Morgunblaðið - 04.08.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.08.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1983 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir SIGURÐ SVERRISSON Allsherjar uppstokkun í gangi í Ungverjalandi Miklar efnahags- og félagslegar umbstur eiga sér nú stað í Ungverja- landi. Slíkt er nánast óþekkt fyrirbsri í austantjaldslöndunum. Hefur það jafnframt vakið eftirtekt, að Ungverjar hafa ekki leitað samþykkis eða álits Sovétmanna á aðgerðum sínum. Það sem þykir jafnvel enn merkilegra, og jafnt Ungverjar sem Vesturlandabúar hafa rekið augun í, er sú staðreynd að Kremlverjar fylgjast með nýjungunum uppfullir áhuga. að á svo eftir að koma í ljós hvort þær hugmyndir Ung- verja um að sníða helstu agnú- ana af efnahagslífinu, m.a. með auknu frelsi og einkaframtaki ná að festa sig í sessi í austan- tjaldsríkjunum. Sambærilegrar þreytu við þá sem einkennt hef- ur ástandið í Póllandi gætir víða í þjóðlífinu í nágrannaríkjunum. Janos Kadar, leiðtogi ung- verska kommúnistaflokksins, var fyrir skemmstu í heimsókn í Sovétríkjunum. Hann ræddi m.a. við verkamenn í bifreiða- verksmiðju í Moskvu og benti þá á mikilvægi þess að verkamenn tækju í auknum mæli þátt í gerð efnahagsáætlana, almennri ákvarðanatöku innan fyrirtækja og stjórnun þeirra. Nýjungar „Sovétmenn hafa á undan- förnum mánuðum „velt því mjög fyrir sér að innleiða eins margar af nýjungum Ungverja og hugs- anlegt er. Ekki aðeins í iðnaði, heldur einnig í landbúnaði og þjónustugreinum," sagði Marton Tardos, yfirmaður efnahags- áætlanadeildar vísindastofnunar ungverska ríkisins. Stofnun þessi starfar í nánum tengslum við stjórn landsins og veitir henni sérfræðilega ráðgjöf í efnahagsmálum. „Sé rétt að orða það svo, að Sovétmenn séu ekki eins and- snúnir umbótum og áður ... þá er hugsanlegt að breytingar verði einnig á hinni stirðu efna- hagsstefnu Austur-Þjóðverja og Tékka,“ sagði Tardos jafnframt. Ungverskur fréttaskýrandi, sem óskaði nafnleyndar, sagði að Sovétmenn létu sér í raun í léttu rúmi liggja hvað Ungverjar að- hefðust svo fremi þeir væru áfram tryggir bandamenn. Leiötogaskiptin Að sögn Tardos má rekja þennan nývaknaða áhuga Sovét- manna á umbótum til leiðtoga- skiptanna, sem urðu í fyrra. Hin löngu ár kuldalegs hlutleysis Sovétmanna í garð efnahagstil- rauna Ungverja hurfu með öllu er Yuri Andropov tók við af Leonid Brezhnev. Afstöðubreytingu þessa má e.t.v. að einhverju leyti rekja til þess, að Andropov var sendi- herra Sovétmanna í Búdapest þegar uppreisnin var gerð í land- inu árið 1956 og sovéski herinn réðst síðan inn í landið. Andro- pov er talinn hafa átt verulegan þátt í því að Kadar tók við leið- togaembætti ungverska komm- únistaflokksins af Matyas Rak- osi. Ungverska timaritið Orszag-Vilag fjallaði um þennan þátt Andropovs f nýlegu hefti sínu og hældi honum á hvert reipi fyrir „mikilvægt framlag hans til endurfæðingar flokks- ins, landsins og þjóðarinnar". „Ég hef þekkt Andropov um langt skeið. Gamlir vinir þurfa ekki að skiptast á mörgum orð- um til þess að gera sig skiljan- lega,“ sagði Kadar við sovéska og ungverska blaðamenn á fundi í Moskvu. Um fjórar milljónir manna eru nú á ungverska vinnumark- aðnum. Af þeim fjölda vinna um 200.000 manns við störf sem ekki eru á vegum rikisins. Fyrir nokkru var gefin út ný reglu- gerð, þar sem leyft var að fjölga starfsmönnum einstakra einka- fyrirtækja úr 6 í 12. Þótt Sovétmenn fylgist af áhuga með þróun einkafram- taksins í Ungverjalandi hefur batnandi staða ríkissjóðs ekki síður vakið eftirtekt, að því er fréttaskýrendur segja. Hagnaður Allt frá árinu 1970 hafa Ung- verjar hægt og bítandi fjarlægst hina stirðu miðstýrðu efnahags- stefnu Sovétmanna. Það gerist nú í síauknum mæli, að starfs- menn og framkvæmdastjórar í iðnaði fái launauppbætur í tengslum við aukin afköst. Ný hugsun, sem grundvallast á markmiðum hagnaðar, er tekin að koma í stað þeirrar að fram- leiða með magnið eitt að leið- arliósi. Oarðbær ríkisfyrirtæki, sem ekki hafa fylgst með tímans rás, hafa einkum og sér í lagi verið takmark umbótanna. Sem dæmi um slíkt má nefna Cspel-járn- og stáliðjuverið, sem skipt var niður í hvorki fleiri né færri en 13 minni einingar. Hver um sig sér um eigin ákvarðanatöku og stjórnun. Risafyrirtækið Tungsram, sem hefur 24.000 manns í vinnu og flytur m.a. út Ijósaperur og annan varning til meira en 100 landa, var rekið með tapi á síð- asta ári. Afleiðingin var sú, að forstjórinn var látinn fjúka og á sama veg fór fyrir þeim „er ekki gátu breytt hugsanagangi sín- um,“ sagði Attila Kiss, fjármála- stjóri Tungsram. Án þess að nefna neinar tölur sagðist Kiss þess fullviss, að ekki yrði tap á Tungsram-verksmiðjunni í ár. „Akvörðunarvald verksmiðju- forstjóra hefur verið aukið stór- um og áherslan er nú lögð á hagnað," sagði Kiss ennfremur. „Okkur gengur ekki eins vel og verksmiðjum á Vesturlöndum en þokumst hægt í rétta átt.“ Sveigjanleiki Ungverjar virðast ennfremur vera hallir undir aukinn sveigj- anleika í stjórnmálum. Með ný- lega settum lögum er hvatt til þess að tveir eða fleiri frambjóð- endur keppi um þingsæti. Skuli réttur þeirra, sem ekki eru flokksbundnir, vera jafn á við þá, sem eru meðlimir í kommún- istaflnkknum Ungverskur fréttaskýrandi lét hafa það eftir sér, að það væri vissulega „fræðilegur möguleiki" að óflokksbundnir næðu meirihluta á þingi í skjóli þessara laga, sem sett voru 1971, en eru almenn- ingi lítt kunn. „Ungverjaland er yfirfullt af óvæntum hlutum og hver sá sem kemur hingað til lands með fyrirfram ákveðnar hugmyndir um Austur-Evrópulönd fær fljótt séð að hér hefur margt breyst," sagði vestrænn dipló- mat. Benti hann jafnframt á, að margir hefðu rekið augun í þessa staðreynd því vestrænir ferða- menn voru 2,7 milljónir talsins í fyrra. „Ungverjaland hefur lagt langa leið að baki frá hinu hefðbundna stjórnkerfi Austur- Evrópu og það er batamerki. Ég er ekki i nokkrum vafa um að vonir Ungverja á stjórnmála- sviðinu eru ekki ólíkar þeim sem Austurríkismenn þekkja. En endanlega svarið hlýtur að finn- ast i Moskvu. Nær breytingin nokkru sinni þangað?" Höfuð af stórri styttu Stalíns liggur á götunni eftir að hún var brotin niður í uppreisninni 1956. Sovéskir skriðdrekar á götu i Búdapest 1956. Hlutabréf með eignaraðild í Vífilfelli hf. til sölu. Þeir sem hafa áhuga vinsamlega sendi nöfn og aörar upplýsingar til augl.deildar Mbl. merkt: „Tækifæri — 8615“. Eigum geysilega gott úrval af góö- um, sterkum og fallegum furu- rúmum. Greiösluskilmálar í 6—8 mánuöi. HAGSÝNN VELUR ÞAÐ BESTA HDS6A6NASÖLLIN BlLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK 8 91-81199 og 81410 Hress á morgnana Þreyttur á kvöldin Alltaf á fóstudögum M Video-list List framtíöarinnar? Bahrain — Paradís Arabalandanna Silverstone Formula Sagt frá kappakstrinum í Bretlandi og rætt viö Alain Prost. Föstudagsblaðið ergott forskot á helgina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.