Morgunblaðið - 20.07.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.07.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1983 3 Nýtt félags- heimili Fáks Hestamannafélagið Fákur hefur um árabil haft félagsaðstöðu í húsi við Bústaðaveg, en nú er fyrirhuguð bygging nýs félagsheimilis við Víði- velli. Mbl. hafði samband við Birgi Gunnarsson, byggingarmeistara og stjórnarmann Fáks, og sagði hann að vakandi áhugi hefði ver- ið fyrir byggingu félagsmiðstöðv- ar Fáks við Víðivelli undanfarin ár. Bygging hússins hefði svo ver- ið ákveðin á aðalfundi félagsins í mars sl. Á svæðinu er fyrir hreinlætisaðstaða og verður heimilið byggt við það hús, og verður fullbúið um 400 fermetrar. Birgir sagði að þegar væri hafin jarðvinna í grunni hússins, en framkvæmdahraði færi að veru- legu leyti eftir fjáröflunarfé fjár- öflunarnefndar félagsins og frjálsum framlögum félags- manna. Húsið er teiknað af arkitektun- um Þorvaldi Kristmundssyni og Magnúsi Guðmundssyni, en verk- fræðiteikningar annaðist Tækni- þjónustan sf. Húsið verður byggt úr timbri og fyrir liggja tilboð í byggingu þess. 19 erlend skip hér að veiðum NÚ ERU 19 erlend fiskiskip að veiðum innan íslenzku landhelg- innar. Eru þau flest færeysk og stunda öll skipin veiðarnar sam- kvæmt samkomulagi íslendinga við viðkomandi lönd. Að sögn Landhelgisgæzlunnar er hér um að ræða 16 færeyska handfærabáta og einn færeyskan línubát, sem er að veiðum austan- og vestanvert við Suðurland. Þá eru hér að veiðum einn norskur línubátur og einn belgískur togari. * Artúnsholt: 10 einbýlis- húsalóðum úthlutað BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær með 3 samhljóða at- kvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, úthlutun 10 einbýlishúsa- lóða á Ártúnsholti, en úthlutun lóð- anna var frestað á fundi borgarráðs fyrir rúmri viku, að ósk Sigurjóns Péturssonar. Fulltrúar Framsóknar- flokks og Alþýðubandalags sátu hjá við afgreiðsluna. Lágmarksgatnagerðargjald var ákveðiö 364.865 krónur og á að greiða þriðjung áætlaðs gjalds innan mánaðar frá dagsetningu úthlutunarbréfs, en eftirstöðvar greiðast í tvennu lagi, 15. sept- ember og 15. nóvember nk. Þessir einstaklingar hlutu lóð- irnar: Urriðakvísl 6: Árni Þorvaldsson, Ugluhólum 6, Reykjavík. Urriðakvísl 10: Matthías D. Sig- urðsson, Tunguseli 9, Reykjavík. Silungakvísl 13: ólafur Gunnars- son Flóvenz, Hraunbæ 86, Reykja- vík. Siglungakvísl 33: Hreinn Har- aldsson, Sogavegi 182, Reykjavík. Bleikjukvísl 2: Pálmi Friðriksson, Sæviðarsundi 82, Reykjavík. Bleikjukvísl 26: ísleifur Gíslason, Furugrund 54, Kópavogi. Bröndukvísl 1: Gunnar Jóhannes- son, Úthlíð 13, Reykjavík. Bröndukvísl 4: Hanna Garðars- dóttir, Skaftahlíð 12, Reykjavík. Bröndukvísl 5: Jón Kr. Gunnars- son, Snælandi 5, Reykjavík. Bröndukvísl 9: Steingrímur Kristjánsson, Hraunbæ 102E, Reykjavík. Bankarog sparisjóð- ir breyta skuldum RÍKISSTJÓRNIN hefir átt við- ræður við banka og sparisjóði um skuldbreytingalán fyrir þá, sem stofnað hafa til skuldar vegna byggingar eða kaupa á eigin húsnæði í fyrsta sinn und- anfarin 2—3 ár. Hafa þessar stofnanir fallist á að taka að sér slíka skuldbreyt- ingu á lánum, sem þær hafa veitt. Skulu þeir lántakendur, sem hlut eiga að máli, snúa sér til þess banka eða sparisjóðs, sem þeir eiga viðskipti við, segir í frétt frá ríkisstjórninni. Nær allir tölvuframleiðendur setja nafn sitt á einkatölvur (personal com- puters). Sá sem býður tölvu þarf hinsvegar að hafa meira fram að færa en nafnið eitt og töluvert meira en tækið sjálft. I stað þess að hanna eina tölvu er hentaði sem flestum, án þess að mæta sérþörfum hvers og eins, hefur Digital framleitt 3 tegundir af einka- tölvum. Hver og ein þeirra getur annast fjölmörg verkefni s.s. textavinnslu, bók- hald eða áætlanagerð og mjög auðvelt er að tengja þær saman í net eða nota sem útstöðvar á stærri tölvur. Kynning á þessum nýju einkatölvum verður á Hótel Loftleiðum (Kristal- sal)fimmtudaginn21. júlí frákl. 12-21. d i g i t a KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ, TÖLVUDEILD HÓLMASLÓÐ 4, ÖRFIRISEY. S. 24120

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.