Morgunblaðið - 20.07.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.07.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1983 Staðsetningu bfla umboðsins hef- ur verið mótmælt — segir íbúi við Rauðagerði „ÞAÐ er alrangt hjá eiganda Bursta- fells að íbúar hverfisins hafi ekki mótmælt staósetningu bflaumboós- ins vió Rauðagerói vegna aukinnar umferóar," sagði Guóni Sigurjóns- son, íbúi vió Rauðagerði, en hann hafði samband við Mbl. vegna um- Utangarðs- drengirnir í Bíóhöllinni BÍÓHÖLLIN frumsýnir í dag kvik- mynd Francis Ford Coppola, „Utan- garðsdrengir" eða „The Outsiders" eins og myndin nefnist á frummálinu. Gerist myndin í Tulsa árið 1966 og segir frá þremur drengjum, vanda- málum þeirra og lífsbaráttu, sem ekki endar sem skyldi. Með aðalhlutverk fara þeir Matt Dillon, C. Thomas Howell og Ralph Macchio en myndin er gerð eftir sögu S.E. Hintons. mæla Kristins Breiðfjörð, eiganda Burstafells, í Mbl. á laugardag. Undanfarið hafa spunnist mikl- ar umræður vegna lóðarumsóknar undir verslun við Sogaveg, og hafa íbúar hverfisins mótmælt stað- setningu verslunar þar vegna auk- innar umferðar um hverfið. Eig- andi verslunarinnar, Kristinn Breiðfjörð sagði hins vegar í sam- tali við Mbl. fyrir skömmu, að íbú- amir hefðu ekki hreyft mótmæl- um við staðsetningu bílaumboðs við Rauðagerði sem hefði að- keyrslu um Sogaveg. Guðni Sigur- jónsson, íbúi við Rauðagerði vildi þó koma því á framfæri að íbúarn- ir hefðu mótmælt bílaumboðinu með undirskriftalistum til borg- arráðs og hefðu 60—70 manns skrifað undir. Guðni sagði mikið ónæði skapast af staðsetningu umboðsins, þar sem samfelld um- ferð væri um hverfið alla virka daga og reyndar flestar helgar einnig, þar sem þá væru oft haldn- ar bílasýningar hjá umboöinu. Hann sagði að þetta væri vaxandi barnahverfi, og þar sem umferð um það væri sífellt að færast í aukana, hikuðu sumir foreldrar jafnvel við að hafa börn sín utan dyra vegna slysahættu. Guðni sagði að hver gata í þessu hverfi hefði sín vandamál og þau yrðu ekki leyst með því að gera fleiri „botnlanga", eða reisa fleiri versl- anir, heldur yrði að leysa málið í heild. Leiðrétting í LEIÐARA Morgunblaðsins í gær slæddist inn sama villa og í frétt blaðsins að OLÍS kæmi við sögu vegna fjárhagserfiðleika Hrað- frystihúss Patreksfjarðar. Biðst blaðið velvirðingar á þessu, en þetta breytir engu um efnisatriði leiðarans. Hallgrímskirkja: Andreas Schmidt syng- ur við náttsöng í kvöld ÞÝSKI baritonsöngvarinn Andreas Schmidt, sem hlaut fyrstu verðlaun söngvara í þýsku tónlistarkeppninni í Bonn I júní sl., mun syngja við náttsöng í Hallgrímskirkju í kvöld kl. 22.00 og við messu nk. sunnudag kl. 10 árdegis. í náttsöngnum í kvöld mun hann syngja aríu úr „Taulus" eftir F. Mendelssohn. Andreas Schmidt söng hér á landi í fyrra í Hallgrímskirkju á konsert og við messur og má því búast við að margir hlakki til að heyra til hans á ný. Ólfsvík: „Undir jökli ’83“ ÓUfsvík, 18. júlf. HAUKUR Halldórsson, mynd- listarmaður, heldur þessa dag- ana sýningu á verkum sínum í Grunnskólanum í Ólafsvík. Á sýningunni eru um 60 verk, sem unnin eru í krít, kol, túss og með silkilitum. Sýning Hauks heitir „Undir jökli ’83“. Margar myndanna eru frá Ólafsvík og unnar upp úr þjóð- sögunum, en þar heflr lista- maðurinn nokkuð markað sér vettvang og náð góðum tökum. Meðfram sýningunni heflr Haukur lýst sig fúsan til að veita börnum tilsögn í teikn- ingu. Er þess að vænta, að for- eldrar notfæri sér þetta góða boð. Helgi Starfsmenn unnu kappsamlega að hreinsun ( Rörsteypunni, þegar Ijósmyndarinn kom þangað síðdegis í gær. Eldsvoðinn f Rörsteypunni í Kópavogi: Hefjum framleiðslu eins fljótt og auðið er Rörsteypan eftir brunann. MorpinbUAié/c.uAjén. — segir Ölafur Björnsson „ÞAÐ lítur út fyrir að allar vélar séu heilar í vélasai, en allt rafmagn í hús- inu er ónýtt. Það bráðnuðu allir kapÞ ar og stjórntæki framleiðslunnar, sem er að hluta til tölvustýrð, eru að einhverju leyti biluð, hve miklu verð- ur ekki Ijóst fyrr en seinna, þegar rafvirkjarnir hafa fengið tækifæri til að skoða skemmdirnar, en það er margra daga vinna að fullkanna þær,“ sagði Ólafur Björnsson, einn eigenda Rörsteypunnar í samtali við Morgunblaðið í gær, ura þær skemmdir sem urðu á eignum fyrir- tækisins í eldsvoðanum í fyrrakvöld. „Þurrkklefinn er gerónýtur og '/5 hluti af þaki vélasalar, en tækin sjálf og burðurinn í vélasalnum virðast hafa sloppið. Þá urðu einn- ig skemmdir á tveim nýlegum dráttarvélum fyrirtækisins. Á þessu stigi er ekki hægt að fullyrða um heildartjón, en ég held að það sé óhætt að segja að það hlaupi á milljónum króna," sagði ólafur. ólafur sagði að þeir stefndu að því að hefja framleiðslu eins fljótt og auðið væri, en hvenær það yrði væri ekki hægt að segja fyrr en mat á skemmdum iægi fyrir. Það væri ekki lengi gert í sjálfu sér að loka þaki vélasalar, en það væri meiri spurning með sjálfstýritækin og að hve miklu leyti væri hægt að taka upp handstýringu framleiðsl- unnar. Þeir ættu talsvert af þil- plötum og minni rörum á lager, en þurrkklefinn var eingöngu notaður til að þurrka þilplötur. Þeir gætu því einbeitt sér að framleiðslu stærri röra og brunna til að byrja með. „Við áttum lóð annars staðar, þar sem hugmyndin var að hefja byggingarframkvæmdir að ári liðnu og kannski verður þessi at- burður til þess að við reynum að flýta þeim framkvæmdum," sagði ólafur að lokum. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá blásara í þurrkklefanum, en SEXTÍU manna rúta fauk út af vegin- um milli Búða og Lýsuhóls, aðfara- nótt sunnudagsins, en þá gerði mikið hvassviðri á sunnanverðu Snæfells- nesi eins og víðar á landinu. Aðeins ökumaður var í rútunni, sem fauk það utarlega á veginn, að bflstjórinn hann fer sjálfvirkt í gang 20.15—20.20. Ræstingakona yfirgaf húsið skömmu fyrir átta og til- kynning um eldinn barst lögregl- unni í Kópavogi kl. 21.55 í fyrra- kvöld. Hjá rannsóknarlögreglunni var ekki að hafa nánari fregnir af rannsókn á upptökum eldsins í gær. sá sér þann kost vænstan að fara út af veginum, svo að rútan ylti ekki. Rútan mun hafa verið að sækja fólk til Búða, sem bjó í tjöldum, til að ferja það yfir að félagsheimilinu Lýsuhóli, en tjaldbúar urðu að hafa snarar hendur við að taka saman tjöld sín, þegar hvassviðrið gerði, en veðurhæðin mun hafa náð 10—12 vindstigum. Ljósmynda- tækjum stolið ÁLTÖSKU með búnaði til Ijósmynd- unar var stolið úr Ford Cortinu- bifreið við Tómasarhagann einhvern tíma yfir helgina. Bíllinn var yfirgefinn læstur seinnipart föstudags og þegar komið var að honum á mánudegi um hádegi, hafði verið brotist inn í bílinn og töskunni stolið. Snæfellsnes: Rúta fauk út af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.