Morgunblaðið - 20.07.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.07.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1983 39 • Halldór Halldórsson ver hér vítaspyrnu frá Guömundi Baldurssyni (leiknum í g»r. Morgunblaöiö/Kristján. Jafnt hjá Fylki og FH — Pálmi Jónsson rekinn af leikvelli FYLKIR og FH áttust viö í bikar- keppni KSÍ í gærkvöldi og lauk leiknum meö markalausu jafntefli eftir framlengingu. Þaö var há- vaðarok og stóö þaö þvert á völl- inn og var því mjög erfitt aö leika knattspyrnu, enda gekk báöum liðum þaö illa. Fyrri hálfleikurinn var mjög daufur en þó voru Fylkismenn heldur sprækari. Þeir fengu eina vítaspyrnu sem Guðmundur Bald- ursson tók en Halldór gerði sér lít- ið fyrir og varöi hana, vel gert hjá honum. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks fór Halldór í mjög ævintýralega ferð um vítateig sinn og þeyttist hann þar á milli manna en komst að lokum aftur í markiö mátulega til að verja þrumuskot frá Fylki. Snemma í síðari hálfleik fékk Pálmi Jónsson gult spjald og síöar í leiknum var honum sýnt rauða spjaldiö. Þessi ákvöröun dómar- ans var rétt svo langt sem það nær því allan leikinn haföi sami maöur- inp veriö að brjóta á Pálma, og það oft illa, án þess svo mikiö aö fá tiltal frá dómaranum. Bæði liðin fengu færi á aö skora mark í leiknum en það tókst ekki og því varð að framlengja. Fylk- ismenn fengu fleiri færi og voru FH-ingar heppnir aö vera ekki undir í hálfleik en Árbæingar voru óheppnir upp við markiö og einnig var Halldór góöur þannig aö ekk- ert varö úr neinu hjá þeim. j framlengingunni geröist ekkert markvert. Liöin skiptust á um aö sækja en ekkert umtalsvert mark- tækifæri leit dagsins Ijós, Viöar Halldórsson átti eitt skot aö marki en beint á Ólaf Magnússon mark- vörð Fylkis. Liöin þurfa því aö leika KR-ingar á sund- móti í Hollandi LAUGARDAGINN 2. júlí síöastliö- inn tóku tveir sundmenn úr sunddeild KR þátt í 7. alþjóöa sundmóti VZPC, en þaó er hol- lenskt sundfálag. Var þaö haldið í Vriezenvee rátt hjá Almalo. Voru þaö þeir Axel Árnason og Albert Jakobsson. Gist var hjá fjölskyld- um í bænum. Kepptu þeir í 50 og 100 m skriósundi. í 50 metrunum voru þeir í 28. s»ti á 27,2 sek. og 19. snti á 26,4 sek. Keppendur í þeirri grein voru 52. Þaö sund vannst á 24,5 og var þaó nýtt brautarmet. I 100 metrunum voru 172 keppendur og lentu KR-ing- arnir í 39. s»ti á 1:00,0 mín. og 26.-29. sœti á 58,2 sek. Vannst þaö sund á 53,0 sek. Sundmenn frá 8 löndum voru þar saman komnir, frá Belgíu, Danmörku, Englandi, Noregi, Póllandi, V-Þýskalandi, íslandi og Hollandi. Samtals 540 keppendur. Keppt var í 1.251 riöli. Mótiö hófst klukkan hálf níu og var lok- ió um klukkan sjö. Laugin var 25 m aö lengd og hitastigið um 21,5° Celsíus. Sunddeild KR fákk bíkar fyrir aö hafa komið lengst aö af öllum 30 sundfálögunum. Var sunddeild KR boðiö aö koma aft- ur að ári liönu og þá meö fjöl- mennara liö. aö nýju og fer sá leikur fram á Kaplakrikavelli í Hafnarfiröi trúlega í næstu viku. Dómari í þessum leik var Helgi Kristjánsson og var hann oft á tíö- um alveg meö furöulega dóma sem enginn botnaöi neitt í. — SUS Ulfar Hróarsson í tveggja leikja bann AGANEFND KSÍ fundaði í gær og voru fjölmörg mál tekin fyrir. Helstu dómar frá þeim voru þeir aö Úlfar Hróarsson hjá Val fákk tveggja leikja bann vegna brott- reksturs af leikvelli. Magni Pát- ursson Val fákk einn leik í bann vegna 10 refsistiga og þaö sama fengu Páll Ólafsson og Svein- björn Hákonarson. Aörir sem fengu bann eru meöal annars Hilmar Árnason, Fylki, Björn Olgeirsson Völsungi, og Vilhjálmur Einarsson Víöi en þessir fá allir einn leik vegna 10 refsi- stiga. Albert Jónsson Víkverja og Sverrir Sverrisson Gróttu fengu einn leik í bann vegna brottvísun- ar. Leikbönn þessi taka gildi á há- degi á laugardag. __SUg Axel þjálfar Aftureldingu MIKLAR líkur er nú taldar á aö Axel Axelsson, fyrrverandi leik- maöur hjá Fram og í Þýskalandi, muni þjálfa Aftureldingu í Mos- fellssveit á næsta keppnistímabili. Axel er kunnur handknattleiks- maöur og hefur undanfarin ár leik- iö í Þýskalandi, hann hefur leikiö marga landsleiki fyrir ísland og er ekki aö efa aö þeir í Mosfellssveit geta mikiö af honum lært. Ekki hefur enn veriö gengiö endanlega frá þessu en sam- kvæmt þeim fregnum sem viö höf- um þá mun þaö gerast á næstu dögum. — sus. Vésteinn í úrvalið VÉSTEINN Hafsteinsson kringlu- kastari úr HSK sem setti nýtt ís- landsmet í bikarkeppni FRÍ um síöustu helgi hefur nú verið val- inn í úrvalslið Noröurlanda sem keppír viö Bandaríkin 26. og 27. júlí. Vésteinn kastaöi kringlunni 65,60 metra sem er þriöji besti árangur á Norðurlöndum og þaö nægði honum til aö komast í úrval- iö. Vésteinn er fimmti íslendingur- inn sem valinn er í þetta úrval. Landsliðið valið fyrir sjö landa keppnina Frjálsíþróttasamband íslands hefur valið landsliö karla og kvenna, sem tekur þátt í sjö landa keppninni í Edinborg 30. og 31. júlí næstkomandi, en þar keppa landsliö frá Skotlandi. Wales, Norður-írlandi, Grikklandi, Luxemborg og ísrael auk ís- lenzka landsliðsins. Liöin eru þannig skipuð: Karlar: 100 m: Jóhann Jóhannsson ÍR 200 m: Oddur Sigurösson KR 400 m: Oddur Sigurösson KR 800 m: Guömundur Skúlason Á 1500 m: Jón Diöriksson UMSB 5000 m: Gunnar Páll Jóakimsson ÍR 10.000 m: Siguröur Pétur Sig- mundsson FH. 3000 m hindrun: Jón Diöriksson UMSB 110 m grind: Þorvaldur Þórsson ÍR 400 m grind:Þorvaldur Þórsson ÍR 4x100: Oddur Sigurösson, Þor- valdur Þórsson, Jóhann Jóhanns- son, Hjörtur Gíslason. 4x400: Oddur Sigurösson, Þor- valdur Þórsson, Egill Eiösson UÍA, Guömundur Skúlason. Hástökk: Kristján Hreinsson UMSE WMP • Vásteinn Hafsteinsson, ný- bakaöur íslandsmethafi (kringlu- kasti, keppir í sjö landa keppn- inni. Langstökk: Kristján Haröarson Á Þrístökk: Kári Jónsson HSK Stangarstökk: Siguröur T. Sig- urösson KR Kúluvarp: Óskar Jakobsson ÍR Kringlukast: Vésteinn Hafsteins- son HSK Sleggjukast: Erlendur Valdimars- son ÍR Spjótkast: Einar Vilhjálmsson UMSB. Konur: 100 m: Oddný Árnadóttir ÍR 200 m: Oddný Árnadóttir ÍR 400 m: Helga Halldórsdóttir KR 800 m: Ragnheiður Ólafsdóttir FH 1500 m: Ragnheiöur Ólafsdóttir FH 100 m grind: Helga Halldórsdóttir KR 400 m grind: Sigurborg Guö- mundsdóttir Á Langstökk: Bryndís Hólm ÍR Hástökk: Þórdís Gísladóttir ÍR Kúluvarp: Guörún Ingólfsdóttir KR Kringlukast: Guörún Ingólfsdóttir KR Spjótkast: íris Grönfeldt UMSB 4x100 m boðhlaup: Oddný Árna- dóttir, Bryndís Hólm, Þórdís Gisla- dóttir og Helga Halldórsdóttir. 4x400 m boöhlaup: Oddný Árna- dóttir, Helga Halldórsdóttir, Sigur- borg Guömundsdóttir og Valdís Hallgrímsdóttir KR. Varamaður: millivegalengdir og boðhlaup: Hrönn Guömundsdóttir ÍR. SYNCHRONICITY Löggurnar mættar aftur á svæðið! ötiil KARNABÆR HLJÓMPLÖTUDEILD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.