Morgunblaðið - 11.08.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.08.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1983 Grafarvogsbrú- in samþykkt TEIKNINGAR ad brú og brúar- stæði yfir Grafarvog voru sam- þykktar á fundum Umhverfismála- ráðs og Skipulagsnefndar Reykja- víkur í gær. Grafarvogsbrúin verður síðan tekin til endanlegrar af- greiðslu í borgarráði á næstunni. Að sögn l'órðar t>. Þorbjarnarsonar, borgarverkfræðings, hljóðar kostn- aðaráætlun brúarinnar upp á 90 milljónir króna. Brúin verður 60 metrar að lengd og á henni verða tvær akreinar til að byrja með, en endanlega verða fjórar akreinar á brúnni. Brúin verður landföst norðan vogsins en mun standa á fyll- ingum sunnan megin. Sá mögu- leiki er fyrir hendi, að sögn Þórð- ar, að smábátahöfn verði innan brúarinnar, en engin ákvörðun hefur verið tekin um það. Stefnt er að því að framkvæmdir við Grafarvogsbrúnna geti hafist í október. Þess má geta að brúin er hönn- uð á verkfræðiskrifstofu Sigurðar Thoroddsen, en fagurfræðilegur ráðunautur var Þorvaldur S. Þorvaldsson, arkitekt. Meira en helmings mun- ur á verði málningar MIKILL verðmunur er á hinum ýmsu tegundum af utanhússmáln- ingu, í sumum tilvikum meira en helmings munur á hæsta og lægsta þurrefnislítraverði innan sama vöru- flokks. Mestur er verðmunurinn á fúavarnarefnum, 215%. Á sendinni plastmálningu (hraun- eða sand- málningu) munar mest 132%, á úti- málningu 129% og á hefðbundinni plastmálningu 71%. Minnstu munar á útimálningu á tréfleti eða 36%. Að meðaltali er mismunurinn á hæsta og lægsta verði utanhússmálningar 111%, þ.e. að jafnaði er hæsta verð rúmlega helmingi hærra en það lægsta. Þetta eru niðurstöður verðkönn- unar sem Verðlagsstofnun hefur látið gera á verði utanhússmáln- ingar á steinveggi, málmfleti og tréverk (þ.m.t. svonefnd fúavarn- arefni). Fyrir ári efndi stofnunin til samskonar könnunar á verði utanhússmálningar. í þeirri verð- könnun kom fram nokkru minni munur eða að meðaltali 98% á hæsta og lægsta verði. Borið var saman verð á þeim hluta málningarinnar (fúavarnar- efnisins) sem eftir situr á fletin- um sem borið er á, eða svokallað þurrefnislítraverð, en með því fæst að mati Verðlagsstofnunar raunhæfasti samanburðurinn á verði málningar. Upplýsingar um rúmmálsþurrefnishlutfall sem samanburður þessi byggðist á, voru í könnuninni fyrir ári fengn- ar frá framleiðendum og innflytj- endum, en síðar kom í ljós að þær voru í nokkrum tilvikum rangar. Verðlagsstofnun fór þess því á leit nú við viðkomandi aðila að óháður rannsóknaraðili yrði fenginn til að mæla þurrefnisinnihald í þessum tegundum. Allir innflytjendur og framleiðendur að fjórum undan- skildum óskuðu eftir slíkri athug- un hjá Iðntæknistofnun íslands. Þeir fjórir aðilar sem ekki sinntu þessum tilmælum voru Ó.M. Ás- geirsson (Pinotex), SÍS (Gori), Sigurður Pálsson (Perma dri) og Steinprýði (Thoro). Verðupptakan fyrir þessa nýju könnun fór fram 1. ágúst. Sænskur ráðherra f opinberri heimsókn Landsvirkjun: Orkukaupin af Kröflu samkvæmt samningum Utanríkisvióskiptaráðherra Sví- þjóðar, Mats Hellström, kom hingað til lands í gær í opinbera heimsókn í boði Matthíasar Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra. Sænski ráðherr- ann mun dvelja hér fram á laugar- dag. Á leiðinni frá Keflavíkurflug- velli til Reykjavíkur í gær skoðaði Mats Hellström orkuver Hitaveitu Suðurnesja á Svartsengi. í dag ræðir sænski ráðherrann við viðskiptaráðherra kl. 9 og utanrík- isráðherra kl. 16.30, gengur á fund forseta íslands kl. 10.30, skoðar Reykjavík og heimsækir stofnanir í borginni. A morgun kl. 10 er ráð- gerð ferð til Vestmannaeyja, þar sem Heimaey verður skoðuð og komið við í frystihúsi. í för með ráðherranum eru Magnus Vahlquist skrifstofustjóri og Jan Söderberg deildarstjóri í ráðuneyti hans. Mats Hellström er fæddur í Stokkhólmi hinn 12. janúar 1942. Hann var kennari í þjóðhagfræði við háskólann í Stokkhólmi þegar hann var kosinn á sænska þingið 1968. Hann hefur verið varamaður bankanefndar þingsins og jafn- framt fulltrúi í utanríkismála- nefndinni. Frá haustinu 1982 hef- ur Mats Hellström verið formaður fjárveitinganefndarinnar. Hann hefur í mörg ár verið fulltrúi Svía á allsherjarþingum Sameinuðu þjóðanna. Mats Hellström hefur verið formaður í nefnd um málefni barna á leikskólastigi og jafn- framt í nefnd þeirri sem fjallar um atvinnumál. Hann var sér- fræðilegur ráðunautur í atvinnu- málaráðuneytinu á árunum 1974-1976. Mats Hellström var fulltrúi í framkvæmdanefnd Sambands ungra jafnaðarmanna í Svíþjóð 1969—1972. Hann á sæti í flokks- stjórn sænskra jafnaðarmanna. Hann situr einnig í stjórn Verka- mannasambands Stokkhólms og er varaformaður friðarhreyfingar verkalýðssamtakanna. „AÐ SUMARLAGI er og hefur ávallt verið veruleg umframorka í’ orkuvinnslukerfinu. Ástæðan er sú að þá er rennsli í ánum til orku- framleiðslu hvað mest og orkueftir- spurn minnst. Á veturna snýst þetta hins vegar við, eftirspurnin eykst, en orkuframleiðslugetan minnkar, vegna minna rennslis. Af þessum ástæðum er almennt séð ekki þörf fyrir viðbótarorku að sumarlagi," sagði Halldór Jónatansson, forstjóri Ók í veg fyrir sendibifreið HARÐUR árekstur varð á gatna- mótum Reykjanesbrautar og Flatahrauns í hádeginu í gær. Bif- reið frá Rafveitunni var ekið inn á Reykjanesbraut í veg fyrir sendi- bifreið með þeim afleiðingum að bifreiðirnar skullu harkalega saman. Tveir menn í bifreið Raf- veitunnar slösuðust lítillega og voru fluttir í slysadeild. Stöðvunarskylda er á Flata- hrauni. Landsvirkjunar í samtali við Morg- unhlaðið. „Trygg orkuafhendingargeta Landsvirkjunarkerfisins áætlast f ár um 3675 GWst. Því til viðbótar kaupir Landsvirkjun 100 GWst frá Kröfluvirkjun og 30 GWst frá Svartsengi. Alls má því segja að Landsvirkjun sé aflögufær um 3805 GWst af tryggri orku við stöðvarvegg á árinu og er þá Lax- árvirkjun meðtalin. Sala tryggrar orku í ár er áætluð 3435 GWst að meðtalinni samningsbundinni af- gangsorku," sagði Halldór enn- fremur. Halldór sagði að í gildi væri samningur milli Landsvirkjunar og Rafmagnsveitna ríkisins fyrir hönd Kröfluvirkjunar um kaup Landsvirkjunar á allt að 110 GWst á þessu ári að undanskildum 3—4 mánuðum yfir sumartímann, en á þeim mánuðum væri orkufram- leiðslugeta Landsvirkjunarkerfis- ins mest og því ekki þörf á viðbót- arorku, auk þess sem sá tími nýtt- ist Kröfluvirkjun vel til eðlilegs viðhalds á vélum og búnaði. Samningur þessi gildir til ársloka og verður þá tekinn til endurskoð- unar, en þetta er fyrsti samningur þessarar tegundar milli Lands- virkjunar og RARIK fyrir hönd Kröfluvirkjunar. Mats Hellström, uUnrfkisviðskipUriðherra Svía skoðar Ifkan af orkuverinu í Svartsengi ásamt Matthíasi Á. Mathiesen og fleirum. €> INNLENT Akraborg: Léleg aðsókn að Akraborg í sumar .AÐSÓKN að Akraborginni hefur ■erið léleg í sumar,“ sagði Helgi bsen framkvæmdastjóri í viðUli við Hbl. í gær. „Ótíðin hefur verið gífurleg, og >að kemur niður á þessu eins og iðru. Umferðin er mun minni en í ýrra, það hefur líka verið leiðin- egra í sjó og okkar versta átt, suðvestan, einlægt ríkt. Það hefur sýnt sig að fólk einfaldlega ferðast ekki i svona veðri. Aukning varð hinsvegar hjá okkur í vetur og átti það bæði við um fólk og bíla, en það hefur jafn- ast út í sumar og í heildina höfum við aðeins flutt um fjögur þúsund fleiri farþega en í fyrra.“ „Svo kom mamma Jóa og fann okkur“ KJORIR strákar úr Fossvoginum, þrír 4 ára og einn 2 ára, lentu í talsverðu ævintýri seinnipartinn í gær. Lögreglan lýsti eftir þeim í út- varpinu um hálf sjö leytið og skömmu síðar komu þeir fram í skógræktarstöðinni í Kossvoginum, þar sem þeir höfðu gleymt tfmanum við leik í skóginum. Þeir hurfu úr Giljalandi þar sem þeir voru að leik um fjögur leytið um daginn. Stuttu síðar var tekið eftir hvarfi þeirra og leit hafin. „Allir íbúarnir leituðu eins og ein fjölskylda," sagði Elín Kristinsdóttir, amma tveggja strákanna. Hún og móðir drengj- anna báðu um að komið yrði á framfæri þakklæti til fbúa f Fossvogi, sem þátt tóku f leitinni. Leitin bar ekki árangur framan af og var þá haft samband við lögregluna sem lýsti eftir strák- unum í útvarpinu. „Svo kom mamma Jóa og fann okkur,“ sagði MwpinbUéi*/ Gu«J6n j. Bræðurnir Hreinn og Haukur Slgurðssynir, 4 og 2 ára, komnir heim og háttaðir uppi í rúmi, eflir svaðilfarir gærdagsins. Hinir tveir strákarnir sem með þeim voru, hétu Gunnar og Kjartan og voru báðir 4 ára. Hreinn Sigurðsson, 4 ára, einn þeirra sem týndust, þegar Morg- unblaðið talaði við hann f gær- kveldi. Aðspurður hvort hann hefði verið villtur, sagði hann: „Ég rataði heim, en ég fór niður eftir í skóginn og við vorum að reyna að sigla á vatninu." „Við fórum í löggubíl heim,“ sagði hann síðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.