Morgunblaðið - 20.07.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.07.1983, Blaðsíða 20
10 ár frá stofnun Flugleiða MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1983 Flugleidavélar á Keflavíkurflugvelli. I i i í i i i i t i i i i i i i i i i i i i i i i i Someiningin var rétt skref á sínum tíma — segir Örn Ó. Johnson, stjórnarformaður Flugleiða „AÐDRAGANDINN aö sameiningu félaganna á sínum tíma var sá, aö í hönd fór vaxandi samkeppni þeirra upp úr 1970. Flugráð og ríkisstjórn töldu aö stefndi í óefni, ef ekkert væri aö gert,“ sagöi Örn Ó. Johnson, stjórnarfor- maöur Flugleiða, í samtali viö Mbl. í tilefni þess, að 20. júlí eru liðin 10 ár frá stofnun Flugleiða. Örn Ó. Johnson, stjórnarformaður Flugleiða. „Haustið 1971 var síðan gerð ályktun í flugráði, sem send var samgönguráðuneyt- inu, en þar var ítrekað að gera þyrfti eitthvað í málinu. Sam- gönguráðuneytið ritaði í kjölfar þess bréf til beggja fé- laganna, þar sem sagði að ráðuneytið teldi tímabært, að félögin tækju annaðhvort upp mjög náið samstarf eða sam- einuðust í eitt,“ sagði Örn ennfremur. Örn sagði að hafizt hefði verið handa um viðræður fé- laganna undir áramótin 1971 og áfram fram eftir vetri. „Það slitnaði hins vegar upp úr þeim snemma árs 1972 og samkeppnin hélt áfram og fór vaxandi. Ríkisstjórnin lagði síðan aftur þrýsting á um að- gerðir í málinu haustið 1972 og í því sambandi var sett á laggirnar nefnd til að aðstoða flugfélögin við vinnu að þessu máli. Það var síðan í aprílmánuði 1973 að samkomulagsgrund- völlur náðist um sameiningu og var hann borinn undir at- kvæði aðalfunda félaganna í lok júni og samþykktur þar, enda hafði ríkisstjórnin, eða samgönguráðuneytið, gefið fé- laginu ákveðin fyrirheit um starfsgrundvöll til frambúðar. Formleg stofnun félagsins var síðan 20. júlí 1973 og Flugleið- ir tóku til starfa 1. ágúst það ár,“ sagði Örn. Örn sagði að ákveðið hefði verið á aðalfundunum í júní, að félagið myndi starfa næstu þrjú árin án þess, að haldinn yrði aðalfundur, en á þessu tímabili var starfandi nefnd, sem var skipuð af Lands- banka íslands, til að meta eignir félaganna. Hún skilaði niðurstöðum sínum í ársbyrj- un 1976. „Hvað starfsemina undan- farin 10 ár snertir, þá hefur gengið á ýmsu. Fljótlega eftir sameininguna hófst hin svo- kallað olíukreppa með mjög mikilli hækkun á eldsneyti. Þessi mikla hækkun á elds- neyti á þessum árum hefur síðan valdið Flugleiðum, eins og reyndar öllum öðrum flug- félögum miklum erfiðleikum. Annars varð sameiningin á margan hátt erfiðari heldur en ég hafði átt von á. Bæði á það við um utan að komandi áhrif og starfsemina inn á við, þegar þessi tvö félög, sem átt höfðu í harðri samkeppni um áratugaskeið, þurftu að ná samkomulagi um hin einstöku atriði í starfseminni. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar, að sameiningin hafi verið rétt skref á þeim tíma. Það hafa hins vegar gerzt ýmsir hlutir í seinni tíð, sem ekki voru fyrir séðir, eins og það að sam- gönguráðherra hefur breytt starfsgrundvelli félagsins, með því að heimila öðrum flugfélögum að stunda milli- landaflug. Þau fyrirheit, sem félaginu voru gefin á sinum tima, hafa því verið svikin af stjórnvöldum og munu breyta stöðunni verulega í framtíð- inni,“ sagði Örn. Örn gat þess, að hann hefði verið talsmaður þess á sínum tíma, að ríkið kæmi inn í Flugieiðir sem eignaraðili og hefði lagt fram tillögu þess efnis í stjórn félagsins. Það væri hins vegar stór spurning í dag hvort ekki væri ástæða til að breyta því, ekki sízt með hliðsjón af því, að ríkið hefur nú breytt rekstrargrundvelli félagsins. „Félagið hefur ekki farið varhluta af þeim erfiðleikum, sem steðjað hafa að fluginu á undanförnum árum og ég er þeirrar skoðunar, að þeir erf- iðleikar séu ekki að baki. Fé- lagið mun eiga við ákveðna erfiðleika að etja á næstu ár- um, bæði vegna aðstæðna hér innanlands og svo vegna þeirrar stöðu, sem ríkir í flugmálum almennt. Það hlýt- ur hins vegar að vera von allra, að okkur takist að yfir- vinna þessa erfiðleika, en það verður ekki gert nema með miklu og samstilltu átaki starfsmanna og allra þeirra, sem eiga hlut að máli,“ sagði Örn Ó. Johnson, stjórnarfor- maður Flugleiða, að endingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.