Morgunblaðið - 04.08.1983, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1983
+
Móöir okkar,
JENNÝ HALLDÓRSDÓTTIR,
Sœmundur Elías
Ólafsson — Minning
andaöist aö Sólvangi 31. júlí.
Ólafur Pálsson, Halldór Pálsson.
t
Faöir okkar,
EIRÍKUR ORMSSON,
rafvírkjameistari,
lést föstudaginn 29. júlí.
Systkinin.
+
Faöir okkar, tengdafaöir og afi,
VALDIMAR SIGFÚSSON,
prantari,
andaöist fimmtudaginn 28. júlí.
Kristín Valdimarsdóttir, Grátar Kristjánsson,
Margrát Valdimarsdóttir, Ólafur Jónasson,
Sigfús Valdimarsson,
Svava Berglind Grétarsdóttir.
+
Móöir mín, tengdamóöir, dóttir og amma,
OLGA DAGMAR NILSEN,
lést í Landspítalanum þann 24. júlí.
Bálför hennar hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu.
Innilegar þakkir til lækna og starfsfólks Landspítalans fyrir góöa
umönnun.
Dagmar Almarigotti,
Magnús Jónsson,
Olga Sandra Magnúsdóttir,
María Björg Magnúsdóttir,
Kristín Nílsen.
+
Fööursystir mín,
FANNEY ALBERTSDÓTTIR,
lóst 2. ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogsklrkju mánudaginn 8.
ágúst kl. 10.30.
Fyrir hönd vandamanna,
Kristmann Eiðsson.
+
Sambýliskona mín og systir,
OLGA JÓNSDÓTTIR,
Hjaróarhaga 40,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 4. ágúst,
kl. 15.00.
Kári Guöbrandsson,
Héöinn Jónsson.
+
Útför mannsins míns,
KONRÁÐS GÍSLASONAR,
fyrrverandi kaupmanns,
Hringbraut 118,
sem lóst 26. júlí, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. ágúst
kl. 13.30.
Anna M. Helgadóttir.
+
Faöir minn,
HAUKUR GUÐMUNDSSON
frá Melum,
Hátúni 10, Reykjavík,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju í dag, 4. ágúst, kl. 10.30.
Guömundur Hauksson.
+
Faöir okkar og bróöir,
VILHJÁLMUR EYJÓLFSSON,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. ágúst kl.
10.30.
Fyrir hönd barna og systra hins látna,
Sigfríöur Vilhjálmsdóttir.
Fæddur 7. aprfl 1899
Dáinn 24. júlí 1983
Frændi minn og vinur, Sæ-
mundur Elías ólafsson, lézt í
Borgarspítalanum þann 24. júlí sl.
Sæmundur var fæddur þann 7.
apríl 1899 að Breiðabólstað i ölf-
usi. Foreldrar hans voru hjónin
Guðrún Jónsdóttir frá Hrauni og
Ólafur Sæmundsson frá Vind-
heimum. Hann kvæntist árið 1925
eftirlifandi konu sinni, Vigdísi
Þórðardóttur. Þau eignuðust fjög-
ur börn, Ólaf, sem lézt aðeins 8
ára að aldri þ. 13. febrúar 1935,
Guðrúnu, Ólaf og Ernu, sem öll
hafa stofnað eigin heimili hér í
borg.
Sæmund man ég eins lengi og ég
man eftir sjálfum mér, enda vor-
um við Ólafur heitinn sonur hans
á líku reki og miklir mátar. En
Sæmundi kynntist ég samt bezt,
þegar við gerðumst ferðafélagar
árið 1947, en upphaf þess félags-
skapar má rekja til þess, að það ár
sýndi hinn landsþekkti fjallagarp-
ur Guðmundur Jónasson mikinn
áhuga á að leita að vaði yfir
Tungnaá. Guðmundur ræddi mál-
ið við Sæmund, sem strax sýndi
því mikinn áhuga og tók þegar að
hvetja menn til þess að taka þátt í
leiðangri til þess að leita að vaði
yfir Tungnaá. Sæmundur ræddi
þessi mál m.a. við föður minn, sem
strax var málinu hlynntur og
gerðist einn af mörgum þátttak-
endum í þessari fyrstu ferð yfir
Tungnaá. Þessi ferð markaði
tímamót í ferðum yfir miðhálend-
ið, því að Hófsvað fannst í þessari
ferð.
Eftir þessa ferð eignuðumst við
Sæmundur ásamt tveimur öðrum
heiðursmönnum okkar eigin
fjallabifreið og fórum við félag-
arnir margar ógleymanlegar ferð-
ir á þeirri bifreið. Sæmundur var
sjálfkjörinn leiðangursstjóri í öll-
um okkar ferðum. Reyndist hann
vel sem slíkur, traustur, ákveðinn
og hæfilega gætinn. Hann skipu-
lagði allar ferðir af mikilli ná-
kvæmni, þannig að aldrei gleymd-
ist neitt. Hann var ósérhlífinn og
ætlaðist til hins sama af félögum
sínum. Að gefast upp, þegar í
óefni var komið, var ekki að hans
skapi.
Sæmundur hefur nú lagt upp í
sína hinztu ferð og kannski er það
táknrænt, að hann kvaddi þennan
heim einmitt um sama leyti og við
vorum vanir að leggja upp í okkar
árlegu fjallaferð.
Ég þakka Sæmundi samfylgd-
ina og bið honum Guðs blessunar
á æðri leiðum. Vigdísi, börnum,
tengdabörnum og barnabörnum
sendi ég, kona mín og synir inni-
legustu samúðarkveðjur.
Aðalsteinn Eggertsson
Við unga fólkið í dag myndum
eflaust hugsa okkur tvisvar um
áður en við tækjum að okkur að-
skotakróga, tveggja ára gamlan,
erfiðan og óstýrilátan. Sérstakara
var, að miðaldra aldamótabörn
tóku mér opnum og fórnfúsum
örmum fyrir tæpum þrjátíu árum,
þegar baráttan um brauðið var
enn harðari en í dag.
Þá áttu Sæmundur og Vigdís,
kona hans, þrjú börn á lífi, en
höfðu misst níu ára gamlan son
sinn, ólaf. Sæmundur var, eins og
íslenska aldamótakynslóðin, harð-
ur, hreinskiptinn og sannur og
aldrei sá ég hann fella tár fyrr en
Sverrir, sonur minn, lét lífið að-
+
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÓLÍNA G. HJARTARDÓTTIR,
Dagsbrún, Skagaströnd,
veröur jarösungin frá Fossvogskapellu í dag, fimmtudaginn 4.
ágúst, kl. 10.30.
Einar Haraldsson,
Guöbjörg Einarsdóttir, Guöfinnur Sigurösson,
Sigríöur Einarsdóttir, Bjarni F. Bjarnason,
Kristófer Einarsson, Guórún B. Ketilsdóttir,
Skarphéðinn Einarsson, Guöríður Ragnarsdóttir
og barnabörn.
+
Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma,
KAROLINA ANDREA ANDRÉSDÓTTIR,
faadd DANIELSEN,
lést 25. þessa mánaöar í sjúkrahúsi Hvítabandsins.
Jaröarförin hefur farið fram.
Sólveig Maríusdóttir, Jón Bjarnason,
Ólafur Maríusson, Jóhanna G. Jónsdóttir,
Guöný Maríusd. Moustacas, Evangelos Moustacas,
Baldur Maríusson, Áslaug Arngrímsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hugheilar þakkir fyrir auösýndan vlnarhug og samúö vegna and-
láts og útfarar
ÖNNU SIGURÐARDÓTTUR
frá Hrepphólum.
Kærar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Hafnarfiröi fyrir góöa um-
önnun og þjónustu.
Einnig vil óg þakka hennar mörgu vlnum fyrir frábæra hjálpsemi og
tryggö. Guö blessi ykkur öll.
Jón Sigurösson.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa,
GUDMUNDAR HALLDÓRSSONAR
frá ísafiröi,
Friörik L. Guömundsson, Sigríóur Siguröardóttir,
Guömundur L.Þ. Guðmundss., Guörún Þóröardóttir,
Salóme M. Guömundsdóttir, Jón ö. Báröarson,
Guörún Guömundsdóttir, Guömundur Ingólfsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
eins sjö ára gamall. Eg var eins og
þeirra eigið barn til sex ára ald-
urs, þegar pabbi minn giftist aft-
ur, og þó, þrátt fyrir að ég færi frá
þeim, átti ég alltaf aðra foreldra í
þeim. Gott væri, ef maðurinn í dag
ætti eins mikla ást, hlýju og fórn-
fýsi, þá væru fáir vegalausir.
Enn átti ég heimili hjá þeim
þegar ég, sautján ára gömul, hóf
búskap og eignaðist Sverri, fyrsta
barnið okkar. Þá buðu þau okkur
íbúð í húsinu sínu og vorum við
þar í tvö ár. Við gleymum oft að
þakka fyrir það sem okkur er gott
gert í lífinu. En til þess að geta
glaðst, verður maður bæði að geta
þegið og gefið. Sæmundi fóstra
mínum og Vigdísi konu hans
þakka ég hjálpina við fyrstu fót-
spor mín út í lífið, þegar ég kom
inn á heimili þeirra tveggja ára
gömul, eftir að hafa verið þar
meira og minna frá fæðingu.
Þakka ég þessum góðu hjónum
innilega fyrir hjartahlýjuna.
Og það mun hjörtu fæstra finna,
þótt framhjá gangi hópur smár;
það getur varla mætt þeim minna
en móðurlausra barna tár;
þó geymir kistan máske mann,
sem meira’ en þeir og betur vann.
Og okkar litla kveðjukvæði
á kistu þessa blessun er:
Við hvíldum óhult, börnin bæði,
við brjóstið það, sem liggur hér;
við fengum eina ylinn þar,
sem okkur tveimur gefinn var.
(Þorst. Erl.)
Elín Sjöfn Sverrisdóttir.
Kveðja frá Sjómanna-
félagi Reykjavíkur
í desember 1980 voru nokkrir
félagsmenn Sjómannafélagsins
heiðraðir fyrir langt og óeigin-
gjarnt starf í þágu félagsins og
íslenskrar sjómannastéttar. Sæ-
mundur E. ólafsson var einn
þeirra. Árið 1919 varð Sæmundur
félagsmaður Sjómannafélags
Reykjavíkur. Hann gegndi mörg-
um trúnaðarstörfum fyrir félagið,
m.a. í Sjómannadagsráði, og sat
mörg ASÍ-þing sem fulltrúi þess.
Um leið og Sæmundi eru þökkuð
hin fjölmörgu störf í þágu Sjó-
mannafélags Reykjavíkur vottum
við eiginkonu hans og ástvinum
öllum okkar dýpstu samúð.
Guðmundur Hallvarðsson
Kynslóðir koma og kynslóðir
hverfa — og misjafnt er hvað hver
kynslóð skilur eftir sig til heilla
fyrir þá næstu og fyrir þjóðina í
heild. Þó hygg ég að flestir séu
sammála um að sú kynslóð sem
kennd hefur verið við síðustu
aldamót sé sú merkasta sem uppi
hefur verið og sem einna mest
áhrif hefur haft á þjóðlíf okkar.
Þessi kynslóð er nú að mestu að
hverfa.
Hún vex fljótt upp og kastar af
sér oki nýlendubyrðar. ísland
verður frjálst og fullvalda ríki, og
hún sameinar jafnframt krafta
þeirra eignalausu í þeim fáu
þéttbýliskjörnum sem þá voru til,
gerir þá að uppréttum og stoltum
borgurum og vekur upp vitund
þeirra og metnað til þess að takast
á við sér sterkari öfl til þess að
öðlast borgaraleg réttindi á við þá
sem meira mega sín og sameinast
um það eina sem þeir eiga, sfna
eigin vinnu, til þess að fá að lifa
frjálsir menn, ekki niðursetn-
ingar.