Morgunblaðið - 20.07.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.07.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JULÍ 1983 25 Vikuskammt- ur frá Svíþjóð eftirPétw n Pétursson Island í sænskum fjölmiðlum Það væru ýkjur að segja, að ísland sé oft í fjölmiðlum hér í Svíþjóð. Þó bregður svo við ein- staka sinnum. I grein í Dagens Nyheter fyrir nokkru var fjallað um ísland sem ferðamannaland. Höfundurinn er landi og þjóð mjög vinveittur, en upplýsingar hans voru ef til vill ekki sem nákvæmastar. Hápúnkti ferðar- innar lýsir hann svo: Reykjavík hefur upp á mikið að bjóða... m.a. stærsta diskó- tek í Evrópu, Hollywood, einn fjögurra eða fimm dansstaða borgarinnar... Langtum skemmtilegra er þó að'fara í bað í hveravatni. Þú ferð í útisundlaug — einnig að vetrarlagi — sem er í göngu- fjarlægð, hvar sem þú ert stadd- ur í borginni. Fyrst fara íslend- ingarnir í laugina, en hún er u.þ.b. 25° heit. Því næst byrja herlegheitin. Það eru þrír heitir pottar, þar sem setið er í hring. í þeim fyrsta er vatnið ca. 30° heitt, í þeim næsta 45° og i þeim þriðja er það 60° ... Líkaminn verður sem endurnærður og hit- inn helst óvenjulega lengi eftir baðið. Skyldi kjötið bara ekki losna frá beini við 60° ... ? í annarri grein segir um gest- risni íslendinga. Þar segir frá, er tveir útlendingar, nokkuð við skál, gistu híbýli sýslumanns nokkurs. Hann bauð þeim hvort hann gæti ekki boðið þeim upp á eitthvað. Þeir glottu við og sögð- ust þiggja einn bjór. Hann brá skjótt við og gekk í búr. Þeir kölluðu þá á eftir honum að þeir vildu alvörubjór. Eftir smástund kom sýslumaður til baka með al- vörubjór. Ég er nefnilega líka tollari, sagði sýslumaður, og rétti þeim bjórinn. Þetta kallast alheimsgestrisni. í frétt sagði frá komu George Bush, varaforseta Bandaríkj- anna, til íslands. Þar sagði eitthvað á þessa leið: George Bush, varaforseti Bandaríkj- anna, kom til íslands í gær. Um 100 manns mótmæltu komu hans og dvöl bandarískra hermanna á Keflavíkurflugvelli. Þetta þykir þeim fréttnæmt, frændum okkar. Hitabylgjan Maður skammast sín næstum fyrir að nefna gott veður, eftir að hafa lesið íslensku blöðin undanfarið. En hitinn getur einnig verið bagalegur. í útvarpi voru bílstjórar nýlega varaðir við hálku á malbikuðum vegum. Malbikið hafði hitnað svo óskaplega, að olludropar komu upp á yfirborðið_og ollu stór- hættu. Þá kom það fyrir í Suð- ur-Svíþjóð fyrir skömmu, að hiti lækkaði skyndilega úr 30° niður í 15°. Um leið kom úrhelli, ekki rigning, heldúr hagl. Mældust stærstu höglin allt að 4 sm í þvermál og ollu stórskaða. í miklum hitum svitna menn mikið. Þá þarf að bæta upp vökvatapið. Læknar segja, að á mjög heitum degi þurfi líkaminn allt að 5 1 vökva til að halda í við útgufunina. Já, þá er nú gott að hafa bjórinn ... Hass í Gautaborgar- skerjagarðinum í hitabylgjunni um daginn kom skemmtileg áskorun frá lögregluyfirvöldum Gautaborg- ar. Fundist hafði plastpoki, ca. 30 kg að þyngd, marandi í hálfu kafi í skerjagarðinum fyrir utan Gautaborg. Pokinn var fullur af hassi. Lögregluyfirvöld voru þess fullviss, að fleiri pokar leyndust í sjónum, og skoruðu nú á al- menning að taka höndum saman og leita fleiri poka. Auðvitað vit- um við, að einhverjir kunna að hagnýta sér þetta ástand, sögðu yfirvöldin, en við treystum því að sérhver heiðvirður borgari taki þátt í baráttunni gegn eit- urh'fjum. I upphafi áætluðu yfirvöld, að um 500 kg af hassi kynni að leynast í sjónum. Nú, 30 pokum og 900 kg síðar, telja yfirvöldin, að magnið kunni að hafa verið allt að tveimur tonnum. Talið er að magninu hafi verið varpað fyrir borð einhvers staðar í Kattegat, en hingað til hafa eng- in spor, sem upplýst geta málið, fundist. Áætlað söluverð þess magns, sem þegar hefur fundist, er ca. 300 millj. ísl. kr. Ástæða að skreppa í sund ... ? Tölvuvæddir leigubflar Nýlega hafa leigubílar hér í Stokkhólmi tekið upp tölvunotk- un að því er varðar pöntun á bíl- um. Hver leigubíll er með tölvu- móttakara og þegar pöntun á bíl berst á leigubílastöðina, leitar tölvan að næsta lausa bíl, sendir honum skrifleg skilaboð, sem fram koma á strimli í bílnum. Þetta hljómar auðvitað mjög fal- lega, en langt er frá því að allir séu á eitt sáttir. Hjá Nigeria Airways þarf ólétt kvenfólk að geta sýnt vott- orð upp á það, að ekki sé komið að fæðingu. Munu flugfreyjur vera orðnar þreyttar á ljósmóð- urstörfum. Sagan segir, að hér áður fyrr hafi mörg börn fæðst í leigubílum, m.a. hér í Stokk- hólmi. Nú segja gárungarnir hins vegar, að sá tími sé endan- lega liðinn með komu tölvuvæð- ingarinnar. Konurnar verði nefnilega löngu búnar að fæða, áður en leigubíllinn komi... P.B. Pétursson Stokkhólmi Frá Stokkhólmi Sparneytnir bílar þurfa ekki að vera þröngir og óþægilegir. Það sannar MAZDA 323 Mazda 323 hefur meira rými, þægindi og betri búnað en sambærilegir bílar og umfram allt er hann ótrúlega sparneytinn. Eftirtalinn búnaður fylgir öllum gerðum: Stillanleg hæð á framsæti Litað gler í rúðum Rúllubelti • Öryggisljós að aftan • 60 ampera rafgeymir • Quarts klukka ■ Niðurfellanlegt aftursæti í tvennu lagi ■ 3 hraða rúðuþurrkur ■ Tauáklæði á sætum • Bensínlok og farangurs- geymsla opnanleg innan frá • Halogen framljós • Stokkur milli framsæta ■ Farangursgeymsla klædd í hólf og gólf ■ 3 hraða mið- stöð Utispegill stillanlegur innan frá og fjölmargt fleira. Enn- fremur er þurrka og sprauta á afturrúðu í Hatchback gerðum. Nú eftir lækkun innflutningsgjalds, þá er MAZDA 323 á ótrúlega hagstæðu verði: MAZDA 323 1.3 DX 3 dyra Kr. 245.000 MAZDA 323 1.3 DX 5 dyra Kr. 249.500 MAZDA 323 1.3 DX Saloon Kr. 262.300 Rúmbesti bíllinn í sínum stærðarflokki!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.