Morgunblaðið - 04.08.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.08.1983, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1983 23 Axel fer til Bandaríkjanna AXEL Nikulásson körfuboltamað- ur úr Keflavík hefur nú endanlega gengið frá málum sínum um að fara til Bandaríkjanna og leika þar körfubolta, auk þess sem hann mun stunda nám við há- skóla þar. Um tíma var útlit fyrir að af þessari ferö Axels gæti ekki orðið þar sem heyrst haföi aö áhugamannasambandið þar í landi ætlaði að setja bann á út- lendinga • háskólaliðum. Nú mun þaö <era orðiö Ijóst að þetta mun ekki vera rétt heldur hitt aö ein- hver leikmaöur sem hér hefur leikið og þjálfað kom þessum sögum á kreik þar ytra, en þaö mun alls ekki hafa staðið til hjá sambandinu bandaríska aö setja neitt bann á erlenda körfuknatt- leiksmenn. Axel sagöi í samtali vió Mbl. aö hann færi út í lok ágúst og færi Einar kastaði 91,50 m Það býr mikið í Einari Vil- hjálmssyni spjótkastara, á því leikur enginn vafi. í sex landa keppninni í Edinborg um síöustu helgi vakti Einar mikla athygli strax í upphitun fyrir risaköst sín. í síöasta upphitunarkastinu náöi hann risakasti sem fór vel yfir 90 metra og var alveg löglegt. Starfsmenn mótsins máttu til með aö mæla kastiö og reyndist það vera 91,50 metrar. Það er því alveg Ijóst að Einar á eftir að bæta sig verulega. — ÞR. hann þá beint til Dooley og myndi hann dveljast þar í vikutíma en halda síöan til East-Stroudsburg State College, sem er skammt vestan viö New York en þar mun hann stunda nám og æfa körfu- knattleik — sus Morgunblaðið/Ljósmynd Þórarinn Ragnarsson. • Einar Vilhjálmsson er með áttunda besta árangur í spjótkasti í heiminum í dag. Einar hefur kastað 90,66 metra. Einar sem er 23 ára gamall er yngsti maöurinn í heiminum sem kastað hefur spjóti yfir 90 metra. Einar með áttunda besta heimsafrekið í spjótkasti Einar Vilhjálmsson hefur það sem af er árinu náð áttunda besta árangri í heiminum í spjótkasti. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hversu frábær þessi árangur er hjá hinum 23 ára gamla afreksmanni. Einar hefur kastað lengst 90,66 metra á keppnistímabilinu, en lengsta kastið er 99,72 metrar og það á Bandaríkja- maðurinn Tom Petranoff. Kast hans er heimsmet en hann hefur ekki enn fengið það staðfest. A-Þjóðverjinn Detlef Michel er í öðru sæti með 96,72 metra. En þaö er annað sem er mjög athyglisvert viö afrek Einars í sumar. Hann ásamt A-Þjóðverjanum hefur jafn- astan árangur af öllum kösturunum. Einar hefur þrívegis í sumar kastaö yfir 89 metra, 89,98m, og 89,36 á bandaríska háskólameist- aramótinu en þar sigraöi hann. Hann kastaöi 89,18 á stórmóti ytra. 90,66 kastaöi hann þegar hann sigraði í landskeppni Noröurlanda viö Bandaríkin. 88,54 kast- aöi Einar í sex landa keppn- inni í Edinborg. Aöeins A-Þjóðverjinn Detlef Michel getur státað af slíkum risa- köstum í sumar. f spjalli viö Mbl. sagöi Einar aö hann væri mjög ánægöur meö árangur sinn í sumar, og þær stórstígu framfarir sem hann heföi tekiö. „Eg er búinn aö keppa mikið og ekki laust viö aö þaö sé dálítil þreyta í mér núna. En stærsta mót sumarsins er eftir og þar ætla ég að reyna aö standa mig vel. Ég vonazt til aö vera ekki enn búinn aö ná mínu besta í sumar en tím- inn verður jú einn aö skera úr um það,“ sagði Einar sem heldur utan næstkom- andi mánudag ti! Finnlands til þess aö taka þátt í fyrstu heimsmeistarakeþpni frjáls- íþróttamanna. Þar veröur fróðlegt aö fylgjast meö Einari. Frjðlsar Ibröttir Heimsafrekaskráin í spjótkasti fyrir áriö lítur núna þannig út: Tom Petranoff Bandar. 99,72 m Detlef Michel A-Þýskal. 96,72 m Kheino Puuste Rússl. 94,20 m Dajnis Kula Rússl. 91,88 m Tafelmeier V-Þýskal. 91,44 m Merwe S-Afríku 91,24 m Sinersaari Finnl. 90,90 m Einar Vilhjálmsson 90,66 m Rourke Bandar. Mike Barnett Bandar. Per Olsen Noregi 90,58 m 90,35 m 90,30 m - ÞR. 3MorúunI)Iní>iíi HfcAF'IIIH dHII I I lídróitirl , Ásgerður íslandsmeistari í MEISTARAFLOKKI kvenna é íslandsmótinu í golfi um helgina sigraöi Ásgerður Sverrisdóttir GR á 344 höggum, en hún var í öðru sæti eftir þrjá daga og 54 holur, en lék mjög vel síðasta daginn og náöi aö sigra þrátt fyrir að Jóhanna Ingólfsdóttir GR saumaði hart að henni á tíma- bili. Ásgerður lék ekki eins vel og hún á aö sér á þessu móti en þaö geröi Jóhanna ekki heldur þannig aö þaö kom ekki svo mikið aö sök. Kristín Pálsdóttir GK lék aftur á móti af miklu öryggi fyrstu þrjá dagana og haföi forustu þegar þær stöllur lögöu í hann á laugardeginum en heilladísirnar voru ekki meö henni þann daginn og hún lék á 92 höggum og hafnaöi í þriöja sæti. Jóhanna lék fyrstu níu holurnar mjög vel síðasta daginn og eftir aöeins fjórar holur haföi hún unnið fimm högg af Kristínu, sem var með forust- una, en þaö dró heldur af Jóhönnu á seinni hringnum en Ásgeröur lék allan tímann af miklu öryggi og tryggöi sér sigur þrátt fyrir aö nokkur pútt mistókust í byrjun lokahringsins. í 1. flokki kvenna sigraöi Ágústa Dúa Jónsdóttir af miklu öryggi, lék á 366 höggum, önnur varö Elísabet A. Möller á 396 og Aöalheiöur Jörgen- sen varö í þriöja sæti á 397 höggum en þær stöllur eru allar úr GR. Úrslitin í 2. flokki kvenna uröu þau aö Kristín Eide NK sigraöi á 206 höggum, önnur varö Hildur Þorsteinsdóttir GK á 220 höggum og Margrét Árnadóttir GK hafnaði í þriöja sæti meö 235 högg. Efstu konur í meistaraflokki urðu þessar: Ásgerður Sverrisdóttir GR 88-92-90-84 Jóhanna Ingólfsdóttir GR 94-87-85-83 Kristín Pálsdóttir GK 85-86-87-92 Sólveig Þorsteinsdóttir GR 93-83-93-88 Kristín Þorvaldsdóttir GK 91-93-93-87 344 349 350 357 367 — SUS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.