Morgunblaðið - 11.08.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.08.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1983 Laser- lækningar Læknir þræðir laser-geislann niður í barka sjúklings og brennir burt mestan hluta æxlis þar. Starfsfélagi hans fylgist með framvindu mála á sjón- varpsskjá. Laser-geislann er nú farið að nota við lausn fjölmargra vandamála inn- an læknisfræðinnar, allt frá meðferð blæðandi sára, til krabbameins í heila og lungum. Laser-geislinn er farinn að gegna eins miklu hlutverki á sjúkrahúsum og skurðarhnífur- inn. Læknar eru stöðugt að upp- götva nýjar leiðir til að nota þenn- an „skurðargeisla" við meðferð sjúklinga. Enda þótt laser-geislinn hafi verið notaður til lækningar augnsjúkdóma sl. tíu ár, þá er að- eins skammt síðan læknar hófu að nota hann við meðferð sjúkdóma eins og heilaæxla, blæðandi sára, óreglu í starfsemi lungna og ófrjósemi. „Starfsvettvangur geislans fer nú stöðugt stækkandi," segir dr. Stephen Joffe hjá læknamiðstöð Cincinnati-háskóla. Starfsfólk læknamiðstöðvar Utah-háskóla hefur nú 102 sjúkl- inga til meðferðar á mánuði. Þar af eru 80% þeirra á göngudeild. Sinai-sjúkrahúsið í Detroit býst við um 4.000 sjúklingum til með- ferðar með laser í ár. Kostur laser-geislans er m.a. sá, að oft er unnt að hafa sjúklinga til meðferðar á göngudeild, sem spar- ar þeim stórar skurðaðgerðir og sjúkrahúsvist. Læknar geta einnig unnið á svæðum í mannslíkaman- um, sem ekki er unnt að komast að á venjulegan hátt. Þetta gera þeir með því, að beina laser-geislanum um pípur, sem síðan má smokra ofan í sjúklinginn. Laser-geislanum er unnt að beina að völdu skotmarki, en upp- spretta hans er tæki, sem breytir rafsegulorku í geisla. Nú eru til þrjár gerðir lasers: koltvísýrings- tækið, eða C02-tækið, sem er ná- kvæmt skurðartæki; YAG-tækið, sem þrengir sér í gegnum vefi, eyðir fyrirferðarmiklum æxlum og stöðvar blæðingar, og argon-tæk- ið, sem eyðir grunnum skemmd- um, s.s. flekkjum á húð. C02-lasertækið hefur verið not- að til lækningar ófrjósemi og for- stiga leghálskrabbameins. „Með C02-lasemum er unnt að skera og fjarlægja vefi af miklu meiri nákvæmni en með skurðarhníf," segir Terry Fuller hjá Sinai- sjúkrahúsinu. Læknar nota einnig C02-tækið til að fjarlægja æxli í heila og mænu. Dr. Leonard Cerullo við læknaskóla Northwestern-háskól- ans í Chicagó hefur haft 500 slíka sjúklinga til meðferðar. Það er mikilvægt við laser-lækningar, að með þeim er unnt að fjarlægja æxli án þess að skaða nærliggj- andi vefi, sem eru mikilvægir starfsemi líkamans. „Laser-lækn- ingar eru enn ungar innan sviðs taugaskurðlækninga, en ég held, að innan þriggja til fjögurra ára muni 80% taugaskurðlækna nota geislann," segir dr. Cerullo. Læknar nota YAG-lasertækið við meðferð æxla í þvagblöðru. Niðurstöður meðferðar 25 sjúkl- inga hjá Utah-háskóia benda til þess, að tækið sé jafnvel nota- drjúgt við meðferð sjúkdóma í vegg blöðrunnar. Dr. Joseph A. Smith Jr. við háskólann segir: „Skurðaðgerð með laser er unnt að framkvæma, ef sjúklingurinn er staðdeyfður. Henni fylgja hvorki blæðingar né sársauki." YAG-tækið er einnig farið að nota við meðferð blæðandi sára í maga og smáþörmum. Þá er einnig mikilvægt, að nota má YAG-tækið við meðferð þeirra krabbameinssjúklinga, þar sem æxli loka leiðinni annað hvort til lungna eða maga. Öndunarhæfni bætt. Dr. Micha- el Unger og dr. Grant Parr hjá læknamiðstöð Presbyterian-há- skólans í Pennsylvaníu-ríki hafa haft 40 sjúklinga til meðferðar, sem allir hafa þjáðst af öndunar- tregðu vegna æxla í barka. „Það er sem að heyra í Darth Vader í Stjörnustríði, að heyra andar- dráttinn hjá þessum sjúklingum. En eftir laser-meðferð sýnir það sig, að loftflæði til lungna hefur verið aukið um meira en helming," segir dr. Unger. Læknar benda á það, að þessi meðferð læknar ekki sjúklingana, en gerir þeim lífið bærilegra. Dr. David Fleischer hefur haft 70 sjúklinga til meðferðar á Veterans Administration-sjúkrahúsinu í Washington-borg og Cleveland Clinic-stofnuninni. Æxli í vélinda komu í veg fyrir, að sjúklingarnir gætu kyngt eðlilega. „Laserinn læknaði þá ekki, en hann auðveld- aði þeim stórum að lifa eðlilega. Sjúklingarnir gátu farið heim til sín og fengið sér í svanginn á ný,“ segir dr. Fleischer. Vísindamenn reyna nú, að nota laserinn til að eyða stífluðum æð- um og laga skemmdir í hnjáliðum. Læknar benda einnig á það, að notkun lasergeislans fylgir nokkur hætta: af slysni gæti komið hola í vef, eða hreinlega kviknað eldur inni í líkamanum. Dr. John Dixon, sem sér um laser-lækningar Utah-háskóla, segir: „Laser-meðferð er ekki allra meina bót, en ég held að notkun geislans muni koma að góðu gagni við meðferð alls kyns sjúkdóma og minnka um leið þörfina á sjúkra- húsvist og skurðaðgerðum." Þýtt og endursagt úr U.S. News & World Report. Læknar eru reiðubúnir til að leiða laser-geislann um pípu niður í barka krabbameinssjúklings. Þeir hafa verndar- gleraugu, en markmiðið er að eyða æxli í barka. VANTAR ÞIG VARAHLUTI í Honda, Mazda, Mitsubishi eða Toyota? Nú eru tvær[^^J verslanir, á Akureyri og í Reykjavík og það sem meira er þaö er sama verö fyrir noröan og sunnan Býður nokkur betur. Kúplingar Kveikjukerfi Startarar Altinatorar Vatnsdælur Tímareimar Viftureimar Olíusíur Loftsíur Bensínsíur Þurrkublöð Ventlalokspakkningar. Hvergi hagstæðara verð. VARAHIUT1R í ALLA JAPANSKA BÍLA NP VARAHLUTIR. Ármúla 22-105 Reykjavík. Sími 31919 DRAUPNISGÖTU 2, 600 AKUREYRI. SÍMI 26303. Færeyskir kennarar á íslenzku- námskeiði 15 FÆREYSKIR kennarar eru nú á námskciði í íslensku á veg- um Norræna félagsins, sem ákveðið var að efna til vegna 60 ára afmælis Norræna félagsins síðasta haust. Þá gerðu Norrænu félögin í Færeyjum og á íslandi með sér menningarsáttmála sem m.a. kvað á um kynningu á tungum beggja þjóðanna. Námskeiðinu hér, sem er í Árnagarði, stjórn- ar Hjálmar Árnason kennari, en það var sett 2. ágúst sl. í Norræna húsinu af formanni Norræna félagsins, Hjálmari Ólafssyni. Síðan er í ráði að ís- lenskir kennarar haldi til Fær- eyja næsta sumar til náms í færeysku. íslenzkunámskeiðinu lýkur 12. ágúst, en jafnframt kennslu er hér um kynningu á ýmsum þáttum menningar- og þjóðmála að ræða og stofnanir verða sóttar heim. Loks má geta þess að færeyska lands- stjórnin veitti ríflegan styrk til námskeiðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.