálfboðaliðum," sagði Mah- mat enn fremur. Hann ræddi jafn- framt um nokkra franska ráð- gjafa og tæknimenn sem fylgt hafa vopnasendingum frá Frakk- landi til Chad til þess að kenna heimamönnum tökin á nýju vopn- unum. Ónafngreindir heimildarmenn segja þetta firru í Mahmat, það hafi jafnan verið slangur af mála- liðum í stjórnarher Chad og það sé alls ekki fráleitt að nokkrir hafi bæst við. Umræða þessi hófst er það flaug fjöllum hærra að stjórn- in hefði ráðið 20 harðskeytta málaliða. Ummæli Mahmet stönguðust nokkuð á við orð hans nokkrum • Svo sem frá var greint í Mbl. í gær, gekk mikið óveður í Ifki fellibyls yfir Filippseyjar um síðustu helgi og var bæði eigna- og manntjón mikið. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig heilu borgirnar voru leiknar eftir veðurhæðina. í þorpi einu þar sem fyrir voru 400 hús, stóðu aðeins 3 eftir, er veðrinu hafði slotað. Tökin hert eftir afnám herlaga f Póllandi: Lögreglu heimilt að skjóta á andófsfólk Varsji, 19. jálf. AP. RÁÐAMENN í Póllandi hafa í hyggju að aflétta herlögum á föstudag og láta laus allt að 1200 manns sem varpað var í fangelsi í aðgerðum yfirvalda gegn Samstöðu, samtökum óháðu verkalýðsfélaganna, að sögn opin- berra starfsmanna, sem kusu að halda nafni sínu leyndu. Hins vegar nær náðunin ekki til leiðtoga Sam- stöðu eða andófsmanna. Hermt var að afnám herlaganna yrði tilkynnt á lokadegi pólska þingsins á fimmtudag, en þá er einnig búizt við að þingið samþykki sérstakar hömlur sem koma eiga í stað herlaganna, og eru jafnvel strangari. Samkvæmt þessu verður stjórn- inni heimilt að lýsa yfir neyðar- ástandi án þess að þurfa samþykki Þotu rænt Miami, 19. júlí. AP. Kúbumaður rændi í morgun Lockheed Tristar-þotu Eastern- flugfélagsins í áætlunarflugi frá New York til Miami og neyddi flugmennina til að fljúga til Kúbu. Flugránið er hið fjórða í þessum mánuði og áttunda frá 1. maí. þings til. Einnig mun athafnafrelsi lögreglu aukið, sem m.a. felst í því að henni verður heimilt að skjóta á mótmælafólk, til að vernda opin- berar byggingar og til að stöðva „alvarlega glæpi“, njósnir, undir- róðurstarfsemi, morð, íkveikjur og rán. Þá mun lögreglunni heimilað að óska milliliðalaust eftir aðstoð hersins til að bæla niður óróa. Ennfremur mun lögreglan fá heim- ild til að leita á fólki og í bifreiðum þess eins og á dögum herlaganna. Þá verða seinna á árinu sett ný lög um prentfrelsi, þar sem ritverk verkalýðsfélaga verða sett undir ritskoðun, en þeim er ætlað að koma í veg fyrir útgáfu bleðlinga á vegum Samstöðu. Verður m.a. num- in brott klásúla, sem Samstaða fékk inn í lög um prentfrelsi 1981, þar sem verk sem gefin eru út i minna en 100 eintaka upplagi eru undan- þegin ritskoðun. Oljóst er hversu margir kunna að verða náðaðir á föstudag, því stjórnvöld viðurkenna einungis að 450 manns sitji inni í kjölfar atlög- unnar að Samstöðu frá því í des- ember 1981. Diplómatar herma að allt að 1500 manns sitji inni vegna atlögunnar að Samstöðu og að um 1200 verði látnir lausir. spurður um tilvist málaliðanna. Þá sagði hann að stjórnin þyrfti engan að spyrja leyfis um hverjir mættu hjálpa Chad og hverjir ekki. Franskir og japanskir frétta- menn sáu málaliða á götum úti i Abeche, þeir voru allir hvítir á hörund og evrópskir. Ekki var nánar vitað um þjóðerni þeirra. Sögðust þeir aðspurðir einungis vera „leiðbeinendur og þjálfarar". Flakiö fundið Lundúnum, 19. júlí. AP. BRESKAR björgunarsveitir náðu í gær af hafsbotni flaki Sikorski S-61- þyrlunnar sem fórst í Ermarsundi á íaugardaginn. 20 manns fórust í slysinu og 17 lík fundust um borð í flakinu. Flakið fannst á 60 metra dýpi, þar sem það lá á hliðinni utan í bröttum kanti. Björgun var ekki auðveld, en tókst þó með lagni. Telja björgunarsveitarmenn að straumar hafi hrifið nokkur lík. Eins og fram hefur komið í frétt- um komust sex manns lífs af úr slysinu. Flakið verður flutt til stöðva breska flugmálaráðsins í í'arn- borough skammt frá Lundúnum og þar fer rannsókn á orsökum slyssins fram. Ræningjar hóta að myrða Emanuelu Vatikaninu, 19. júlf. AP. RÆNINGJAR Emanuelu Orlandi höfnuðu í dag tilboði Vatikansins um viðræð- ur þessara aðila aðeins sólarhring áður en út rennur frestur, sem þeir höfðu gefið til að Mehmet Ali Agca tilræðismaður páfa yrði látinn laus. Ræningjarnir hafa hótað að þeir kynnu að myrða hina 15 ára dóttur eins starfsmanns Vatikansins ef tilræðismaðurinn verði ekki látinn laus í síðasta lagi á morgun, miðvikudag. í segulbandsupptöku, sem lög- reglu barst á sunnudag og skýrt var frá í dag, segja ræningjarnir að þeir „neyðist" til að stytta Emanu- elu aldur, ef ekki verði orðið við kröfum þeirra. Stúlkunni var rænt 22. júni er hún var á heimleið úr tónlistartíma í Rómaborg. Á segulbandinu heyrðust hræðsluóp og kveinstafir, sem eign- aðir voru Emanuelu. Ræninginn, sem talaði inn á bandið, talaði með sterkum útlendum hreim, að sögn foreldra stúlkunnar. Næstæðsti maður Vatikansins, Agostino Casaroli, beið stundar- langt við síma í morgun í þeirri von að ræningjarnir hringdu og léðu máls á viðræðum, en þeir létu ekki frá sér heyra. Af hálfu Vatikansins er sagt að það sé þess ekki megnugt að fá Agca lausan, þótt ræningjarnir ætl- ist til þess. Þótt páfi hafi fyrirgefið Agca hafi það engin lagaleg áhrif, hann hafi verið sóttur fyrir ítölsk- um dómstóli og kjósi sjálfur að dvelja í fangelsi. Höfðabakka 9, Reykjavík. S. 85411 ífR Bflasalan Bflatorg BMW 316 TO, ekinn 11 þús. grænsans. Verð 320 þús. Range Rover 76, hvítur, nýtt kram og innrétting. Verð tilboö. Honda Accort 78, rauður ekinn 60 þús. Verð 150 þús. Mazda 626 2000 79, ekinn 60 þús. Verð 150 þús. Honda Prelude 79, rauður, ekinn 60 þús. Verð 210 þús. Mazda 626 2000 ’82 Ijós- blár, ekinn 7. þús. Verö 275 þús. Tortseru lúxuströll, diesel- vei ö cyl. sjálfskiptur. Verð 450 þús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.