Morgunblaðið - 04.08.1983, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1983
Opiö bréf til handknattleiksforystunnar á Islandi:
Stórt skref
aftur á bak
Fyrir nokkru lét formaður Handknattleikssambands íslands hafa landi í staö þess aö verja <
eftir sór í sjónvarpsviötali aö draga ætti landsliö 21 árs og yngri í
handknattleik út úr Heimsmeistarakeppninni, sem fram fer í Finnlandi
í desember á þessu ári, þrátt fyrir aö liðið heföi með frábærri frammi-
stöðu í síöustu Heimsmeistarakeppni komist sjálfkrafa í þessa úrslita-
keppni, þ.e.a.s. liðiö þurfti ekki aö fara í neina undankeppni. Formaö-
urinn, Friðrik Guðmundsson, bar viö bágbornum fjárhag Handknatt-
leikssambandsins.
Okkur undirrituöum, sem vorum leikmenn í landsliöi 20 ára og yngri
og tókum þátt í Noröurlandamóti þessa aldursflokks 1982, blöskraði
þetta og skrifum því þetta bréf. En af hverju viö? Jú, þetta
Noröurlandamót, sem haldiö var 1982, var sérstaklega á laggirnar sett
fyrir Noröurlöndin, sem undirbúningsmót fyrir Heimsmeistarakeppn-
ina fyrir landslió 21 árs og yngri í handknattleik í Finnlandi 1983.
• Það vsröur sjónarsviptir að Sabastian Coe á heimaleikunum í frjálsum íþrótt-
um sam fram fara í Helsinki I næstu viku. Þessi heimsfrægi hlaupari á vió
veikindi aö stríöa og mun því ekki keppa þar. Coe á heimsmet í þremur
hlaupagreinum.
Coe veikur
ekki í Helsinki
Mikilvægi unglinga-
starfseminnar
Enginn, sem eitthvaö fylgist
meö íþróttum, efast um mikilvægi
unglingastarfseminnar t hand-
knattleik sem í öörum íþróttagrein-
um. Einn hluti unglingastarfsem-
innar sem er hvaö mikilvægastur
er, aö unglingarnir fái tækifæri til
aö keppa viö sterkustu þjóöir
heims og fara á mót eins og
Heimsmeistarakeppnina t.d. til aö
öölast keppnisreynslu, sem síöar
kemur til góöa er í A-landsliöiö er
komið.
Ef viö tökum sem dæmi ungl-
ingastarfsemi hinna Noröurlanda-
þjóöanna í handknattleik, þá spila
unglingalandsliöin 21 árs og yngri
og 18 ára og yngri nokkra lands-
leiki á ári hverju, en hér á Fróni er
slíkt ekki til staóar og hefur ekki
verið vegna landfræöilegrar legu.
Unglingastarfsemin hefur því veriö
aftarlega á merinni síöustu árin, en
nú tekur steininn úr fyrst lið, sem
meö stórkostlegri frammistööu
hefur tryggt sér sjálfkrafa sæti í
úrslitakeppni HM, er dregiö út úr
keppninni. Nú er enn aftar á mer-
ina komiö.
Þeir erlendu þjálfarar, sem hér
hafa þjálfað síöustu ár, hafa oft og
einatt veriö spurðir hvaö gera þurfi
í handknattleiksmálunum hér til aö
koma íslenska landsliöinu á topp-
inn. Hafa þeir undantekningarlaust
svaraö því til aö leggja þurfi megin
áherslu á unglingastarfiö. En nú á
aö hundsa álit þessara færu
manna og skella skollaeyrum viö
orðum þeirra.
Áriö 1978 var Heimsmeistara-
keppnin í handknattleik fyrir lands-
liö 21 árs og yngri haldin í Dan-
mörk og lenti þá liö íslands í 7.
sæti keppninnar. Á þeim tíma hef-
ur fólk kannski ekki gert sér grein
fyrir mikilvægi þess, aö sent var liö
í þá keppni. En þaö hefur marg
skilað sér, þaö sést greinilega í
dag. í þessu liöi, sem þá spilaöi,
voru t.d. menn eins og Siguröur
Gunnarsson, Alfreö Gíslason,
Brynjar Kvaran, Siguröur Sveins-
son og Kristján Arason, allt burö-
arásar tslenska A-landsliðsins í
dag.
Áriö 1981 var sama keppni
haldin í Portúgal og enn náöi 21
árs liðiö stórgóöum árangri, lenti í
6. sæti og tryggöi sér því sjálfkrafa
rétt til þátttöku í Finnlandi 1983 án
þess aö þurfa aö taka þátt í und-
ankeppni. Þurftu þó stórþjóöir eins
og Spánn, V-Þýskaland og Pólland
aö gera slíkt. Þaö þarf hvorki
meira né minna en aö fara 22 ár
aftur í tímap.n *ii áð íinna hliöstæö-
an árangur hjá A-landsliðinu.
FjárhaguriiiR og A-landsliöið
Með því aö draga lið okkar út úr
keppninni í Finnlandi stígum viö
stórt skref aftur á bak og drög-
umst sjálfkrafa aftur úr í þróun
handknattleiksins. Sífellt eru gerö-
ar kröfur um, aö viö stöndumst
bestu liöum snúning, en hvernig er
siíkt hægt, þegar viö fáum ekki
einu sinni aö etja viö þau kappi?
Eins og fyrr segir bar formaöur
HSI vió slæmum fjárhag Hand-
knattleikssambandsins, er ákveðiö
er aö draga liöiö út úr keppninni.
Okkur dettur ekki í hug aö ve-
fengja þaö, því aö fjárhagur fiestra
í landinu er ekki upp á þaö besta
um þessar mundir. Auövitaö ber
því aö draga saman seglin og
spara, en þetta er ekki rétta leiöin.
Þaö hefur ekkert veriö viö okkur
talaö og viö ekki verió spuröir,
hvort viö heföum áhuga á aö reyna
aó afla fjár til þessarar feróar og
finnst okkur þaö ( hæsta máta
furðulegt.
Varaformaöur HSÍ, Jón Er-
lendsson, sagöi í Morgunblaöinu
21. júlí, aö A-landsliö karla færi
a.m.k. í eina keppnisferö til út-
landa í vetur, þrátt fyrir aö engin
stórverkefni liggi fyrir liöinu á ári
þessu. í ár er svokallaö „milliár"
hjá A-landsliðinu.
Væri ekki nær aó leggja aöal-
áhersluna á landsliðiö 21 árs og
yngri á þessu „milliári“ A-lands-
liösins og senda 21 árs liöið á
Heimsmeistarakeppnina í Finn-
í A-landsliöiö? Viö þykjumst full-
vissir um, aö strákarnir í A-
landsliöinu eru okkur fyllilega sam-
mála.
Veröi liöið dregiö út úr HM í
Finnlandi þarf næsta landslið 21
árs og yngri örugglega aö taka
þátt í undankeppni fyrir næstu
Heimsmeistarakeppni og þá verö-
ur þetta kannski enn dýrara en
þaö þyrfti aö vera í þaö skipti.
Viö undirritaöir erum tilbúnir aö
leggja á okkur mikla vinnu vió aö
fjármagna þessa ferö ásamt HSÍ,
jafnhliða því aö þurfa kannski aö
æfa tvisvar á dag.
Meö svona hugsunarhætti og
slíkum starfsaðferöum getum viö
ekki látiö okkur dreyma um aö
vera áfram taldir veröugir and-
stæöingar stórþjóöa í heimi hand-
knattleiksins. Verói ekki eitthvaö
gert, kemur brátt sá tími, aö stór-
þjóöirnar telja þaö ekki ómaksins
vert aö heimsækja ísland í náinni
framtíö.
Viö efumst ekki um, aö þaö er
fjöldi fólks sem vill styöja viö bakið
á íslenskum handknattleik og von-
um viö, aö handknattleiksforystan
sýni þaö i verki aö hún sé veröug
þess stuönings. Oft var þörf, en nú
er nauösyn.
Þorgils Óttar Mathiesen FH
Gísli Felix Bjarnason KR
Hermann Björnsson Fram
Haraldur Ragnarsson FH
Óskar Þorsteinsson Víking
Geir Sveinsson Val
Júlíus Jónasson Val
Gylfi Birgisson Þór, Ve.
Aóalsteinn Jónsson UBK
Guðmundur Albertsson KR
Jóhannes Benjamínsson Gróttu
Villum Þórsson KR
Karl Þróinsson Víking
Elías Haraldsson Val
HLAUPARINN snjalli, Sebastian
Coe, hefur nú ákveöið, sam-
kvæmt læknisráöi, aö taka ekki
þátt í heimsleikunum í Helsinki
sem hefjast þar í næstu viku.
Ákvöröun þessi kom í kjölfar
fjóröa ósigurs hans á hlaupa-
brautinni á stuttum tíma. Faðir
hans, sem jafnframt er þjálfarí
hans, sagöi að læknir Coe heföi
krafist þess aó hann færi í ná-
kvæma rannsókn og Coe hefði
ákveöiö aó fara aö ráöum læknis-
ins þrátt fyrir aö þaö hljóti að
hafa veriö mjög erfió ákvöröun.
Þessi rannsókn sem Coe þarf aö
fara í er ekki ósvipuö þeirri sem
MEL Lattani frá Bandaríkjunum
setti nýtt heimsmet, sem á aö
vísu eftir að staöfesta, í 300 metra
hlaupi um helgina þegar hann
hljóp á 32,15 sekúndum en eldra
metiö átti ítalinn Menna, 32,23.
Lattany setti þetta met á móti í
Englandi.
Lattani tók strax forustuna og
hélt henni allan tímann og kom í
mark fimm metrum á undan næsta
manni. Þetta er í fyrsta skipti sem
hann hleypur þessa vegalengd í
keppni enda er ekki oft keppt í
ÍTALSKI hlauparinn Pietro
Mennea mistókst á laugardaginn
að setja nýtt heimsmet í 300
metra hlaupi á móti á ítalíu. Hann
hljóp vegalengdina á 32,52 sek-
úndum, en metiö, sem hann á
sjálfur, er 32,23 og þaö setti hann
hann fór í þegar hann varö aö
hætta viö þátttöku á Evrópumót-
inu í fyrra. Menn hafa verið að
velta því fyrir sér hvort eitthvaö
væri aö Coe því hann hefur vantaö
þann mikla kraft sem hann notar í
endasprettina sína frægu og því
hefur hann tapaö mikiö aö undan-
förnu.
Nú er í athugun hvort möguleiki
sé aö láta Owett hlaupa í staö Coe
í 800 metra hlaupinu en þaö mun
samkvæmt ströngustu reglum ekki
vera löglegt aö skipta um kepp-
anda meö svo stuttum fyrirvara.
Bretar gera sér vonir um aö und-
antekning veröi gerö aö þessu
sinni.
henni, og hann var mjög ánægöur
enda fékk hann einnig fréttir af því
aö hann fengi aö keppa á heims-
leikunum í Helsinki á næstunni, en
liö Bandaríkjanna var tilkynnt í vik-
unni.
„Ég er svo ánægöur aö ég er
viss um aö ég sigra í 200 metra
hlaupinu í Helsinki sama á hvaöa
braut ég verö,“ sagöi Lattini eftir
hlaupiö en hann fótbrotnaöi fyrir
tveimur árum, en er nú búinn aö
jafna sig þaö vel aö hann er valinn
í liö Bandaríkjanna.
árió 1979 á Ítalíu. Mennea var
mjög svekktur eftir hlaupiö en
það var talsveröur vindur og mik-
ill hiti þegar hlaupiö fór fram
þannig aö hann sagöist ekki hafa
viljaö ofkeyra sig.
Lattini með
nýtt heimsmet
Mennea mistókst
að setja heimsmet