Morgunblaðið - 04.08.1983, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1983
Að öllu óbreyttu leggst sala
á saltfíski til Evrópu niÖur
Framleiðendur verða að halda gengismun af afurðum sínum, segir Friðrik Pálsson, framkvæmdastjóri SÍF
„ÁSTANDIÐ í gengismálum er nú vægast sagt að verða óþolandi. Við
höfum reynt að halda í dollarasamninga eins og mögulegt er, en hækkun
dollarans síðustu daga hefur sett okkur upp að vegg. Kaupendur íslenzks
saltfisks í Evrópu hafa sýnt málinu mikinn skilning og viðhorf þeirra
hefur miðað mjög að því að gera okkur kleift að halda saltfiskvinnslu
áfram hérlendis, en þol þeirra er þrotið,“ sagði Friðrik Pálsson, fram-
kvæmdastjóri SIF, er Morgunblaðið innti hann eftir stöðu sölumála á
saltfiski í kjölfar nær stöðugrar hækkunar dollarans.
nSem dæmi um gengisþróunina
síðastliðin tvö og hálft ár, hefur
hækkun dollara gagnvart es-
Vindheimamelar:
Drápu
óboðinn
gest í
veitinga-
skálanum
ÞAÐ BAR við þegar hestamótið á
Vindheimamelum var í þann mund
að hefjast að minkur sást á hlaupum
í átt að veitingahúsinu á staðnum.
Guðmundur Ó. Guðmundsson gjald-
keri mótsins brá skjótt við ásamt
öðrum manni og náðu þeir sér í bar-
efli og hófu að veita fyrsta „móts-
gestinum" eftirför.
Brátt bættist þriðji maðurinn i
leikinn og tókst þeim að hrekja
minkinn inn í veitingaskálann og
hófst þar mikill darraðardans sem
endaði með því að minkurinn var
króaður af í einu horninu. En þeg-
ar tók að þrengja að fórnarlamb-
inu stökk hann á móti árásar-
mönnunum í von um að sleppa en
Guðmundur gjaldkeri sá við hon-
um og veitti honum náðarhöggið.
Var það haft á orði að Guðmundur
hafi lagt ofurkapp á að það yrði
hann en ekki einhver annar sem
ræki smiðshöggið á þetta verk, svo
öruggt yrði að verðlaunin fyrir
minkadrápið rynnu í sjóði þá er
hann ríkir yfir.
- VK.
qudos, portúgalska gjaldmiðlin-
um, verið 125,8% miðað við lok
síðasta mánaðar, gagnvart peseta
86,6% og gagnvart líru 67,1%.
Hefðum við ekki lækkað verðið
um 20% að meðaltali á sama tíma
hefði þessi þróun þýtt samsvar-
andi hækkun vöruverðs. Á sama
tíma hefur hækkun dollara verið
55,3% gagnvart danskri krónu og
41,6% gagnvart þeirri norsku.
Þessar þjóðir selja afurðir sínar í
eigin gjaldmiðli og því hefur hlut-
fallsleg hækkun þeirra á þessum
mörkuðum verið mun minni en
J-....
f- " f
Álmastur reist á iðnsýningu
Búið er að reisa álmastur í Laugardalnum í tilefni af iðnsýningu Félags
íslenskra iðnrekenda. Mastrið er 7 metrar á hæð, IVi metri á breidd og
vegur um 12 tonn. Það er hluti af framleiðslu íslenska álfélagsins, sem
verður til sýnis á sýningunni, en hún hefst þann 19. ágúst og stendur til
4. september.
okkar. Það gefur augaleið hve
verulega það veikir samkeppnis-
stöðu okkar á þessum mörkuðum.
Við hljótum því að gera þá
kröfu til íslenzkra stjórnvalda, að
þau sýni máli okkar skilning, því
að öllu óbreyttu hlýtur svo að
fara, að sala saltfisks til Evrópu
leggist niður. Við yrðum því að
setja öll eggin í sömu körfu og þá
er eins gott að hún fari ekki á
hliðina. Saltfiskframleiðendur
hafa lagt öll sín spil á borðið og
fara á þessu stigi ekki fram á
annað en að njóta þess, sem þeir
hafa aflað. Þeir vilja halda geng-
ismun af afurðum sínum. Þeir
vilja fá endurgreiddan stuðning
við frystinguna fyrir nokkrum
misserum og þeir vilja skilning
stjórnvalda á því, að það væri
glapræði að fórna mörkuðum
okkar í Suður-Evrópu. Millifærsla
peninga, eins og allt of oft hefur
átt sér stað um gengismunsjóði,
er algjörlega ófær nú og brýnna
en oft áður, að stjórnvöld efni
marggefin loforð um að nýta
verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins
betur. Staða saltfiskframleiðenda
eftir slaka vetrarvertíð er mjög
slæm og útlitið með sumar- og
haustframleiðsluna enn dekkra.
Hvað varðar hugmyndir sjávar-
útvegsráðherra um að taka lán til
að fjármagna verðjöfnunarsjóð,
get ég ekki sagt annað, en að við
höfum hingað til ekki farið fram á
annað en að fá að halda okkar
eigin gengismun og fá hann í sjóð-
inn. Það er allavega betri kostur
en lán,“ sagði Friðrik Pálsson.
Aldrei verið
fleiri í
sundlauginni
á Egilsstöðum
Um verslunarmannahelgina
lögðu margir land undir fót og
ferðuðust víða. Ekki var einungis
margt ura manninn á tjaldsvæð-
um, því sundlaugar á lands-
hyggðinni fóru ekki varhluta af
ferðamannafjöldanum.
í sundlaug Egilsstaða voru
öll aðsóknarmet slegin, að sögn
Hreins Halldórssonar, sund-
laugarvarðar þar. Laugardag-
inn 30. júlí voru sundlaugar-
gestir 558 talsins og 575 á
sunnudag, 31. júlí. Sagði
Hreinn að hann hefði ekki bú-
ist við þvílíkum fjölda, því á
sama tíma í fyrra sóttu laug-
ina um 300 manns. Flestir voru
sundlaugargestir ferðamenn
og komu margir hverjir aðeins
til að fara í sturtu. Sex sturtur
eru í hvorum klefa og þurfti að
loka lauginni af og til í tíu
mínútur, á meðan beðið var
eftir að sturturnar tæmdust.
Tveir starfsmenn voru við
sundlaugina alla helgina og
sagði Hreinn að þrátt fyrir all-
an þennan fjölda hefðu gestir á
engan hátt verið til óþæginda.
Sumir hefðu að vísu verið
nokkuð ölvaðir, en enginn svo
að hann hefði ekki talist sund-
laugarhæfur. _______
Mikil aukning í
sólarlandaferðir
„ÉG HELD að það virki sem víta-
mínsprauta á fólk þegar til koma
stjórnmálamenn sem ekki aðeins
segjast ætla að gera hlutina heldur
framkvæma þá. Niðurfelling hinnar
sérstöku álagningar á ferðamanna-
gjaldeyri hefur tvímælalaust haft
góð áhrif á utanferðir fólks,“ sagði
Kristín Aðalsteinsdóttir hjá ferða-
skrifstofunni Útsýn í samUli við
Morgunblaðið í gær. Mikil aukning
hefur átt sér sUð undanfarna daga
í bókunum og pöntunum í sólar-
landaferðir og taldi Kristín að
ástæðan væri fyrst og fremst sú er
að framan greindi, auk veðurfars-
Heyskaðinn í Mýrdal:
Sker meira niður í haust
— segir Pálmi Andrésson bóndi í Kerlingardal, en hann varð fyrir mestum skaða
„ÞETTA þýðir einfaldlega það að
maður sker meira niður í haust.
Það er ekkert annað að gera,“
sagði Pálmi Andrésson, bóndi í
Kerlingardal, en Pálmi varð fyrir
miklum heyskaða á sunnudag og
aðfaranótt mánudags þegar norð-
an hvassviðri feykti flötu heyi af
túnum nokkurra bænda í Mýr-
dalnum á haf út.
„Ég reikna með að hafa misst
um átta hundruð til þúsund
bagga, en það er um níundi hluti
af meðalheyfeng hjá mér. Það er
útilokað að meta þetta tjón í
beinhörðum peningum, hvað
þetta skiptir miklu máli fer mik-
ið eftir því hvernig framhaldið
lukkast. En það er fjandi hart að
missa þetta svona út í loftið."
Pálmi sagði að það kæmi fyrir
nánast á hverju sumri að gerði
svona læti. Hins vegar væri það
ekki alltaf svo að heyið tapaðist,
því stundum rúllaði það upp og
færi í girðingar og skurði. „En
þessi læti á sunnudaginn voru
með meira móti,“ sagði Pálmi,
„það hvessti mjög snögglega upp
á okkur því að hann spáði alls
ekki hvössu. En það hefði engu
breytt þótt við hefðum vitað um
dóttur á Hrútafelli. Sagði hún að
allir sem heyja á Skógasandi hafi
orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni. Það
leit út fyrir góðan þurrk svo menn
slógu af kappi til þess aö geta not-
að hann til hins ýtrasta. Menn töp-
uðu svona frá 200 og upp undir
1000 bagga. Svala sagði að þau
hefðu t.d. tapað 800—1000 bögg-
þetta fyrirfram, það hefði ekkert
verið hægt að gera.“ Pálmi sagði
að tjón af þessu tagi væri ekki
hægt að tryggja, enda illmögu-
legt að meta það.
um. Hún sagðist hafa séð töðuna
fjúka af brekkunum í Brjánshlíð,
Skarðshlíð og á fleiri bæjum í
fjallshlíðum.
Allir Austur-Eyfellingar urðu
fyrir miklum skaða af heimatún-
um og af Skógarsandi sem er
ekki hægt að meta. Misviðra-
samt er þarna svo tjónið er dá-
lítið mismunandi. í Vestur-Eyja-
fjallahreppi var veðrið vægara
Eins og kom fram í Morgun-
blaðinu í gær urðu fleiri bæir
fyrir heyskaða af völdum hvass-
viðrisins, á Höfðabrekku töpuð-
ust t.d. um 400 baggar og á milli
500 og 700 á Litlu-Heiði.
og taldi Halldór í Holti að menn
hefðu misst þetta 200—500
bagga. Ég nefni þrjá bæi, Efstu-
Grund, Ormskot og Ásólfsskála.
En tjónið hér undir Vestur-
Eyjafjöllum var mun minna en
undir austurfjöllunum því veð-
urhæðin var ekki eins mikil.
— Markús.
Mikið tjón af heyfoki
undir Eyjafjöllunum
Borgareyrum, 3. ágúst.
ÉG NÁÐI tali af Svölu Óskars-
ins hér á landi í sumar.
Hún sagði að nú streymdu inn
bókanir í þær ferðir sem eftir
væru á árinu og að þessi fjörkipp-
ur hefði færst í viðskiptin nú um
mánaðamótin. „Þetta er óneitan-
lega mjög skemmtilegt og uppörv-
andi,“ sagði Krístín ennfremur.
Eysteinn Helgason, fram-
kvæmdastjóri Samvinnuferða-
Landsýnar, sagði að uppselt væri
í nánast allar ferðir ferðaskrif-
stofunnar fram á haustið. „Sólar-
landaferðirnar hafa tekið mjög
mikið við sér allra síðustu daga,
en áður var orðið uppselt hjá
okkur í ferðir til Danmerkur og
Hollands," sagði Eysteinn. iiann
taldi ástæðurnar fyrir mikilli
aukningu í sólarlandaferðirnar
einkum vera tvær. í fyrsta lagi
veðrið hér í sumar og í öðru lagi
niðurfelling álagsins á ferða-
mannagjaldeyri. Eysteinn sagði
að nú væri allt útlit fyrir að
sumarferðir fólks verði síst minni
í ár en árið 1982.
INNLENT