Morgunblaðið - 04.08.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.08.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1983 13 Ánægjuleg Eddu-ferð þessu. Mín trú er sú að sveitar- og bæjarfélög eigi að taka meira á þessm málum, en ekki alla tíð rík- ið, enda er stefnan slík samkvæmt þeim lögum um málefni fatlaðra sem taka gildi eftir næstu áramót. Nú í dag er fötluðum börnum boð- ið upp á aðstöðu sem við mundum aldrei bjóða heilbrigðum börnum okkar upp á. Sum þurfa jafnvei að vakna fyrir allar aldir á morgnana og ferðast í tvo tíma í bíl til að komast i nokkurra klukkustunda dagskóla, af því að sveitarfélag þeirra getur enga aðstöðu boðið.“ Happdrættismiði ekki nóg „Þá verður einnig að veita al- menningi meiri fræðslu um þessi mál. Oft þegar ég fer með minn dreng út í kerru hitti ég fólk sem hreinlega fær áfall við að sjá hann. Fólk sem ekki umgengst fatlaða dags daglega veit varla hvernig það á að hegða sér í návist þeirra. Fyrstu viðbrögð eru i öll- um tilfellum vorkunn. Það eru kannski ekki þau viðbrögð sem okkur forcldrum finnast æski- legust, en hvernig er hægt að lá fólki það? Auðvitað hljótum við öll að finna til með þeim sem ekki geta upplifað allt sem við sjálf gerum. Samt trúi ég að sá tími komi þegar fólk hættir að vera sátt við að borga happdrættismiða og láta þar með málið kyrrt liggja. Á sama hátt og hinn fatlaði verð- ur að sætta sig við sína fötlun og eiga sér hamingjustundir þrátt fyrir hana, þá verður almenningur að sætta sig við fatlaða, þeirra til- veru og tilverurétt. Þegar búið er að kynna almenningi þessi mál og litið er á þau sem eðlilegan hlut, og komin af stað umræða, þá trúi ég ekki öðru en að miklu sé hægt að breyta og bæta“. „Þetta eru okkar helstu baráttu- mál,“ sagði Marlaug að lokum, „og vil ég þakka þeim fjölmörgu aðil- um sem hafa stutt okkur í þessum efnum. Sérstaklega vil ég, sem formaður samtakanna, þakka Lionsmönnum þeirra stuðning sem gert hefur samtökunum kleift að reisa sumarbústað sem búin er öllum þeim tækjum til að foreldr- ar geti dvalið þar með fötluðum börnum sínum. — ve. - eftir Vilhjálm H. Vilhjálmsson Þegar ég las grein Ágústar Ág- ústssonar í Morgunblaðinu þriðju- daginn 26. júlí, fór ég að hugleiða hversu margt af því fólki sem ég lýsti ánægjulegri ferð fyrir, hafði neikvæðar hugmyndir um það, hvernig raunverulega væri að ferðast með MS Eddu. Við lögðum úr höfn að miðnætti þann 22. júní. öll þjónusta um borð í skipinu var að mínu viti eins góð og best verður á kosið og vil ég þá sérstaklega geta þjónustu í matsölum og vínstúkum, en þar gekk um beina íslenskt fólk. Hið sama var að segja um þrif á göng- um og herbergjum, en þar voru að verki mjög þægilegt pólskt starfs- fólk. Matur var framreiddur í mörg- um klössum, allt frá sjálfsaf- greiðslu á kaffiteríu og grillstað á kaffiteríu. í betri matsalnum gat maður fengið hlaðborð af morgun- mat, kalt borð í hádeginu, þrírétt- aðan mat á kvöldin og svo það allra fínasta, a la carte, og fannst mér verðið mjög sanngjarnt, t.d. 220 kr. fyrir kalda borðið og það sama fyrir kvöldverðinn. Ég vil og geta þess að i skipinu er barna- herbergi, þar sem íslensk fóstra gætti og lék við börnin, og í sér- stöku herbergi með barnarúmum í gátu börnin fengið að sofa til 12 á kvöldin. Kom það sér vel fyrir marga, sem vildu fylgjast með skemmtiatriðum sem byrjuðu kl. Á dekkinu 10 á kvöldin í svokölluðum reyksal skipsins, og að sjálfsögðu var að- gangur ókeypis. Einnig er aðgang- ur að sundlaug og sauna ókeypis og notuðu fjölmargir sér þá þjón- ustu. Til Newcastle komum við 26. júní og kl. 10 um morguninn fór hópurinn sem ég fylgdi upp í lang- ferðabíl og ekið var áleiðis til Edinborgar undir fararstjórn Bryndísar Schram og ég vil geta þess að fararstjórn hennar og lýs- ing var alveg frábær, enda kom það fram að hún hafði dvalið í Edinborg um 3ja ára bil. Laugar- dagseftirmiðdeginum eyddi fólkið til þess að fara í búðir. Að því loknu var okkur ekið upp á Royal Scot Hotel, þar sem þríréttuð máltíð beið okkar. Um morguninn fengum við 1. flokks morgunverð, einnig gat maður farið í sund, nuddpott og sauna, og var þetta allt innifalið í fargjaldinu. Eftir að Edinborg hafði verið skoðuð, var lagt af stað yfir hálendið, áleiðis til Newcastle, og var komið þangað síðla dags, og gist á nýju Holliday Inn móteli og var allur aðbúnaður mjög góður og innifal- inn í verðinu. Kl. 9 um morguninn mætti svo Páll, bílstjórinn okkar, og ók okkur í verslunarmiðstöð, og beið meðan fólkið verslaði. Síðan skilaði hann okkur aftur um borð í ms. Eddu, og hófst þá ánægjuleg heimför í blíðskaparveðri, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Ég vil geta þess að miðað við að sam- ferðafólk mitt kom flest úr sitt- hvorri áttinni, þá virtust allir eiga það sameiginlegt þegar í rútuna var komið að ferðast með jákvæðu hugarfari, enda tókst ferðin frá- bærlega vel. í lok ferðarinnar bauð Sæmund- ur bóndi á Galtalæk (og skáld ferðarinnar) og kona hans öllum hópnum að koma í heimsókn á bæ þeirra hjóna til að hittast og skoða myndir úr ferðinni, og fór meiri- hluti hópsins með Akraborginni þann 8. júlí. Og vil ég nota tæki- færið og þakka þeim hjónum fyrir frábæra gestrisni og gistingu. Að síðustu vil ég ráðleggja ömmum og öfum, sem fara í svona ferð, að taka með sér barnabarn. Mér var það ómetanleg ánægja að hafa sem ferðafélaga fjögurra ára dótturdóttur mína. Með þökk fyrir birtinguna, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, heildsali. á Síndair Spectrum Ef þú hefur áhuga á að kynnast tölvum, læra á þaer, leika þér við þær, tefla við þær, læra af þeim, vinna með þeim, láta þær vinna fyrir þig og fylgjast með þeim ótrúlegu möguleikum sem felast í tölvutækninni, ættirðu að byua a Sindair Spectrum. Sinclair Spectrum er ótrúlega fullkomin, með 16K eða48Kminni, allarnauðsynlegar skipanir fyrir Basic fjöldi leikja-,kennslu- og viðskipta- forrita, graftska útfærslu talna, tengimöguleika við prentara og aðrar tölvur - og svo auðvitað litinn. Þar að auki er diskettudrif væntanlegt innan tíðar. Sinclair Spectrum er stórkostleg tölva 48K tölvan kr. 8.508.- 16K tölvan kr. 6.544.- Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8- 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.