Morgunblaðið - 04.08.1983, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR
173. tbl. 70. árg.
FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1983
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sovéskt flutningaskip við Nicaragua:
Ferð og farm-
ur kannaður
Washington, 3. ágúst. AP.
BANDARÍSKI tundurspillirinn McCormick bað á laugardag sovéska flutn-
ingaskipið Alexander lllyanov, sem var á leið til Nicaragua, að gera grein
fyrir ferðum sínum og farmi. Var þetta staðfest af varnarmálaráðuneytinu
bandaríska í dag eftir að skýrt hafði verið frá þessum atburði í fréttum á
Kúbu um helgina.
Sagði heimildarmaður AP-
fréttastofunnar innan varn-
armálaráðuneytisins, að ekki væri
óalgengt að skip væru beðin að
gera grein fyrir ferðum sínum og
farmi, en að þessu sinni hefði
fyrirspurnin verið óvenjuleg.
Þetta er í fyrsta sinn, sem banda-
rískt herskip sendir slíka fyrir-
spurn sovésku flutningaskipi á
leið til Nicaragua.
Án þess að vísa beint til atviks-
ins á laugardag sagði Tass-frétta-
stofan sovéska í dag, að alþjóða-
siglingalög væru brotin undan
ströndum Nicaragua. Sagði Tass
ennfremur, að Bandaríkjamenn
ætluðu sér að kollsteypa valdhöf-
um í Nicaragua með ýmsum ráð-
um, m.a. með því að koma í veg
fyrir vöruflutning þangað.
Bardagar brutust út að nýju á
milli stjórnarhersins og skæruliða
í sex héruðum í E1 Salvador eftir
að tiltölulega kyrrt hafði verið um
nokkurra daga skeið vegna bæna-
daga í landinu. Náðu skæruliðarn-
ir tveimur smábæjum á sitt vald
og felldu 14 stjórnarhermenn og
særðu 19. Hins vegar urðu skæru-
liðarnir að flýja úr tvennum bæki-
stöðvum sínum og misstu 15 menn
á flóttanum.
Samstaða biðlar
til almennings
Varsjá, 3. ágúst. AP.
LEIÐTOGAR bönnuðu pólsku verkalýðssamtakanna Samstöðu hvöttu f dag
til þess, að almenningur léti til sína taka þann 31. ágúst og sýndi yfirvöldum
í landinu að hann hefði ekki gleymt samtökunum. Afmælisdagur Samstöðu
er 31. ágúst, en samtökin voru stofnsett þann dag fyrir þremur árum.
ustu skipulögðu aðgerðirnar á
vegum Samstöðu voru 1. maí sl. Þá
kom til átaka.
í bréfi, sem dreift var í dag, var
fólk hvatt til þess að sýna sam-
stöðumátt sinn með því að nota
ekki almenningsvagna á milli kl.
14 og 16 þennan tiltekna dag.
Þetta er sá tími er vaktaskipti eru
í flestum pólskum verksmiðjum og
fólk flykkist heim úr vinnu.
„Eignum okkur götur og torg og
látum þau verða eins og þegar
stjórnendur almenningsfarar-
tækja efndu til verkfalls til þess
að sýna stuðning sinn við verka-
menn í Lenín-skipasmíðastöðinni
forðum," sagði m.a. i dreifiritinu.
Talið er víst, að þúsundir manna
verði á götum úti í Póllandi þenn-
an dag. Þá er jafnframt búist við
því, að til átaka kunni að koma á
milli lögreglu og almennings. Síð-
//
.
' ff
Sundurskotin dómkirkja f höfuðborg Chad, N’Djamena. Prentist myndin vel
má sjá kúlnaför í framvegg kirkjunnar. Múrað hefur verið upp í inngang
hennar.
Ekki teflt
í Abu Dhabi
Abu Dhabi, Sameinudu arabísku
furslada-munum. 3. ájíúsl. AP.
EINN stjórnarmanna innan skák-
sambands Sameinuðu arabísku
furstadæmanna skýrði í morgun frá
því, að borgaryfirvöld í Abu Dhabi
hefðu ákveðið að draga til baka til-
boð sitt um að halda annað undan-
úrslitaeinvígið í áskorendakeppninni
um heimsmeistaratitilinn i skák.
Einvígið átti að hefjast þann 6.
ágúst.
Að sögn stjórnarmannsins var
meginskýringin á þessari
ákvörðun sú, að eitt meginskilyrði
borgarinnar fyrir að halda einvíg-
ið væri að báðir aðilar sættu sig
við mótsstaðinn. Þar sem Sovét-
menn hefðu þegar mótmælt hon-
um væri ekki lengur grundvöllur
fyrir einvígishaldinu.
Sjá „Rússar tefla ekki í
l’asadena" á bls. 21.
Ný stjórn
á Italíu
Kóm, 3. ágúst. AP.
NÝ RÍKISSTJÓRN var á mynduð á
Ítalíu í dag, sú fyrsta undir stjórn
sósíalista frá lokum síðari heims-
styrjaldar. Bettino Craxi er forsæt-
isráðherra í þessari 44. ríkisstjórn
ítala frá stríðslokum.
Myndun stjórnarinnar tafðist
um nokkrar klukkustundir vegna
ágreinings um skiptingu ráð-
herraembætta á milli hlutaðeig-
andi stjórnmálaflokka. Þrátt fyrir
talsvert áfall í síðustu þingkosn-
ingum benti allt til þess að meiri-
hluti ráðherrasæta félli kristi-
legum demókrötum í skaut.
Hóta að granda banda-
rísku flugmóðurskipi
M>r»:_... o a i>
N’Djamena, Chad, 3. ágú.st. AP.
N Djair
LÍBYUMENN hótuðu í kvöld að
sprengja bandaríska flugmóðurskip-
ið Eisenhower í loft upp, þar sem
það er á Miðjarðarhafi, ef skipið
vogaði sér innfyrir yfirráðasvæði
þeirra. Um er að ræða Sidra-flóa,
Danir hafna áskorun
Palme og bora áfram
Kaupmannahöfn, 3. ágúst. Frá Ib Kjörnbak,
DANIR hófu fyrstu tilraunaboran-
ir sínar eftir olíu á eynni Hesselö á
Kattegat í dag og virtu að vettugi
kröftug mótmæli Svía, sem fóru
þess á leit að borununum yrði
frestað þar til skorið hefði verið úr
um yfirráðarétt.
Hesselö tilheyrir Dönum, en
Svíar eru á hinn bóginn ekki
reiðubúnir til að viðurkenna, að
eyjan sé nákvæmlega á þeirri
línu er skiptir yfirráðasvæði
þjóðanna í Kattegat í miðju. Að-
eins tveir búa að staðaldri á
eynni.
En það er einnig brosleg hlið á
þessu máli. Olov Palme, forsæt-
fréttaritara Morgunblaðsins.
isráðherra Svía, sendi persónu-
legt bréf til Paul Schlúter, for-
sætisráðherra Dana, vegna
þessa máls, dagsett 22. júlí, en
það hefur aldrei komist í hendur
danska forsætisráðherrans.
Póstþjónustan virðist ekki betri
en raun ber vitni. 1 bréfinu lýsir
Palme yfir áhyggjum sínum
vegna ákvörðunar Dana.
Danir hafa þegar ritað svar-
bréf. Til þess að tryggja að það
komist á áfangastað hafa þeir
ráðið sendiboða til starfans.
Innihald bréfsins verður birt
opinberlega á morgun. Talið er
fullvíst, að þar muni Danir lýsa
því yfir að þeir sitji fast við sinn
keip.
Olíuborpallurinn vió Hesselö.
sem Bandaríkjamenn telja alþjóða-
siglingaleið.
Hótun Líbýumannanna kemur í
kjölfar fregna frá Washington,
þar sem skýrt var frá því, að
orustuþotur af flugmóðurskipinu
hefðu hrakið tvær sovéskar MIG-
þotur úr flugher Líbýumanna á
flótta er leiðir þeirra lágu saman
utan við líbýska landhelgi.
Fjórir bandarískir hernaðar-
sérfræðingar komu í dag til Chad.
Þeim er ætlað að þjálfa hermenn
stjórnarhersins með milligöngu
franskra foringja. Jafnframt
sendu Bandaríkjamenn farm
varnarflauga til landsins. Þessi
ákvörðun Bandaríkjastjórnar kom
í kjölfar þeirrar yfirlýsingar
stjórnvalda í Chad, að líbýskar
herþotur hefðu hert sprengjuárás-
ir sínar á bæinn Faya-Largeau í
norðausturhluta landsins.
Frakkar höfðu áður sent farm
af varnarflaugum til höfuðborgar-
innar, N’Djamena, en ekki var vit-
að með vissu hvort þeim hafði ver-
ið komið fyrir við Faya-Largeau.
Mikið manntjón hefur orðið í
bænum og hefur fosfórsprengjum
verið beitt í árásunum.
Stjórnarherinn náði í morgun á
sitt vald bænum Gouro, sem er af-
ar mikilvæg bækistöð í norður-
hluta landsins, að því er óstaðfest-
ar fregnir hermdu. Fáist þessi tíð-
indi staðfest marka þau tímamót í
bardögunum í landinu því stjórn-
arherinn hefur ekki fyrr haft bæ-
inn á sínu valdi eftir innrás upp-
reisnarmanna.
Opinbera fréttastofan í Líbýu
sagði í dag, að fregnir stjórnar-
innar í N’Djamena um auknar
loftárásir væru úr lausu lofti
gripnar. Jafnframt var þess farið
á leit, að Bandaríkjaménn og
Frakkar hættu að blanda sér í
innanríkismálefni í Chad. Sovét-
stjórnin tók í sama streng í dag.
Stjórnvöld í Chad sendu tóninn til
baka og fordæmdu Sovétmenn
fyrir stuðning þeirra við Líbýu-
menn. Sögðu hann ekki þjóna öðr-
um tilgangi en þeim að koma róti
á málefni Afríku.
Engar frekari fregnir var að
hafa í dag um afdrif Hissine Ha-
bre, forseta Ch-ád. Líbýumenn
staðhæfðu í gærkvöld, að hann
væri látinn.