Morgunblaðið - 20.07.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.07.1983, Blaðsíða 23
10 ár frá stofnun Flugleiða 22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JtJLl 1983 „Jákvœd hugarfarsbreyt- ing hefur átt sér stað“ Helgi Thorvaldsson er formaður starfsmannafélags Flug- leiða (STAFF), en það var stofnað skömmu eftir sameiningu Loftleiða og Flugfélags íslands. Helgi, sem hefur verið for- maður félagsins undanfarin 4 ár, gaf sér tíma frá störfum á Keflavíkurflugvelli á dögunum til að spjalla við blm. M' l. um starfsemi og helztu verkefni félagsins. Helgi Thorraldsson, formaður starfsmannafélags Flugleiða. „Það eiga tæplega 900 fast- ráðnir starfsmenn aðild að starfsmannafélaginu og er starfsemin einkum reist á klúbbum af ýmsu tagi s.s. á sviði skákar, bridge, badmin- ton, knattspyrnu, golfs, körfu- knattleiks, myndlistar, skot- fimi, veiðiskapar o.fl. Voru klúbbarnir alls 11 er bezt lét, en hefur fækkað lítillega í seinni tíð. Af þessum klúbb- um má segja að skákmennirn- ir hafi náð einna lengst því að sveitin hefur tvisvar sinnum orðið heimsmeistari í skák- keppni flugfélaga. Hafa menn nú fullan hug á að bæta ein- um titli í safnið á hausti kom- anda, en þá fer mótið fram í Kaliforníu. En myndlist- arklúbburinn hefur einnig náð langt; hann náði t.d. öðru sæti á móti í fyrra sem al- þjóðasamtökin ASIA (Air- lines Staff International Association) gengust fyrir. Við erum aðiljar að þessum samtökum og höfum sótt mörg mót á þeirra vegum og staðið okkur vel. — Ég held að það líði vart sá mánuður að einhverjir keppnismenn starfsmannafélagsins taki ekki þátt í mótum erlendis. Þó Helgi Thorvalds- son formaður starfsmannafé- lagsins tekinn tali er ekki venja að þeir keppi á sumrin því að þá er mesti annatíminn í starfsemi Flug- leiða. Einnig er starfsmanna- félagið aðili að alþjóðasam- tökunum CISU (Children Int- ernational Summer Villages). Þessi samtök hafa á sínum snærum sumarbúðir í ýmsum löndum þar sem fjórum 11 ára börnum starfsmanna Flug- leiða gefst kostur á að dvelj- ast fjórar vikur á ári ásamt fjölda annarra barna á sama aldri af ólíku þjóðerni. Hefur þetta mælzt mjög vel fyrir meðal starfsfólks Flug- leiða og fara börnin í sumar til Osaka í Japan. Auk þess eru ýmiss konar hefðbundnar skemmtanir s.s. árshátíð fé- lagsins, jólatrésskemmtanir og sumarferðalög og annar smáfagnaður hluti af starf- seminni." Jákvæð hugarfarsbreyting — Hefur starfsemin verið svona blómleg frá upphafi? „Hún fór vel af stað og var lífleg lengi framan af, en í kjölfar þess ástands sem skap- aðist vegna uppsagna starfs- fólks fyrir nokkrum árum dofn- aði nokkuð yfir henni. Þó ber að gleðjast yfir því að jákvæð hug- arfarsbreyting félaga í starfs- mannafélaginu hefur átt sér stað nú í seinni tíð. Því vonar maður að starfsemi félagsins eigi frekar eftir að dafna.“ Hver eru helztu framtíðar- verkefni starfsmannafélagsins? „Byggingu félagsheimilis fyrir starfsemi hinna einstöku klúbba ber þar hæst. En henni fylgir auðvitað mjög mikill kostnaður svo að enn er ekki ljóst hvort sá draumur rætist í bráð. Einnig hafa borist óskir frá félagsmönnum um hugsan- leg kaup félagsins á sumarbú- staðalandi fyrir starfsmenn, en skiptar skoðanir eru meðal fé- lagsmanna um slík kaup.“ Ekki stéttarfélag — Hefur félagið ekkert með hagsmunamál starfsfólks Flugleiða að gera? „Nei — það er ekki stéttarfé- lag þó að í lögum þess segi að það geti fjallað um hagsmuna- mál starfsmanna ef skrifleg beiðni frá a.m.k. 30 félags- mönnum berst. En það hefur örsjaldan gerzt. Aftur á móti tók starfsmannafélagið að sér ekki alls fyrir löngu fyrir hönd starfsmanna að fara þess á leit við fjármálaráðherra að þeim væri gefinn kostur á forkaups- rétti á hlutabréfum að upphæð um 7 millj. kr. í Flugleiðum sem nú standa til boða. En eng- in niðurstaða hefur fengizt enn í því máli.“ Umsvif félagsins — Hvernig er starfsemi starfsmannafélagsins fjár- mögnuð? „Hún er fjármögnuð með fé- lagsgjöldum, en auk þess renn- ur fé til félagsins vegna veittr- ar aðstöðu fyrir spilakassa Rauða krossins. En til marks um umsvif félagsins má nefna að árið ’82 og það sem af er ’83 hefur það greitt 170 þús. kr. í ferðakostnað íþróttamanna þess á mót erlendis. Einnig hef- ur skilningur sem stjórn Flug- leiða hefur sýnt starfsmannafé- laginu þrátt fyrir fjárhagserf- iðleika fyrirtækisins komið sér vel. T.d. hefur félaginu verið látin í té skrifstofuaðstaða í aðalskrifstofu Flugleiða." — Hvað hefur þú lengi stað- ið í félagsmálum Helgi? „Um 40 ár og er því kominn tími til að draga sig í hlé og hleypa yngri mönnum að. En það hefur verið mér sönn ánægja að vinna með góðu fólki í þau 30 ár sem ég hef starfað að flugmálum." Verðlag hvers árs 1973 Afkoma Flugleiða í þús. kr. 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 Rekstrartekjur 46 609 63 735 106 805 139 390 170.129 252.791 403.930 531.787 816.284 1.595.343 Flutningatekjur og leiguflug 41 977 69.974 111.558 144.714 172.079 247.299 380.131 445.723 637.638 1.457783 Aðrar rekstrartekiur 5.686 6.135 11.485 15.480 21 580 38.668 67 208 108.184 212.915 —353 694 Rekstrargjöld án afsknfta 43.877 59 426 89,989 120.635 155 366 252.113 446.779 518.322 745.031 T.3Ö5.878 Afskriftir 3.078 2.845 3.031 4.793 5.452 6.666 31.726 55.505 54.007 83.777 Hrein fiármagnsgjöld 713 6 137 12.225 10.323 3.694 23854 5.108 22.919 75 625 —75018 Þar af reikn. tekjur v/verðlagsbreytinga 0 0 0 0 0 0 32.575 171.131 227 393 552 985 Aðrar tekjur, gjöld - 532 3 564 3.210 1 509 33.541 10.721 -5.107 56.307 - 35.938 Hagnaður, tap - -1.059 -4.141 5.124 6.849 126 3 699 - 68 962 -70066 -2 072 —TÓ5.268' ' Starfsmenn samtals V)sitölur* 1.721 1.621 1 624 1.676 1.714 1 758 1 475 1.130 1.215 1.211 Rekstrartekjur 81 78 87 86 81 83 91 76 77 100 Flutningatekjur og leiguflug 80 93 100 98 89 89 94 70 66 100 Aðrar rekstrartekjur 45 34 42 43 46 57 69 70 91 100 Rekstrargjold 81 77 78 79 78 88 107 78 75 ÍO0- Afskriftir 102 66 47 57 58 42 137 151 97 100 Hrein fiármaqnsgiöld 26 159 213 136 98 167 25 70 152 100 Þar af reikn. tekjur v/verðlagsbreytinga 0 0 0 0 0 0 21 71 62 100 Hagnaður, tap % af- heildarveltu -2.3 -6 5 4.8 4.9 0.1 1.5 —17 1 -13.2 -0.3 -6.6 Starfsmenn 142 134 134 138 142 145 122 93 100 100 * FjArhaðir hvers árs reikr.aðar á foslu ve ðiagi Arið 1982 «100 klst Meðalnýting flugvéla á dag 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1987 DC-10 11.2 DC-8 13.0 14? 12 7 12 2 11 4 12 4 120 96 10 1 111 B-727 7 2 7 9 7 1 7 2 7.1 73 7.1 5 4 6 5 7 1 F-27 5.0 4 4 4 1 4 2 4 5 4 8 4 0 49 55 50 í árslok 1973 1974 1975 Flugvélaeign 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 DC-8-63 1 1 2 3 3 2 3 3 3 3 Boeing 727-100 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 Boeing 727-200 1 i i F-27 4 5 5 5 5 5 5 5 5 4 CL 44 DC-3 ' *ð hálfu 1 mor. oðru 'tlaq 5* 1 5* 4* Sætanýting 1973 .. 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 Innanlandsflug 61 2% 632% 623% 640% 650% 64 0% 65 1% 60 9% 62 1% 602% N-Atlantshaf 72 8% 74 1% 749% 77 4% 74 4% 788% 73 7% 78 0% 80 4% 81 6% Evrópa 50 4% 65 4% 62 5% 64 0% 65 1% 64 0% 68.9% 68 6% 66 4% 62 8% Leiguflug 75 7% 78 4% 848% 789% 883% 81.6% 93 3% 89 0% 92 3% 96 1% Samtals 69 1% 72 1% 73.0% 754% 740% 763% 75 5% 76 5% 764% 79 3% Nýting hótela og bílaleigu 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 Hótel Esja 58 2% 63 0% 62 3% 70 6% 62 4% 634*6 ^9 4% 63 0% 59 8% Hótel Loftleiðir 54 3% 59 7% 59 9% 63 4% 63 1% “57W 7ð"l% 6T2áT 66 8% 65 6% Bílaletga 76 8% 72 4% 67 1% 72 5% 71.1% 74 3% 738% 60 7% 61 6% 61 6% Meðfylgjandi yfirlit yfir starfsemi Flugleiða síðustu 10 árin gefur góða mynd af gangi mála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.