Morgunblaðið - 04.08.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.08.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1983 „Erum einfaldlega í þjóðbraut lægðanna“ — segir Markús Á. Einarsson veðurfræðingur um veðrið í sumar Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakiö. Lifum í sátt við landið Knútur Knudsen, Markús Á. Einarsson og Magnús Jónsson veðurfræðingar á Veðurstofunni líta yfir kort morgundagsins. Ljósm. Mbl. rax Jón Loftsson, skógarvörður, segir í viðtali við Morgun- blaðið í gær, að framkoma ungl- inga og umgengni í Atlavík eystra hafi verið til fyrirmyndar um verslunarmannahelgina. Svipaða sögu er að segja víðast af landinu, þó undantekningar á hinn verri veginn hafi einnig heyrst. Engum vafa er þó undir- orpið, að virðing og umhyggja almennings, ekki síst hinna yngri, fyrir landinu, gróðurríki þess og fegurð fer vaxandi. Þetta viðhorf nær bæði til nátt- úru landsins í víðari skilningi og nánara umhverfis, sem myndar ramma þess mannlífs sem fram fer í hverju byggðarlagi. Fagurt og hreinlegt umhverfi skiptir ekki minna máli í þéttbýli en strjálbýli, enda leggja stjórn- endur og íbúar þéttbýlisstaða vaxandi áherslu á að skapa sam- félagi og mannlífi sem ánægju- legastan ytri ramma. Við þurfum að sameina það tvennt í þjóðlífi okkar, að nýta gögn og gæði lands og lagar til batnandi lífskjara — og vernda þessar auðlindir til framtíðar. Við þurfum í senn að lifa í land- inu og í sátt við það. Að því er gróðurríkið varðar erum við í vörn, vegna uppblásturs og ofbeitar, og gróðurlendi er veru- lega minna í dag en það var þá byggð var hér reist fyrir ellefu hundruð árum. Ræktað land er aðeins 1.100 ferkílómetrar af 103.000 ferkílómetra flatarmáli landsins, en ræktanlegt land er talið 20.000 ferkílómetrar. Viðleitni hefur verið sýnd til að breyta vörn í sókn. Skipuleg- ar aðgerðir hafa verið gerðar til að hefta uppblástur og græða upp örfoka land, þó betur megi ef duga skal. Góð vakning er með þjóðinni til skógræktar. Hér má hafa nytjaskóga, þar sem skilyrði eru best. Skjólbelti skóga þjóna og mikilvægu rækt- unarhlutverki. Og trjágróður er hvarvetna yndisauki. Mestu máli skiptir þó vökull hugur fólks til verndar viðkvæmri náttúru landsins, ekki síst á há- lendi og í afréttum, og vilji til að vernda sérkenni þess og nátt- úruundur til langrar framtíðar. Það á að vera hægt að sam- eina það tvennt að nýta auðlind- ir landsins, þar á meðal orku fallvatna og jarðvarma, á þann veg, að þær standi undir vel- megun í landinu og landvernd. Það er greinileg vakning í þessa átt, sem fagna ber. Við þurfum í senn að lífa í landinu, á gögnum þess og gæðum, og í sátt við það og umhverfi okkar. Hver kyn- slóð þarf raunar að setja sér það mark, að skila landinu betra til framtíðar en hún tók við því. Síðbúnar kennslu- stundir Ritstjórar Tímans og Þjóð- viljans, sem fóru fyrir áróðri fyrri ríkisstjórnar, hafa tekið hvorn annan í síðbúnar kennslustundir í forystugrein- um undanfarið. Þessi skrif hafa varpað skæru ljósi á sitt hvað, sem var feimnismál meðan þess- ir vopnabræður snéru bökum saman 1978—1983. Þannig heldur ritstjóri Tím- ans því fram „að mest af þeim verðhækkunum, sem valda því að kjörin hafa skerst, hafi orðið til í tíð þeirrar stjórnar, sem Al- þýðubandalagið tók þátt í. Fyrir þessu liggi skjallegar sannanir ... útgjöld meðalfjölskyldu í Reykjavík hafi aukist vegna verðhækkana um 87% frá ágúst 1982 til júlí 1983“. — „Langmest af framangreindum verðhækk- unum höfðu orðið fyrir stjórn- arskiptin". Kaup hefur á sama tíma hækkað um 48%, að sögn Tímans. Ritstjórinn vitnar og til Fé- lagstíðinda Starfsmannafélags ríkisstofnana, sem tíundi fjór- tán verðbótaskerðingar launa — með bráðabirgðalögum og sam- kvæmt svokölluðum ólafslögum — frá því í maí 1979 og til maí 1983, en á þessum tíma hafi Al- þýðubandalagið staðið við stjórnvöl á þjóðarskútunni og borið ábyrgð á launa- og kaup- máttarþróun. Þá staðhæfir hann að varn- arliðsframkvæmdir á Keflavík- urflugvelli hafi ekki í annan tíma verið meiri en á stjórnar- árum Alþýðubandalagsins, sem m.a. sjáist á því, að „skattar Is- lenskra aðalverktaka hafi um langt skeið ekki verið meiri en á sl. ári“. Alþýðubandalagið hafi eingöngu beitt sér „gegn flug- stöðinni, sem er framkvæmd í þágu íslendinga en ekki hers- ins“. — „Þá minntist Alþýðu- bandalagið ekki á, að þetta væri andsnúið byggðajafnvægi", seg- ir ritstjóri Tímans. Síðbúnar kennslustundir fyrr- um vopnabræðra, ritstjóra Tím- ans og Þjóðviljans, flytja þjóð- inni lærdóm, sem staðfesta hörðustu gagnrýni á fráfarna ríkisstjórn. „ÞETTA veðurlag sem ríkt hefur á sunnan- og vestanverðu landinu að undanfornu verður að teljast nokk- uð sem alltaf má búast við. Við höf- um einfaldlega verið í þjóðbraut lægðanna og hafa sunnan- og vest- anáttir verið ríkjandi, sem hefur í för með sér óvenju skýjað veður og óvenju mikla óþurrkatíð á Suður- og Vesturlandi," sagði Markús Á. Ein- arsson veðurfræðingur í viðtali við Mbl., er hann var inntur álits á tíð- inni að undanförnu. „Þeir á norðan- og austanverðu landinu hafa sloppið betur, en þar var eins og allir muna mikil ótíð í vor. Það verður að segjast eins og er, að óþurrkatíð eins og verið hef- ur á sunnan- og vestanverðu land- inu í sumar er ekkert óalgegngt fyrirbæri þó leiðinlegt sé. Þetta fengu Bretar að búa við í vor, eins og margir muna án efa, en í Lund- únum stóðu þá gífurleg rigninga- veðmál eftir að ekki hafði komið þurr dagur um rúmlega fjögurra vikna skeið. Þá voru Bretar í þjóð- braut lægðanna á sama hátt og við nú. Við þessar eðlilegu sveiflur verðum við að búa. Það væri óeðli- legt ef ekki væru talsverðar sveifl- ur á þessu svæði og ég tel enga ástæðu til að vera svo svartsýnn að ætla að þetta ástand vari til frambúðar," sagði Markús. „Hins vegar er mun alvarlegra hversu minni lofthiti er nú en í meðalári. Þetta var kaldasti júlí- mánuður í Reykjavík síðan 1887. Nauðsynlegt er að hafa í huga, að undanfarna tvo áratugi höfum við búið við svalara loftslag en marga áratugi á undan. Óvenjulegt hlý- viðrisskeið ríkti hér á landi frá 1921 til 1964, trúlega það hlýjasta sem komið hefur hér á landi frá því á landnámsöld. Það eru því margir sem muna betri tíð en þá sem nú ríkir, en í kjölfar þessa tímabils kólnaði snögglega og mikið kuldatímabil rikti frá 1966 til 1971 með þeim afleiðingum að tún kól og hafís var við land. Síð- ustu 10 til 12 árin hafa sum verið nokkuð góð, en flest kaldari en í meðalári. Árin 1979 og 1981 voru til dæmis óvenju köld. Hvað við kemur veðurspám er tilgangslaust að spyrja okkur um spár vikur og jafnvel mánuð fram í tímann — við höfum engin svör við spurningum eins og þeirri hvernig muni viðra í ágúst á suð- vesturhorninu. Bandaríkjamenn hafa sent kort með langtímaspám, en fyrir okkar svæði er ekkert á þeim að byggja. Nú er svo komið að við getum spáð heldur lengra fram í tímann en áður. Meginverkefni okkar hef- ur verið og er að spá einn sólar- hring fram í tímann, en í mörg undanfarin ár höfum við látið fylgja með spá fyrir annan dag- inn. Nú er hins vegar svo komið að við getum farið að spá með nokk- urri vissu um þriðja daginn með aðstoð tölvureiknaðra veðurspáa sem berast okkur frá spámiðstöð evrópskra veðurstofa fyrir lengri spár í Bretlandi og einnig frá bresku og bandarísku veðurstof- unum. Fyrir nokkrum árum var með aðstoð sænsks veðurfræðings, Hovmöllers, hafist handa við að finna samhengi loftstrauma í u.þ.b. 5 kílómetra hæð yfir landinu samkvæmt fyrrnefndum tölvu- spám og veðurlags hér á landi. Síðan hefur verið unnið að undir- búningi þess að taka upp spár fyrir lengri tíma en verið hefur og niðurstaðan varð sú, að í haust verður unnt að fara að birta þriggja daga spár. Fjögurra daga spár eru hins vegar ekki nægjan- lega góðar ennþá. Það stefnir allt í þá átt að spárnar verði nákvæm- ari og nái lengra fram í tímann, en sú þróun getur því miður ekki orð- ið ör,“ sagði Markús Á. Einarsson að lokum. „Leifar af 37 lömb- um á tveimur grenjum — rætt vid Helga Bachmann refaskyttu í Þormóðsdal „ÞAÐ var greinilegt að mikið er um tófu hér í hreppnum og hefur hún valdiö talsverðum skaða á sauðfé. Því er ekki vanþörf á að minnka stofninn, enda hefur ekki verið gerð skipuleg leit að tófu hér um árabil,“ sagði Helgi Bachmann, refaskytta í Þor- móðsdal í Mosfellssveit, sem ásamt Ómari Runólfssyni vann tvö tófugreni á afrétti Mosfell- inga í síðasta mánuði, þegar blm. Mbl. ræddi við hann í gær. Refaskytturnar tvær drápu á um hálfum mánuði 4 tófur og 8 yrðlinga, sem höfðu lagst á sauðfé þar um slóðir. „Við hóf- um tófuleitina 12. júlí og tókst okkur að finna tvö greni þa sem 11 dýr bjuggu, en auk þess unnum við einn yrðling annars staðar. Báru öll ummerki því glöggt vitni að hér var um dýrbíta að ræða, enda taldist okkur til að þar hefðu verið leifar af að minnsta kosti 37 lömbum," sagði Helgi er hann var beðinn að lýsa veiðiferð- inni. „Fyrra grenið fundum við í Borgarhólum. Þar náðum við að skjóta bæði dýrin samtímis, sem er mjög óvenjulegt því tóf- an er var um sig. Okkur lék aftur á móti hugur á að vita hvort þá væru ekki yrðlingar í greninu, en svo reyndist ekki vera. Við höfðum slegið upp tjaldi í nágrenni grenisins og biðum átekta í þeirri von að yrðlingarnir mundu láta sjá sig. Loks kom ég að einum yrðlingi við grenið og skaut ég hann en hinir yrðlingarnir höfðu augljóslega meiri áhuga á tjaldinu en bústað sínum vegna þess að þeim hafði tekist án okkar vitundar að ná jóg- úrt-dollu við tjaldið og hverfa óséðir á brott. En áður en langt um leið byrjuðu þeir 4 hundar, sem voru í fylgd með okkur og við höfðum haft í bílnum að gelta án afláts og kom þá upp úr dúrnum að 2 yrðlingar voru aðeins um 250 metra frá tjaldinu. Eltum við þá yrðlingana með hundana í fararbroddi og höfðu þeir farið í grenið. Send- um við hundana þangað inn og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.