Morgunblaðið - 20.07.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.07.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1983 t ANNA SIGURÐARDÓTTIR, Irá Hrepphólum, andaöist í Hrafnistu í Hafnarfiröi þann 18. júlí. Vandamenn. t Hjartkær eiginmaöur minn, GUNNAR P. BJÖRNSSON, Bróvallagötu 18, Reykjavfk, lést 18. júlí. Guörún M. Vilhjálmsdóttir. t Eiginmaöur minn, EGGERT F. GUDMUNDSSON, listmálari, andaöist aöfaranótt 19. júlí í Landakotsspítala. Elsa Jóhannesdóttir. t KRISTJANA PÉTURSDÓTTIR HJALTESTED, er látin. Jaröarförin hefur fariö fram. Þökkum auösýnda samúö. Börn hinnar látnu og aörir aðstandendur. t Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaöir og afi, HALLGRÍMUR JÓNSSON, fyrrv. húsvöröur hjá Sláturfálagi Suöurlands, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 22. júlí kl. 10.30. Blóm afþökkuö en þeir, sem vildu minnast hins látna vinsamlegast láti elli- og hjúkrunarheimiliö Grund njóta þess. Þóranna Magnúsdóttir, Jónas Hallgrímsson, Anna Margrét Lárusdóttir, og börn. t Kveöjuathöfn um fööur okkar, GUÐMUND HALLDÓRSSON, frá fsafiröi, fer fram í Fossvogskirkju fimmtudaginn 21. júlí kl. 15.00. Útförin veröur gerö frá ísafjaröarkirkju laugardaginn 23. júlí kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Friórik L. Guðmundsson, Guömundur L. Þ. Guómundsson, Salóme M. Guömundsdóttir, Guörún Guömundsdóttir. t Þökkum aösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför frænku okkar, RAGNHEIÐAR GUDJÓNSDÓTTUR, Goöheimum 1. Franklín Jónsson, Gunnar Jónsson. t Innilegt þakklæti sendum viö öll'jm þeim sem sýndu okkur hlýhug og vinsemd viö fráfall GUÐMUNDAR ÓLAFS. Elín Ólafs, Valgerður og Magni Guömundsson, Bergljót og Ólafur Björgúlfsson, Ástríóur og barnabörn. t Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför HARDARJÓNSSONAR, Suóurgötu 6, Seyöisfirói. Fyrir hönd vandamanna, Rós Níelsdóttir. Minning: Hans Þór Jóhanns- son tæknifrœöingur Kveðja frá Rotaryklúbbi Seltjarnarness Við kveðjum í dag einn af stofnfélögum Rotaryklúbbs Sel- tjarnarness, Hans Þór Jóhanns- son, sem andaðist hinn 8. júlí síð- astliðinn, aðeins 57 ára að aldri. Hann hafði þá um tíma legið á sjúkrahúsi vegna augnaðgerðar, sem virtist hafa tekizt vel, en and- aðist síðan skyndilega af völdum hjartabilunar. Allir vissum við rotaryfélagar að hjartamein hafði hrjáð Þór um allmörg ár og hann hafði barizt gegn því af mikilli karlmennsku og jafnvel tekið meiri áhættu en venjulegt er til þess að reyna að fá lækningu. Virtist hann allvel hress síðustu mánuði og hann hafði nýlega verið eriendis hjá dóttur sinni. Nú bar sjúkdóminn hins vegar svo brátt að og með nýjum hætti þannig að ekki varð komið við neinni lækn- ingu. Hans Þór Jóhannsson var fædd- ur á Seyðisfirði 4. desember 1925. Hann var sonur Jóhanns Hans- sonar vélsmiðjustjóra þar og konu hans Jónínu Stefánsdóttur. Henn- ar faðir var Stefán Th. Jónsson, kaupmaður, útgerðarmaður og bæjarfulltrúi á Seyðisfirði. Var Stefán með kunnustu borgurum Seyðisfjarðar á uppgangstímum þar um aldamótin og kom víða við sögu. Systkini Þórs eru Stefán, forstjóri á Seyðisfirði og Helga, húsfreyja í Reykjavík. Þór byrjaði ungur að starfa í vélsmiðju föður síns, en 17 ára að aldri fór hann til Reykjavíkur og settist í Verzlun- arskólann. Þaðan lauk hann verzl- unarprófi, en hugurinn stóð frem- ur til iðju en verzlunar og því fór Þór í Iðnskólann í Reykjavík og þaðan til Englands til náms í málmfræði. Frá Englandi kom hann lærður málmfræðingur um 1950. Fyrsta starf Þórs eftir heim- komuna var við verkstjórn í vél- smiðjunni Héðni, og starfaði hann þar í nokkur ár eða þar til hann stofnaði eigið fyrirtæki, Járn- steypu Þórs Jóhannssonar, sem síðustu árin hefur verið á Ártúns- höfða. Þór kvæntist árið 1953 eft- irlifandi eiginkonu sinni, Sigurrós Baldvinsdóttur. Þau eignuðust þrjú börn, Guðrúnu íris, Jóhann og Baldvin. Á Seltjarnarnesi bjuggu Þór og fjölskylda hans frá 1964. Þegar Rotaryklúbbur Seltjarn- arness var stofnaður árið 1971, var Hans Þór Jóhannsson meðal stofnenda. Hann hafði þá fyrir nokkru sezt að á nesinu og hafði áhuga á að kynnast þar mönnum og málefnum. Nýi klúbburinn varð vettvangur slíkra kynna. Þór var alla tíð í hópi áhugasömustu fé- laga, sótti vel fundi og var ávallt reiðubúinn til þess að taka að sér störf í þágu klúbbsins. í stjórn sat hann á árunum 1975—78. Viðræð- ur undir borðum og skoðanaskipti við félagana voru það sem hann einkum sóttist eftir í klúbbstarf- inu, og það vakti fljótt athygli nýrra félaga, hversu kært honum var að minnast æskustöðvanna á Seyðisfirði. Hann ræddi gjarnan um það fólk, sem þar hafði verið honum samtíða og ef hann vissi, að viðmælandi kynni að hitta ein- hverja gamla Seyðfirðinga, bað hann jafnan fyrir kveðju til þeirra. Hann lýsti oft á skemmti- legan hátt því mannlífi, sem lifað var á Seyðisfirði á árum kreppu og heimsstyrjaldar. Þetta voru ekki uppgangstímar eystra og Seyð- firðingar voru sagðir lifa á því að selja hver öðrum alls kyns dót. Það var þó ekki sannleikanum samkvæmt og meðal þess, sem þeir höfðu upp á að bjóða, var ein bezt búna vélsmiðja landsins, sem Jóhann, faðir Þórs, hafði sett á stofn árið 1906. Á togaraöld varð þessi smiðja afar nytsamlegt þjónustufyrirtæki og þangað sóttu íslenzkir sem erlendir togarar til viðgerða, ef eitthvað bjátaði á. Sá er þetta ritar, minnist þess frá í vor, er Þór lýsti því, hversu Tjall- arnir voru ánægðir með þær við- gerðir sem þeir gátu fengið í Vélsmiðju Seyðisfjarðar. Ef ekki voru varahlutir tiltækir, voru þeir bara smíðaðir á staðnum og t Þökkum innllega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarö- arför eiginmanns míns, föður, tengdafööur og afa, ÓLAFS PÉTURSSONAR, bónda, ökrum, Mosfellssveit. Oddný Helgadóttir, Inga Asta Olafsdóttir, Helgi Ólafsson, Katrín Ólafsdóttir, Pétur Haukur Ólafsson, og Steinþór Árnason, Drðfn Sigurgeirsdóttir, Jón Sveinsson, Louisa Siguröardóttir barnabörn. t Þökkum samúö vegna andláts og útfarar móöur okkar, tengda- móöur, ömmu og langömmu^ SIGRÍÐAR ÁRNÝJAR EYJÓLFSDÓTTUR, Hafnarfirói. Sérstaklega er starfsfólki Sólvangs í Hafnarflröi þökkuö umönnun og góövild í hennar garö. Kristín Magnúsdóttir, Gunnar E. Magnússon, Magnús St. Magnússon, Áslaug Magnúsdóttir, Sigríður M. Biering, Agnar Biering, barnabörn og barnabarnabörn. Sigurg. Guömundsson, Ásthildur Magnúsdóttir, Guórún Guömundsdóttir, Lokað í dag vegna jarðarfarar, HANS ÞÓRS JÓHANNESSONAR. Járnsteypa Þórs Jóhannssonar. reyndust ekki síður en þeir sem fengust í Grimsby og Hull. Það duldist engum, sem ræddi við Þór um Seyðisfjörð og þá starfsemi, sem verið hafði í fyrirtæki föður hans, að þar hafði ráðið ríkjum áhugi á að leysa hvers manns vanda og leggja metnað í gott handbragð hins trausta kunnáttu- manns. Þessi viðhorf mótuðu án efa störf Þórs síðar á lífsleiðinni. Félagar í Rotaryklúbbi Sel- tjarnarness þakka Hans Þór Jó- hannssyni góð kynni og færa eig- inkonu hans, börnum og öðrum aðstandendum innilegar samúð- arkveðjur. Heimir Þorleifsson Þór lést 8. júlí sl. Þrátt fyrir langvarandi veikindi hans kom fregnin um skyndilegt lát hans á óvart. Hann var á Landakotsspítala er hann lést, hafði gengið þar undir uppskurð á auga nokkrum dögum áður, en virtist á batavegi. Hann fæddist á Seyðisfirði 4. desember 1925. Foreldrar hans voru sæmdarhjónin Jónína Stef- ánsdóttir og Jóhann Hansson, vélsmíðameistari. Börn þeirra voru þrjú: Helga ólafía, Stefán og Hans Þór, sem var þeirra yngstur. Þór giftist eftirlifandi konu sinni, Sigurrósu Baldvinsdóttur, 9. maí 1953 og eignuðust þau þrjú börn, Guðrúnu Iris, Jóhann og Baldvin. Þór valdi sér snemma lífsstarf og sneið menntun sína við það. Hann lauk Verslunarskólaprófi árið 1945. Að því loknu fór hann til Danmerkur og vann þar í eitt ár á málmsteypuverkstæði, en hafði áður lokið sveinsprófi í járnsteypu hér heima. Síðan lá leiðin á tækni- skóla í Englandi, en þaðan útskrif- aðist hann sem tæknifræðingur árið 1950. Kynni okkar Þórs hófstu fljót- lega eftir komu hans frá námi. Ekki leið á löngu áður en ég gerði mér ljóst hvílíkur afbragðsmaður hann var, drenglyndur, heiðarleg- ur og athafnasamur. Hann var haldinn þeim hvötum að vilja vinna og framkvæma sjálfstætt. Hann reisti verkstæðishús og hef- ur rekið þar málmsteypu síðan. Síðustu vikur og mánuði var hug- ur hans bundinn nýju verkstæðis- húsi, undirbúningi var lokið og hann beið óþreyjufullur eftir að geta hafist handa. Fyrir um það bil 9 árum veiktist Þór af þeim sjúkdómi er átti eftir að verða honum að aldurtila. Það hvarflaði ekki að honum að gefast upp þótt sjúkdómurinn væri al- varlegur. Þess vegna fór hann í desember 1980 til London í hjarta- uppskurð, enda þótt margir teldu slíkt vonlítið. En uppskurðurinn heppnaðist vonum framar og gaf honum dálítinn frest. Þór var ávallt tillitssamur í skiptum sín- um við aðra, virti skoðanir þeirra og naut í staðinn vináttu og virð- ingar. I erfiðum sjúkdómi brast hon- um aldrei kjarkur né sálarstyrkur. Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti fyrir vináttu og umhyggju hans mér til handa. Við hjónin kveðjum kæran bróður og vin og biðjum góðan guð að leiða hann inn í nýjan heim. Við vottum konu hans og börn- um og öðrum ástvinum hans inni- lega samúð og biðjum um styrk þeim til handa. Jónas Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.