Morgunblaðið - 20.07.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.07.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1983 31 Minning: Guðmund- ína Kristjánsdótt- ir frá Innra-Osi Skylt er mér og ljúft að minnast Guðmundínu mágkonu minnar, því mér og mínum var hún stoð og stytta þegar á lá. Veit ég og að margur minna vandabundinn get- ur borið henni svipaða sögu. Guðmundína Þórunn hét hún fullu nafnk fædd 18. febrúar 1903 á Innra-Osi í Steingrímsfirði, elsta barn hjónanna Hinriks Kristjáns Þórðarsonar og Sigur- línu Kolbeinsdóttur. Hlaut hún nafn föðurömmu sinnar, sem lengi bjó á ósi. Við fráfall föður síns 1920 varð Guðmundfna hægri hönd móður sinnar, sem hafði fyrir þrem yngri börnum að sjá. Við búi á Innra-ösi tók um tíma Magnús Steingríms- son, löngum kenndur við Hóla. Fór svo að Guðmundína og sonur Magnúsar og Kristínar Árnadótt- ur konu hans, Ingimundur Tryggvi, gengu í hjónaband og tóku við búi á Innra-ósi. Hjóna- vígslan fór fram 23. júní 1928. Ungu hjónin voru af þeirri kynslóð bændafólks, sem grunn lagði að stórstígum framförum í islenskum sveitum. En Ingimund- ar naut ekki lengi við. Hann féll frá 12. febrúar 1934. Guðmundína hélt búskapnum áfram, og má nærri geta hver þrekraun það var í miðri krepp- unni að standa straum af skuldum eftir jarðabætur og aðrar fram- kvæmdir á jörðinni. Á Innra-ósi bjó hún farsælu rausnarbúi fram til 1945. SVAR MITT eftir Billy Graham Friður í hjarta Eg hef sigrazt á vondri hegðan minni, en samt er eg haldinn sektarkennd. Hvað á eg að gera frekar til að öðlast frið og hamingju? Leiðin til að hljóta frið í hjarta er ekki sú að forðast vonda hegðun. Þó að eg vinni bug á einhverj- um vondum vana, kann það aðeins að veita mér fullnægjukennd, jafnvel í ríkum mæli, og eg verð réttlátur í eigin augum, en gleði hjartans kemur ekki sjálfkrafa fyrir það. Slíkur sigur er einungis tímabundinn, þegar bezt lætur, því að eg er sami maðurinn eftir sem áður og hef sömu hneigðir til hins illa. Hér þarf nýtt afl að koma til sögunnar og ná tökum á mér. Fyrr losna eg ekki við vitundina um sekt. Eg get hegðað mér vel og talið mér það til gildis, og það eitt gerist, að sjálfsálitið vex. Eg verð sami maðurinn með sömu tilhneigingarnar, eg bæli margar langanir niður — þangað til eg endurfæðist fyrir lifandi, persónulega trú á Jesúm Krist. Takið á móti fagnaðarerindinu, sem læknar sál yðar. Þá komizt þér að raun um, að sektarkenndin er tekin í burtu og gleði kemur í staðinn, því að með þeim hætti öðlizt þér frið við Guð. Þér þurfið að sættast við Guð. Þá fyrst kemur friður í hjartað. Það er dásamlegur léttir og hvíld í frelsinu, sem Kristur gefur. Vaka: Námslánin eiga að tryggja ölium jafn- an rétt til náms „f TILEFNI af þeirri umræöu sem átt hefur sér stað að undanrórnu um Lánasjóð íslenskra námsmanna og þá raiklu fjárhagserfiðleika sem sjóðurinn á við að etja, vill stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúd- enta Uka fram eftirfarandi: Vaka harmar þær yfirlýsingar sem fjármálaráðherra hefur látið frá sér fara að undanförnu um hugsanlega skerðingu námslána. Þrátt fyrir mikla efnahagserfið- leika er það ekki á nokkurn hátt réttlætanlegt að skerða kjör námsmanna. f fyrsta lagi eru námslánin stór- lega skert nú þegar, þar sem fram- færslugrundvöllurinn sem lánin eru reiknuð út frá er úreltur og rangur og lánin því of lág fyrir vikið. í öðru lagi eru lánin verð- tryggð og námsmenn greiða þau að fullu til baka, m.ö.o. hér er ekki um ölmusu að ræða. f þriðja lagi bitnar sú efnahagskreppa sem fs- lendingar standa frammi fyrir harðast á þeim sem lökust hafa kjörin og eru námsmenn sem þurfa á námslánum að halda ör- ugglega í þeirra hópi. Hætt er við því að margir námsmenn þurfi að hverfa frá námi ef námslánin verða skert meira en nú þegar er gert og þá hefur námslánakerfið tapað gildi sínu. Námslánin eiga að tryggja öllum jafnan rétt til náms án til- lits til efnahags og það er örugg- lega ekki tilgangur núverandi rík- isstjórnar að gera þar breytingar á. Því skorar Vaka á fjármála- ráðherra að tryggja Lánasjóðnum það fjármagn sem nauðsynlegt er, svo námsmenn þurfi ekki að óttast um sinn hag. Jakobína Kristjáns- dóttir - Minning ftr i ■ Guðmundína giftist öðru sinni, 10. janúar 1946, Sigurði Tryggva, syni Ara Stefánssonar og konu hans Kristínar Guðmundsdóttur, sem lengst bjuggu í Stóra-Laug- ardal á Skógarströnd. Þau Guð- mundína og Sigurður settust að í Hafnarfirði, þar sem þau reistu sér húsið sem nú heitir öldutún 4. Guðmundínu varð ekki barna auðið, en leitun er á manneskju sem betur skildi börn og þarfir þeirra og auðveldara átti með að koma þeim að sér. Á heimili þeirra Sigurðar voru einatt börn í fóstri eða heimagangar, og virtust öll líta á Guðmundínu sem aðra móður. Auk barnafræðslu eins og hún gerðist í sveitum á fyrstu tugum aldarinnar, naut Guðmundína skólavistar einn vetur í Kvenna- skólanum í Reykjavík, þegar hún var um tvítugt. En þessa takmörk- uðu skólagöngu kunni hún að færa sér vel í nyt, bæði til munns og handa. Skilningurinn var skarpur og minnið glöggt, varð vart á betri heimild kosið um atburði og ættir í byggðum sem hún þekkti best til. Magnús T. Ólafsson Til heimkynna ljóssins var Jakobína, móðursystur mín, kvödd sl. fimmtudag. Veikindi og aðrir erfiðleikar settu djúp spor á þessa fallegu konu og þó kvartaði hún ekki. Bíbí fæddist fyrir vestan, við rætur hárra fjalla og bláma hafs- ins. Hún var yngst niu systkina. 1 minni mínu geymi ég þá glað- værð og skemmtun sem var, þegar móðursysturnar komu saman. Þá var mikið sungið og hlegið. Bíbi var myndarleg húsmóðir. Hún og maðurinn hennar, ólafur Pétursson, hljómlistarmaður, áttu glaðvært heimili, þar sem tónlist- in ómaði. Þau urðu fyrir þeirri raun að missa tæplega 2ja ára dóttur sína, ólafíu. Um áratuga skeið átti ólafur annað slagið við veikindi að stríða. En Bíbí lét ekkert ræna frá sér brosinu og segja má að allt sé til einhvers. í veikindum Bíbíar reyndist ólafur hennar helsta stoð. Við hjónin og fjölskylda okkar vottum Ólafi, börnum og barna- börnum okkar dýpstu samúð. Guð veri með ykkur. Bergný Hanna. Fjórtánda dag júlímánaðar lést að Vifilsstöðum Jakobína Krist- jánsdóttir. Hún var fædd á Bíldudal 23. febrúar árið 1923. Jakobína var yngst barna þeirra Guðmundínu Árnadóttur og Kristjáns Magn- ússonar skipstjóra. Eftirlifandi eiginmaður hennar er ólafur Pét- ursson, hljómlistarmaður. Bíbí, eins og hún var oftast köll- uð, var hlédræg kona og með af- brigðum heimakær. Hennar yndi var að hlúa að manni sínum og bðrnum. „Lífið er fljótt, líkt og elding sem geisar um nótt. Ljós sem tindrar í tárum, titrar á bárum." Lífið er stutt, en oft fagurt. Meðan börnin geyma ást til sinnar elskulegu móður, meðan ástríkar minningar vaka í vitund syrgjandi eiginmanns, meðan vin- ir muna þér veittar gleðistundir, er saga þín ekki öll. Jakobína var góður vinur vina sinna og æðraðist ekki í veikind- um sínum. Allir sem þekktu Bíbí kveðja hana með þakklæti og virðingu. Blessuð sé minning hennar. Hanna. MED FYLGIR- CP/M SUPERCALC WORDSTAR MAILMERGE MBASIC CBASIC verðkr.63.218.- m/vgengi USD:28.- ÞAO BÝÐUR ENGINN BETUR. stýrikerfi áætlanagerðaforrit ritvinnsluforrit póstlistaforrit forritunarmál forritunarmál TÖLVUNNI ATH. GREIÐSLUKJÖR vernda lakkið -varna ryði r Svartir og úr stáli. Hringdu í síma 44100 og pantaðu, þú færð þér svo kaffi meðan við setjum þá undir. Eigum einnigGRjóTGR|NDUR Sendum í póstkröfu BLIKKVER Skeljabrekka 4. 200 Kópavogur. Simi 44100 (FrétUtilkynning frá Vöku.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.