Morgunblaðið - 04.08.1983, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1983
Yfirlýsing Gunn-
ars Thoroddsen
YFIRLÝSING (íunnars Thor-
oddsens fyrrum forsKtisráðherra 30.
júlí 1983 um gjaldskrár Landsvirkj-
unar og Hitaveitu Reykjavíkur út af
ummælum Sverris Hermannssonar
29. júlí.
í gærkvöldi sagði Sverrir Her-
mannsson iðnaðarráðherra í
fréttatíma útvarps, að hækkanir á
gjaldskrám Landsvirkjunar og
Hitaveitu Reykjavíkur væru „arf-
leifð“ frá „þrotabúi" fyrrverandi
ríkisstjórnar.
Hér skýtur skökku við.
í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar,
febrúar 1980 til maí 1983, hafa
þessi fyrirtæki sjö til áttfaldað
taxta, meðan allar vísitölur, fram-
færslu-, byggingar- og lánskjara-,
hækkuðu miklu minna. Fyrirtæk-
in hafa því fengið hækkanir langt
umfram allar aðrar viðmiðanir í
þjóðfélaginu. Mætti fremur saka
stjórnina um að hafa leyft of mik-
ið en of lítið.
Iðnaðarráðherra hefur nú með
því að samþykkja gifurlegar
gjaldskrárhækkanir til viðbótar
opnað flóðgáttir, sem duga drjúg-
um meira en til rakvatnsins. Ef
Landsvirkjun og Hitaveita
Reykjavíkur eiga í fjárhagsörðug-
leikum, er orsakanna að leita ann-
arsstaðar en í tregðu fyrrverandi
stjórnar.
í stjórnarblöðum hefur að und-
anförnu verið bent á, hvort eitt-
hvað megi umbæta í rekstri, hvort
óhöpp hafi orðið í framkvæmdum,
hvernig fjárfestingu hefur verið
háttað, hvort dýrustu dollaralán-
um hefur verið breytt í hagkvæm-
ari lán í öðrum gjaldmiðlum, eftir
að dollarinn tók á rás fyrir rúmum
þremur árum, eins og sumir ís-
lenskir atvinnurekendur hafa gert
með góðum árangri.
Allt þetta þyrfti Sverrir Her-
mannsson að kynna sér, svo að
honum auðnist með sinni góðu
greind að bægja frá sér því böli að
bera aðra röngum sakargiftum.
Gunnar Thoroddsen
Sigurður S. Thoroddsen
verkfrœðingur látinn
Hópurinn utan við Dómkirkjuna í Reykjavík, en þar komu allir saman til morgunbæna áður en haldið var út í
borgina síðasta dag ferðarinnar.
Sænskur safnaöarhópur á ferð
HÉR Á landi hefur 55 manna hóp-
ur frá dómkirkjusöfnuðinum í
Luleá, Norður-Svíþjóð, verið á ferð
í 10 daga. Dvaldi hann lengst af á
Laugarvatni, en ferðaðist einnig
um Suðurland og til Vestmanna-
eyja.
Það er almennt í safnaðar-
starfi sænsku kirkjunnar, að
fara lengri eða skemmri ferðir,
og eykur slíkt kynningu og vin-
áttubönd. Hópurinn sem hér var
á ferð dvaldist lengst af á Laug-
arvatni og rómaði mjög aðbúnað
þar. Þaðan voru farnar ferðir
um Suðurland og til Vestmanna-
eyja. Sunnudaginn 31. júlí var
messa sungin í Hveragerðis-
kirkju og buðu prestshjónin þar,
Anna og Tómas Guðmundsson,
hópnum heim til sín í kirkju-
kaffi.
Fararstjóri hópsins var Nils
Andersson dómprófastur í
Luleá. Kvað hann alla mjög
ánægða með ferðina og rómaði
mjög alla skipulagningu og mót-
tökur.
Sigurður S. Thoroddsen, verk-
fræðingur lést í Reykjavík 29. júlí sl.
81 árs að aldri. Sigurður lauk prófi í
byggingarverkfræði frá Danmarks
Tekniske Hojskole í Kaupmanna-
höfn árið 1927. Hann var verkfræð-
ingur hjá Reykjavíkurhöfn, vita- og
hafnarmálastjóra við ýmsar hafnar-
gerðir 1928—1931, en rak eigin
verkfræðistofu frá 1931—1961, er
hann varð framkvæmdastjóri
Verkfræðistofu Sigurðar Thor-
oddsen, sem hann stofnaði ásamt
nokkrum samstarfsmönnura sínum.
Sigurður gerði uppdrætti og
áætlanir að margvíslegum mann-
virkjum, s.s. hafnarmannvirkjum
og virkjunum víðs vegar um land-
ið. Hann var landskjörinn alþing-
ismaður Sósíalistaflokksins árin
1942—1946, og sat í margskonar
ráðum og nefndum, s.s. raforku-
ráði, Landsbankanefnd og átti
Svavar Gestsson um „alþingi götunnar“:
„Nauðsynlegt að hið milliliða-
lausa lýðræði láti til sín taka“
sínum, í fréttatíma Ríkisútvarps-
ins í fyrrakvöld, að kalla þyrfti
saman „alþingi götunnar".
„Þegar rétt kjörnum alþingis-
mönnum er haldið utan við dyr
þinghússins í sjö mánuði, þá er
vitanlega þeim mun nauðsynlegra
að fólkið sjálft, þ.e. hið beina og
milliliðalausa lýðræði, láti til sín
taka. Það hefur stundum verið
kallað „alþingi götunnar" og ég
veit að Morgunblaðið þekkir það,“
sagði Svavar ennfremur. Hann
var þá spurður hvort hann væri
að hvetja til einhverra tiltekinna
aðgerða. Svavar svaraði því til, að
hann væri að hvetja fólk til þess
„að hrista af sér þessa mannrétt-
indasviptingu sem felst í bráða-
birgðalögunum". Enn var hann
spurður með hvaða hætti fólk
ætti að gera það og svaraði hann
því orðrétt á þessa leið: „Með
þeim hætti sem það telur réttast
og eðlilegast. Með sínu afli; afli
fjöldans."
Norræna húsið:
Vísnavinir í Opnu húsi
Fimmtudaginn 4. ágúst verður ís-
lensk þjóðlaga- og vísnatónlist á
dagskrá í Opnu húsi. Verða það fé-
lagar úr Vísnavinum, sem syngja og
leika, og hefst dagskráin að vanda
kl. 20.30.
Að loknu kaffihléi verður svo
sýnd kvikmynd Ósvalds Knudsen
„Eldur í Heimaey" og tekur sýning
hennar um 30 mínútur.
í anddyri stendur nú yfir græn-
lensk myndlistarsýning, sem nefn-
ist „Sagn- og landskabsbilleder
fra Sydgronland" og eru það past-
el- og vatnslitamyndir eftir lista-
konuna Kistat Lund frá Narsaq.
Stendur sýningin fram eftir mán-
uðinum.
sæti í stjórn Landsvirkjunar o.fl.
Einnig var hann kennari við
Iðnskólann í Reykjavík, Sam-
vinnuskólann og Menntaskólann í
Reykjavík um nokkurra ára skeið.
Sigurður ritaði mikið um verk-
fræðileg efni í tímarit Verkfræð-
ingafélags fslands, svo og annnars
staðar, og eftir hann liggja mörg
rit og greinar.
Sigurður var tvíkvæntur og
eignaðist átta börn. Eftirlifandi
kona hans er Ásdís Sveinsdóttir.
„ÞAÐ SEM ég á við er að fólkið
sjálft á vinnustöðunum geri það
sem það getur til þess að hrista af
sér þá mannréttindasviptingu sem
ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir.
Þetta er ekki bara spurning um
viðbrögð stjórnarandstöðunnar,
og heldur ekki spurning um við-
brögð verkalýðsforystunnar, held-
ur er þetta spurning um viðbrögð
fólksins sjálfs og hversu lengi
menn ætla að una þeirri sviptingu
á mannréttindum, sem núverandi
ríkisstjórn hefur beitt sér fyrir og
er algjörlega einstæð í sögu okkar
lýðveldis," sagði Svavar Gestsson,
formaður Aþýðubandalagsins, í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Hann var spurður hvað hann
hefði átt við með þeim ummælum
Siglufjörður:
Fjármálaráðherra
fundar um ríkisrekstur
Þýskur listamaður með sýningu í Eden
Valdimar
Sigfússon
setjari
látinn
Látinn er í Reykjavík Valdimar
Sigfússon, setjari, 61 árs að aldri.
Valdimar lauk sveinsprófi í setningu
hjá ísafoldarprentsmiðju árið 1944
og vann þar um nokkurt skeið sem
vélsetjari. Hann hóf svo störf í
prentsmiðju Morgunblaðsins, en lét
þar af störfum fyrir nokkrum árum.
Valdimar lætur eftir sig þrjú
börn, þau Kristínu, Sigfús og
Margréti Guðrúnu, en eiginkona
hans, Svava Knútsdóttir, lést árið
1967.
ALBERT Guðmundsson fjármála-
ráðherra mætir á almennum stjórn-
málafundi í Siglufirði í kvöld og ræð-
ir stjórnmálaviðhorf og atvinnumál
staðarins. Þessi fundur er fréttnæm-
ur fyrir tvennt. Hann er fyrsti fund-
ur utan Reykjavíkur sem fjármála-
ráðherra mætir á frá því ríkisstjórn
Steingríms Hermannssonar var
mynduð, og Siglufjörður býr við það
sérkenni um form atvinnurekstrar,
að ríkið er eini eða aðaleigandi
stærstu fyrirtækja á staðnum, Þor-
móðs ramma og Siglósíldar. Ekkert
sveitarfélag mun hafa búið að meiri
ríkisrekstri en Siglufjörður, en fjár-
málaráðherra hefur gert það að til-
lögu sinni, sem kunnugt er, að ríkið
losi sig sem mest úr atvinnurekstri
þar sem fyrir er samkeppni og fram-
tak af hálfu einkaaðila.
Alþingismennirnir Eyjólfur Kon-
ráð Jónsson og Pálmi Jónsson mæta
á fundinum, sem hefst að Hótel
Höfn í Siglufirði klukkan níu síðdeg-
is.
ÞÝSKI myndlistarmaðurinn Helmut
Plontke opnaði myndlistarsýningu í
Eden í Hveragerði 2. ágúst og mun
sýningin standa yfir til 16. ágúst.
1 fréttatilkynningu segir að Helm-
ut Plontke sé af mörgum talinn í
hópi athyglisverðustu nútímalista-
manna í Þýskalandi. Höfuðviðfangs-
efni hans sé helstefna mannkyns,
sem þegar hafi sett sjálft sig á lista
yfir tegundir í útrýmingarhættu og
segja megi að öll list hans sé helguð
baráttunni fyrir friði og heimi á
heljarþröm.
INNLENT
k. ° ° o A
Plontke hefur haldið yfir 80 einka-
sýningar í stórborgum víða í Evrópu
og Bandaríkjunum. Allar myndirnar
eru til sölu.
Dregið í bfl-
beltahappdrætti
Umferðarráðs
DREGIÐ var í bílbeltahappdrætti
Umferðarráðs 1983 3. ágúst. Dregið
var um 12 vinninga og korau eftirfar-
andi númer upp: 39338, 14355,
28098, 17255, 10775, 28992, 29636,
34020, 26300, 37579, 45580 og
40978.
Vinningshafar eru beðnir um að
framvísa miðum sínum á skrif-
stofu Umferðarráðs, Lindargötu
46, Reykjavík.