Morgunblaðið - 04.08.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.08.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1983 Sesselja Eldjárn Síðbúin afmæliskveðja "UER K.EM EG. ME5 Bj^RSUNftRSIfÚTa, NOR&UR.LANDS" MflLCTÍ JÚLÍUS S'/SSELnftrlÞ ■UAVSTEEn/ Um LEÍ5 OQ. U«NN SVEjFL^Ð/ , FRflíKEM SEsSELju Ei-ÐJÁ«N UPP ÚR 5*COSUM 'A l-OKAX>ANSLE|(C SlVS AVA-Rk)AFE*-A<;s f>I N S 51 # <^>KLYCUR. ’K Það mun hafa verið á útmánuð- um 1924, að Sigurður skólameiat- ari á Akureyri hélt með lærifeður og nemendur út f Svarfaðardal sjóleiðina til Dalvíkur. Skipið klauf sléttan fjörðinn, sem var fagur og heillandi eins og þegar bezt Iætur. Þá var ég stuttstígur og krúnurakaður fjögurra ára snáði, sem fékk að fljóta með föð- ur mínum, leiðangursstjóra og upphafsmanni fararinnar. Þarna stóð pabbi gamli í brúnni stoltur eins og Lord Nelson í lyftingu og skyggndist yfir hafflötinn eins og hann ætti sjálfur allt heila klabb- ið: Hrísey, Kaldbak, ólafsfjarð- armúlann og Sólarfjöll. Hann virtist stjórna öllu um borð nema kompásnum af meðfæddum for- ystuhæfileikum. Ég fylltist stolti yfir að eiga slíka sjóhetju að föð- ur. Þó fannst mér hann tala helzt til hátt þegar hann yfirgnæfði til- skipanir skipstjórans. Sjóræn- ingjasögur heilluðu mig á þessum glöðu bernskuárum við Eyjafjörð, þar sem sjóhetjan NONNI hafði barizt áður fyrr við hvali og skrímsl á árabáti á þessum sömu slóðum. Því hugsaði ég: Skyldi pabbi ætla að lumbra á þessum Svarfdælingum líkt og þegar ólaf- ur digri, Noregskonungur, tók sig til og fór með skip sín og kappa til að herja og berja á frændum sín- um Svíum? Hér var víst tilgangur fararinnar annars eðlis og göf- ugri, eða að rækta vináttu við granna okkar Svarfdæli, sem gamli maðurinn hafði alltaf dá- læti á, eins og allir eldri Svarf- dælir muna. Þiggja skyldi kaffi og meðlæti og aðrar krásir. Þá gerðist hið óvænta, að vin- áttuför þessi snerist skyndilega upp í hreina herför eða ránsferð. Ránsfengurinn var sjálf prests- dóttirin á Tjörn, fröken Sesselja Eldjárn, sem „Meistari" réð á stundinni sem ráðskonu heima- vistar Akureyrarskóla. Skóla- meistari, sjálfur leiðangursstjór- inn, féll gersamlega flatur fyrir þessari svarfdælsku valkyrju, sem naumast gat talizt „sexy“ í átt við Sofíu Loren, en því auðveldara var að falla fyrir skemmtilegheitum hennar, glaðlyndi og geðfjöri. Hún stjórnaði eins og Viktoría drottn- ing er hún annaðist veitingar mót- tökunefndar Ungmennafélags Svarfdæla af slíkri reisn, að gamla manninum fannst hann næstum vera kominn á húnvetnskar heimaslóðir, og er þá mikið sagt. Slík tilþrif og dugnað, djörfung og dug við móttökuna hafði hann að- eins séð hjá eiginkonunni, sem var líka prestsdóttir, en sunnlenzk. Enda heyrðist gamli maðurinn stundum tauta við sjálfan sig: „Ekki getur betri eiginkonur en prestsdætur úr sveit.“ Þarna voru forlög fröken Sesselju ráðin. Hún var ráðskona við stofnunina í nokkur ár við feikivinsældir. Hún hafði Ingibjörgu systur sína sér við hlið til aðstoðar. óhætt er að fullyrða, að vart hafi starfað ást- sælli starfskraftar við stofnunina í meira en hundrað ára sögu skól- ans og þessar hjartahlýju Tjarn- arsystur. Sesselja stráði óspart gleði og Iffsfjöri í allar áttir og hlýju og sólskini allt í kringum sig eins og hún gerir enn í dag. Feiknlegir hlátrar hennar og hlátrasköll, sem koma alltaf frá innstu hjartahólfum, bergmáluðu í gamla daga í Súlum og á Vaðla- heiði. Hljómbotninn var mikill og hjartahólfin stór. Einlægur hlátur hennar, sem alltaf stafar af hinu góða, er merkilegt rannsóknarefni á gleðinni. Aldrei gleymi ég hversu gott mér þótti og mjúkt að sofa hjá Sesselju sumarið 1927 þegar hún gætti okkar systkin- anna fimm, meðan foreldrar okkar dóluðu á hestbaki til Reykjavíkur og til baka. Það voru ógleymanlegar sæluvikur í hugum okkar barnanna. Eftir nokkurra ára fórnfúst ráðskonustarf við M.A. hóf Sess- elja eigin matsölu fyrir kostgang- ara í húsinu Rósenborg, skammt frá skólanum, og síðar f Brekku- götu 9. Þar mötuðust jafnan ókvæntir kennarar, sem biðu lang- eygir eftir að komast í hjónasæng- ina. Þar voru einnig margir nem- endur, sem ekki komust í heima- vist skólans sem og þeir mat- vöndu. Jafnan þótti fæðið gott og hollt á borðum fröken Sesselju. Því leiddi af sjálfu sér, að um tíma þótti vinsælt að fara f kappát f mötuneyti hennar. Þar var fjörugt mannlíf og margt skemmtilegt sér til dundurs gert meðal kostgang- ara, svo sem spilað og teflt, sprell- að og farið i leiki um heilög jól ásamt jóladansleikjum. Þá kom- ust fáir heim til sín vegna sam- göngutregðu. Bróðurbörn hennar frá Tjörn áttu sitt annað heimili hjá henni öll menntaskólaárin. Eins bjó Kristján forseti þar einnig síðar sem kennari við stofnunina í tvo vetur. Hún gekk honum sem næst í móður stað, slík var ást Sesselju á þessum svipbjarta og gáfaða bróðursyni sínum, sem ekkert steig til höfuðs. Megináhugamál Sesselju hefir verið og er slysavarnir. Þar hefir hún lengi verið í fararbroddi og þegið margvíslegan heiður og við- urkenningu. Nú síðast fyrir nokkrum dögum var henni boðið norður í tilefni níræðisafmælisins, sem ég var sá glópur að gleyma. Hún hefur búið á Hrafnistu und- anfarin ár. Þær slysavarnastöllur hennar á Akureyri stóðu fyrir miklu hófi henni til heiðurs, sem gæti staðið enn, því ekkert bólar á Sesselju. Veizlan verður ábyggi- lega löng og saðsöm eins og meiri- háttar afmælishátíðar Katrfnar miklu. Það hlýtur að vera sann- kallað erfiði og þrekraun að njóta jafnmikilla vinsælda og hylli sem Sesselja Eldjárn. Hún er sterk á svellinu og drekkur sjaldan gör- óttari veigar en kaffi og sherry- lögg á góðri stund. Því miður á ég ekki í andartakinu aðra mynd af afmælisbarninu en meðfylgjandi skopmynd, sem ég teiknaði fyrir mörgum árum. Ég veit, að góður húmoristi eins og Sesselja kann vel að meta slíkt. Þarna á mynd- inni svífur hún í fangi síns gamla slysavarnabróður og dansfélaga, Júlíusar sysselmands Havsteen. Þessi innfæddi Akureyringur var um árabil fulltrúi norðlendinga á aðalþingum Slysavarnafélags Is- lands ásamt fröken Sesselju. Eitt þingið fór í endalaust rifr- ildi og karp milli þessara mætu fulltrúa út af nafngift á nýrri björgunarskútu norðlendinga. Fyrsta peningagjöfin barst í skútusjóðinn úr Olafsfirði með því skilyrði, að báturinn bæri nafnið Albert, eftir syni gefendanna, sem hvarf í hafi. Verðgildi peninganna hafði drjúgum rýrnað og Júlíusi þótti nafnið særa málkennd sína. Nafnið væri bæði ljótt og leiðin- legt, óíslenzkulegt og kauðskt og sæmdi ekki svo glæstum farkosti, að öllum öðrum Bertum ólöstuð- um, jafnvel prins Albert. Sesselja Poppe- loftþjöppur T Útvegum þessar heimsþekktu loft- þjöppur í öllum stærö- um og styrkleikum, meö eöa án raf-, Bensín- eöa Diesel- mótórs. Sfi(ynpOaQ(Ui®(uiir (§t (&(Q) Vesturgötu 16. Sími 14680. sat við sinn keip og gaf sig hvergi. Undir lokin veitti Sesselju betur. Hún er tryggðatröll í öllu sínu lífi. Því sem er einu sinni lofað, skal ekki hrófla við. Björgunarskút- unni var gefið nafnið Albert og varð mikil happafleyta. Júlíus Havsteen var það stór í sniðum, að hann kunni að taka ósigri. Eftir hrútleiðinlegt og dap- urlegt borðhald í lokahófi þingsins brá Júlíus sýsli á leik. Hann vipp- aði sér skyndiiega upp úr sæti sínu og bauð Sesselju djúpt upp í dans og að hefja sjálfan dansleik- inn með sér um leið og hann kall- aði hátt eins og honum einum var lagið um leið og hann sveiflaði Sesselju um salina á Borginni eins og hún svifi í öruggum björgun- arstól í haugabrimi: „Hér kem ég með þá einu og sönnu björgun- arskútu Norðurlands!" Við þetta vel til fundna uppátæki sýslu- manns, breyttist samkvæmis- stemmningin á einu andartaki í eitt skemmtilegasta lokahóf flestra þinghalda. Allir, sem notið hafa vináttu þessarar gæðakonu og tryggða- trölls, hafa eignast sannkallaða björgunarskútu að bakhjarli á lífsins ólgusjó. Ég er þakklátur fyrir að hafa verið einn af þeim heppnu sem hafa kynnzt henni. En kynni okkar hófust fyrir næst- um sextíu árum í flæðarmálinu á Böggvisstaðasandi, sem nú heitir almennt Dalvík. Jafnframt ein- lægum óskum á þessum merku timamótum í lífi hennar þakka ég Sesselju allt gamalt, gott og skemmtilegt um langan veg og Ijúfan, allt frá því að ég hékk fyrst í pilsunum hennar fyrir norðan. Örlygur Sigurðsson jŒZBaLL0ö38kÓLI BÚPU Líkamsrækt JSB Bolholti 6 sími36645 Sæluvika í Bolholti 5.—11. ágúst. Vegna mikilla vinsælda endurtökum viö Sæluvikuna í Bolholti. ★ 80 mín. tími alla daga vikunnar. ★ ’A tíma sól alla dagana. Kerfi JSB. ★ Sturtur — Sauna. ★ Heilsudrykkur í setustofunni á eftir. Allt í fullu fjöri, hittumst kátar. Kennari Bára Magnúsdóttir. Gjald 700 kr. Nudd eftir pöntun. Innritun í síma 36645. Ath. Opnum í Suöurveri 15. ágúst. Innritun frá 8. ágúst. njpg nQ^GqqernoszzDT [ Opið í kvöld til kl. 21 ] HAGKAUP Skeifunni15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.