Morgunblaðið - 04.08.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.08.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1983 29 Heimir Bjarnason læknir — Afmæliskveðja Tveir kunningjar hittust fyrir skömmu. Báðir voru gamlir tog- arakarlar. Að sjálfsögðu bárust í tal veiðar fyrr og nú og saman- burður á nýja og gamla tímanum. „Þegar ég var á Halanum," sagði Kalli, „voru þorskarnir svo stórir að aðeins tveir hausar af þeim komust í körfuna." „Ja, hefði það ekki verið þú, sem sagðir mér þetta, Kalli minn, hefði ég ekki trúað þessu,“ sagði hinn. Mér datt þessi saga i hug þegar rann upp fyrir mér að í dag væri Heimir Bjarnason, aðstoðarborgarlæknir, 60 ára. Þetta er ótrúlegt en satt. Bækur sem ég hef undir höndum segja það og þegar við vorum samtfða hér á Djúpavogi sagði Heimir mér það sjálfur, að hann væri fæddur 2. ágúst 1923, og meira að segja úti í kóngsins Köbenhavn. Og þó að Kalli hafi ýkt veit ég að Heimir hefði ekki skrökvað þessu að mér. En hins vegar hefði Heimir verið vísastur manna til að kunna margar svona sögur og segja þær á góðum stundum í glöðum hópi og á góðra vina fundi eða á ferða- lagi með öðrum félaga, með sinni skemmtilegu frásagnarsnilld. Tíminn er fljótur að líða, 24 ár frá því að þú komst á Djúpavog og 15 ár frá þvi að þú hvarfst héðan. Vera þín var upphaf kynna okkar og vináttan hefur haldist þó að vík sé á milli vina. Gáski þinn og gam- ansemi er hressandi ásamt alvör- unni þegar hún á við. Ekki spilltu spilakvöldin, bridge eða lombré, aðallega lombré, þó að laufgosinn væri mér erfiður i fyrstu mun ég samþykkja hann í spilinu. Ýmis- legt fleira fannstu þér til tilbreyt- ingar frá daglegum skyldustörf- um. Nokkrar kindur hafðir þú. Það var gaman að koma í fjárhúsin og gleðjast með þér yfir fóðruninni að maður tali ekki um meðalvigt- ina á haustin. Mér fannst þetta undraverður árangur. Svipað og hjá kallinum á Héraði sem gortaði af stargresinu hjá sér. Eitt kg af stargresi jók mjólkurmagn kýr- innar um 11. Skákin var þér dægrastytting en vegna þess hve ég og fleiri vor- um litlir skákmenn naustu þin ekki fullkomlega. Einhvers staðar stendur: „Palli var ekki einn í heiminum." Heimir hefur heldur ekki verið einn. Hann kvæntist 24. september 1949 Maríu Gísladóttur Kristjánssonar útgm. Neskaupstað og Fanneyjar Ingvarsdóttur. Hefur það verið farsælt og gott hjónaband. Hefur hún átt sinn stóra þátt í, hversu indælt er þangað að koma. Við þessi tímamót þakka ég ykkur hjónunum vinarhug og hlýju, sem ég hef verið þar aðnjótandi fyrr og síðar, sömuleiðis frá börnum ykk- ar sjö. Sannarlega var þín saknað sem læknis og manns og þinnar fjöl- skyldu, þegar þið hurfuð héðan á braut. Þó að ég þekki Heimi vel veit ég næsta lítið annað en það sem bæk- ur segja um ævitíð hans. Hann er Þingeyingur. Móðir hans Helga Bjarnadóttir og ólst upp hjá Birnu móðursystur sinni og manni henn- ar Pétri Sigfússyni glímukappa og kaupfélagsstjóra. Þau áttu heima á Borðeyri og Húsavík. Hefur hann ætíð nefnt þau sem föður og móður jafnframt sinni móður og börn Birnu og Péturs systkini sín og ætíð af gleði og hlýju þegar hann minnist á þau, og segir það sína sögu betur en löng lýsing. Hann hóf nám i Laugaskóla og stúdent frá MA 1947. Aðstoðar- og héraðslæknir á Stórólfshvoli 1957—1958. Héraðslæknir á Djúpavogi 1959—1%8 og gegndi þá jafnframt ýmsum trúnaðar- störfum, í skattanefnd og oddvita- störfum um skeið. Síðan héraðs- læknir á Hellu og nú aðstoðar- borgarlæknir í Rvík. Það veit ég af viðkynningu án annarra umsagna, að Heimir hef- ur reynst afar góður námsmaður. Á þeim árum komu námslán og námsstyrkir ekki á silfurfati, svo að mikið hafa námsmenn þeirra ára þurft að leggja á sig, og hefur Heimir þar ekki dregið af sér. Slíkur er dugnaður hans. Heimir minn, ég veit að þú vilt lítið láta á bera með þessi tímamót. Ég vona að þú fyrirgefir mér þó ég láti á þrykk út ganga nokkur orð um þig sextugan. Þó skapið sé mikið veit ég að þú ert drengur góður og fyrirgefur vini þínum. Ég og kona mín senda Maríu og börnum og tengdafólki og systkinum þinum hamingjuóskir með þig og síðast þér afmælisbarnsins, þakka þér meðferð í sjúkdómstilfellum mín- um. Heill þér sextugum og ein- læga vináttu. Valgeir G. Vilhjálmsson Minningarsjóður Halldórs Jónssonar: Fjársöfnun til bygging- ar fyrir aldraða í Vík í VÍK í Mýrdal er nú verió að Ijúka byggingu fyrsta áfanga íbúða fyrir aldraða, en þar er um að ræða fjórar íbúðir fyrir 5—8 manns. Byggingar- aðilar eru m.a. Minningarsjóður Halldórs Jónssonar og sveitarfélög Hvammshrepps og Dyrhólahrepps. f fréttatilkynningu frá Minn- ingarsjóði Halldórs Jónssonar segir m.a. að heildarkostnaður við þennan lokaáfanga muni nema u.þ.b. 2.500.000 kr. og á Minn- ingarsjóðurinn að greiða um 600.000 af þeirri upphæð. Þar seg- ir einnig að einu tekjur sjóðsins séu gjafir frá velunnurum hans og hefur því sjóðurinn ákveðið að efna til almennrar fjársöfnunar til að standa við skuldbindingar sínar. Gíróseðlar hafa verið gefnir út til Mýrdælinga, Austur-Eyfell- inga og þeirra Skaftfellinga á höf- uðborgarsvæðinu, sem kunnugt er um. Sjóðsstjórn vill vekja athygli á þessari söfnun og geta því þeir, sem leggja vilja málefni þessu lið, lagt inn framlög á söfnunarreikn- ing sjóðsins, sem er nr. 1155-1 í útibúi Búnaðarbankans í Vík. Einnig munu frú Ágústa Vigfús- dóttir, Drápuhlíð 24, Reykjavík og sr. Gísli Jónasson, Ránarbraut 7, Vík, taka við gjöfum til sjóðsins. Sjóðnum hefur þegar borist minningargjöf um Eyjólf Högna- son frá Hvoli í Mýrdal að upphæð kr. 37.071,18 og þakkar sjóðurinn gjöfina svo og aðrar gjafir sem sjóðnum hafa borist. S Y N I N G íslenska ullarlínan 1983 Modelsamtökin sýna íslenska ull 1983 að Hótel Loftleiöum alla föstu- daga kl. 12.30—13.00 um leiö og Blómasalurinn býöur uppá gómsæta rétti frá hinu vinsæla Víkingaskipi meö köldum og heitum réttum. Verið velkomin íslenskur Heimilisiðnaður, Rammagerðin. Hafnarstræti 3, Hafnarstræti 19. HÚTEL LOFTLEIÐIR Blómasalur ALLT TiL Við bys&jum á r&ynslunni 0 SAMBANDIÐ BYGGINGAVÖRUR SUÐURLANDSBRAUT 32 - SIMI 82033 p wl m Metsölublad á hvetju m degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.